Vísir - 25.07.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 25.07.1972, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur. 25. júli 1972 7 i framhaldi af siöasta rabbi undirritaös um miðbæi og við- skiptahverfi á höfuðborgarsvæð- inu væri ekki úr vegi að ræða nánar um hugsanlega þróun á einstökum miðbæjars væðum. Hér verður Grjótaþorpið sérstak- lega gert að umtalsefni. Það hefur iöngum veriö eins konar olnbogabarn i miðbæ Reykja- vikur og enn er það að niðast niöur. Eina endurnýjunin, sem átthefursér stað i Grjótaþorpinu siðustu áratugina, er bygging Morgunblaðshússins, sem er númer 6 við Aðalstræti. Ekkert virðist þvi til fyrirstöðu, að haldið verði áfram að byggja i þeirri linu og reist áætluð stórhýsi við Aöalstræti 2 og 10 (sjá með- fylgjandi mynd). Samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar er jafnframt hug- myndin, að gata komi i fram- tiðinni i gegnum mitt Grjóta- þorpið frá norðri til suðurs. Mundi hún tengja hábrautina, sem liggja á yfir hafnar- bakkanum (frá Skúlagötu að Mýrargötu) - við Suðurgötu. Nú mætti hugsa sér, að þessari gatnagerð yrði slegið á frest næstu þrjátiu árin, eða til alda- móta, en Grjótaþorpið fengi að standa þennan tima og jafnframt reynt að lifga það upp. Gatnamót hábrautarinnar, sem áætluð hafa verið milli Hafnarhvols og vöru- geymsla Sambandsins, mætti gera eftir sem áður og reisa varanlegar byggingar i skarðinu i samræmi við þau, en nota götu- stúfinn fyrir bilastæði, þar til öðruvisi yrði ákveðið. 1 gegnum Grjótaþorpið liggja nokkrar gamlar gönguleiðir, en þeim mætti fjölga, i samræmi við ofangreindar hugmyndir, til dæmis i likingu við það sem teikningin sýnir. Lengjast þá götuhliðar þar verulega. Siðan mætti leyfa þarna ýmiss konar um „pop" hverfi í Grjótaþorpi þjónustustarfsemi, svo sem litlar búðir, basar , kaffihús, hreinleg viðgerðarverkstæði og margt fleira af svipuðu tagi. Nokkuð er af auðum lóðum á svæðinu og mætti á sama hátt leyfa þar byggingu söluskála (úr óeld- fimum efnum) til að fylla upp i heildarmyndina, sem hefðu eins og önnur aðstaða þarna leyfi fram til næstu aldamóta. I Grj- ótaþorpi gæti þá myndazt eins konar markaðsþorp með tiltölu- leng ódýru húsnæði, enda mundu bráðabirgðaleyfin hamla á móti dýrri fjárfestingu. Reykjavik mundi þarna um árabil eiga eins konar vasaútgáfu af Soho i London; en vonandi aðeins með kostum þess, en ekki göllum. Þarna yrði ekki miklu til kostað, en fengin reynsla fyrir þvi, hvernig lifga má gamalt um- hverfi og hvernig það mundi falla i ,,pop” -andrúmsloft samtimans. t Reykjavik myndast sjaldan eiginlegur miðbæjarbragur nema helzt siðdegis á föstudögum og svo fyrir hádegi á laugardögum (á meðan búðir verða almennt opnar). A kvöldin er fólk ýmist úti að aka eða horfa á sjónvarpið, ef önnur áhugamál eða skyldustörf taka ekki tima þess. Á öðrum og þriðja áratug aldarinnar (áður en útvarpið kom til skjalanna) fengu miklu fleiri sér göngutúr eftir Laugaveginum, segja gamlir Reykvikingar. Að stæðurnar eru breyttar, en Laugavegurinn lika fulllangur til þess að þar myndist skemmtileg „stemmning”. Frá Aðalstræti og inn á Hlemm er álika vegalengd eins og eftir Strikinu i Kaup- mannahöfn. Það sem gerir Strikið svo skemmtilegt eru litlu torgin, mismunandi dreifing verzlananna, með samsvarandi fólksfjölda, og hlykkirnir á götunum. Til þess að bæta Laugaveginn að þessu leyti þyrfti að leysa upp húsaraðirnar á tveimur til þremur stööum og Qariastrcati Aða/strati Grjótaþorpið með gömlum og nýjum gönguleiðum. Við Aðalstræti 2,6 og 10 eru byggð stórhýsi. A skástrikuðu svæðunum mætti reisa söluskála til að lifga upp á Grjótaþorpið. óbyggö mynda þannig breytilegt um- hverfi á nokkrum baklóðum. En eins og áður segir gæti lifgun Grjótaþorpsins orðið tilraunin, sem byggja mætti á við