Vísir - 20.07.1972, Síða 2
2
Visir. Fimmtudagur. 20. júli 1972
Hvaða liði spáið þér sigri i
1. deild i fótboltanum?
Kagnar .lónatansson. nemandi:.
Ég held aö Kramarar vinni. Þeir
eru beztir núna.
I•'riftrik Itrckkan. framkvæmda-
stjóri: .Ja ég veit ekki hvaö skal
segja. Ég held nú alltaf með IBV,
þeir eiga svo trausta og góða
áhoríendur i Kyjum. .Jú ég held
aö þeir vinni órugglega.
Nicls .lónsson, háskólastúdent:
Hef ekki hugmynd um þaö.
Kylgist nelnilega ekkert meö
fótbolta.
Stcfán l’ctursson,: Ég er bara
ekkert inni i þessum fótbolta.
Þori ekki aft segja neitt um þaö.
Magna Birnir, bankamær: Guö
minn góður ég hef ekki nokkyrn
áhuga á fótbolta núna. Ætli Kram
vinni ekki samt, þeir eru efstir
Annars má ég ekki vera að
fylgjast neitt með fótboltanum ég
er öll inni i skákinni þessa
stundina.
Sigurþór Sigurösson, sölumaður:
Ja, það er ekki gott að segja. Ég
hef nú trú á að Valur vinni þetta
mót, en það er nú kannski bara af
þvi að ég er gamall Valsmaður.
Jú ég held ég veðji samt á þá.
Þeir eru með skemmtilegasta
liðið i deildinni.
Á nú að trekkja unglingana
n
upp í þetta líka?
ii
Litið inn á tjaldsamkomu
Fíladelfíu
Sigriftur Ingólfsdóttir og nafna hennar Kristjánsdóttir iétu frelsast á
samkomunni — „Aldrei hefur okkur liftið svona furftulega.”
„Þcgar ég var aft hengja upp
auglýsingar fyrir þessa samkomu
liérna i kvöld, og hcngdi meðal
annars upp auglýsingu i einn
húftargluggann hér i bæ, kom aft
mér kona, scm spurfti livaft ég
væri aft gera. Ég sagfti henni aft
ég væri aft hengja upp auglýsingu
fyrir tjaldsamkomu Kiladelfiu i
Laugardalnum i kvöld. „Guft
minn góftur, á nú aft fara aft
trckkja unglingana upp i þetta
lika?” varft hcnni aft orfti.
Svo sagðist einum af ræðu-
mönnum frá, sem fram kom á
þessari sömu samkomu siðastlið-
ið föstudagskvöld. Kannski engin
lurða þótt þessi orö konunnar yllu
hlátri áheyrenda, þvi trúnni hefur
llannes Jónsson — „Lét frelsast
fyrir ácggjan vinar mins.”
sjaldan verið likt við nokkurn af
þeim hlutum sem unglingunum er
ráðlagt aö halda sig frá, ja, nema
þá sumum hafi ofboðið Jesúbylt
ingin svokallaða.
15 ungmenni sungu hátt og
hressilega: Great is the Lord,
þegar Visismenn litu inn á sam-
komuna.
Þau voru vel dúðuð, jafnvel
með trefla, og sömuleiðis áheyr-
endur, þvi hálfkalt var i tjaldinu,
þrátt fyrir kyndingu. — Tjaldið er
slórt, og i öðrum endanum, gegnt
innganginum, hefur verið komið
fyrirsenu og ræðupúlti, en á gras
gólfinu eru bekkir og stólar, sem
rúma um 250 mgnns, en að þessu
sinni hafa tyllt sér á bekkina um
það bil 50 manns. „Óvanalega
fátt”, sögðu forráðamenn. Tveir
eldri menn standa við innganginn
og afhenda gestum litla bæklinga
um Krist og trúna, og i litlu gler-
borði hefur verið komið
fyrir ýmsun bókum og
grammófónplötum, sem eru til
sölu, allt hið vandaðasta. —
Töluvert af unglingum eru á
staðnum, sumir meðlimir i
söfnuðinum, sumir komnir til
þess að forvitnast, og svo nokkrir
sem aðeins hafa komið til þess að
fiflast og gera grin. „Þetta er
geðveikt”, segir einn og flissar.
En eins og gefur að skilja, liða
beir sem að samkomunni standa
ekkert grin, og þau eru fljótt vör
uð við, „þvi þá sem grin gera að
trúnni og Kristi mun eitthvað
hræðilegt henda”.
Það er aðeins ungt fólk sem
stendur i ræðupúltinu þetta
kvöldið og skýrir áheyrendum frá
reynslu sinni i trúnni á Krist, og
þarna hefur jafnréttið að ein-
hverju leyti náð fram að ganga,
þvi að stúlkurnar fá að taka til
máls jafnt sem karlmennirnir og
láta sitt ekki eftir liggja.
„Áður en ég lét frelsast,
smakkaðiég áfengi”, segir einn af
ræðumönnum. „Nú er ég fullur
upp á hvern einasta dag, — fullur
af Jesúm Kristi.”
„Áður en ég lét frelsast”, segir
annar, „reyndi ég að kaupa mér
gleði i áfengi, pillum og tóbaki, en
nú finn ég alla gleðina i Kristi.”
Og þannig halda þeir áfram.
Hver af öðrum lýsa þeir þeirri
gleði og ánægju sem fylgir trúnni.
Þeir fá ekki skilið hvers vegna
sumir láta bók bókanna, Bibli-
una, liggja uppi i skáp, og hvers
vegna fólk trúir þvi ekki að hún sé
sannleikurinn. „Hvers vegna vill
fólk ekki trúa þvi að hann er það
eina sem bjargar öllum?”
