Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 3
3
Visir. Fimmtudagur. 20. júli 1972
„Bíðum bara eftir að rúss-
neski flotinn bjargi okkur"
— segir Leonard Chesky, einn af 32 útlendingum, sem lentu í ýmsum
œvintýrum á ferð um landið
„Eftir aö rússneskir visinda-
menn höfðu bjargaö okkur á
leiöinni austur að Höfn. biðum
við bara eftir rússneska
flotanum, til þess að bjarga
okkur af strandstað i Eyja-
firðinum,” sagði Bandaríkja-
maðurinn Leonard Chesky, sem
lenti i miklum ævintýrum á ferð
sinni um ísland fyrir skömmu.
Lconard fór ásamt konu sinni
Myriam, sem er ínexikönsk i
„grand adventure toure” á
vegum útsýnar og segir hann
svo frá ferðinni.
„Við lögðum upp fljúgandi til
Fagurhólsmýrar og þaðan var
haldið i bil austur Breiða-
merkursand til Hafnar i Horna-
firði. Á leiðinni bilaði öxull
bilsins, og var reynt að gera við
hann á staðnum, en gekk ekki.
Við vorum samtals 32 talsins,
flest Frakkar, en einnig Norður-
landabúar, Englendingar og
Bandarikjamenn. Eftir að hafa
reynt árangurslaust i heila
klukkustund að koma bilnum i
lag, bar þarna að þrjá rúss-
neska eldfjallavisindamenn i bil
sinum og gátu þeir gert þannig
við bilinn, að hægt var að aka
honum löturhægt austur á
Hornafjörð. Þangað var svo
flogið með stykkið, sem bilaði i
bilnum og eftir að þvi hafði
verið komið fyrir á sinum stað,
var siðan haldið áfram austur
fyrir landið. Við töfðumst tölu-
vert við bilunina, en komumst
þó nokkurn veginn á áætlunar-
tima alla leið til Akureyrar,
með viðkomu á ýmsum stöðum.
Þar komumst við i nýtt ævin-
týri, er við fórum 14 saman út á
litlum fiskibát og strönduðum
austanvert við Eyjafjörðinn.
Skipstjórinn, sem var mjög ró-
lyndurtslendingurtókþessu með
stillingu ,lauk við vindilinn og
tók svo að blása i lúður sinn allt
hvað af tók. Enginn heyrði til
okkar, og tók þá Jón Egilsson,
forstjóri Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar, sem var með i
ferðinni sig til og réri
i land á litlum gúmmibát.
Hann gekk á land og fékk að
hringja á sveitabæ þarna i
grenndinni. Siðan var sendur
bátur ennþá minni en sá sem við
vorum á, til þess að bjarga
okkur. Þarna var með okkur
franskur generáll, mætur
maður og mikið hreystimenni
og var honum mjög misboðið
þegar farið var að skipa
helming mannskaparins um
borð i bátinn og kallað var
„konur og generalar fyrst”.
Hann lét nú ekki bjóða sér það,
og þegar búið var að selflytja
alla til Akureyrar i tveimur
ferðum, heimtaði hann að fá að
vera eftir i bátnum með skip-
stjóranum, „til þess að hjálpa
honum við að koma bátnum á
flot”. Þess þurfti þó ekki, þvi
þegar við vorum öll komin upp
úr bátnum léttist hann svo, að
hann losnaði úr strandinu. Allir
komust heildu og höldnu til
Akurevrar. 02 höfðu 2aman af
öllu saman. Meðal annars
vorum við með ung nýgift hjón i
ferðinni, sem voru svo upptekin
hvort af öðru, alla ferðinaaðþau
tóku aldrei eftir neinu sem
gerðist, fyrr en átti að skilja þau
að og flytja frúna fyrst til
Akureyrar úr strandaða
bátnum. Þá upphófst ein ægileg
kveðjuathöfn með gráti og til-
heyrandi og var eiginmaðurinn
alls óhuggandi þennan klukku-
tima, sem hann varð að biða i
bátnum, áður en hinn báturinn
kom aftur og sótti karlmennina.
Létu þau ekki sjá sig við kvöld-
matarborðið á hótelinu á Akur-
eyri um kvöldið, svo mikið varð
þeim um aðskilnaðinn.”
Þannig segir Leonard Chesky
frá ævintýraferðinni um Island,
en hann hefur komið hingað til
lands nokkrum sinnum áður og
kveðst ætla að koma oft i fram-
tiðinni. þs.
Þau voru að leggja upp með troðfulla pokana i gærmorgun, — I laugardögum eins og margir yfirboðarar þeirra og reyndar
póstfreyjur og póstmenn. Nú vilja þau fá að hvila lúin bein á | margar stéttir þjóðfélagsins.
VILJA LAUGARDAGSFRÍ
EINS OG YFIRBOÐARARNIR
Stööugt bætist i hóp þeirra,
scm vilja fri á laugardögum, —
nú hafa póstmenn og póstfréyj-
ur aftur sett fram kröfur um
þetta. Alls 10170 borgarar i
Reykjavik, Kópavogi og
Hafnarfirði hafa skrifað undir
undirskriftalista, sem afhentur
var póst og simamálastjóra,
þess efnis að þeir sjái ekkert at-
hugavert viö það að sjá ekki
póstinn sinn endilega á laugar-
dögum.