endur- skipulagningu viðar i borginni. Væntanleg yfirbyggð svæði i nýja miðbænum yrðu svo nútima útgáfan af markaðshverfi, sem óhjákvæmilega yrði verulega dýrari til notkunar og leigu, helduren endurlifgað Grjótaþorp og hugsanlegar baklóðir við Laugaveg. Vissulega má halda þvi fram, að ibúafjöldinn á höfuðborgar- svæðinu sé varla nægur til að mynda fullkorrrinn miðbæjar- br(ag, en eins og leidd voru rök að i siðasta rabbi, þá er ekkert sem bendir til, að hér myndist einn sterkur miðbær: þess vegna er ekkert verið að eyðileggja, þótt fjölbreytni fái að ráða fram- vindunni. Grjótaþorpið gæti sýnt okkur, hvað gera má i gamla stilnum og nýi miðbærinn mundi visa veginn inn i framtiöina. Verzlunaraðstaðan þarna yrði ekki meiri en svo, að fljótlega yrði fólk að fylla hvoru tveggja, og það án þess að verulega munaði fyrir Laugaveginn. En ekki skaðaðuþó aukin samkeppni yrði til þess, að kaupmenn og hús- eigendur við Laugaveg tækju sig saman og settu upp samfelldan „hatt” yfir gangstéttirnar, hátt- virtum viðskiptavinum til skjóls og ánægjuauka við innkaup og gluggagláp. Þetta er fjárfesting, sem áreiðanlega mundi fljótlega skila góðum arði fyrir við- komandi aðila. Valdimar Kristinsson. HREYFIÐ FREKAR FOLKIÐ EN OKUTÆKIN — segja sérfrœðingar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu meðal annars um bílaöngþveitið í borgunum Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir Einkabtllinn er orðinn vanda- mál, sem visindamenn og nefndir fjalla nú um i siauknum mæli. i júli-hefti blaðs EfnahagS' og framfarastofnun Evrópu er fjallað um einkabilinn og vanda mál tengd honum, en i heild er blaðiö allt um nýjar stefnur i umhverfispólitik. i greininni er fyrst minnst á umferðaröngþveiti sem skapast af bilamergðinni, gjarnan i miöborgum. Tókíó Bilavandamálið i New York og Tókió er tekið sem dæmi, þrátt fyrir það að ekki sé um venjulegar borgir að ræða, þá eru þessar borgir valdar með það fyrir augum að kasta ljósi á stærð vandamálsins. t Tókió skapast daglega og reglubundið riflega kilómetra löng bilaþvaga, sex sinnum á dag og það er á hraðbrautum borgarinnar. Sama öngþveitið verður i mörgum borgum Evrópu, jafnvel þeim sem smáar eru, á mesta umferðar- timanum. Laugavegurinn Við erum svo sem ekki ókunnug vandamálinu heldur. Laugavegurinn hefur verið til umræðu og SVR leitast við að fá umferðarrétt fram yfir aðra bila þar. 1 þessari grein eru birtar ýmsar niðurstöður sér- fræðinga, sem hafa fjallað um það hvernig eigi að létta bila- mergðinni af miðborgum. Þar koma fram sjónarmið sem taka afstöðu með aukinni notkun al- menningsvagna. Helztu niðurstöður sérfræð- inga sem hafa unnið að málinu peru þessar. Þeir vilja að skipulag borga verði miðað við það, að minnka umferð einkabila, settar verði hömlur á vissa tegund umferðar einsoggegnum akstur, umferð vörubila á tilteknum svæðum og bætt verði þjónusta hins opin- bera i rekstri almenningsvagna. Tekið verði upp aukið eftirlit með umferð, t.d. með fleiri götuvitum, til aö liðka fyrir um- ferðinni og bæta umferðarað- stæður um leið og tæknin er notuð til að nýta megi sem bezt þau hjálpartæki sem fyrir eru. Þá er stungið upp á að bæta að mun almenningsvagnakerfið og minnka á þann hátt notkun einkabilsins. Einnig megi draga úr notkun'hans með öðru móti t.d. með þvi að koma á vegar- gjöldum á vegum, sem mikil umferð er um, þannig að einka- bilstjórinn snúi sér að ööru farartæki en sinu eigin. Göngugötur A umferðarmálaþingi Efna- hags og framfararstofnunar- innar, sem haldið var á siðasta ári,var sérstaklega mælt með að teknar verði upp svokallaðar umferðareiningar, umferð stöðvuð á vissum stöðum og göngugötur teknar upp. Með þvi að setja vissa hömlu á einkabilsmann hafi þessar aö- ferðir reynst vel i litlum og meðalstórum borgum i Evrópu, sérstaklega