Á milli þessa eru sungnir sálm-
ar, með undirleik rafmagnsgitars
og bióorgels, og það er tekið undir
af ákafa. Jafnvel þeir unglingar
sem áður hlógu aðsöng hinna, eru
nú farnir að raula með, enda eru
sumir sálmanna sungnir i þjóð-
lagastil, með dálitlu fjöri.
Það er Englendingur sem slitur
þessari samkomu. Það er ekki
laust við að hann sé ofstækisfullur
i trúarboðskap sinum, og þegar
hann hefur endurtekið setning-
una: Yður ber að endurfæðast, og
hvers vegna ekki að frelsast i
kvöld”, hvað eftir annað, fer
manni ekki að verða um sel. En
þetta ber tilætlaðan árangur,
þrjár stúlkur ganga upp til hans
aö þessu sinni og láta frelsast.
Þegar við spjöllum við tvær
þeirra stuttlega á eftir, þær Sig-
riði Ingólfsdóttur og nöfnu hennar
Kristjánsdóttur, segjast þær að-
eins hafa komið inn á þessa sam-
komu til þess að hlæja að hinum
og skemmta sér svolitið.
„En þetta hafði svo furðuleg
áhrif á okkur”, segja þær. Og hún
Kristjánsdóttir segir: „Þegar
hann spurði svonahversvegna við
létum ekki frelsast i kvöld, fannst
mér ég finna titring i fótunum, og
mér fannst ég verða að gera
þetta, ég hefði ekki trúað þvi að
þetta væri hægt.”
Jú, þær sögðust nú hafa trúað
eitthvað áður, en ekki svona
sterkt. En þær voru ekki vissar
um að ganga i Eiladelfiusöfnuð-
inn þrátt fyrir allt.
Ungur piltur, Hannes Jónsson,
sagði okkur að hann hefði látið
frelsast sunnudeginum áður, og
það hefði aðallega verið fyrir
áeggjan vinar hans, sem hann
gerði það. „En ég hugsa að ég
stundi þessar samkomur á meðan
þær eru hérna”, sagði hann.
Eormaðurinn, Einar Gislason,
tjáði okkur að þetta væri ein fá-
mennasta samkoman sem haldin
hefur verið, og yfirleitt væri allt
troðfullt. „Hér koma fyrrverandi
fangar, afbrotamenn og áfengis-
sjúklingar” sagði hann, ,,og —
fólk segir skilið við kommúnism-
ann þegar það gengur i Kila-
delfiu! ”
—EA
Lif og fjör var i söngfólkinu, og sálmar voru sungnir i þjóftlagastil (Myndir Ástþór)
LESENDUR
M HAFA
ORÐIÐ
Athugasemd frá
innheimtustjóra
Axel Ólafsson innheimtustjóri
Kikisútvarpsins skrifar:
„Vinsamlega birtið fyrir mig
leiðréttingar vegna simtals yðar
við Jens Þorvaldsson.
Um verulegar rangfærslur er
að ræða. Skv. lokunarbeiðni er
hann alls ekki krafinn um neinar
sjónvarpsgreiðslur fyrir árin
1966-1970, var þar um önnur
afnotagjöld að ræða. Hvort um
einhvern misskilning hefur verið
að ræða milli Jens og dóttur hans
veit ég ekki.
Umrætt sjónvarpstæki, var
fyrst skráð á nafn eiginkonu hans
á árinu 1967 en umskráð yfir á
Jens frá 1. jan. 1970. Afnotagjöld
þau sem greidd hafa verið i
Stykkishólmi hafa öll komist til
skila, enda er Jens alls ekki um
þau krafinn.
Ég harma það að Jens skuli
gefa i skyn vanskil af hálfu Arna
Helgasonar, sem haft hefur með
höndum mikil viðskipti við inn-
heimtudeildina vegna viðskipta
Sjónvarpsins og rækt þau störf
með miklum ágætum.”
„Það er hó"
Einarr Skáldaglamm sendir eft-
irfarandi:
„Gagnrýnendur litu upp
og hnapparnir
á nýju fötunum glitruðu.
Þeir biðu óþolinmóðir
opinberunarinnar.
„Það er hó” kallaði skáldið
og leikurinn hófst
en enginn veit hvað skeði.
Seinna fréttist
að Atli Há (i maxifrakka)
hafi fengið 50 stig
fyrir lög eftir Magnús Á
skrifuð fyrir óbó i bassalykli
Hælið er fullsetið,
en skáldið,
sem kallaði hó,
fer oni fjöru
til að drekkja sér
framundan klóaki
menningarinnar.
Af daufu ljósflökti
silfurlampans
glampar á upphafin andlit
þeirra útvöldu
og þeir hvisla, alsælir,
„Það er hó”.
Hœttuleg umferðar
Ijós ó Vellinum
Ökumaftur simar:
„Nokkuð hefur verið rætt um
umferðarljósin á Keflavikurflug-
velli i sambandi við hið hörmu-
lega slys sem þar varð á dögun-
um. Ég hef oft ekið þarna um til
að fara með farþega á völlinn eða
sækja þá þangað. En það var ekki
fyrr en i siðustu viku, sem ég átt-
aði mig á að þarna eru umferðar-
ljós sem hanga yfir gatnamótum.
Þessu er vafalaust eins farið með
marga aðra ökumenn og þessi
tegund ljósa hljóta að teljast stór-
hættuleg.”