Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 17
Visir Mánudagur 14. ágúst 1972
17
<í0<S<S<S<S<S<a<30<S<S*c»<5<S<S<S<S<S<X<»<5<S<5<S<S^3<S<2r<S<S<S
Umsjón:
Eddo
Andrésdóttir
hann setti
heimsmet
í kappakstri
Þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna þeir sem eru
fatlaðir á einhvern hátt, og þessi maður sem við sjáum
hér á meðfylgjandi mynd, setti olympíumet í svo-
kölluðum ,,hjólastólakappakstri". Hann heitir Jan Erik
Steinberg og er frá Skiptvedt í Noregi.
Hann ók 60 metra á 23,6 og hér sjáum viðeinn aðal for-
ráðamann keppninnar, Jan Molberg, óska honum til
hamingju. Keppnin fór fram i svokölluðum Stoke-
AAandeville-leikjunum í Heidelberg í Noregi.
„Ég vil búa einn í
fjöllunum
## —
Steve McQueen sem
nú vinnur af grið og erg
við upptöku kvik-
myndarinnar ,,The
Getaway” hefur ákveðið
að fara aleinn upp i eitt-
hvert af fjöllunum i
Kaliforniu og dveljast
þar i nokkra mánuði,
eftir að upptöku kvik-
myndarinnar lýkur. En
senn liður að þvi.
„Ég ætla að setja svefnpoka á
bak mér.stiga á mótorhjól og fara
i burtu þangað sem enginn kemur
til með að geta fundið mig”, lætur
hann hafa eftir sér.
Steve McQueen er nú 42 ára
gamall og alltaf nýtur hann
stöðugra vinsælda. Þrátt fyrir
það að hann heyrir orðið mjög
illa, og heyrn hans fer stöðugt
hrakandi heldur hann sig að kvik-
myndaleiknum og svo auðvitað
kappakstrinum. En eins og
kunnugt er er hann kappaksturs-
hetja mikil.
,,Ég vil verða sjálfstæöur og ef
til vill dálitið sérstakur persónu-
leiki,” segir Steve McQueen, en
þeir sem bezt til hans þekkja,
segja þó að svo sé hann þegar.
Hann er sjálfstæður, velur
handrit að kvikmyndum sinum
sjálfur, leikur þegar honum
dettur i hug og gerir yfirleitt þá
hluti sem hann langar til að gera
hverju sinni. En skilnaður hans
við konu sina, Neile, mikill
drykkjuskapur og fleira, sem
hent hefur hann, hefur komið
honum til þess að lita alvarlegri
augum á framtiöina, og hann
hefur oft óskað þess að fá að byrja
á lifi sinu aftur og lifa þvi skyn-
samlegar.
,,Nú verð ég að koma sjálfum
mér inn á rétta braut”, segir
hann. „Ég á tvö indæl börn, og ég
á konu sem mér er allt. Svo ég á
virkilega mikiö en ég verð að
reyna að virða það sem ég á.”
„Það er satt” segir Steve, „að
ég er alls ekki vel fjáður þessa
stundina. Ég hef fengið mikið af
peningum i hendurnar, en ég hef
yfirleitt misst þá aftur. Satt aö
segja, er mér nokkuð sama.
Þegar mig fer að vanta peninga
tilfinnanlega vinn ég, en annars
er ég dálitið latur maður.”
En hvað hyggst Steve gera i
fjöllunum i Kaliforniu?
„Það er ekkert ákveöið, segir
hann, „ef til vill sit ég úti i
náttúrunni allan daginn og hugsa,
og geri hreint ekki neitt. Kannski
sit ég i grasinu og horfi á kú borða
gras. Það veröur örugglega nóg
að gera.”
segir Steve
McQueen
Steve McQueen i atriöi úr kvik-
myndinni „The Reivers.”
*s<a<30<30*30r3<s<30*so<30*so<30^30<30<3<a<3<s<3<5<s<3
Richard Nixon
Richard Nixon, forseti Bandarikjanna á eftir að
verða myrtur. En hvenær er ekki fullvitaö. Svo
hljóðar spá eins af hinum mörgu spámönnum
Ameriku. Ymsu hefur jú verið spáð, fyrir þjóð-
höfðingjum og fyrirfólki, en ekki rætzt.