þeim sem hafa gamlan borgarhluta með þröngum og krókóttum götum. t stærri borgum Evrópu hafi að- gerðirnar ekki heppnazt eins vel. Dæmi um velheppnaðar ráð- stafanir sé umferðin i Bremen," Kaupmannahöfn, Róm og Landskrona i Sviþjóð, og var umferðarmenning þessarar borga rædd á þinginu. Umferðareiningar t greininni segir að til þess að hægt sé aö leysa á fullnægjandi hátt vandamáliö, sem skapist i miðborgunum vegna bilaum- ferðar verði að taka upp um- ferðareiningar ásamt heildar- skipulagi umferðarinnar allt i kringum borgina,sem um ræði. Umferðareiningarnar merkja þegar borginni er skipt niður i umferðarsvæði eða ein- ingar, sem veitir umferöinni aðeins aðgang á vissum stöðum og innan eininganna sé tekið upp umferðareftirlit með ein- stefnurakstursgötum. Skynsamleg skipulagning borga geti þegar til lengdar láti aukið almenningsvagnanotkun i borgunum og dragi úr kröfunni um einkabil, um leið og komið verði i veg fyrir að umferöar- öngþveiti skapist. Þá er sagt, að róttæk breyting á ferðum almenningsvagna geti aðeins oröið með samstarfi borgaryfirvalda og stjórn al- menningsvagnanna. Almenningsvagnar Umbætur á almennings- vagnakerfinu felistm.a. i þvi að skipuleggja endastöðvar og við- komustöövar strætisvagna, bannað verði að leggja að gangstéttum, séð verði fyrir sérstökum strætisvagnabrúm eða undirgöngum, einnig götunni sem strætisv. megi einir fara um eöa sérstökum strætis- vagnagötum, einnig verði sett upp sérstök umferðarskilti sem veiti strætisvögnum forréttindi. Þá er talað um notkun raf- eindahjálpartækja i umferöinni, sem hafi reynzt vel. Bætt almenningsvagnakerfi, sem byggist á reglubundinni tiðni vagna ásamt bættum um- ferðaraöstæðum og feröatima laði að sér fleiri farþega og geti létt umferðaröngþveitinu af vegum. Sem dæmi eru tekin sérstök göng i Briissel, sem eru sniðin fyrir fimm sporvagna- leiðir. Farþegaaukning á þessum staðjókstum 40% innan hálfs árs og næstum um 80% á mesta umferðartimanum, eftir að þau voru tekin i notkun. Þá segir, aö strætisvagninn orsaki tafir i umferðinni eins og öll önnur farartæki vegna stærðarinnar, þyngdar og að hann stöðvi á stoppistöðvum þá se’ hann meira fyrir i um- ferðinni en flest önnur farar- tæki. Hins vegar beri að gæta þess að umferðaröngþveitið sem skapast af einkabilum gera það að verkum, að strætis- vagnarnir tefjist og um leið dragi úr þjónustinni við far- þeganna, sem hafi i för meö sér að fjöldi þeirra minnki. En i heildarskipulagi umferðar- innar skuli taka með i reikn- inginn hvað strætisvagninn getur flutt marga i einu. — Það verður að nýta borgar- svæöið betur i þá átt að hreyfa fólk i staö þess að hreyfa öku- tæki. ILI 'fI Sparnaður Rannsókn, sem gerð var á umferð i mið-London hafi bent til þess, aö kostnaður viö um- ferðina þar myndi komast i lág- mark, ef um það bil 40% einka- bilanotenda skiptu yfir i strætis- vagnanotkun. En sérfræðinga- hópur innan efnahagsstofnunar- innar álitur nú,áöur en málið hefur verið rannsakað alveg ofan i kjölinn, að almennt markmið gæti veriö að reyna að minnka umferö einkabila um 10 15% á aðal umferðartimum og á aðal umferðargötum. Það muni leysa umferðaröngþveitið á þann hátt, að umferðin rynni auðveldlega áfram. Þá var álit þingsins, sem um getur að framan að hækka yrði verð fyrir bilastæði til að trýggja það, að tóm bilastæði séu fyrir hendi á öllum timum dags þannig að einkabilistinn sem leitar stæöis,skapi ekki stiflu i umferðinni. Einnig verði að herða eftirlit með bila- stæðum. Þingið bendir á vegagjöld en um leið að kannað verði hvernig hinn venjulegi vegfarandi bregðist viö þeim. Rannsakað verði hvernig almenningur bregðist viö slikum hömlum sem öðrum og að hvatt verði til opinnar umræðu um þessi um- deildu mál. —SB— I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.