Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 9
Visir Mánudagur 14. ágúst 1972 9 SILDARVERKSMIÐJA VIKUR FYRIR FULLKOMNASTA FISKIÐJUVERI LANDSINS Hafnarbryggjan og athafna- svæöi hinnar fyrirhuguðu fisk- vinnslustöðvar. Löngu bryggj- urnar gegndu áður hlutverki sildarverksmiðju. sem var I eigu Siglufjarðarkaupstaðar. Afköst hennar voru um 8000 mál á sólarhring. Neðst á miðri myndinni er hraðfrysti- húsið ísafold, en flcst mann- virkin á svæðinu frá þvi og að llafnarbryggjunni verða rifin. Á Siglufirði er nú hafinn undirbúningur að framkvæmdum við nýtt fiskiðjuver, sem kosta mun tugi eða jafnvel hundruð milljóna króna og veita mun á annað hundrað manns atvinnu. Fisk- vinnslustöð þessi mun verða sú fullkomnasta á öllu landinu. Undir hið nýja fyrirtæki á að taka lóðir sildarverksmiðjunnar Rauðku og þriggja söltunar- stöðva þ.e. Halldórsstöðvar, Jacobsensstöðvar og Kaup- félagsstöðvar. Á þessu svæði eru nú ýmis mannvirki, flest nokkuð gömul, og er ætlunin að fjarlægja nær öll þeirra. Þegar er búið að rifa Gránuverksmiðj- una, sem var hluti af Rauðku, svo og skrifstofur og sildar- bragga Rauðku. Nú er verið að rifa sildarþrær Rauðku og i sumar munu lagerhús (mjöl- geymsluhús) og syðsti hluti verksmiðjuhúss Rauðku verða rifin. Frumteikningar af hinu nýja fiskiðjuveri hafa verið gerðar, og er á þeim gert ráð fyrir að mestur hluti byggingarinnar verði á einni hæð. I vinnslunni verður mikil sjálfvirkni og nýtt- ar allar nýjungar sem hag- kvæmar þykja. Fiskvinnslu- stöðin og umhverfi hennar eiga að fullnægja ströngustu hrein- lætiskröfum i hvivetna. Stærð hússins verður miðuð við vinnslu afla þriggja togara og nokkurra minni báta, og á lönd- unin að fara fram beint inni hús- ið. Framan við athafnasvæðið er i ráði að ramma niður stálþil, en nú eru þarnar gamlar tré- bryggjur, sem eru að hruni komnar. f undirbúningsvinnan stenzt áætlun, má búast við að bygg- ingarframkvæmdir hefjist næsta vor og byggingu hússins verði lokið á árinu 1975. Að þessum miklu fram- kvæmdum stendur nýtt hluta- félag, sem hlotið hefur nafn bormóðs ramma, sem nam land á Siglufirði. Af 40 milljón króna hlutafé á Rikissjóður 70% og Siglufjarðarkaupstaður 20%, en ætlunin er að afla fjögurra milljóna króna, eða 10% hluta- fjárins, meðal einstaklinga. Til hráefnisöflunar hefur Þor- móður rammi hf. nýlega keypt 100 lesta bát, Dofra, og hafin er smiði tveggja skuttogara fyrir hlutafélagið. Hjá Stálvik hf. er i smiðum skuttogari, sem verður tilbúinn fyrri hluta næsta árs, og samið hefur verið við skipa- smiðastöð á Spáni um smiði skuttogara, sem væntanlega verður afhentur i árslok 1973. Þá er i athugun að kaupa notað- an skuttogara erlendis frá. Siglfirðingar binda miklar vonir við þessa miklu atvinnu- uppbyggingu, sem augljóst er að bætir til rriuna hið ótrygga at- vinnuástand, sem rikt hefur i þessum fyrrverandi athafnabæ sildaráranna. Fremst á myndinni sjást þrær, sem oft voru fullar af síld, en verða nú að víkja fyrir iðjuveri, sem vinna mun aðrar fisktegundir. MINJAR UM RÓMANTÍK SÍLDARÁRANNA HVERFA Hér á sildin aldrei eftir að gæða húsin lífi á ný. Þessi hús i stað löndunarkrana Rauðku og lélegra trébryggja á hér að koma stálþil og steypt verða rifin i sumar. bryggja i vestur frá Hafnarbryggjunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.