Vísir - 23.08.1972, Page 1
VÍSIR
62. árg. — Miðvikudagur 23. ágúst — 190 tbl.
BRJÓSTAHÖLD
Á UNDANHALDI
Svo virðist sem brjóstahöld séu burði, og það viil einnig um ieið
á undanhaldi. Kvenfóikið er farið vera eðliiegt. En karimennirnir
að gerast frjáislegra i kiæða- virðast ekki alveg vera á þeim
buxunum að konurnar kásti
brjóstahöldunum, að minnsta
kosti virtist svo ekki vera þegar
Visismenn tóku nokkra tali í mið-
bænum i gær. En hljóðið var ann-
að hjá kvenfólkinu. Þetta er
frjálsleg og góð tizka, kvað við
hjá þeim, og þær voru ekkert að
hika við það að segja frá þvi hvort
þær sjálfar notuðu slikan hlut
ennþá eða ekki.
Sjá NÚ-síðu bls. 4.
YFIRLÆKNIR
AFLAND
SPÍTALANUM
TIL KÍNA
AÐ LÆRA
NÁLAR
STUNGU
AÐFERÐINA
— sjó baksíðu
INGIMAR
ÓSKARSSON
ORÐINN
LEIÐUR
Á ERINDUM
— sjó útvarpsum
mœli bls. 13
HÁLFUR
ANNAR UM
HERBERGIÐ
í SOVÉT
— sjó bls. 6
PÓLITÍKIN í
IÞRÓTTUNUM
— sjó leiðara bls. 6
ÞEGAR
HAUST
NEPJAN
NÆÐIR
— sjó INN-síðu bls. 7
Grunsemdir fyrlr rúmri viku:
U
beint gegn
Fischer!
Truflununum
/ h /
Erlendir fréttamenn senda skuggaleg tiðindi frá
Laugardalshöll i gærkvöldi.
Nokkrir islendingar
höfðu samband við blaða-
mann Vísis, meðan þrett-
ánda skákin stóð, og sögð-
ust hafa séðtil Sovétmanna
bak við Laugardalshöll
með einhvers konar tæki.
Rússarnir voru i lokaðri
bifreið bak við húsið, og
segjast íslendingarnir hafa
séð einn þeirra sitjandi í
myrkri í biæjubilunum með
tæki milli fótanna.
Þeir kölluðu til lögreglu, sem.
kvaðst ekkert geta gert i málinu,
þar sem bifreiðin var með CD-
númeri, númeri erlendra
diplómata.
Magnús Einarsson lögreglu-
varðstjóri, sem Islendingarnir
segjast hafa haft samband við,
vildi ekkert láta hafa eftir sér um
málið, þegar Visir ræddi við hann
i morgun.
Blaðamaður Visis fann að visu
mann i lokaðri bifreið bak við
hús, en frekari athugun málsins
leiddi ekki til neins að svo stöddu.
En málið hefur vissulega vakn-
að i nýrri mynd með ákærum
Sovétmannsins Gellers i gær-
kvöldi, þar sem hann fjallar um
grun um tæki og efni, sem beint
kunni að vera gegn Spasski til að
trufla hugsun hans. Geller krefst
rannsóknar á Laugardalshöll og
hlutum i henni.
Ákærur Gellers eru merkilega
samhljóða grunsemdum
tslendinganna um Sovétmenn
fyrir rúmri viku. tslendingarnir
álitu, að vera kynni, að Sovét-
menn beindu gegn Fischer ein-
hverri „truflun” með rafmagni,
„elektrónik”.
Frásögn tslendinganna, sem
vilja ekki láta nafna sinna getiö
að svo stöddu, fer þvi hér á eftir.
Þeir kváðust hafa fylgzt með
þeim mönnum, er þeir hafi séð i
bilnum og félögum þeirra. Telja
þeir vist, að þeir hafi verið Sovét-
menn.
Einn þeirra var með mikinn
sjónauka og settist i fremstu röð
og beindi kikinum að keppendum.
