Vísir - 23.08.1972, Side 16
VÍSffi
Miövikudagur 23. ágúst 1972
Bernhöftstorfan:
Nýtt hús
eða friðun
— borgarróð svarar
forsœtisróðuneyti
Borgarráö hefur nú fjallaö um
tiiboö rikisstjórnarinnar um aö
gefa Arbæjarsafni tvö hús úr
Bernhöftstorfunni og sent forsæt-
isráöuncytinu svohljóöandi bréf.
„Borgarráð er þeirrar skoðun-
ar, að þar sem hér sé um að ræða
mjög viðkvæman stað i hjarta
borgarinnar, þurfi við skipulagn-
ingu og hugsanlega byggingu á
þessum byggingarreit mjög að
vanda til alls undirbúnings og
sérstaklega að taka tillit til um-
hverfisins, einkum Stjórnarráðs-
hússins og húss Menntaskólans i
Reykjavik, sem eru sitt til hvorr-
ar handar við umrædda lóð rikis-
ins. Sumir draga i efa að unnt sé
að teikna á þessari lóð byggingu,
sem geti fallið vel inn i þetta um-
hverfi án þess að rjúfa heildar-
myndina, en aðrir telja, að arki-
tektar eigi að geta leyst þetta
verkefni og teiknað á lóðinni til-
tölulega lága byggingu, sem taki
mið af næsta umhverfi. Er spurn-
ing hvort ekki væri rétt að hafa
um þetta verkefni almenna sam-
keppni meðal arkitekta. Þá ber
og að hafa i huga, að sterkar
raddir, sem eiga sér fylgjendur i
borgarráði og borgarstjórn, eru
uppi um það, að nú þegar eigi að
lýsa yfir friðun þessara húsa.
Með tilliti til þess, sem að fram-
an greinir telur borgarráð, aö á
meðan ekki hafi verið sýnd og
samþykkt teikning af nýju Stjórn-
arráðshúsi, sem uppfylli þau skil-
yrði að falla vel að umhverfinu og
að vera innan hóflegra stærðar-
marka, sé ekki unnt að taka
ákvörðun um það nú að rifa svo-
nefnda Bernhöftstorfu og flytja
tvö hús hennar i Arbæjarsafn. Ef
sú yröi hinsvegar niðurstaðan, að
þarna yrði samþykkt og byggt
nýtt Stjórnarráðshús myndi borg-
arráð þiggja og þakka umrædd
tvö hús sem gjöf til Arbæjarsafns
með þeim kjörum, sem fram
koma i bréfi forsætisráðuneytis-
ins.
Borgarráð leggur jafnframt
áherzlu á, að á meðan húsin
standa, séu þau ekki til óprýði i
borginni eins og óneitanlega hef-
ur verið undanfarin ár.”
—SB-
BREZKIR í
SUMARLEYFI
— engar samninga
viðrœður um landhelgi
ó meðan
Koma sumarleyfi i Bretlandi i
veg fyrir, að reynt sé að finna
lausn á landhelgisdeilunni, áður
en erfitt og kannski illleysanlegt
þorskastrið skellur á? Þetta kann
að þykja fáranlegt, en mun þó
ekki alveg út i hött. Ekkert hefur
enn heyrzt i Bretum eftir að is-
lenzka rikisstjórnin bauð fram
verulegar tilslakanir um fyrri
helgi.
Það er næstum ómögulegt að fá
nokkrar ákvarðanir teknar á
Bretlandi i ágúst vegna sumar-
leyfa, sagði talsmaður utanrikis-
ráðuneytisins i morgun, þegar
Visir spurðist fyrir um það, hvort
Bretar hefðu i einhverju svarað
tilslökunarboði Islendinga.
Nú er aðeins vika til stefnu, þar
til landhelgin verður færð út og
má þvi telja hæpið, að samkomu-
lag náist við Breta fyrir þann
tima, jafnvel þó að ráðamenn
væru nú komnir úr sumarleyfum
sinum. _vj
Yfirlœknir svœfingardeildar
Landspítalans til Kína að
lœra nólarstunguaðferðina
Ég dreg enga dul á, að
ég hef rætt um þetta við
aðila í heilbrigðisráðu-
neytinu og ég hyggst
skrifa ráðuneytinu bréf og
fara fram á að fá að læra
deyfingar með nálar-
stunguaðferð í Kína"
sagði svæfinga- og deyf-
ingay firlæknir Land-
spítalans, Valtýr Bjarna-
son í viðtali við blaöið.
