Vísir - 26.08.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 26.08.1972, Blaðsíða 16
Laugardagur 26. ágúst 1972 Valt niður 60 m bratta Nýklassaður með splunku- nýrri vél valt þessi oliubíll 60 metra niður flugbrattan halla og niður I fjöru, og eins og myndin ber með sér, er hann gjörónýtur. I bflnum voru tveir menn á leið með fullfermi af hráoliu, þegar þeir mættu þarna á veg- inum skammt utan við Suður- eyri I Súgandafirði, öðrum bil og viku út I kantinn. Gn það þoldi nýi vcgurinn ekki, þvi að kanturinn lét undan með þess- um afleiðingum. Báðir mennirnir voru fluttir slasaðir á sjúkrahúsið á tsa- firöi, en voru þó ekki házka- lega meiddir, ogþótti það meö ólikindum vel sloppiö. — GP VÍSIR Fischer og Spasskí: Skattaðir eða ekki? „Nu,Geller' det at holde kœft" — sagði skattstjóri „Gins og málin standa vil ég ekkert gefa upp um hvort Kischer og Spasski verða skattiagðir eða ekki”, sagði Sigurbjörn Þorbjörnsson rikisskattstjóri þegar Visir innti hann eftir þvi hvort búið væri aö ákveöa hvort teknir yröu skattar af verðlauna- fénu. „Þetta er allt i athugun hjá okkur”, sagði Sigurbjörn. Eins og fram kom i Visi á dög- unum þá eru tekjur erlendra manna hérlendis vitaskuld skattskyldar eins og annarra. En enginn hefur viljað tjá sig, hvorki skattstjörinn i Reykja- vik né fjármálaráðherra, vegna þeirra Spasskis og Fischers „Nu gælder det at holde kæft” sagði skattstjór- inn og sló öllu upp i grin og vitnaði i gamla frelsishetju norska! Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra vildi ekkert um málið segja að sinni. „Við skulum ekki gera þeim erfið- ara fyrir svona meðan á ein- viginu stendur”, sagði Halldór og kvað alls óvist hvort þeir yrðu skaltaðir eða ekki. Það er þvi ekki annað að gera en að biða og sjá hvað setur. Verða þeir Fischer og Spasski skattlagðir hérlendis eða ekki? JÚLÍ METMÁNUÐUR í FLUGINU IVIikil aukning hefur orðið á farþegaflutningi Flugfélags islands á árinu, og þó sérstak- lega í júlimánuöi. Aukningin hefur orðið hlutfallslcga meiri í innanlandsflugi og hafa svonefndar dagsferðir átt sinn þátt i þvi. A næsta ári verður flugferðum yfirleitt fjölgaö á innanlandsleiðum vegna hins vaxandi straums ferðamanna. Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Flugfélag fslands 38.264 farega i millilandafluginu, sem er 6.8% aukning miðað við árið i fyrra. Þessi aukning féll ákaf lega misjafnt á mánuði ársins. Var sáralitil fyrstu mánuðina, eh i júli varð aukningin 21.5%. Á sama tima, fyrstu sjö mánuði ársins, voru 86.590 far- þegar fluttir i innanlandsflugi, sem er 14.8% aukning miðað við sömu mánuði i fyrra. I júli einum nam aukningin 13.3%. Samtals farþegaflutningur F. 1. þessa sjö mánuði i innan- lands- og millilandaflugi voru 124.854 farþegar og heildar- aukning 12.2%. Aukningin innanlands hefur orðið hvað mest milli Akureyrar og Reykjavikur. Mikil aukning hefur einnig orðið i flugi milli Reykjavikur og Hornafjarðar og Reykjavikur og Fagurhóls- mýrar, til Egilsstaða, Isa- fjarðar og Vestmannaeyja Þetta eru ferðamannastaðirnir, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi, sem veitti þessar upplýsingar. Hann sagði, að aukningin væri aðallega fólgin i farþegaflutningi á útlendingum og nú væri svo komið, að meiri- hluti farþega, sem