Vísir - 23.08.1972, Side 2
2
Visir Miðvikudagur 23. ágúst 1972
VÍSIS!iF7It:
Er sumariö búiö?
Anna Svcinsdúttir, afgreiftslust.:
Kom þaf> nokkurn tima?
.lún M. Júnsson, afgreiftslum.:
Já, þaf) er aldrei aft vita nema aft
rætist úr þvi þó af) september sé
af) koma. Það eru oft góftir sólar-
dagar i byrjun september og hver
veit nema af> sumarift haldi eitt-
hvafiáfram þó þaf) hal'i verif) ansi
lélcgl, hingaf) til.
Ingibjiirg l>úrsdúllir, nemi:
Ilcfur nokkuf) sumar verifi'f fcg
hef minnsta kosti ekki oröif) vör
vif) þaf). l>af> kemur varla héöan
af.
Anna .lúnastlútlir. húsmóöir: Nú
veit ég ekki hvaf) skal segja. Nei
ég ætla af) vona af) þaf) verf)i eitt
hvaf) áfram þó þaf) hafi verif)
slæmt.
Sú I v e i g (1 u f) m u n d s d ú 11 i r .
húsmófiir: Nei, Þaf> verfmr
áreiöanlega lengra en þetta. Ég
get ekki imyndað mér annað.
Guðjún Gústafsson,nemandi: Já,
alveg örugglega. Ég býst ekki við
þvi að það verði lengra.
Þorskastyrjöldin fyrri
— Kaustið 1958 dró til mikilla tiðinda ó miðunum við ísland — brezk herskip
meinuðu íslenzkum varðskipum að taka landhelgisbrjóta
Bretar húta aö virða væntan-
lega 50 mflna landhelgi tslend-
inga að vettugi. Þeir ætla að
senda yfir 200 togara á miöin við
ísland og láta þá alla fiska innan
hinnar nýju landhelgi. Þeir segj-
ast ætla að sporna við, ef islenzk
varðskip gera sig likleg til að taka
hrczkan togara fyrir landhelgis-
hrot.
Togaraskipstjúrar i Grimsby
og II u II tala digurbarkalega.
Éinnig togaracigendur. Þeir hafa
larið fram á herskipavernd við
Island. 1. september, þegar við
færum út landhclgina i 50 milur
hefst nýtt þorskastrið.
l>að virðist a.m.k. ekki við öðru
að búast. 1958, þegar landhelgin
var færð út i 12 milur, voru við-
brögð Breta mjög á sömu lund og
nú. Kringum 20. ágúst það ár, var
frá þvi skýrt i islenzkum blööum,
að togaramenn i Bretlandi vildu
herskipavernd við tsland. Ekki
var reiknað með að yfir-
völd myndu verða við þeim óskum
togaraeigenda. begar svo brezki
togaraflotinn birtist á tslands-
miðum og innan 12 milna fisk-
veiðimarkanna, voru freigátur i
för með togurunum.
„Sögulegur fundur”
Mánudaginn 1. september 1958,
var fimmdálka mynd á forsiðu
Visis, tekin úr flugvél Landhelg-
isgæzlunnar, sem flaug með
fréttamann yfir þyrpingu brezkra
logara, sem allir toguðu innan 12
milna markanna undir vernd
brezku freigátunnar H.M.S.
Hussel.
„Freiðgátan sigldi ætið i
veg fyrir varðskipin” —
hljóðaði fyrirsögn Visis, og
undir henni stóð m.a.: „Söguleg-
ur l'undur islenzkra varðskipa,
Óðins og Alberts og brezku frei-
gátunnar H.M.S. Russel átti sér
stað fjórar sjómilur undan landi
l'rá Kópanesi við Arnarfjörö
klukkan 8,30 i morgun... Svo lengi
sem til sást, var freigátan á milli
logaranna og varðskipanna, svo,
sem til að hindra afskipti þeirra
af landhelgisbrjótunum”.
Samningaumleitanir við Breta
stóðu fram á siðasta dag. 30.
