Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 13
Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972
Umsjón:
EDDA
ANDRÉSDÓTTIR
13
Catherine Deneuve
með dóttur sína
ó sjúkrahús
Fyrir um það bil mánuði síðan eignaðist leik-
konan Catherine Denevue litla dóttur með italska
kvikmyndaleikaranum Marcello Mastroianni. Sú
litla var skirð Chiara.
En fyrir nokkrum dögum veiktist litla Chiara,
og hún gat ekki náð andanum i lengri tima.
Catherine sem ekki hafði Marcello við höndina til
þess að láta hann hjálpa sér, hringdi strax i góðan
vin sinn og bað hann að aka sér með litlu
dótturina á sjúkrahús.
Þar fræddu læknar móðurina, á þvi að sú litla
hefði fengið andarteppu, sem hægt yrði að lækna
fljótt og að hún þyrfti engu að kviða. Og þeir stóðu
við það þvi eftir nokkra tima gátu þær mæðgur
haldið aftur heim á Georges Mandel götu.
h*
íara a
b> með að
anda, og Cathe-
rine hleypur
með liana inn i
sjúkrahúsið.
Lathcnne Denevue rennir uppað
sjúkrahúsinu ineð litlu dótturiiia.
Á sjúkrahúsinu sögðu læknarnir
að hún hefði aðeins fengið svona
mikla andarteppu, en þaðmátti
varla tæpara standa.
Faithful ó sjúkrahúsi
vegna ofneyzlu heróins
The London Evening News
skýrði frá þvi á föstudag, að
Marianne Faithful væri lögzt inn
á sjúkrahús vegna heroinneyzlu.
bessi 25 ára leik- og söngkona fór
sjálfviljug til sjúkrahússins, sem
staðsett er á Suður-Englandi, og
þar hefur hún nú dvalið i sex
vikur en búizt er við að hún muni
að minnsta kosti verða þar i þrjár
vikur til viðbótar.
Marianne Faithful hefur neytt
heróins um nokkurn tima, og
þegar læknir sá er annast hana
mest, var spuröur að þvi hvernig
meðferð hún fengi sagði hann að
hún fengi einfaldlega minni og
minni skammt meö degi
hverjum. Að gefa henni ekki neitt
heróin væri brjálæði, en þessi að-
ferð veldur henni ekki vanliðan og
henni virðist veitast tiltölulega
auövelt að mir.nka neyzluna.
Faithful er einnig undir meðferö.
sálfræðinga og láta þeir vel af
andlegri liðan hennar.
Henni er frjálst að yfirgefa
sjúkrahúsið hvenær sem henni
þóknast, en hún hefur sjálf kosið
að vera þar út allan timann.
Ásamt henni eru á sjúkrahúsinu
15 aðrir eiturlyfjaneytendur, sem
hætt eru komnir. Faithfull dvelst
a sjúkrahúsinu undir fölsku nafni,
og sagt er að ekki nærri allt
starfsfólkið viti hver hún i raun og
veru er.
í s^idi
Hún er tignarleg,
náttúran okkar
Þessa mynd tók Guðlaugur
Tryggvi Karlsson og sendi okkur.
Hann var þarna á ferð i Dimmu-
borgum og smellti þá mynd af
nokkrum ferðalöngum, sem voru
að prila innan um hina myndar-
legu steinrisa ,sem gnæfa upp i
loftið. Hún er falleg náttúran okk-
ar. enda kunna margir að meta
hana. Og nú er framundan mesta
ferðahelgi ársins, verzlunar-
mannahelgin, og liklega munu
þeir ekki fáir sem kjósa að
komast austur i Mývatnssveit, i
Dimmuborgir eða eitthvað burtu
frá útimótunum, þvi ekki falla
þau i kramið hjá öllum.
Drykkjuskapur
fyrir norðan
Blaðið tslendingur-tsafold
skýrir frá þvi i siðustu viku að
drykkjuskapur fari stórum
vaxandi á Norðurlandi. t viðtali
við blaðið segir Gisli Ólafsson,
yfirlögregluþjónn að lögreglan
hafi heldur betur oröið fyrir
barðinu á þessu, afskipti af ölv
uðum mönnum fari sifellt
vaxandi og hafi gert allt þetta ár.
Er nú búið aö setja um 450 manns
i fangageymslur vegna ölvunar,
en á sama tima i fyrra voru þeir
ekki nema 260. Þá hafa mun fleiri
verið teknir ölvaðir undir stýri en
nokkru sinni fyrr.