Þeim þótti meðal annars með
ólikindum, að maðurinn notað
sjónauka að ráði á fremsta bekk
og ýtti það með hinu undir áhuga
tslendinganna. Fóru þeir og sett-
ust fyrir aftan þennan mann og
félaga hans. Þeir segja, aö
maðurinn hafi haft uppi i sér hlut,
sem liktist helzt eldspýtu, en var
kolsvarturog hafi hann rennt hon-
um inn og út úr munni sér. En
fljótlega kom þriðji maöur aðvif-
andi og virtist aðvara hina tvo,
sem gengu þá úr salnum.
Fleira töldu tslendingarnir sig
veröa vara við i þessu sambandi,
sem vakti grunsemdir. Hins veg-
ar virtist ekkert unnt að aðhafast.
En nú ber Sovétmaðurinn Geller
fram grunsemdir, sem eru, að
hans sögn „fáranlegar” við
fyrstu sýn en hann telur þó gera
nauðsynlega rannsókn á höllinni,
það er að segja leit að slikum
tækjum.
Málið vekur auðvitað fleiri
spurningar en það svarar. Ein
spurningin er: Hvaða samband er
milli grunsemda Islendinganna
fyrir rúmri viku og yfirlýsingar
Gellers i gærkvöldi?
Chester Fox sagði i morgun, að
þetta væri allt einhver brandari,
en enn hefur enginn hlegið nema
amerisku blaöamennirnir i gær-
kvöldi. HH/GP
Sagan endurtekur sig
— ástandið í landhelgisdeilunni líkt og um þetta leyti árið 1958
Brezk yfirvöld hafa engu
svaraö fullyrðingum
brezkra togaraeigenda um
að herskip verði send á Is-
landsmið/ til verndar
togurunum gegn islenzku
varðskipunum.
Nú stefna togarar frá Grimsby
og Hull á miðin við ísland, og ætla
sér að fiska inna 50 milna mark
anna nýju, þar eð Bretar telja sig
hafa til þess allan rétt. Breitt er
yfir nöfn og númer skipanna, og
hafa skipstjórar fyrirmæli frá út-
gerðarfélögunum um að hleypa
ekki varðskipsmönnum um borð
— beita hörðu ef freistað verður
uppgöngu. Einnig mun skipstjór-
um hafa verið gefin fyrirmæli um
að aðstoða hver anna, s.s. sigla á
milli landhelgisbrjóts og togara,
ef sýnt þykir að varðskip ætli að
nálgast hann.
I ágúst árið 1958, þegar brezkir
togarar stefndu tugum saman á
Islandsmið og ætluðu að fiska
innan 12 milna markanna, sem þá
voru ný, var sama uppi á teningn-
um. Hins vegar kom i ^Jjós 1.
september, að þótt menn bæði i
Bretlandi og á Islandi heföu ekki
viljað trúa því að Bretar beittu
herskipum gegn tslendingum, þá
birtust mörg herskip hér við land
og komu þau þráfaidlega i veg
fyrir aö varðskip gæti tekið land-
helgisbrjót.
Eins og fulltiða fólki mun i
fersku minni, var framkoma
brezku herskipanna hér við land
næsta gróf — hins vegar kom
fljótt i ljós, að jafnvel þótt Bretar
girtúaf togaraflota sinn með her-
skipum og toguðu i grið og erg hér
á landgrunninu og raunar upp
undir kletta, þá var aflinn afar
litilfjörlegur.
„Þetta gengur ekki”, sagði þá-
verandi formaður félags togara-
eigenda i Bretlandi,” viö mynd-
um núna semja um sex milna
lendhelgi ef Islendingar vildu”.
Islendingar vildu hinsvegar 12
milur ekki 6, og i 18 mánuði eld-'
uðu islenzku varðskipin og brezki
flotinn saman grátt silfur undan
ströndum landsins.
Og nú, fjórtán árum eftir upp-
haf Þorskastyrjaldarinnar fyrri,
er hún að hefjast, Þorskastyrjöld
númer tvö.
—GG
—Sjá grein bls. 2