ágústátti Hermann Jónasson, þá-
verandi forsætisráðherra siðasta
fund með brezka sendiherranum
hér á landi, en sá fundur bar eng-
an árangur. Og daginn áður, þann
31. ágúst, var haldinn fundur i
Washington með fulltrúa Dulles
utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, brezka sendiherranum i
Washington og Thor Thors, þá-
verandi sendiherra Islands i
Washington. Reyndi Bandarikja-
maöurinn að bera klæði á vopnin,
en án árangurs. Mun siðasta til-
laga hans hafa verið samhljóða
fyrri tillögumum að landhelgin
skyldi fyrst um sinn miðast við
sex milur, en Bretar fá vissar
undanþágur til veiða innan 12
milna að þessari sex milna land-
helgi — a.m.k. um hrið.
Vitanlega gat ekkert framhald
orðið á slíkum viðræðum, og 2.
september segir Visir á forsiöu
undir fyrirsögninni: „FAHEYRT
OFBELDI”.
„Snemma i morgun stöðvaði is-
lenzkt varðskip brezkan togara
sem var að veiðum fimm sjómil-
ur fyrir innan landhelgislinuna og
setti sex óvopnaða varðskips-
menn um borð i hann. Togara-
menn gerðu sig liklega til að
varna varðskipsmönnum
uppgöngu á skipið og höfðu bar-
efli og annað útbúnað i þvi skyni.
En er varðskipsmenn létu það
ekki á sig fá, sýndu togaramenn
ekki frekari mótþróa.
Siðan kom brezka herskipið
Eastbourne á vettvang og eftir
allmikið þóf setti það sjóliða um
borð i togarann og tóku þeir is-
lenzku varðskipsmennina burt
með valdi og fóru með þá yfir i
herskipið, en skipherrann á is-
lenzka varðskipinu hafði mót-
Sá frægi landhelgisbrjútur, Grimsby-togarinn Brandur kemur til
Rey kjavikur.
mælt aðgerðunum og neitað að
taka viö varðskipsmönnunum
aftur um borð. Á meðan á þessu
stóð hafði brezka togarann rekið
aðeins inn fyrir gömlu fjögurra
milna landhelgislinuna.
Samtimis þessu reyndi annað
islenzkt varðskip að setja menn
um borð i annan brezkan togara
en varðskipsmönnum var þar
mætt með járnstöngum, barefl-
um, öxum og vatnsslöngum og
hurfu þeir frá.
Atburðir þessir gerðust út af
Norðfjarðarflóa fyrir Austur
landi”.
,,íslendingar láta aðeins
undan vopnavaldi”
2. september skýrði Visir einnig
frá fleiri ofbeldisaðgerðum Breta
undan Austfjörðum. Sagði blaðið
m.a.: „Nokkrum stundum eftir
hirtingu i morgun kom islenzkt
varðskip að brezkum togara inn-
an landhelgi. Þetta var Northern
Foam, sem er i eigu sama félags
og Northern Sky, sem tekið var
um iniðjan mánuð og sýndi mót-
þrúa...
Komiö var að togaranum um
klukkan niu, og voru skipverjar
af varðskipinu sendir um borð i
hann, þegar að honum var komið.
Reyndist skipið vera þrjár milur
innan nýju landhelginnar, eða um
niu milur út af Dalatanga.
Skipstjórinn á brezka togaran-
um kallaði þegar á brezkt her-
skip, sem verið hefur undan Aust-
fjörðum að undanförnu, og kom
þaö á vettvang eins fljótt og við
var komið. — Þegar brezka her-
skipið kom á vettvang, mun skip-
stjóri þess hafa mótmælt þvi að
islenzka varðskipið skipti sér af
togaranum, þar sem hann væri að
löglegum veiðum á hafi úti, en til
áherzlu sendi hann sjóliöa um
borð i togarann, til þess að vernda
skipverja á honum fyrir íslend
ingum.
Annað islenzkt varðskip mun
hafa veriö i grenndinni og mun
það einnig hafa komið á vett-
vang...Varðskipsmennirnir is-
lenzku eru að sjálfsögðu óvopnað-
........ iisi
n f '"sla "II fram á ósigur Breta
*'las,,orn ath“9ar færeyjalandhelgi
«!. Irou miJ,
‘“SuritaoUu
n'ður, segir
'ronsk frcttastoía
■>...uj4r. ......
' 1>.„. ..............................
