Vísir


Vísir - 04.09.1972, Qupperneq 11

Vísir - 04.09.1972, Qupperneq 11
VÍSIR. Mánudagur 4. september 1972. , ]] Ljósm. BB Boltinn tekinn frá Erlendi Magnússyni á sföustu stundu og mark KR slapp þá Fram er nu einu stigi frá meistaratitlinum! — Sigraði KR 4-0 í gœr í leik, þar sem KR átti enga möguleika á sigri Þeir voru ekki á þeim buxunum aö gefa neitt eft- ir, Frammarar, þegar þeir unnu KR 4:0 í gær. Leikur- inn fór fram á Melavellin- um og þaö kom strax i Ijós aö hér voru lið á ferðinni, sem ætluðu að selja sig dýrt. Frammarar voru i stöðugri sókn nær allan leikinn, en KR reyndi gegnumbrot eins. og fyrri daginn. Það var eingöngu Magnúsi markverði að þakka að ■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I mörk Fram urðu ekki fleiri. Hann varði oft og tiðum meistaralega og bjargaði KR frá enn stærra tapi. Fram hóf sókn strax i leikbyrj- un og það var bersýnilegt að þeir stefndu ákveðið að sigri. En framlinan var ekki nógu ákveðin gagnvart KR vörninni, sem stóð vel fyrir sinu. Fyrir leikhlé varð útkoman þvi aðeins eitt mark fyr- ir Fram og það var skorað á fremur leiðan hátt. Fram sótti þá stift og voru þegar komnir fast upp að marki. Marteinn fékk bolt- ann eftir góða fyrirgjöf og kýldi hann i netið. Magnús markvörður mótmælti ákaft og hélt þvi fram að Marteinn hefði slegið boltann inn með hendinni. Guðjón Finn- bogason, sem dæmdi þennan leik, tók mótmælin óstinnt upp og end- aði þrátefli hans og Magnúsar með þvi að hinn siðarnefndi fékk að lita á gula spjaldið. Fyrri hálfleikur gekk þannig fyrir sig, að Fram sótti mun meira»en uppskar aðeins þetta eina mark. KR-ingar voru mjög sterkir i vörninni en hins vegar var framlinan máttlaus. Hörður Markan var einna duglegastur við að gera Fram gramt i geði, en gekk nokkuð langt i þeirri við- Þú sigrar með þessari stðng og Nordwig vann — Evrópumeistarinn setti nýtt Olympíumet Gamli meistarinn Wolf- gang Nordwig frá Austur- Þýzkalandi gerði sér litið fyrirá laugardag og sigraði og setti nýtt Olympíumet í stangarstökki 5.50 metra — heilum 10. sm. á undan meistaranum frá 1968 og heimsmethafanum, Bob Seagren. Það er i fyrsta skipti í sögu stangarstökks- ins á Olympíuleikum, að Bandarikjamaður sigrar ekki. Að visu átti Seagren við erfið- leika að etja. Hann mátti ekki nota þær tuttugu stangir, sem hann hafði komiö með frá Banda- rikjunum, þar sem þær höfðu verið of stutt á markaði til þess að þær teldust löglegar i keppninni — og varð þvi að fá stöng lánaða. Keppnin var mikil vonbrigði fyrir Seagren og Sviann Kjell Isaksson, sem mestan svip hafa sett á stangarstökk i sumar — Kjell komst ekki einu sinni yfir 5.00 til að komast i úrslit, en hann er meiddur. Hins vegar naut Nordwig sin vel — hann hafði þegar sigrað á 5.45, en gerði sér svo litið fyrir og sveiflaði sér yfir 5.50 og setti Olympiumet. Úrslit: 1. W.Nordwig, A-t>. 