Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 24
vísm Mánudagur 14. ágúst 1972 Fannst með- vitundarlaus Einn kunnari hestamanna Akureyringa, Gunnbjörn Arnbjörnsson féll af hesti sinum i Þórunnarstræti um kl. 18.20 i gær. Var hann meðvitundarlaus, þegar að honum var komið, en kom fljótt til sjálfs sin aftur. Hann var lagöur inn á sjúkra- húsið á Akureyri, þar sem i ljós kom, að meiðsli hans voru ekki alvarleg, og var liðan hans eftir atvikum góð i morgun. — GP Fœrðir í jórnum í fangageymslu Til ryskinga kom fyrir utan skcinmtistaðinn Sigtún i fyrri- nótt, og þjörmuðu þar þrir aðsópsmiklir Kópavogsbúar að einum Seltirningi, þegar lögrcglan var fcngin i spiliö. Kkki létu Kópavogspiltarnir sér segjasl við komu lögrcglunnar og sýndu henni mótþróa, svo að undir lokin varð að færa þá i járnum á lögrcglustööina til yfir- lieyrslu. Voru þeir hafðir i gcymslu i nótt. Scltirningurinn var fluttur á slysavarðstofuna, cn i ljos kom, að meiösli lians voru ckki alvar- lcg. GP BÍLAR ULTU — en fólk slapp ón teljandi meiðsla Eftir að hafa oltið nokkrar velt- ur og hafnað loks i garði við sum- arbústaö i Bræðratungu i Mos- fellssveit, var bifreið, sem fór út af veginum i krappri beygju við Bræðratungu, talin nær ónýt. — ökumaðurinn slapp hinsveg- ar meö minriiháttar skrámur, en hann var einn á ferö, þegar þetta skeði i nótt. Hann var grunaður um, að hal'a ekið undir áhrif- umáfengis. önnur bilvelta varð þarna á Úlfarsíellsveginum um helgina, en einnig i þvi tilviki slapp fólkið án meiriháttar meiðsla. — GP Utanríkisráðherra um nýjar tillögur í landhelgisdeilunni við Breta: „Allnokkur tilslökun" Hið nýja tilboð okkar til Breta til lausnar land- helgisdeilunni þýðir að okkar mati allnokkra til- slökun hvað varðar svæði, sem Bretum stæði til boða að veiða á innan nýju fiskveiðilögsögunnar, en einnig tilslökun á timum og stærð fiskiskipa, sagði Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra í viðtali við Visi i morgun um nýjar tillögur, sem sendar hafa verið Bretum. Veigamestu breytingarnar frá fyrri tilboðum Islendinga eru þessar: 1) F.allizt er á þá kröfu Breta, að veiðihólfin, sem opnuð yrðu, gætu náð upp að 12 milna möVk- unum. Akvörðun um stærð veiðihólfanna og timatakmörk á þeim er opin til umræðu. 2) Stærð fiskiskipa sem fengju undanþátu, er stækkuð úr 165 fetum i 180 fet, þ.e. að skip allt að 750-800 lestir fengju að veiða innan nýju landhelginnar. öll stærri skip, svo sem verk- smiðjuskip og frystiskip yrðu útilokuð. 3) Gildistimi þessara undan- þága er framlengdur um 5 mán- uði eöa frá 1. sept. nk. til 1. júni 1974, en áður áttu undanþágurn- ar að gilda til 1. janúar 1974. Utanrikisráðherra kvaðst telja gott að þetta kæmi fram, þar sem látið hefði verið að þvi liggja af hálfu brezkra aðila, að hér væri um óverulega tilslökun að ræða. Hann kvað óvist, aö þessar til- slakanir giltu fyrir veiðiskip annarra þjóða, enda væru for- sendur t.d. Þjóðverja aðrar en Breta og legðu þeir þvi áherzlu á önnur atriði en Bretar i við- ræðunum við fslendinga. -VJ KOMNIR MEÐ FLUGVELARFLAKIÐ i Glæsilegt er það ekki flakið af Fairy Battle vélinni, sem brezki leiðangurinn náði i þar sem það var