Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur. 17. júli. 1972 3 Strikalinan á myndinni af miöbænum eins og hann er nú sýnir hvernig hraðbrautin mun koma árið 1982 samkvæmt aöalskipulagi. Það fer ekki hjá því að miðbæjarbragurinr, mun breytast. Undirbúningurinn er hafinn, „Amtmannshúsið” hefur verið rifið og byjrað að semja um breikkun Túngötunnar. BORGARINNAR HRADBRAUT UM HJARTA — farið að semja við kaþólska um sneið úr Landakotstúninu Kaþólskir og borgin hafa byrjað viðræður um Túngötuna. t aðal- skipulaginu er gert ráð fyrir breikkun Tún- götunnar þar sem hún er liður i stórri samgöngu- æð. Sú breikkun verður varla framkvæmd nema spilda verði tekin af Landakotstúni. Rætt er um fimm metra breikkun. Einnig er á annan hátt hafinn undirbúningur að gerö þessarar samgönguæðar, sem samkvæmt aðalskipulagi mun liggja frá Ægissiðu, um Hofsvallagötu, Túngötu, Kirkjustræti, Amt- mansstig, Skólavörðustig og Grettisgötu. ,,Amtmannshúsið”-svo kallaða fyrir enda Amtmannsstigs hefur þegar verið rifið. bað er liður i að opna Amtmannsstiginn i áttina að Skólavörðustig. Einnig mun vera höfð i huga væntanleg makaskipti iðnaðarmanna og borgarinnar á lóðarspildum þar sem iðnaðar- menn myndu láta i té hluta af lóð iðnaðarmannahússins nýja, en fá i staðinn hluta af lóðinni þar sem Amtmannshúsið stóð. Þá er væntanleg breikkun Kirkjustrætis i sumar þannig að gangstéttin sem nú er, verði færð inn i gamla kirkjugarðinn á horni Aðalstrætis. Umhverfisverndarmenn hafa haft ýmislegt að athuga við röskun lóða og húsa þegar um gatnagerðarmál er að ræða. Þegar hefur borið á þvi að ýmsum Vesturbæingum muni verða sárt að missa hluta af Landakotstúninu, bent hefur verið á niðurrif Amtmanns- hússins sem meiri missi en missi Bernhöftstorfunnar, ef hún verður rifin og þá er eftir að meta menningarverðmæti gamla Bergshússins sem stendur á horni Skólavörðustigs og Bergstaðar- strætis og er i vegi fyrir sam- gönguæðinni. Stóri steinninn i vegi gatna- gerðarmanna og skipulagsins er þó hegningarhúsið gamla við Skólavörðustig, sem umhverfis- verndarmenn hafa vakað yfir. 1 aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að „Steininum” verði jafnvel snúið við þannig, að hann verði samsiða götunni. Og þá er komið að Grettisgötu en þar á húsalengjan öðru megin götunnar að vikja, Vafamál mun þó vera að i stærstu framkvæmdir við þessa samgönguæð verði ráðizt i bráð. önnur verkefni munu sennilega þykja meira aðkallandi. Einnig er fjármálahlið málsins þar sem Grettisgötuliðurinn einn mun vera fjárfrekur i meira lagi. ,,Þá verður hætt að tala i tugum milljóna heldur i hundruðum eða þúsundum milljóna” eins og einn af heimildarmönnum þessarar fréttar komst að orði. -SB- „PRÓF í LEIKLISTARSKÓLUM TILGANGSLAUST — niðurstaða þings norrœnna leiklistarnema — fjallað um óstand i leiklistarmenntun ó íslandi ## Samtök norrænna leiklistar- nema héldu nýlega sitt fyrsta sameiginlega þing i Danmörku og sóttu nokkrir íslenzkir fulltrúar þingið. Var þar fjallað um ýmis mál, er lúta að leiklistarmenntun á Norðurlöndunum, en island er nú eina landið sem hefur engan reglulegan leiklistarskóla. Leiklistarskólamál á Islandi voru með til umræðu og munu samtökin væntanlega beita sér til þess að hafa áhrif á islenzk stjórnvöld ,, i þá átt að bæta úr ástandinu ef það mætti verða til þess að vekja islenzku ráð- herrana af „Þyrnirósarsvefni”, eins og segir i fréttatilkynningu. Voru allir þátttakendur þingsins sammála um þetta, ekki hvað sizt með tilliti til þess að á íslandi er leikhússókn (sætanýting) mun meiri en á hinum Norðurlöndun- um. Þá segir að halda mætti að þeir Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra og Ólafur Jóhannesson, fjarmálaráðherra hefðu gleymt þessu máli, við það að setjast i ráðherrastóla, en þeir voru meðal þeirra framsóknarþingmanna, sem