„Það voru um 98% af öllum
sem leitað var til, sem ekki sáu
neitt i vegi fyrir þvi að fólkið
fengi fri á laugardögum við út-
burðinn”, sagði Reynir Ár-
mannsson formaður Póst-
mannafélagsins. Hanna Lárus-
dóttir, formaður Póstfreyju-
félagsins, sem telur SOfélaga, er
starfa að dreifingunni á pósti á
höfuðborgarsvæðinu, sagði að
eftir sem áður mundi séð um
dreifingu á mikilvægum send-
ingum, t.d. express-pósti, enda
þótt laugardagsfriin kæmu til
sögunnar, sem félagarnir von-
uðu. Þess skal getið að póst-
freyjurnar, sem bera út mikinn
hluta póstsins, eru 50, en 28
karlmenn starfa við þessi störf.
Þeir sem unnu við undir-
skriftasöfnunina kváðu undir-
tektir mjög góðar og kváðust
vonast eftir sama skilningi hjá
forráðamönnum póstsins. M.a.
skrifuðu þrir ráðherranna und-
ir, Ólafur Jóhannesson, Magnús
Kjartansson og Lúðvik Jósefs-
son, auk þess fyrrv. forsætis-
ráðherra, Jóhann Hafstein, og
öll hans fjölskylda.
„Þetta er siðasta skrefið i
löngu málastappi vegna þessa”,
sögðu þau Reynir og Hanna,
„við leitum til almennings og
vonum að viðsemjendurnir,
sem allir hafa fyrir löngu fengið
laugardagsfri sjálfir, skilji nú
sjónarmið okkar.”
Það er þvi ekki útilokað að
vixiltilkynningar og rukkanir
hætti að berast okkur á laugar-
dögum i framtiðinni, og vart
munu margir sakna þess.
—JBP-
Teigs-
bóndi
ófrýjar
— og getur „kœlt#/
höfuðborgarbúa í vetur
svo um munar
Matthias Einarsson bóndi á
Teigi i Mosfellssveit hefur
ákveðið að áfrýja máli sínu til
Hæstaréttar, en i gær var með
dómi synjað um staðfestingu Iög-
banns, er sett hafði verið á fram-
kvæmdir Hitaveitu Reykjavikur i
landi Teigs.
Matthias staðfesti áfrýjunina
viö blaðiö i gær og sagði að þegar
bann hefði látiö setja lögbann á
framkvæmdir Ilita veitunnar,
hefði leyfi skipulags rikis og bæja
ekki vcrið fyrir hendi og að hann
hefði taliðsig sekan, ef hann hefði
ekki komið i veg fyrir fram-
kvæmdirnar.
„Ég álit, að niðurfelling máls-
kostnaðar sé mikill sigur fyrir
mig”, sagði Matthias ennfremur.
Lögbannið var sett á 12 maí s.l.
er Hitaveitan var að leggja nýja
hitaveituleiðslu frá Reykjum til
Reykjavikur og lá hún um land
Teigs. Blaðið hafði samband við
hitaveitustjóra i morgun, Jó-
hannes Zó'ega og sagði hann að
ekki yrði haldiö áfram við fram-
kvæmdirnar að svo stöddu, þar
sem ekkert má aðhafast meðan
áfrýjunarfrestur er ekki liðinn.
„Ef gagnaðilinn áfrýjar fyrir
Hæstarétti getur það haft slæmar
afleiðingar fyrir næsta vetur. Við
þurfum nauðsynlega á meira
heitu vatni að halda fyrir
veturinn. Verði veturinn kaldur,
getur það haft áhrif á bæjarbúa,
ef ekki verður hægt að ljúka
þessum framkvæmdum” sagði
Jóhannes.
Beðið eftir
trimmkarlinum
Sundkappar, sem lokið hafa við
aösynda 200 metrana 100 sinnuin,
eru farnir að biða eftir viður-
kenningunni, trim m karlinum
svokallaða. A hverjum degi er
spurt eftir honum i sundlaugum
bæjarins en þeir i sundlaugunum
hafa litlar upplýsingar getað
veitt, þeir vita ekki meir, og sum-
ir hafa jafnvcl misst vonina um
aö fá þennan litla gullkarl i
hcndurnar.
En þetta stendur allt til bóta, að
þvi er Sigurður Magnússon hjá
íþróttasambandi Islands tjáði
blaðinu. Trimmkarlinn er i fram-
leiðslu, en að hluta til er hann
framleiddur i Danmörku, að öðru
leyti er hann gerður af Magnúsi
Baldvinssyni hér á landi.
„Hann verður mjög liklega til
um mánaðamótin, júli-águst”,
sagði Sigurður, „og þvi fólki, sem
synt hefur 200 metrana 100 sinn-
um, verður gefinn kostur á að
eignast hann. Hvernig er þó ekki
fullvitað enn sem komið er, hvort
hann veröur afhentur i sundlaug
unum eða annars staðar, en
kostnaður er ekki enn vitaður.
Sigurður bætti þvi einnig við, að
þeir sem hafa hug á trimmkarli,
verða að halda vel saman sinum
gulu miðum, sem þeir fá i hvert
sinn er þeir synda, þvi að það er
þeirra eina sönnunargagn.
Þess má svo að lokum geta, að
11. júli varð fyrst lokið við að
synda 100 sinnum. í sundlaug
Vesturbæjar giska þeir á að um
það bil 50 manns hafi lokið við að
synda svo oft, og i sundlaug
Kópavogs um það bil 10 manns. í
Laugardalnum sögðu þeir að
ómögulegt væri að segja um það,
en talsvert margir hefðu þó
áreiðanlega synt 200 metrana 100
sinnum.
—EA