Vísir - 04.09.1972, Blaðsíða 6
6
Y'ÍSIR. Mánudagur 4. september 1972.
SKUGGAHVERFIN
Og í Leicester og Birmingham
segja þeir sem svo, að trygginga-
kerfið sé að bresta og þoli ekki
meira. Ekki þoli borgirnar, að
fleiri aðkomandi fari á sveit þar.
Nær hver Breti vill þvi ekki af
Asiumönnunum frá Úganda vita.
Hó fengust 51 prósent til að sam-
þykja komu þeirra í skoðana-
könnuninni, ef enginn annar inn-
flutningur fólks yrði leyfður,Y'æru
varla verri en aðrir, svo að við
slikt mætti una, sögðu menn.
Vald frá hinum æðsta
Amin Úgandavaldhafi er
haldinn versta kvilla manns,
telur sig fulltrúa guðs. Aldrei
verður maðurinn íllskeyttari en
þegar hann telur sig hafa vald úr
hendi hins æðsta. Gott er að hafa
vald úr hendi forstjórans. Yndi er
að vera eftirlæti skólastjórans, en
hvað er það hjá valdi frá sjálfum
guði. i þvi valdi skemmtir Amin
sér við að reka tugi þúsunda úr
landi i kynþáttahatri sinu. I þvi
umboði nýtur hann þess að gera
eignir þessa fólks upptækar og
skattleggja þaö að skilnaði og
hafna boði um. að fólkið verði
sótt i flugvélum. Nei. það skal
fara með flugfélagi Úganda og
greiða fyrir.
Vandinn er mikill þótt
rétt sé. er Alec Douglas Home
segir. að lif fólks þessa kunni áð
vera komið undir þvi að þvi verði
holað niður i skuggahverfum
brezkra borga. Slikt er hlutskipti
þess.
IÐA DAUÐINN
Sá tiltölulega lámenni l'lokkur, sem telur sig hafa
stundarhagsmuni af ofveiðinni við island, heldur
last fram sinu máli. Málflutningur þessa hóps
hefur að sjálfsögðu einnig náð eyrum og augum
almennings. Vafalaust hefur hann slegið einhverja
strengi, en ástæða er til að álykta að á þessu stigi
hafi sá áróður engan veginn blindað fólkið. Þvert á
móti bera skrif brezkra blaða að undanförnu þess
skýr merki, að brezka stjórnin hefur ekki ákafan
stuðning i afstöðu sinni til útfærslunnar.
Jafnvel daginn eftir úrskurð Haagdómstólsins
var þungamiöja i skrifum brezku blaðanna, að
málið hefði ekki leystst með úrskurðinum og leggja
bæri áherzlu á samninga og forðast nýtt þorska-
strið. Fjölmörg blöðin bentu á, að Bretar geta ekki
gert sér vonir um sigur i þorskastriði. Þetta hefur
einnig einkennt blaðaskrif siðustu daga.
Þótt brezka stjórnin þegði um tilboð islenzku
rikisstjórnarinnar, var annað hljóð i blöðum. Þau
töldu tilboðið þegar i stað hið merkasta og lofa góðu
um, að komast mætti hjá striði.
Fulltrúar stundarhagsmuna togaramanna hafa
að visu mátt sin miklu meira hjá brezkum stjórn-
völdum en efni hafa staðið til.Þess er samt
vænta, að stjórnin láti þá ekki ýta sér i ófæruna.
Bretar gætu ekkert uppskorið nema smán af nýju
þorskastriði. Almenningsálitið verður að kveða
þann dóm.
Sir Alee — orðið hættulegra að fá sér kvöldgöngu.
Askriitargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Annar landhelgisdómur
Útgeiandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri
Fréttastjóri
Ritstjórnarfulltrúi
yAuglýsingastjóri
Auglýsingar
Afgreiðsla
Ritstjórn
Reykjaprent hl.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánss'on
Jón Birgir Pétursson
Valdimar II. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu :S2. Simar 11660 86611
Hverlisgöt'u :S2. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Til þess er oft vitnað, að Bandarikjamenn hafi
ekki tapað Vietnamstriðinu á eiginlegumvigvöllurr|
heldur heima fyrir. Verði nýtt þorskastrið og reyni
brezka stjórnin að kúga Islendinga með aðferðun-
um frá gamla þorskastriðinu, munu ráðamenn
verða að verja mál sitt fyrir dómstóli almennings.
Bretar hafa i mörg horn að lita, og vandamál
þeirra eru mörg hver miklu stærri en spurningin
um fiskveiðar við ísland. Sjávarútvegur skiptir til-
tölulega litlu máli lyrir efnahag Bretlands.
Almenningur mun spyrja ráðamenn margs, ef þeir
hyggjast sóa fjármunum þjóðarinnar i glæfraspil á
íslandsmiðum.
Dómstóll almennings verður þyngri á metum
fyrir brezku stjórnina en dómstóll i Haag. Þvi er sú'
spurning efst á baugi: Hvað veit almenningur i
Stóra-Bretlandi um landhelgisdeiluna og hvað
finnst honum um málið?
Fkki orkar tvimælis, að almenningur á Bretlandi
hefur ekki fyllzt neinum eldmóði eða bræði i garð
islendinga vegna útfærslunnar. Sennilega hugsar
fólk fyrst og fremst til þess, hvort skortur verði á
fiski og fiskverð muni hækka sökum þessa máls.