lögðu fram frumvarp um málið 1968. Einkunnarorð þingsins voru þessi: Við krefjumst leikskóla, sem veitir okkur innsýn i raunveru- leikann á þann hátt að við getum seinna notfært okkur það i starfi okkar og gert okkur grein fyrir afleiðingunum af þvi. Svo segir ennfremur m.a:f öllum leiklistar- skólum skal rikja lýðræði, allir sem starfa við skólann hafi ákvörðunarrétt, allsherjarfundur er æðsta stjórn skólans.i skólaráði séu jafnmargir fulltrúar kennara og nemenda, allsherjarfundur getur vikið ráðinu frá ef þurfa þykir. Sé rektor útnefndur af aðilum utan skólans, hefur alls- herjarfundur neitunarvald. Þá segir og: Með hliðsjón af ein- kunnarorðum, er augljóst, að félagsleg fræðsla (samfundsorientering) verður að vera fléttuð inn i kennsluna, auk þess að vera sérstakt fag. Leik- listarskólar ættu að leggja áherzlu á aö vekja skilning nemenda á, að leikhús byggist á hópvinnu en ekki einstaklings framtaki. Einnig ættu leiklistar- skólar að fylgja þeirri reglu að taka ekki inn nemendur beint úr öðrum skólum, heldur krefjast þess, að þeir hafi fengið raunhæf kynni af atvinnulífinu. Þá segir og: „Próf i leiklistar- skólum eru tilgangslaus.” bar sem nú er enginn reglu- legur leiklistarskóli lengur starf- ræktur hér, verður um næstu mánaðamót haldinn almennur fundur hér i Reykjavik þar sem um þessi mál verður fjallað og reynt verður að stofna deild sem myndi virka sem íslandsdeild norrænu leiklis ta rnem a - deildarinnar þar til Islendingar eignast rikisleiklistarskóla. Þ.S. BELVEk nTTTfl nJJi i)iiX) b sziu JSJJJ ÍJJ £J> Ú ÍXJRI Mallorkaferðir Sunnu - Beint með DC 8 stórþotu, eða ferðir með Lundúnadvöl. Vegna mikilla viðskipta og góðra sambanda gegnum árin á Mallorca getur aðeins Sunna boðið þangað „íslenzkar" ferðir með frjálsu vali um eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar, sem allir er til þekkja, vilja fá. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki tryggir farþegum öryggi og góða þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótélin í Palma -eða baðstrandabæjunum Arenal, Palma Nova, Magaluf, eða Santa Ponsa. Sunna hefir nú einkarétt á Islandi fyrir hin víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem Barbados-Antillas, Coral Playa, De Mar, Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. - Trianon íbúðirnar í Magaluf og góðar íbúðir í Santa Ponsa og höfuðborginni Palma. Öll hótel og íbúðir með baði, svölum og einkasundlaugum, auk baðstrandanna, sem öllum standa opnar ókeypis eins og sólin og góða veðrið. Aðeins Sunna getur veitt yður allt þetta og frjálst val um eftirsóttustu hótelin og ibúðirnar ' og íslenzka ferð - og meira að segja á lægra verði en annars staðar því við notum stærri flugvélar og höfum fleiri farþega. Mallorka, Perla Miðjarðarhafsins - „Paradís á jörð” sagði tónskáldiðChopinfyrir 150 árum. - Land hins eilífa sumars, draumastaður . þeirra sem leita skemmtunar og hvíldar. - Vinsælasta sólskinsparadís Evrópu. - Mikil náttúrufegurð - ótakmörkuð sól, - Borgir, ávaxtadalir, fjöll, - Blómaskrúð og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakklands og Italíu, og til Afríku. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi og ómetanlega þjónustu, skipuleggur ótal skemmti- og skoðunarferðir með íslenzkum fararstjórum. A Mallorka veitir Sunna íslenzka þjónustu. Þar er ekkert veður en skemmtana- lífið, sjórinn og sólskinið'eins og fólk vill hafa það. Athugið að panta tímanlega, því þó Sunna hafi stórar þotur á leigu og pláss fyrir um 500 manns á hótelum og íbúðum þá komast oft ekki allir sem vilja. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn en þúsundir farþega sem ferðast með Sunnu ár eftir ár eru okkar beztu meðmæli. Q. lERBASKRirSTOFAN SIINNA BANKASTREH 7 SINNAR1640012070

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.