Varðskip tekur hrezkani togara í
helgj - brezkum sjotöum tetit
»X lalta
ir og geta þeir vitanlega ekki rönd
við reist, ef Bretar gripa til vopna
sinna, en það er eðlileg ósk allra,
að til slikra örþrifaráöa veröi
ekki gripið....”
Ráðizt að brezka sendi-
ráðinu
Eins og ævinlega þegar land-
helgin er annars vegar, stóðu ís-
lendingar sem einn maður saman
gegn framferði Breta innan 12
milna landhelginnar. Þegar ljóst
var, fyrstu daga septembermán-
aðar 1958, að Bretar myndu ætla
að verja togara sina með kjafti og
klóm, þar sem þeir toguðu innan
12 milna linunnar, brauzt út reiði-
alda um allt Island.
Mótmæli voru send úr öllum
landshornum til brezka sendi-
ráðsins i Reykjavik, og hundruð
reykviskra unglinga, réðust að
brezka sendiráðinu við Laufás-
veg.
Brotnar voru rúður i húsinu og
reyksprengja sprengd við þaö.
Meiðsli urðu ekki á mönnum, en á
heimili sendiherrans, Andrews
Gilchrist, voru þegar þessar
ósepktir urðu, staddir nokkrir
brezkir blaðamenn.
Bárust þvi fregnir af þessu upp-
hlaupi viða um heim, og voru
blöðin i Reykjavik á þvi, að þess-
ar óspektir unglinganna hefðu
ekki orðið málstað okkar til fram-
dráttar. Visir sagði með feitu letri
á forsiðu 3. september:
„Framferði og ofbeldisverk
brezku rikisstjórnarinnar og
brezkra togarasjómanna innan
landhelgismarka íslands hafa
vakið óhemju gremju hjá alþjóð.
Hefur hin ósvifna valdbeiting
Breta gegn litilli og vonlausri
þjóð vakið sársaukafulla og bitra
reiði tslendinga gagnvart þjóð,
sem við töldum til þessa vini vora
og bandalagsþjóð”.
4. september skýrði Visir svo
frá þvi, að litlar likur væru á að
Bretar myndu til lengdar ætla sér
að veiða innan 12 milna landhelg-
innar undir vernd herskipa.
Þáverandi formaður félags
brezkra togaraeigenda sagði i
Grimsby þann dag, að alls væru
42 brezkir togarar á þremur
veiöisvæðum við tsland og undir
herskipavernd. Sagði formaður-
inn, Sir Farndale Philips, að
afli togaranna væri mjög litill og
sagðist hann ekki búast við að
togararnir yrðu á þessum svæð-
um lengur en þrjá daga. Sagði Sir
Farndale að togaraeigendur
æsktu varanlegrar lausnar, og
stakk upp á sex milna landhelgi
við Island, og yrði sú útfærsla að
vera endanleg.
Þorskastrið númer tvö
En þorskastriðinu við tsland
lauk ekki á þessu sviptingasama
hausti, 1958. tslendingar þurftu aö
leggja sig alla fram og beita ekki
aðeins þrjózku og þrautseigju i
viðureign við brezka togara og
herskip. Deilunni lauk ekki fyrr
en tveimum árum siðar, þegar
loks var gengið að samningaborði
við Breta.
Og enn rennur brátt upp 1.
september og ný lándhelgislfka.
Að þessu sinni miðum við hana
við 50 milur (og þykir sumum
ekki of mikið) og ætlum okkur að
standa við þessa útfærslu, fastar
en fótunum.
Hvort Bretar senda á okkur
herskip sin að þessu sinni, er enn
ekki vist — hins vegar munu þeir
eflaust ætla sér að fiska innan 50
milnanna eins og hingað til.
Vinna áfram að útrýmingu þorsk-
stofnsins hér við land.
Það verður hins vegar forvitni-
legt að sjá, hvort þeir vopna tog-
arasjómenn sina bareflum og etja
þeim gegn varðskipsmönnum is-
lenzkum, þegar leitað verður
uppgöngu á landhelgisbrjótana.
Næstu daga verður frekar skýrt
frá viöureign islenzku varöskipa-
krilanna við skip hennar hátign-
ar i islenzkri landhelgi. — GG