Fjölmiðlar hafa gert nokkuð itarlega grein
landhelgismálinu, og sjónarmið íslendinga hafa
komið glöggt fram viðast hvar. Þannig ætti
almenningur á Bretlandi að þekkja staðreyndirnar
um ofveiði Breta við ísland. Almenningi ætti að
vera ljóst, hversu mikið íslendingar eiga undir fisk-
veiðum og i hvilikri hættu afkoma þjóðarinnar er.
Almenningur ætti að vita, að íslendingar hafa lagt
sig fram i tilraunum til sátta og dyrum samninga
hefur ekki verið lokað. Staðreyndir málsins hafa
verið raktar nógu rækilega i brezkum fjölmiðlum til
þess.
Brezkur almenningur er litið
hrifinn af að taka við tugum
þúsunda Asiumanna frá Oganda,
sem hefur verið visað úr landi
þar. Þetta fólk er brezkir rikis-
borgarar frá gamalli tið, en
svertinginn Amin, sem hrifsaði
völdin I Uganda i fyrra, vill ekki
hafa fólk þetta i landinu. Brezka
stjórnin hefur talið óhjákvæmi-
legt að taka við fólkinu enda ekki
séð, að það geti annað farið. 94 af
hundraði Breta vill hins vegar
ekki við þvi taka.
Þessi úrslit voru tilkynnt rétt
eftir að utanrikisráðherrann, sir
Alec Douglas Ilome, skirskotaði
til þjóðarinnar að taka við fólkinu
á „skipulegan og mannúðlegan
hátt”.
Louis Harris-stofnunin gerði
könnun á skoðun almennings, og i
ljós kom, að 71 af hundraði var
andvigur þvi, að brezkt þjóðfélag
yrði biandaðra þeldökkum
miinnum en er. Hetta var helzta
orsiik þeirrar skoðunar nær
allrar þjóðarinnar, að úganda-
menn skyldu fara eitthvað annað
en til Bretlands. Amin leiðtogi
Úganda segist hins vegar látasér
á sama standa hvað verði um
hina brottreknu Asiumenn. Guð
hafi sagt sér, að koma þessum
,.vandra‘ðalýð” úr landi, segir
Amin, þótt Asiumennirnir séu
mennlaðri en sverlingjar lands-
ins og það verði augljöslega
vandkvæði fyrir efnahag Úganda,
að þeir fari með skyndingu
Atvinnuleysi og
húsnæöisskortur
iiiiiiiniii
m
Umsjón:
Haukur Helgason
Birmingham óttast, að Asiu-
mennirnir frá Úganda muni setja
sig þar niður, einkum af þvi að
fyrir eru margir þeldökkir i
þessum iðnaðarborgum.
ihaldssömum Bretum er ekki
um sel. þegar kryddlyktin frá
Austurlandamönnunum fyllir vit
in i gamalgrónum hverfum borg
aranna. Mikill fjöldi hefur komið
til Bretlands siðustu ár frá Ind-
landi og Pakistan, gömlum ný-
lendum Bretlands. Mikill fjöldi
hefur komið til „móðurlandsins”
frá nýlendunum gömlu i Vestur-
Indium. Svartir og indverskir
blandast aðkomumönnum úr
öllum áttum.
Kynþáttaóeirðir verða i
vaxandi mæli i Bretlandi, og má
vera. að Bretland taki við sæti
Bandarikjanna á fréttasiðum i
þeim efnum, ef enn kyrrist i
Bandarikjunum. Mannlifið er
orðið annað i brezku borgunum.
Nú berast fréttir um vaxandi
glæpaöld. Sagt. að friður sé úti á
götum að kvöldlagi. Fólk farið að
skelfast eins og borgarbúar i
Bandarikjunum, Eitthvað illt
liggur i loftinu og margir kenna
„útlendingunum” „aðkomu-
mönnunum” þeim „ókunnugu”
um þetta eins og alltaf.
Úgandamálið er eitt aðalrif-
rildismál i Bretlandi og er meðal
ótal mála, sem skaprauna stjórn
Heaths og spilla fylgi hennar með
þjóðinni. Menn halda þvi fram,
og benda til dæmis á mikið at-
vinnuleysi þvi til staðfestingar.
að litla eyjan Bretland sé löngu
orðin offull af fólki. 50 þúsund
Asiumenn bæti gráu ofan á svart.
t Bretlandi er húsnæðisekla
mikil, skortur skóla og sjúkra-
húsa.
55 milljón eyjarskeggjar hafa
stritt við meiri háttar efnahags-
vandræði, svo yfirgnæfandi, að
það er sem dropi i hafið. sem
islendingar angra þá.
Dýrðlegur or Amin.
Einsog holdsveikir
Kynþáttavandamál voru lengi
vel sérmál i Suður-Afriku og
Bandarikjunum. Svo mátti heim-
urinn ætla af fréttum, En nú er
öldin önnur. og kynþáttavanda-
málin setja ógeðfelldan svip á
brezkt borgaralif.
Borgaryfirvöld i tveimur stór-
borgum voru enda ekki sein á sér
að biðja Healh-stjórnina blessaða
að halda þessum aðkomu-
mönnum utan borgarmarka
sinna. eins og þeir vamu holds-
veikir. Yfirvöld i Leicester og
vísm