Vísir - 03.07.1972, Qupperneq 15
VtSIR Mánudagur 3. júli 1972
15
„Jú, þeir eru duglegir við að
ofsœkja fuglana, drengirnir"
r
L
Einstœð kona verður fyrir aðkasti
vegna vinóttu við fugla
J
Sigrlöur mcð einn vina sinna
Brúttó gjaldeyristekjur
Kísiliðjunnar voru 200
milljomr a sl. ari
„Brúttóhagnaður af rekstri
Kisiliðjunnar nam 18 milljónum
króna á síðasta ári en þar sem
ákveðið hafði verið af afskrifa
30 milljónir vantar liðlega 12
milljónir uppi fullar afskriftir.”
Þetta sagði Vcsteinn Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Kisiliöjunnar i samtali við Visi.
Aðalfundur verksmiðjunnar
var haldinn á föstudag og flutti
Magnús Jónsson skýrslu stjórn-
ar og framkvæmdastjóra.
Framleiðslan á árinu nam
19.400 tonnum og flutt voru á er-
lendan markað 17.500 tonn. Far-
mannaverkfallið i desember
kom i veg fyrir að hægt væri að
^ ^ ^ ^ .
flytja alla framleiðsluna út á
árinu. Brúttógjaldeyristekjur
námu 200 milljónum miðað við
verð i erlendum höfnum. Tekjur
af sölu voru 131 milljón en
reksturskostnaður nam 113
milljónum.
I febrúar i fyrra lauk stækkun
verksmiðjunnar og á hún nú að
geta framleitt 22.000 tonn árlega
bað sem af er árinu eða þann 1.
júni var búið að framleiöa 11.000
tonn og ætti þvi verksmiðjan að
geta náð fullum afköstum á
þessu ári. Taldi Vésteinn að
reksturinn væri nú kominn i
nokkuðöruggthorf. -SG
„Jú, þeir hafa verið ósköp dug-
legir, drengirnir hérna i hverfinu
við að ofsækja fugla sem ég kasta
brauðmola til. Illt innræti brýzt
út á margan hátt. Þessa dúfu fann
ég i morgun og var búiö að reyra
saman fæturna á henni með
grönnu snæri.”
Hún' Sigriður Steffensen á
Grettisgötu 55 var fremur mæðu-
leg á svipinn þegar hún sýndi
okkur dúfu með samanreyrða
fætur, þegar við litum við hjá
henni i gær. Sigriður er
kona nokkuð við aldur og býr ein
uppi á lofti i húsinu. Hún hefur
mikið dálæti á fuglum og þeir
sömuleiðis á henni. Hinsvegar
hefur þessi vinátta hennar viö
fugla fariö mjög i taugarnar á
pörupiltum i nágrenninu. Hafa
þeir oftar en einu sinni sætt færis
að ofsækja dúfur og skógarþresti
sem hafast við i garði Sigriðar og
væng- eða fótbrotið þá.
En þeir hafa ekki látið sér
nægja að ráðast á málleysingj-
ana. Sigriður sýndi okkur stofu-
gluggann þar sem tvær rúöur
voru mölbrotnar eftir grjótkast.
„Þetta er nú búið að koma svo oft
fyrir að ég hef ekki lengur efni á
að kaupa stöðugt nýtt gler. Ég
ætla að prófa plast núna og vita
hvort það dugir” sagði Sigriöur.
Einu sinni kom kókflaska fljúg-
andi inn um glugga og straukst
við höfuð hennar.
— Héfurðu ekki prófaö að leita
til lögreglunnar?
„Jú ég hef gert það. Þeir segj-
ast geta gert eitthvaö i málinu ef
ég get gefiö upp nöfn piltanna,
annars ekki.”
Þeir hljóta að vera undarlega
innréttaðir sem hafa af þvi
ánægju að ofsækja einstæða konu
sem komin er á efri ár og þau dýr
sem henni þykir vænst um. Það er
einnig næsta undarlegt að lög-
gæzlan skuli ekki getað verndað
einstaklinginn betur en þetta,
þegar hann getur ekki boriö hönd
fyrir höfuð sér sjálfur. En Sigrfð-
ur tekur þessu með stakri ró og
talar frekar af vorkunnsemi um
þessa pörupilta en hitt. -SG
Kveðjudansleikur
í SIGTÚNI
fyrir dönsku knattspyrnumennina
i kvöld frá kl. 21.30 tii 2.
Nefndin.
'wnwPMaam
SONY- A
jndraheimur 1f
i jöma og töha
jpGudíónsson hf,
^^^Skúlagötu 26
ks' LANDSLEIKURINN
ÍSLAND - DANMðRK
fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld og hefst kl. 20.00
Dómari: A. Mackenzie frá Skotlandi
Linuveröir: Guömundur Haraldsson & Hannes Þ. Sigurösson
Verð aðgöngumiða: Kl. 19.15 Ár mann .... I.A. Sala aðgöngumiða stendur yfir úr sölutjaldi viö Ctvegsbankann og I Laugardal frá kl. 16.00.
Sæti kr. 250.00 Kvennaknattspyrna:
Stæði 150.00 Börn fá ekki aðgang að stúku, nema gegn stúku-
Barnamiðar 100.00 VALLARGESTIR ALLI R SAMTAKA NÚ. miða.
Látum „ÁFRAM iSLAND" endurhljóma frá fylkingu þúsundanna, sem hvatningu fyrir islenzkum sigri.
Knattspyrnusamband islands.