Kjarnorka frá
islandi til Færeyja
Keflviskir leikarar halda senn
út fyrir landssteinana með
Kjarnorku og kvenhylli, leikrit
Agnars Þórðarsonar, sem sýnt
var við feikna j»óðar undirtektir i
Keflavik i vetur og vor. Fengu
leikfélagarnir i Keflavik styrk frá
norrænUm menningarmálasjóði
til fararinnar og munu þeir sýna
3-4 sinnum i Þórshöfn um miðjan
september. Siðar mun leikurinn
svo tekinn upp aftur til sýninga i
Keflavik.
Ingólfur Amarson
— hinn nýi.
Nýr Ingólfur Arnarson bætist
islenzka skipaflotanum innan
skamms, það er hinn nýi skut-
togari Bæjarútgerðar Reykjavik-
ur, sem mun bera þetta gæfunafn,
en nýja togaranum var hleypt af
stokkunum i skipasm iðastöð
Astilleros Luzuiagea i Pasajes de
San Juan á Spáni núna fyrir
helgina. Frú Ragnhildur Jóns-
dóttir, kona Sigurjóns Stefáns-
sonar, sem um margra ára skeið
hefur verið skipstjóri á Ingólfi
hinum eldra, gaf skipinu nafn. Er
nýi togarinn systurskip B/v
Bjarna Benediktssonar sem
væntanlegur er til landsins i
haust.
Fólksvagninn efstur,
en Ford og Fiat keppa
Sem fyrr eru það Volkswagen-
bilar. sem mest eru keyptir allra
bila hér á landi. Alls 454 bilar
voru seldir fyrri hluta þessa árs,
samkv. tölum frá Hagstofunni.
Fordbilar frá ýmsum þjóðum og
af ýmsum gerðum voru alls 285,
en 245 Fiat-bilar, 183 frá ttaliu og
62 frá Póllandi. Þá kemur Sun-
beam. sem aukið hefur söluna
mjög, með alls 211 bila. Skoda
209, Volvo 197, Toyota 195. Land
Rover 168, Saab 159, Moskvitch
153. Af sendibilum var mest flutt
inn af Moskvitch, 49 alls, og
Mercedes-Benz var efstur i flokki
vörubila með 41 innfluttan bil.
Alls 3874 bilar voru fluttir inn á
þessu timabili, en ekki fylgir
sögunni hvert verðmæti þeirra er.
Góö tiðindi
fyrir flugfreyjur
Sá orörómur, sem verið hefur
býsna lifseigur gegnum árin, að
flugfreyjum sé hættara við
fósturláti en öðrum konum, á ekki
við nein rök aö styðjast. Sagt er
frá þessu i nýjasta hefti af Heilsu-
vernd, og fréttin höfð eftir blaðinu
The Practitioner. Rannsóknir á
þessu hafa farið fram bæði i Sviss
og Rússlandi.
Ný röntgentæki til Siglu-
fjaröar
Þau voru orðin úr sér gengin
röntgentækin við sjúkrahúsiö á
Siglufiröi og þvi ástæða til að
endurnýja. Og nú á dögunum
komu ný tæki i staö 19 ára
gamalla tækja. Tækin voru fengin
frá Þýzkalandi og kostuðu 3.6
milljónir. Til kaupanna gaf Kven-
félag Sigluf jarðar, sem er
styrktarfélag sjúkrahússins 1.2
milljónir en fjárins hafa
konurnar aflað með sölu heilla-
skeyla og annarri starfsijmi. For-
maður félagsins er frú Kristina
Þorsteinsson, kona ólafs Þ. Þor-
steinssonar yfirlæknis.
Rikisstarfsmenn fyrir slikk
i sólina
Það kostar rikisstarfsmenn
minna en flesta aðra að yfirgefa
rigninguna og leiðindin, sem
henni fylgja. Þeir fá sumsé 28%
afslátt frá venjulegu verði i
Mallorkaferðir Sunnu i
september og i júni og júli, en 20%
afslátt i ágúst. Þá hafa félagar i
BSRB fyllt tvær Kaupmanna-
hafnarferðir á svipuðum kjörum.
BSRB og Sunna hafa viðtækt
samstárf sin á milli um orlofs-
ferðir til útlanda.
VÍSIR
AUGLÝSINGA-
DEILD
ER AÐ
HVERFIS-
GÖTU 32
SÍIVII 86611