fluttir væru á aðal sumarmánuðunum væru útlendingar. Dagsferðirnar eigi sinn þátt i þessu, en margir útlendinganna sem hafi stutta viðkomu á landinu, sjái sér hag i þvi að heimsækja tvo til þrjá lands- fjórðunga i dagsferðunum. Þessi aukning ferðamanna muni hafa það i för með sér, að ferðum verði fjölgað á innan- landsleiðunum flest öllum næsta ár og sé gert ráð fyrir ferð i Djúpið i sambandi við Isa- fjarðaflug á næsta ári. 1 sumar var yfirleitt farið fjórar ferðir á dag til Akureyrar og var sérstaklega bókað i morgun- og kvöldferðirnar. Meirihluti farþeganna fer i Mývatnssveitina. Grænlandsflugið hefur gengið all vel i sumar þótt veður væri slæmt i Vestur-Grænlandi i júli- mánuði og erfitt um flug til Islendingabyggða hinna fornu. Ný þyrla Landhelgis- gœzlunnar: í sjúkraflutninga og smalamennsku Landhelgisgæzlan hefur fengið þarfan þjón til sinna nota. Er það þyrla af Shikorsky gerð, og getur hún flutt 10 manns i sætum, eða sex i sjúkrabörum. Er þessi nýi farkostur einkar vel búinn til björgunarstarfa. Fylgir henni spil, sem getur hift upp allt að 600 punda þunga, eða tvo mjög þunga menn. Þessi nýja þyrla sem hefur hlotið einkennisstafina TF- GNA, hefur fjögurra tima flug- þol miðað við 90 milna hraða, en hámarkshraði sem vélin nær er 105 milur. Er hún knúin þotu- hreyfli og sögðu þeir Landhelg- isgæzlumenn, sem sýndu frétta- mönnum þyrluna i gærdag, að flughæfni þyrlunnar væri mjög mikil, hana skipti t.d. litlu hver vindhraðinn væri, og væri hún af þeim sökum mjög hæf til að gegna gæzlustörfum fyrir Land- helgisgæzluna, þ.e. þegar búið verður að setja i hana radar. Nýja þyrlan getur svo lent á þremur varðskipanna, ,,en það er ekki ætlunin að hún verði mikið á skipunum. Hún verður notuð meira sem sjálfstætt tæki, enda fylgir henni þriggja manna áhöfn”, sagði Ólafur Valur Sigurðsson, einn úr áhöfn þvrlunnar. „Vélin er einnig þannig búin, að hún getur lent á sjó. Skrokkur þyrlunnar virkar þá sem flotholt, en einnig eru viðbótar flotholt utan á henni”. Sagði Ólafur Valur, að þyrlan myndi sennilega koma Land- helgisgæzlunni að hvað drýgst- um notum i þeirri starfsemi sem flokkast undir aðstoð við dreifbýlið, ,,en það er raunar æði margt”, sagði Ólafur, „allt frá sjúkraflutningum upp i fjár- leitir fyrir bændur”. En sennilega mun bændum ganga erfiðlega að fá þessa nýju þyrlu léða til aö fara i eftirleit þvi hún er dýr i rekstri. Smá von um sólskin Skyldi nokkur hér I höfuð- borginni og núgrenni búast við sólskini á næstunni. Þeir eru sennilega fáir, enda virðist Htil von til þcss að nokkuð sjáist til sólar á næstunni. En þó — við iögðum þessa spurningu fyrir veðurfræðinga Veðurstofunnar, og þeir svöruðu ekki með blá- köldi nei-i.- En þeir tóku það eindregið fram að engu yrði lofað.Eins og er, er svolitið lát á lægðargangi, sem hefur verið mjög þrálátur að undanförnu, en það getur þó verið að þessi lægðargangur taki sig upp aftur. Þess væri óskandi, en spáin fyrir helgina er svipuð og verið hefurað undanförnu. Suðvestan átt og skúrir vestanlands. Heldur kalt, hiti um 6 stig yfir nóttina en 9-10 stig á daginn. A Austurlandi er hins vegar spáð dálitlu sólskini á laugar- dag og sunnudag, en fremur er þar svalt. — — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.