5.50 2. B.Seagren, USA, 5.40 3. J.Johnson, USA, 5.35 4. R.Kuretzky, V-Þ. 5.30 5. B.Simpson, Kan. 5.20 6. V.Ohl. V-Þýzk. 5.20 7. H.Lagerquist, Sviþ. 5.20 8. F. Tracanelli, lt. 5.10 9.1.Jernberg, Sviþ. 5.10 10. V.Buciarski, Póll. 5.00 11. C.Papanikolaou, Gr. 5.00 Árangurinn er mun lakari hjá mörgum vegna bannsins. Meðan á keppninni stóð rétti Seagren stöng sina að Nordwig og sagði. — Hérna, þú vinnur með þessari stöng, ég hefði sigrað með minum. leitni. Var hann ekki með i siðari hálfleik. Mátti vart á milli sjá i fyrri hálfleik hvort liðið væri á toppinum og hvort væri i fall- hættu. Þegar seinni hálfleikur hófst kom strax i ljós baráttuhugur Fram. Baráttan harðnaði mjög og það var ekki fyrr en á 30. min- útu, sem árangurinn kom i ljós. Þá lék Elmar Geirsson varnar- menn KR af sér og skoraði glæsi- legt mark. Staðan 2:0 og slæmt útlit fyrir KR. Og fram óx nú ás- megin. Stöðug sókn, sem hlaut að hafa mark i för með sér. Og það kom að þvi, Hornspyrna á mark KR og Elmar spyrnir vel fyrir markið. Marteinn skallaði óverj- andi i netið. Það er langt liðið á leikinn og áhorfendur búast ekki við fleiri mörkum. En það er ekki öll nótt úti enn. Þegar tvær minútur eru til leiksloka sækja Frammarar ákaft og fátt sýnist geta forðað marki. En Magnús markvörður KR hyggst koma i veg fyrir mark með þvi að bregða Kristni Jör- undssyni innan vitateigs. Þetta var þó skammgóður vermir, sem átti eftir að hefna sin. Guðjón dómari benti umsvifalaust á vita- teigspunktinn og Marteinn skor- aði örugglega. I leikslok var stað- an þvi 4:0 Fram i vil og áttu þeir skilið sigur, en þaö var ekki sann- gjarnt að hann yröi svo stór eins og markatalan gefur til kynna. KR-liðið barðist vel allan timann, en liðið skorti leikreynslu og út- hald. Það verður sennilega góð reynsla fyrir það að vera eitt ár i 2. deild þvi liðið býður uppá unga og friska stráka, sem án nokkurs vafa verða skeinuhættir hvaða liði sem er næsta sumar ef þeir halda sinu striki. Dómari i leiknum var Guðjón Finnbogason og dæmi hann sæmilega meö misheppnaðri að- stoð linuvarða. —SG STAÐAN I 1. DEILD Þrir leikir voru háðir i 1. deild um helgina og urðu úr- slit þessi: Vikingur - Akranes 0-1 Vcstmannaeyj. - Valur 1-1 Fram - KR 4-0 Staðan cr nú þannig: Fram 12 7 5 0 31-16 19 ÍBV 12 6 3 3 33 -21 15 Akranes 13 7 1 5 23-18 15 Kcflavik 12 4 5 3 20-20 13 Brciðabl. 12 4 3 5 12-20 11 Valur 11 3 4 4 19-18 11 KR 13 3 2 8 16-26 8 Vikingur 13 2 2 9 8-22 6 Markahæstu leikmenn nú eru þcssir: Tómas Pálsson, ÍBV 14 Ingi Björn Albertss.,Val, 11 Kylcifur llafsteinss.,ÍA 10 Alli Þór Iléðinsson, KR 8 Stcinar Jóhannsson, ÍBK 8 Teitur Þórðarson, ÍA 8 Erlendur Magnúss., Fram, 7 Kristinn Jörundss., Fram 6 Martcnn Gcisrss.Fram 6 (irn Óskarsson, iBV 6 Alcxandcr Jóhanness. 5 Val 5 Ilörður Ragnarsson, ÍBK 5 STAÐAN í 2. DEILD Þrir leikir voru háðir I 2. dcild og urðu úrslit þcssi. FII- isafjörður :(-o Akureyri - Þróttur 2-1 llaukar - Isafjörður 3-0 Staðan cr nú þannig. Akurcyri 13 11 2 0 48-13 24 Fll 11 8 3 0 29-9 19 Völsungur 12 5 3 4 X TT M 13 Þróttur 10 3 4 3 18-17 9 llaukar 13 4 0 9 18-26 8 Sclfoss 10 3 0 7 17-21 6 Ármann 9 3 1 5 12-21 6 isafjörður 10 0 1 9 5-39 1 Einn leikur var háður i Bikarkeppni KSÍ á laugar- dag. islandsm cista ra r Keflavikur fóru til Neskaup-. staðar og sigruðu Þrótt þar 2-0. STRIGA SKÓR SPORTVORUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klappastig 44 simi 11783 Stærðir 37—4 Verð kr. 338. 1 1$: r B'

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.