Vísir - 26.08.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 26.08.1972, Blaðsíða 8
íslenzka handknatt- leiksliðið í MOnchen! Gunnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri, er 25 ára gamall. Hann er fyrirliöi islenzka landsliösins i handknatt- leik. Hann hefur leikið 26 landsleiki og skorað 34 mörk i þeim. Hjalti Einarsson, slökkvi- 1 liðsmaður, er 33 ára gamall. Hann hefur 63 landsleiki i handknattleik að baki, sem mark- vörður. Birgir Finnbogason, kennari, er 24 ára gamall. Hann er markvörður og hefur leiki 28 landsleiki. Ólafur Benediktsson, nemi, er 19 ára gamall, og leikur i marki. Hann hefur 11 landsleiki að baki. Viðar Simonarson, 27 ára gamall, iþróttakennari. Hann hefur leikið 41 landsleik og skorað 68 mörk i þeim. Stefán Jónsson, 27 ára gamall. Hann er trésmiður að iðn, hefur leikið 42 landsleiki og skorað 36 mörk i þeim. Gisli Blöndal, 24 ára gamall, rafvirki að iðn. Hann hefur leikið 20 landsleiki og skorað 45 mörk i þeim. Björgvin Björgvinsson, lögregluþjónn, er 23 ára gamall. Hann hefur leikið 36 landsleiki og skorað 41 mark. Sigurbergur Sigsteinsson, iþróttakennari, er 24 ára gamall. Hann hefur leikið 51 landsleik og skorað 46 mörk i þeim. ólafur H. Jónsson, nemi er 22 ára gamall. Hann hefur leikið 46 landsleiki og skorað 94 mörk i þeim. Stefán Gunnarsson, múrari, er 20 ára gamall. Hann hefur leikið 18 landsleiki og skorað 8 mörk i þeim. Geir Hallsteinsson, iþróttakennari, er 26 ára gamall. Hann hefur leikið 64 landsleiki og skorað 322 mörk i þeim. Axel Axelsson, lögreglu- þjónn, er 20 ára gamall. Hann hefur leikið 11 landsleiki og skorað 30 mörk i þeim. Sigurður Einarsson, skrifstofumaður, er 29 ára gamall. Hann hefur leikið 47 landsleiki og skorað 61 mark í þeim. Agúst ögmundsson, skrifstofumaður, er 25 ára gamall. Hann hefur leikið 24 landsleiki og skorað 15 mörk i þeim. Jón H. Magnússon, nemi er 23 ára gamall. Hann hefur leikið 40 landsleiki og hefur skorað 120 mörk i þeim. Dagskrá handknattleikskeppninnar Handknattleikskeppni Olympiuleikanna hefst 30. ágúst meö fjórum leikjumog einn þeirra er leikur Austur-Þýzka- lands og Islands í Augsburg. Dagskrá keppninnar er þannig: (islenzkur tími) 30. ágúst A-riöill, Ulm kl. 18.00 Danmörk—Sovét Kl. 19.15 Pólland-^Sviþjóð B-riðill, Augsburg Kl. 18.00 A-Þýzkaland—Island Kl. 19.15 Tékkóslóvakia—Túnis C-riðill, Boeblingen Kl. 18.00 Rúmenia—Noregur Kl. 19.15 V-Þýzkaland—Spánn D-riðill, Goeppingen. Kl. 18.00 Júgóslavia— Japan KI. 19.15 Ungverjaland—USA 1. september A-riðill, Goeppinger Kl. 18.00 Danmörk—Pólland Kl. 19.15 Sviþjóð—Sovét B-riðill, Ulm Kl. 18.00 A-Þýzkaland—Túnis Kl. 19.15 Tékkóslóvakia—Island C-riðill, Augsburg Kl. 18.00 Rúmenia—Spánn Kl. 19.15 V-Þýzkaland—Noregur D-riöill Boeblingen Kl. 18.00 Júgóslavia—USA Kl. 19.15 Ungverjaland—Japan 3. september A-riðill, Boeblingen Kl. 19.00 Danmörk—Sviþjóð Kl. 20.15 Sovét—Pólland B-riðill, Goeppingen Kl. 19.00 A-Þýakal.—Tékkóslóv. þýzkaland—Tékkósló-. Kl. 20.15 Island—Túnis C-riðill, Mtínchen Kl. 19.00 Rúmenia—V-þýzkaland Kl. 20.15 Noregur—Spánn D-riðill, Augsburg Kl. 19.00 Júgósl,—Úngverjal. Kl. 20.15 Japan—Bandarikin Tvær þjóðir úr hverjum riðli komast i úrslitakeppnina um átta efstu sætin. 5. og 7. septem- ber leika lið saman sem urðu nr. eitt og tvö i hinum mismunandi riðlum. 6. og 8. september verður leikið um 9. til 16. sæti og þar mætast liðin, sem urðu nr. 3 og 4. i riðlunum. 9. september lýkur keppninni með leik um efsta sætið og að auki um sætin frá þrjú til átta. Heil umferð! Fjórir leikir i 1. deild I knatt- spyrnunni verða háðir um og eftir helgina —og gætu úrslit þar mjög ráðist. A laugardaginn er einn leikur. Þá leika Breiðablik og Vest- mannaeyjar á Melavellinum og hefst hann kl. fjögur. A sunnudag eru tveir leikir. A Laugardalsvelli leika Fram og Vikingur, en suður i Keflavik leika fslendsmeistarar IBK gegn Akurnesingum. A mánudag verður einn leikur á Laugardalsvelli. Þar leika KR og Valur. t 2. deild verða tveir leikir á laugardag. Haukar-Selfoss leika i Hafnarfirði, og Akureyri- Völsungur á Akureyri. Þá veröur einn leikur 1 aðalkeppni Bikar- keppni KSf vestur á tsafirði — ÍBt — FH. r.,.V.,.W.W.V.V1V,%%WA%VASVW.%%,A Enskt sölumet Ensku meistararnir, Derby County, skákuðu öðrum iiðum á fimmtudag, þegar þeir tryggöu sér David Nisht frá Leicester fyrir 225 þúsund sterlingspund, sem er nýtt sölumet fyrir leik- mann á Bretlandseyjum — fimm þúsund pundum meira en Arsenal greiddi Everton fyrir Alan Ball. Nish er 23ja ára og hefur ieikið 10 landsleiki með enska landsliðinu, leikmenn 24ja ára og yngri. Einnig hefur hann verið valinn i hóp A-landsliðs- manna, en orðið að verma varamannabekki. Hann var fyrirliði Leicester, þegar liðið lék til úrsiita i bikarkeppninni við Manch.City 1969 — aðeins 21 árs og yngsti fyrirliði 1 úrsiita- leik Bikarkeppninnar. Nish getur leikið hvort sem er bak- vörð eða framvörð. Það kom talsvert á óvart, að hann var seidur til Derby — almennt var talið, að Manch.Utd. hefði tryggt sér leikmanninn. Killanin lávaröur (til vinstri), sem kjörinn var forseti Alþjóða-Olympfunefndarinnar sést hér ásamt Avery Brundage, sem lét af störfum eftir 21 ár sem forseti og hann var kjörinn heiðursfo'rseti til ævi- loka. Brundage er 84ra ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.