Vísir - 03.07.1972, Síða 10
10
VtSIR Mánudagur 3. júll 1972
„VIÐ ERUM EIN ÆTTKVÍSL"
Heimsmeistaraeinvígið sett ón Fischers
l>arna eru tveir heimsmeisíarar annar núverandi og hinn fyrrverandi, og fer vel á með þeim Spasskf og
l)r. Kuwc forseta KIDE
„Gens una sumus” (Við erum
ein ættkvisl) kjörorð FIDE
trónaði upp á sviði Þjóðleik-
hússins þegar heimsmeistara-
einvigis milíi Boris Spasski og
Bobby Fischer var sett. Guð-
mundur G. Þórarinsson, forseti
Skáksambands tslands, sté
fyrstur i pontu og flutti stutt á
varp.
Drap hann einkum á hinn
erfiða undirbúning þessa ein-
vigis, sem hann og félagar hans
i Skáksambandinu hefðu þurft
við að glima. Hann sagðist
vona, að keppendurnir myndu
njóta sin vel i skákum sinum hér
á landi og óskaði þeim velfarn-
aðar. Þá gaf Guðmundur
menntamálaráðherra Magnúsi
T. ólafssyni orðið og ávarpaði
hann samkomuna i stuttri ræðu.
Hann lauk miklu lofsoröi á
skákina almennt og and-
stæöingana Spasski og Fischer.
Endaöi Magnús Torfi mál sitt á,
að undirstrika einkunnarorö
FIDE, Gens una sumus, og að
þau væru vel valin og táknræn
fyrir skáklistina. Þá tóku til
máls Geir Hallgrimsson
borgarstjóri, og siðan hver af
öðrum, Sergei Astavin sendi-
herra Sovétrikjanna Theodore
Trembley sendifulltrúi Banda-
rikjanna og loks Dr. Max Euwe
forseti FIDE.
Að lokinni virðulegri setn-
ingarathöfninni var gestum og
blaðamönnum boðið upp á
freyðandi kampavin i Leikhús-
kjallaranum og rann það ljúf-
lega niður i flesta.
Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar:
„GEÐVONZKURUGL"
Eða óheiðarlegir verzlunarhœttir
Siðastliðinn fimmtudag birtist
frétt i Visi um „styrjöld ferða-
skrifstofukónganna „Mér fyndist
keisaranafnbót sæma forstjóra
Sunnu betur, þvi að hann ber sig
alveg eins að og keisarinn i nýju
fötunum sinum: „Og keisarinn
færðist i aukana og gekk enn
sperrtari en áður.”
Auglýsingar hans á flugferðum,
sem synjað hefur verið leyfis fyr-
ir, og gistingu, sem ekki er fyrir
hendi, hafa lengi átt sér stað, án
þess að nokkur virtist hafa neitt
við það að athuga. 1 dag hafa
samgöngumálaráðuneytinu,
ferðamálaráði og neytendasam-
tökunum verið send bréf nokk-
urra fyrirtækja á Spáni, sem
Sunna auglýsir gistingu hjá fyrir
farþega sina. Bréfin staðfesta,
svo að ekki verður um villzt, að
Sunna á þar enga gisting i sumar,
og eitt þeirra lýsir meira að segja
yfir þvi, að það hafi ekki haft hug-
mynd um, að Ferðaskrifstofan
Sunna væri til! Eitt fyrirtækjanna
upplýsir að visu siðar, að hinn 12.
þ.m. hafi komið frá Ferðaskrif-
stofunni Melia i Madrid beiðni um
1. ibúð — eina ibúð — handa ts-
lendingum til hálfsmánaðar-
dvalar, en þess var ekki
getið, að Sunna ætti þar hlut að
máli, þótt svo reyndist vera við
nánari athugun. Pöntun þessi var
gerð með þriggja daga fyrirvara,
og svo vildi til, að hægt var að
sinna henni.
Sunnuforstjóranum er frjálst
að kalla athugasemdir við verzl-
unarhætti sina „geðvonzkurugl”
eða af háttprýði sinni að velja
þeim hvaða nöfn, sem honum
sýnist, en raunar liggur beint við
að athuga það nánar á öðrum
vettvangi.
Þess má einnig geta, að Flug-
félagi íslands hafa borizt jákvæð
svör viö umsóknum um lend-
ingarleyfi á Spáni með farþega
Útsýnar i sumar.
Rvk., 1. júli 1972
Ingólfur Guðbrandsson.
Örœfaferðir
með Guðmundi Jónassyni
10 daga sumarleyfisferðir:
15. — 24. júli: Reykjavik, Landmanna-
laugar, Veiðivötn, Nýidalur, Sprengisand-
ur, Bárðardalur, Mývatn, Herðubreiðar-
lindir, Askja, Hallormsstaðaskógur,
Breiðdalur, Hornafjörður, Skaftafell.
Flogið til Reykjavikur frá Fagurhólsmýri
24. júli.
24. júli — 2. ágúst: Flogið frá Reykjavik til
Fagurhólsmýrar. Þaðan: Skaftafell,
Hornafjörður, Breiðdalur, Hallorms-
staðaskógur, Herðubreiðarlindir, Askja,
Mývatn, Bárðardalur, Sprengisandur,
Nýidalur, Veiðivötn, Landmannalaugar,
Reykjavik.
Verð 13.500,-. Innifalið fæði, tjöld og flug-
far.
Leitið upplýsinga um hinar fjölbreytilegu
sumarleyfisferðir okkar.
Guðmundur Jónasson h.f.
LÆKJARTEIGI 4, Reykjavik,
Simar 35215, 31388.
Timbur er líka eitt af því
sem þér fáið hjá Byko
Móta- og sperruviður í hentugustu
þykktum, breiddum og lengdum.
Einnig smíðaviður.
Þilplötur hvers konar úr upphituðu
geymsluhúsi.
Góð aðstaða til skjótrar og öruggrar
afgreiðslu.
BYGGINGAVÚRUVERZLUN
KÚPAVOGS SÍMI 410 00