Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 13
13 Visir. Mánudagur. 17. júli. 1972 / "1 Umsjón G.P. Pcggy Lee. Þannig hœtti Peggy Lee að reykja Söngkonan Peggy Lee, scgir, að hún hafi hrundið af sér 35 ára vanafjötrum sigarettu-reykinga með þvi að totta plast-sigarettu. ,,Hún var með mentól-bragði”, segir hún. ,,Og ég nota hana reyndar ennþá.” „Plast-rettan bindur hendur minar, svo að segja. Á meðan teygi ég mig ekki ósjálfrátt eftir sigarettu, eins og ég stóð sjálfa mig að i sifellu, hér áður. — Og þetta, að geta sogað eitthvað, þótt aðeins leikfangavindlingur sé, það dregur úr tóbakslönguninni hjá mér.” í blaðaviðtali nýlega sagði hún við fréttamann: ,,Ég hætti bara upp úr þurru að reykja. Snögghætti. Það er erfið- ast, en bezta leiðin samt.” Peggy, sem er 52ja ára orðin, sagðist hafa hætt að reykja þegar læknar buðu henni tvo kosti að velja. Deyja eða lifa — reykja eða hætta að reykja. 1961 fékk hún lungnabólgu i bæði lungu, og hana mjög heiftarlega. 1 nokkra daga lá hún milli heims og helju. Siðast i nóvember krækti hún sér aftur i lungnabólgu. „Þeir voru ómyrkir i máli, þeg- ar þeir sögðu mér, að ég yrði að hætta. Það var um iif eða dauða að tefla, og ég lét mér skiljast”, sagði Peggy. ,,Ég notaði plast-rettuna til þess að hjálpa mér að komast yfir tveggja pakka reykingar á dag. Nú liður mér vel, og tóbaks- nautnin hrjáir mig ekkert orðið. Ég beit það strax i mig, að ég skyldi ekki láta reykingarannarra' neitt á mig fá. Sizt af öllu hef ég verið með prédikanir yfir öðrum. — Það hefur i og með gert mér auðveldara fyrir með að hætta.” Robert Wagner og Natalie Wodd í annarri brúðkaupsferð sinni Gróa á Leiti hefur fundið sér góðan cfnivið i sögur yfir kaffi- borðum vestur i Hollywood und- anfarnar vikur vegna uppátækis þeirra Roberts Wagner og Natalie Wood, sem eru farin að draga sig saman á nýjan leik. Útsendarar kellingarinnar hafa krækt sér i ljósmyndir af þessum hjónaleysum, sem eitt sinn voru hjón, þar sem' þau eru i hörku kelerii suður i Frakklandi. „Vinir þeirra segja, að þau njóti núna seinni brúðkaupsdaga sinna. Að minnsta kosti bera þau sig eins og hjón”, segir blaðið, Oggi — Gróa á Leiti þeirra suður á ttaliu. Mario Pisoni, útsendari Oggi, sem tók þessar myndir hérna segir: „Þau eru eins og fólk i brúðkaupsferð, sleppa varla hendinni hvort af öðru, sikyssandi hvort annað.” Og hann lætur það fylgja sög- unni, að þau hafi dvalið frá 3. mai til 16. mai á þeim vinsæla brúð kaupsdagasælustað, Hótel Gullnu dúfunni, i Saint Paul de Vence skammt frá Nice. Það er nú meira fjaðrafokið yf- ir þvi, þótt blessað fólkið sé að bæta sér það upp, sem það fór á mis við 1962, þegar þau skildu eft- ir fjögurra og hálfs árs hjóna- band. Sambanr; íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik sími 38900

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.