sunnan undir Hofsjökli. Leiö- angursmenn komu með flakið i hæinn á laugardag. Gert er ráð fyrir, aö það verði sett upp i flugvélasafni brezka l'lughhersins. Þessi tegund véla er fágæt, að- eins ein vél til i Bandarikjunum. Það verður þvi sennilega öllu til kostað við að endurbyggja vélina til að fylla inn i flugvélasafnið brezka. Ef til vill er um verðmæt- an grip að ræða þótt flakið sé illa l'arið, meöal annars vegna þess, að það hefur verið brennt og eyði- lagt og litið er eftir af innvolsinu. — SB - Brezki leiðangurinn kom með flakið af Fairy Battle i bæinn á laugardag. „Sumir tildra nverju sem Ný lög um auglýsingaskilti „Samkeppni og ýmislegt fleira liefur valdið þvi, að ýmis veilingahús og fleiri staðir dreifa auglýsingaskiltum viö þjóð- vegina, og þessi skilti eru aldrei til prýði, jafnvcl þótt þau séu vel úr garði gerð. fíg lief til dæniis séð nokkur mjög ómyndarleg skilti, og það er eins og sumir tildri liverju scm er upp”. Svo sagði Arni Reynisson, framkvæmdastjóri Landverndar, i viðtali við blaðið i morgun, en Náttúruverndarráð auglýsti mikið um helgina, eins og kunnugt er, bann við að setja upp ýmis auglýsingaskilti úti á þjóð- vegum. „Við vildum vekja athygli á þessu, svo fólk færi ekki að eyða peningum til ónýtis”, sagði Arni ennfremur, ,,en ekki get ég bein- linis sagt að þaö hafi verið vegna einhvers sérstaks tilefnis”. „Það er þó ástæða til að setja bann, en samt eru undan- tekningar, og til dæmis er leyfi- legt að hafa uppi skilti með leið beiningum um leiðir, áningastaði, þjóðgarða, friðunarsvæði og bæi. Svo er heldur ekki hægt að banna að setja upp skilti á eignarlandi, ef t.d. staður stendur við þjóðveg, má setja þar upp skilti á landinu. En við höfum til dæmis látið taka niður skilti með auglýsingum um almenna neyzluvöru.” „Það er kannski ekki ýkja mikið um auglýsingaskilti hér- lendis. en þau sjást, og þetta getur vaxið mikið. Vitin til varnaöar eru erlendis, þar má sjá mörg ljót dæmi”. Og þar sem verið er að tala um prýði landsins, inntum við Arna eftir þvi hvort nokkuð hefði borizt af kærum til Náttúruverndarráös vegna slæmrar umgengni úti i náttúrunni. „Það hafa ekki borizt neinar kærur”, sagði Arni, „Og þvi miður liggur mér við að segja. Það sem við verðum varir við, fýkur eiginlega upp i fangið á okkur. Við lesum um það i blöðum, eða fólk segir okkur frá þvi. er upp" Á einstaka stað eru þó stundum haugar af rusli, sem fólk hefur skilið eftir og ekki gengið frá. Þó virðist umgengni heldur fara skánandi, en við erum alls ekki fædd með snyrtimennskuna i okkur og þurfum þvi að ala sjálf okkur upp i þessu. Næsta kynslóð verður kannski betri, en þangað til hef ég enga trú á þessu”. Aðspurður um umgengni um Verzlunarmannahelgi, sagðist Arnienga skýrslu hafa enn fengiö um það, en hann sagði þó, að þegar hann hafi komið á mót- svæði tæpu ári eftir þá helgi, hafi verið mikið af rusli, þó ekki eftir gesti, heldur þá sem standa að mótum. Skúrar, senur og fleira hefur þá verið látið standa, og skapast rusl af þvi. —EA Hásetahlutur 150 þús. eftír 2 mán. „Auðvitað liættir niaður þessu iiiimartogi uni leið og útgerðin segir já”, sagði ungur skipstjóri sem Vísisinaöur