Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 12
Líkt og fljúgandi furðuhlutir er danska frystikistan Frigor tæknilega fullkomin. Danir vita nefnilega hvernig á að-geyma matvæli. Það er lóðið. Frigor frystikisturnar eru fáanlegar í sex stærðum á hagstæðu verði og með greiðsluskilmálum. Komið og skoðið. Hringið eða skrifið og fáið mynda- og verð-' lista sendan. JOAó££a44/*é£a/t A/ RAFTÆKJADEILD • HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVlK • SlM118395 • SlMNEFNI ICETRACTORS LEEDS TAPAÐI ILLA Óvænt uröu úrslitin að venju i ensku knattspyrnunni á laugardag, þegar hún hófst að nýju eftir sumarleyfi leikmanna. Mest stingur i augun stórtap bikarmeist- ara Leeds í London gegn Chelsea 4-0. En tapið er skiljanlegt, þvi Leeds varð fyrir miklum skakkaföllum fyrir og i leiknum. Fjórir af aðalmönnum Leeds gátu ekki tekið þátt i leiknum vegna meiðsla eða leikbanns (Hunter, Clarke) og svo meiddist markvörðurinn Harway og varð að yfirgefa völlinn. Peter Lorimer, framherjinn skotharði, fór þá i mark. En ekki var allt búið með þvi — Mike Jones meiddist og Leeds lék meö 10 leikmönnum mestallan siöari hálfleikinn. Annars urðu úrslit þessi i leikjum á is- lenzka getraunaseölinum. 2 Birmingham— Sheff.Utd 1-2 1 Chelsea—Leeds 4-0 2 Leicester—Arsenal 0-1 1 Liverpool—Manch.City 2-0 2 Manch.Utd.—Ipswich 1-2 1 Newcastle—Wolves 2-1 X Norwich—Everton 1-1 X Southampton—Derby 1-1 1 Stoke-Crystal Palace 2-0 1 Tottenham—Coventry 2-1 X WBA—West Ham 0-0 1 Huddersfield-Blackpool 1-0 Tveim leikmönnum var visað út af i leik Liverpool og Manch. City — Larry Lloyd og Wyn Davies og alls voru 53 bókaðir Fátt um fina drœtti í jafntefli FH og IBA! — og Akureyringar standa nú bezt að vígi í 2. deild ,,Ekki veröur I. deildin skemmtilegri næsta sumar ef annað hvort þessara liöa bætist i hópinn" varð einum að oröi, sem horfði á leik Akureyringa og FH á laugardaginn. Þessum drep- leiðinlega leik lauk með jafntefli 1:1 og verða það að teljast sanngjörn úrslit þeg- ar á heildina er litið. Strax i byrjun varð ljóst að sá knattspyrnuvöllur sem Hafnfirð- ingar hafa til afnota er algjörlega óhæfur nema sem æfingavöllur og er raunar furðulegt að jafn stór bær og Hafnarfjörður er orðinn, skuli ekki búa betur að liöi sinu en raun ber vitni. bað er vart hægt að búast við að menn geri einhverjar rósir, þegar þeir leika á malarvelli eins og þessum þar sem sandurinn þyrlast upp við minnstu hreyfingu. bað var sem sagt fátt um fína drætti i þessum mikilvæga leik sem gat skorið úr um hvort liðið kæmist upp i 1. deiid næsta ár. Hann einkenndist af langskotum sitt á hvað og samspil var i lág- marki hjá báðum liðum. 1 fyrri hálfleik voru Akureyr- ingar öllu harðari i sókninni og á 12. minútu óð Kári Arnason upp og skoraði glæsilegt mark fyrir þá norðanmenn. Varnarmenn FH réðu ekki við hraða Kára og markvörðurinn hafði engin tök á að verja hnitmið- að skot. baö færðist fjör i FH-liðið eftir markið og seinni hluti fyrri hálfleiks fór að mestu fram á vallarhelmingi Akureyringa án þess þó að mark væri skorað. Rétt fyrir leikhlé áttu Hafnfirðingar opið færi sem þeir misnotuðu herfilega. Stóðu þá einir þrir i framlinunni rétt fyrir framan Akureyrarmarkið og tókst þeim á óskiljanlegan hátt að skjóta fram hjá. Verður það að teljast afrek út- af fyrir sig en Akureyringar vörp- uðu öndinni léttar og höföu bæði stigin áfram. Strax i byrjun siðari hálfleiks tókst Hafnfirðingum að ná öðru stiginu með þvi að jafna. Geta Akureyringar nagað sig i handar- bökin út af þvi marki. Hafnfirð- ingar sóttu stift en vörnin stöðvaði sóknina og lagði boltann niður, án þess að taka eftir þvi að FH liðið hafði alls ekki hætt sókninni og hirtu þeir tækifærið sem að þeim var rétt. Vart er eyðandi prent- svertu til að lýsa leiknum til enda. bó náðu Akureyringar að skora annaö mark en það var dæmt af. Var sá dómur fremurtorskilinnþar sem ekki var um rangstöðu að ræð eftir þvi sem bezt varð séð. Talc dómarinn að markvörður Hafnfiri inga hefði orðir fyrir áreitni, efti að hafa borið sig saman við lini vörð. Leiknum lauk þvi meö jafntef 1:1 og þvi er enn óvissa um hvor liðið leikur i 1. deild næsta sumar Dómari var Einar Hjartarson o hafði hann nóg að gera við a stugga áhorfendum frá vellinun milli þess sem hann fylgdist me leiknum. Varð til dæmis aö gera hl meðan að smástrákar fjarlægð reiðhjól sin sem lágu meðfran vellinum sem er alls ekki boölegu sem keppnisvöllur eins og áður hef ur komið fram. Skotinn Dunca sem þjálfar Hafnfirðinga var hress yfir úrslitunum. „Við áttun 80% i leiknum. Við áttum auðvita að vinna” sagði hann viö blaðí mann Visis um leið og hann fórnað höndum. En Akureyringar voru öðru máli og töldu sig hafa átt að f; bæði stigin þar sem annað marl þeirra hefði verið dæmt af á röng um forsendum. — SG — Ja, nú munaöi litlu, hugsaði inarkvöröur FH þegar boltinn sleikti þverslána.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.