Barbara Anderson
Þá leikkonu kannast flestir Islendingar við, þvi
hún hefur jú leikið i þáttunum Ironside, ásamt
Raymond Burr, lamaða lögreglumanninum.
Barbara Anderson hefur nú lokið leik sinum i
þeim þáttum, og næsta verkefni hennar eru i
framhaldsmyndaflokkum sem bera nafniö:
„Misson: Impossible” og „Night Gallery”.
Rolling Stones
Þeir þurfa svo sannarlega að fá sér góða
hressingu áður en þeir koma fram á hljóm-
leikum eða opinberlega, þvi þeir þurfa að
drekka 10 flöskur af áfengi i hvert sinn. Ef farið
er nánar út i það, þá eru það tvær flöskur af
whisky, 3 flöskur af kaktusvini, ein flaska af
koniaki og 4 flöskur af hvitvini. Geri aðrir
betur!
Peter Fonda
Peter Fonda ætlar ekki að verða miklu heppnari
i samskiptum sinum við konur en systir hans
Jane i samskiptum sinum við karlmenn.Eftir 12
ára hjúskap hefur kona hans Susan, yfirgefið
hann, og þess má geta að hún hefur tekið með
sér tvö börn þeirra.
Greta Garbo
Ekki fæst Garbo á nokkurn hátt til þess að vekja
athygli á sér á einn eða neinn hátt. Hún hefur nú
enn slegið hendinni á móti tilboði sem hún fékk
fyrir stuttu. Var það frá amerisku bókaforlagi
sem bauð 84 milljónir islenzkra króna fyrir
endurminningar hennar.
Romy Schneider
Þessi 35 ára gamla kvikmyndaleikkona nýtur
nú sólarinnar og sumarsins i Frakklandi, en þó
getur húh ekki leyft sér það nema á milli upp-
tökuatriða. Þar er nú verið að gera kvikmynd
með henni i aðalhlutverki og ekki er hægt að
segja annað en að hún beri þessi 35 ár mjög vel.
Alan Delon.
Nýjasta kvikmynd sem sýnd hefur verið meö
Alan Delon hér i Reykjavik var kvikmyndin
Borsalino, þar sem hann lék eitt aðalhlutverkið
ásamt Jean Paul Belmondo. Hann er ekki á
þeim buxunum aö gefa upp leik sinn i kvik-
myndum og nú er von á þessum franska leikara
til Kaupmannahafnar. Mikið verður um dýrðir á
Norðurlöndunum i sumar og margir frægir sem
gista þessi lönd. Paul McCartney er þegar i Dan-
mörku, von er á Johnny Cash og svo Delon.
Lee Harvey Oswald
Moröingi John F. Kennedy hefur svo sannarlega
náö þeirri frægð sem hann haföi óskað sér svo
lengi. Fyrir nokkru siðan var bréf sem hann
hafði sent til móður sinnar frá Minsk, selt fyrir
108.000 krónur islenzkar á uppboði.
Johnny Cash
Hann hefur löngum sungið fyrir fanga og þá sem
ekki hafa getað gengið um frjálsir um stræti og
torg sökum ýmissa hluta. Fangar hafa tekið
honum býsna vel, og ein af plötum hans var til
dæmis tekin upp þegar hann söng fyrir þá i einu
af fangelsum Bandarikjanna. Nú hefur hann
lofað að syngja i sænska fangelsinu
Osterrakers, þegar hann i októbermánuði
kemur til Skandinaviu.
Vanessa Redgrave.
Hún virðist að mestu hafa misst allan áhuga á
leik i kvikmyndum. Að minnsta kosti er farið að
likja henni við Gretu Garbo og kalla hana Gretu
Garbo númer tvö. Hún neitar öllum kvikmynda-
tilboöum, og foröast að láta taka myndir af sér
eöa koma fram opinberlega. Hún býr um þessar
mundir i London.