Það kom fram i frétt blaðsins
i gær, að nokkrir læknar hafa
leitað til Kinverska sendiráðs-
ins i Reykjavik með ferð til Kina
i huga til þess að kynna sér
þessa fornu lækningaraðferð.
Einnig hafa nokkrir sjúklingar
leitað fyrirgreiðslu, en þeir hafa
hug á að leita lækninga i Kina á
þennan hátt.
Blaðið hafði sambandi við
Tryggingayf irlækni, Stefán
Guðnason, og sagði hann að
engin beiðni um greiðslu úr
tryggingum vegna slikrar ferð-
ar sjúklings, hefði borizt. Kvað-
st hann persónulega telja full-
vist, að slik beiðni fengi synjun.
,,Til þess að tryggingarnar
taki slika beiðni gilda, þarf að
liggja fyrir mjög ýtarleg
skýrsla læknis, sem ótvirætt
bendir til þess, að lækning er-
lendis sé nauðsynleg. Við hér á
Vesturlöndum teljum yfirleitt
ekki að til sé skynsamlegt sam-
band á milii þessara lækninga-
aðferða og almennra viður-
kenndra læknavisinda. Ég tel
þvi ótrúlegt að læknar hér geti
að svo stöddu fært rök fyrir þvi,
að slik ferð sé sjúklingi nauð-
synieg og óhjákvæmileg,” sagði
Stefán ennfremur.
Blaðið hafði einnig sambandi
við Pál Sigurðsson, deildar-
stjóra i heilbrigðisráðuneytinu
og sagði hann að hann teldi sig
ekki geta fullyrt um hverja af-
greiðslu slik beiðni frá sjúklingi
fengi. Færi það allt eftir þeim
gögnum, sem læknir legði fram
með beiðninni, en ekki væri
nauðsynlegt að læknir þekkti
lækningaraðferð þá, sem sjúkl-
ingur ætti að gangast undir er-
lendis, af eigin raun.
,,En hann þyrfti að hafa aflaö
allra upplýsinga um hana og
geta lagt fram læknisfræðileg
gögn máli sinu til staðfest-
ingar,” sagði Páll.
Valtýr Bjarnason yfirlæknir
sagði blaðinu ennfremur að
hann myndi ekki ráðleggja
sjúklingum að fara utan til
slikrar lækningar að svo stöddu.
En hann kvaðst telja vist að ein-
hver fótur væri fyrir fregnum
um áhrifamátt þessara fornu
aðferða. „Sumir álita að hér sé
aðeins um dáleiðslu að ræða, og
jafnvel þótt svo væri, teldi ég
það mjög merkilegt. Eftir þvi
sem ég hef séð þessar stungur á
kvikmynd, virðast nálarnar
vera settar i samband við ein-
hverja vél, sem hreyfir þær, og
gæti það bent til þess að þarna
séum einhver rafmagnsáhrif að
ræða. Við vitum að þaö er hægt
að svæfa fólk og deyfa með raf-
magnsstraumi og þarna gæti
verið samband á milli. Ég tel
ótvirætt að þarna sé um ein-
hverja raunhæfa aðferð að ræða
og mun leita fyrirgreiðslu um
ferð til Kina tií þess að kynna
mér þetta, bæði hér hjá heil-
brigðisyfirvöldum og hjá Kin-
verska sendiráðinu” sagði Val-
týr ennfremur.
Samkvæmt erlendum blaða-
fregnum streyma nú ferðamenn
og visindamenn ti) Kina til þess
að sannreyna áhrifamátt nála-
stungulækninganna. Auk þess
sem þær gera fólki kleift að vera
vakandi við uppskurði án þess
að finna nokkuð til, hafa þær
reynzt lækna ótrúlegustu sjúk
dóma, allt frá botnlangabólgu
til lömunar, sykursýki og
migrene. Margir læknar og
visindamenn voru i föruneyti
með Nixon til Kina og kynntu
sér þessar lækningar og hafa
greinar birzt um allan heim,
sem bera lof á lækningarnar.
Meira að segja heyrnarlaus og
mállaus börn i Kina hafa lækn-
azt með þessari aðferð, sam-
kvæmt blaðafregnum. —ÞS
heitir kvikmyndin, sem nú er verið að gera
um Reyni Leósson
Guðfinnur Sigurðsson U.v.) og Guðmundur Sigurðsson (t.h.) lög-
regluþjónar vcfja Reyni keðjunt og járnum eins og lundabagga. Al-
bert Albertsson. aðst. yfirlögr. þj.. gengur frá handjárnum bak viö
Reyni. —Ljósmvnd Magnús Gislason.