hitti um belgina, „þetta er þaö leiðiniegasta seni hægt er að bugsa sér. Maður tog- ar 1 finiin tinia. Svo er hift og það tekur óratinia að ná þessu al- mennilega inn — maður þarf að greiða úr dræsunni og gera aö. Seinlegt verk og geðspillandi — ég hlakka til að komast á al- mennilegt fiskiri aftur. En hum- arinn borgar sig vist. Maður hef- ur haft 320.000 kall fyrir tvo mán- uði...”, en þaö er vist tvöfaldur hlutur sem kafteinninn hafði. Og ævinlega er á þvi allur gangur, hvernig bátar afla og hvað menn þéna. Humarveiöin hefur gengið bærilega hér við Suöurlandið i sumar. Margir bátar eru enn á humarveiöum, og landa helzt i hafnir á suðvestur- og Suðurlandi, Grindavik og Þorlákshöfn. Raunar mun humarveiðin nú ganga yfir. Vestmannaeyingar sögðu Visi aðýangflestir Eyjabát- ar væru að fara aftur i fiskitroll. „Ég held þeir séu þrir eftir á humarnum — og þetta var ekkert sem þeir komu inn með um helg- ina”, sagði sérfræðingur okkar i Eyjum, „þeir eru allir að fara yfir i fiskitrollið. Einir tuttugu bátar héldu sig reyndar við þaö i allt sumar. Sumir þeirra hafa afl- að sæmilega”. Bátar úr Reykjavik, Hafnar- firöi og Akranesi hafa verið á humarnum fyrir sunnan land, og landa þá i næstu höfnum. Koma ekki til heimahafnar með humar- inn nema hálfsmánaðarlega, þeg- ar helgarfri eru. „Það hefur verið rólegt hér hjá okkur”, sögðu þeir i Hafnarfirði i morgun, „Haukanesið er reyndar komið inn með fisk. Við vitum ekki hve mikið. Það virðist vera algert leyndarmál hvað þessi tog- ari er með....”, en við skulum bara vona að það hafi verið fisk- ur. — GG Lögreglubíl og sjúkrabíli órekstri á leið á slysstað A stuttum tiina um miöjan dag i gær uröu fjórir árekstrar I umfcrðinni i bænum, og fimmta óhappiö varð við Úlfarsfell i Mosfellssveit, en mitt i þessari árekstrarsúpu, rakst svo lögreglubifreið, sein var á leið- inni á einn árekstursstaðinn á annan bil. Lögreglubillinn var á leiðinni að Úlfarsfelli, þegar þetta kom fyrir, og það var reyndar sjúkrabillinn lika, sem sömu- leiðis varð fyrir þvi að rekast utan i annan bil á sömu ga-tna- mótunum og lögreglubillinn. Það byrjaði allt með þvi að kl. 15.15 varð árekstur á mótum Hverfisgötu og Smiðjustigs. Fimm minútum siðar varð lentu báðir í anoar arekstur á mótum Grundarstigs og Skálholtsstigs Réttum hálftima eftir það var tilkynnt slys við Úlfarsfell uppi i Mosfellssveit, og voru lögreglu- bifreið og sjúkrabifreið send af stað. Varla var liðin nema rétt minúta frá þvi, þegar tilkynnt var um árekstur á gatnamótum Nóatúns og Laugavegar. Það reyndist þá vera lögreglu- billinn, sem hafði lent i árekstri við annan bil. Sjúkrabillinn hafði reyndar komið þar að lika og strokizt utan i bil, sem numið hafði staðar við gatnamótin. En þótt sjúkrabillinn rifi brettið af fólksbilnum, varðhún sjálf ekki fyrir meira hnjaski en svo, að hún gat haldið áfram til að sækja hið slasaða fólk upp i Mosfellssveit. Og vart voru tiu minútur liðnar frá þessum ósköpum, þegar enn einn árekstur haföi orðið i Hraunbæ hjá Bæjarhálsi. Sem betur fer reyndist fólkið ekki alvarlega slasað, sem lent hafði i óhappinu við Úlfarsfell.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.