Vísir - 25.07.1972, Síða 4
4
Visir. Þriðjudagur. 25. júli 1972
„Dýr sem höfð eru i
dýragörðum viðs vegar i
heiminum verða oft
gripin svo óskaplegum
leiða i „hýbýlum”
YMIS DYR I DYRAGORÐUM HAFA
DÁIÐ ÚR LEIÐINDUM,
EÐA FRAMIÐ SJÁLFSMORÐ
sinum, að þau gera til- Philip Ogilivis, forstjóri
raunir til þess að fremja dýragarðs i Portland.
sjálfsmorð”, segir Dr. „Sum dýr hafa sært sig til
Einmanna björn í umhverfi sínu i dýra
garðinum, ónáttúrulegu og furðulegu.
dauða, þegar þau i árangurs-
lausri baráttu og tilraun við vira
og veggi búrs sins reyna að
komast út i frelsið, og önnur dýr
sem lifa við vötn og tjarnir hafa
jafnvel drekkt sér, vegna þess að
þau þola ekki þetta leiðinlega og
viðburðarsnauða lif sitt”, segir
Dr, Ogilivis ennfremur.
Dr. Ogilivis segir einnig frá þvi
að fyrir nokkru hafi hann ætlað
sér að sleppa lausum nokkrum
fuglum, vegna þess að búrin sem
þeir voru i, voru allt of litil og
stærri búr fyrirfundust ekki.
Fuglarnir voru uglur, fálkar og
ernir.
En þegar til kom og þeir áttu að
fá frelsi sittá ný, voru þeir orðnir
svo máttfarnir að þeir gátu varla
flogið. Vöðvar þeirra voru orðnir
svo rýrir og ónýtir að gefa varð
þeim vitamin og aðra orkugjafa.
Og ekki aðeins þrengslum
búranna sem þeir voru hafðir i,
var um kennt, heldur til-
breytingarlausu umhverfi, og
þessu hræðilega ófrelsi sem þeir
voru látnir lifa við. Forstjóri
dýragarðsins sagði að ef þeir
hefðu verið lokaðir i búrunum ör-
litið lengur, hefðu þeir sennilega
dáið úr leiðindum.
Dr. Ogilvis segir að ef dýra-
Umsjón:
EA
Það er enginn furða þó að fuglum
i sams konar búrum sem þessu
leiðist.
garður eigi að vera viðunandi
dýrum, og þeim geti liðið vel,
þurfi dýrin að hafa mikið og
rúmgott pláss og ekki má skilja
þau öll frá hvert öðru. Þvi að úti i
náttúrunni umgangast dýrin
hvert annað, þau hafa kletta, sjó,
vötn, ár, tré og gróður, og flest af
þessu verða þau einnig að hafa i
dvragarðinum, alla vega eitthvað
i likingu við þetta. Annars fer illa.
Sonur Boqarts í sviðsljosið
í mörg ár hefur sonur
Humphrey Bogarts,
Stephen 23 ára gamall
haldið sér i hæfilegri
fjarlægð frá kvik-
myndaheiminum og
sviðsljósinu, og hefur
ekki stigið fæti sinum
inn á sviðið.
„Mér leiddist alltaf mikið
þégar ég var beðinn að taka að
mér einhvert hlutverk i skóla-
leikritum”, segir hann. „Mér
fannst sem mér væru boðin hlut-
verkin, aðeins vegna þess að ég
er sonur llumphrey Bogarts, en
það vildi ég ekki hafa”. „Ég vil
gjarnan leika, en aðeins vegna
þess að ég er ég sjálíur, en ekki
vegna þess að ég er sonur fyrr-
verandi leikara”.
Og það er ekki aðeins faðir hans
sem öðlaðist frægð með leik
sinum, heldur er móðir hans
einnig fyrrverandi leikkona,
Lauren Bacall.
En nú hefur Stephen Bogart
gægst fram i sviðsljósið, nú hefur
hann hugsað sér að fara að leika.
Og ekki nóg með það, hlutverkið
sem hann tekur að sér, er fyrr-
verandi hlutverk föður hans i
kvikmyndinni „The Maltese
F’alcon”, sem nú á að taka aftur.
Hann mun þvi verða önnum
kafinn i sumar við upptöku kvik-
myndarinnar, og hann hefur látið
hafa þau orð eftir sér, að ef
honum takist vel upp, þá hafi
hann hugsað sér að gera kvik-
myndaleik að framtiðaratvinnu
sinni.
Stephen Bogart — „Geri kvik-
myndaleik að ævistarfi”.
Stephen tveggja ára ásamt móður sínni. Laurcn Bacall og föður sinum, Humphrey Bogart.
Ein allra nýtizkulegasta póstflokkunarvél komst i gagnið á þriðju-
dag á aðalpósthúsinu i Osló. Samgöngumálaráðherra Reiulf Steen.sem
sést til vinstri á myndinni,setti þessa geysilegu vél i gang með þvi einu
að ýta á einn hnapp. Rafmagnsreiknivél ákveður siðan á broti úr sek-
undu hvert bréfið á að fara í þessari sjálfvirku flokkunarvél, en hún
afkastar ca. 40.000 venjulegum bréfum á einum tima.