Unnið hefur verið undan-
farnar vikur að gerð kvik-
myndar um aflraunir
Reynis Leóssonar i Innri-
N jarðvik sem vakið hefur á
sér athygli fyrir krafta, og
hina furðulegu leikni við
að losa sig úr traustustu
böndum, handjárnum og
hlekkjum.
„Við eigum eftir að taka eitt
stærsta atriði myndarinnar, þar
sem ég verð járnaður með þrenn-
um handjárnum og þrennum fót-
járnum, og reifaður i keðjur, en
siðan læstur inn i traustasta
fangaklefa lögreglunnar. En úr
þessu öllu ætla ég að losa mig, og
einnig út úr klefanum,” sagði
Reynir i samtali við Visi.
Reynir var ásamt Vilhjálmi
Knudsen kvikmyndatökumanni
að kanna aðstæður i fanga-
geymslu lögreglunnar á Kefla-
vikurflugvelli, en orð fer af þvi,
að þar séu fangaklefar hvað
traustastir.
„Það ku vera traustustu fanga-
klefar hérlendis, algerlega mann-
heldir, og þvi vildi ég spreyta mig
á þeim. Ég er búinn að sækja um
leyfi hjá yfirvöldum um að fá að
nota einn klefanrt, og bið bara eft-
ir svari,” sagði Reynir.
„Aðalatriði myndarinnar verða
flest tekin i september n.k., en við
byrjuðum á þessu i april,” sagði
Vilhjálmur Knudsen. Hann sagð-
ist vera búinn að taka um 3000 fet
af filmum. Myndin hefur þegar
Verðir í Höllinni að nœturlagi?
Geller snjall skókmaður, lélegur rithöfundur segir Cramer
Schmid yfirdómari tjáöi blaö-
inu í morgun, að ef til vili væri
ástæða til að hafa verið i Höll-
inni á nóttunni vegna ásakana
Sovétmanna um, að Banda-
rikjamenn séu i Höilinni, þegar
ekki er teflt, jafnvel að nætur-
lagi.
Guðjón Stefánsson fram-
kvæmdastjóri einvigisins segir,
að fundur hafi ekki verið ákveð-
inn fyrir biöskákina i dag, en
ásakanir Gellers verði teknar
fyrir fljótlega.
Páil Theódórsson eðlis-
fræðingur, sem er manna
kunnugastur visindalegum
framförum, sagði I morgun, aö
liann vissi ekki um neina tækni,
scm mættibeita með þeim hætti
að trufla hugarstarfsemi skák-
meistaranna við þessi skiiyrði.
Fred Cramer Ijóstæknifræðing-
ur. fulltrúi Fischers tjáði Visi
það þegar blaðið hafði samband
viðhann i morgun að vissulega
væri Geller snjall skákmaður en
sem rithöfundur væri hann ekki
i fremstu röö.
Hann kvað ásakanir Gellers
mjög alvarlegar en „við mun-
um ekkert gera f málinu fyrr en
næsta skák veröur tefld”, sagði
hann. „Ef það er svona „hættu-
legt” að tefla i Höllinni, eyð-
umst við til þess að tefla i lokuðu
herbergi, sagði Cramer i iokin.
GF/HH
hlotið titilinn „Sterkasti maður i
heimi” — „þvi að það sýnist okkur
alls ekki of sagt, af þeim upp-
lýsingum, sem við höfum viðað að
okkur um aflraunámenn og
kraftakarla erlendis,” sagði Vil-
hjálmur.
Vilhjálmur vinnur að töku
myndarinnar fyrir Reyni, sem
þegar er búinn að setja myndina
á sölulista erlendis. Gert er ráð
fyrir, að myndin verði kynningar-
hæf i nóvember n.k., og byrjað
verður á þvi að sýna hana i kvik-
myndahúsum um land allt i byrj-
un næsta árs. —GP
Þrenn handjárn og þrenn fót-
járn, og svo 3/16 tommu stál-
keöja, auk svo 10 mm járn-
keöju...og úr þessu öllu ætlar
Reynir svo að losa sig. Auk þess
ætlar hann að brjótast úr harð-
iæstum fangaklefa, þeim
rammbyggilegasta hérlendis.
STERKASTI
MAÐUR í HEIMI