Vísir - 06.09.1972, Qupperneq 7
Visir. Miðvikudagur 6. september 1972
7
L
Dauðvona sjúklingur hefur mesta
þörf fyrir að tala um dauðann
Sýnir rannsókn sem gerð var ó 200 dauðvona sjúklingum
Hvernig eru til-
finningar og hugsunar-
háttur þess fólks sem
veit að dauðinn
nálgast? Fyrir hvað
hefur það fólk mesta
þörf? Þessum spurn-
ingum sem svo margir
hafa velt fyrir sér var
svarað i rannsókn,
sem fram fór á 200 al-
varlega sjúkum og
deyjandi sjúklingum á
sjúkrahúsum viðs
vegar i Banda-
rikjunum.
Það var bandariskur
sálfræðingur, Elisa-
beth Kúbler-Ross, sem
gerði slika rannsókn,
og siðar skrifaði hún
urp það bók sem ber
nafnið: On Death and
Dying, sem hefur vakið
gifurlega athygli i
Bandarikjunum og
viðar.
Rannsóknina var erfitt að
framkvæma, þar sem niu af
hverjum tiu læknum voru á móti
þvi að minnzt væri á dauðann
við dauðvona sjúklinga* Starfs-
liðið og læknar umgangast
slikan sjúkling með slikri nær-
gætni og næstum feimni, að
hann finnur það brátt að hann
muni deyja, þó svo að það sé
aldrei minnzt á það.
Rannsóknin sem gerð var
sýnir að sjúklingurinn hefur
ekki nóg samband við fólk, og að
hann er alltof einangraður
innan fjögurra veggja sjúkra-
hússins og undir þeim kringum-
stæðum sem hann er i. Hann
eða hún hafa mikla þörf fyrir
að tala um það ástand sem hann
eða hún er i hverju sinni og hafa
mikla þörf fyrir að tala um
dauðann, en fæstir voga að
setjast við rúmið og tala um
slikt við sjúklinginn.
Elisabeth Kubler segir
ástandið vera mjög alvarlegt,
og hún segir, að þetta sé mál,
sem læknastéttin mætti gjarnan
taka til athugunar. Þegar sjúkl-
ingurinn hefur mesta þörfina
fyrir andlega hjálp, er hann lát-
inn vera einn.
Elisabeth Kiibler fékk eftir
mikil mótmælí og neíkvæð svör
lækna að ganga um á sjúkra-
húsum og hitta deyjandi mann-
eskjur. Skúklingurinn fékk að
vita, að hana langaði til að vita
hvernig þessi tilfinning væri og
fyrir hvað hann hefði mesta
þörf. Undir samræðunum
sjálfum voru prestur og læknir
viðstaddir i herberginu.
Af þeim 200 sjúklingum sem
hún ræddi við, óskaði ekki einn
einasti að vera einn og út af
fyrir sig. Þvert á móti höfðu
þeir allir þörf fyrir að deila til-
finningum og hugsunum sinum
með öðrum, sem þeir hingað til
höfðu ekki gert.
öllum sjúklingunum fannst
það léttir að geta lýst tilfinning-
um sinum og viðhorfi sinu til
dauðans. Þeir töldu lika að þeir
gætu með þessu hjálpað öðrum,
það yrði þá ef til vill ekki jafn
erfitt fyrir aðra að horfast i
augu við dauðann siðar. Enda
fór svo, að samvinna sjúkling-
anna og sálfræðingsins varð
mjög góð. Hún kom til þeirra I
heimsókn, settist á rúmbrikina
hélt stundum i hönd þeirra, tal-
aði róandi og eðlilega til þeirra,
og fram að þvi að erfitt samtal
um dauðann varð þeim auðvelt
og eðlilegt.
A þeim sjúkrahúsum sem
þessi rannsókn var gerð, breytt-
ust siðan viðhorfin til deyjandi
sjúklinga. Hjúkrunarkonum var
kennt að lita við hjá þeim veiku
og rabba við þá örstutta stund á
degi hverjum. Læknarnir hugsa
meira um að hjálpa sjúklingun-
um með ýmis konar andleg
vandræði, og sjúklingarnir
sjálfir eiga um leið léttara meö
að tala um ástandið.
Rannsóknin sýndi, að þeir
sem höfðu átt við mikla sorg að
búa i lifinu, áttu auðvelt með að
sætta sig við dauðann, og einnig
þeir sem höfðu búið við mikla
gleði og ánægju. Þó voru þeir
ókviðnastir og áhyggjulausast-
ir, sem ekki voru i neinum vafa
um að það beið þeirra lif eftir
dauðann.
t bók sinni segir Elisabeth
meðal annars: Það væri hægt að
halda að breyttir timar og stöð-
ugt meiri visindi hefðu kennt
okkur að búa okkur betur undir
og sætt okkur við það
óumflýjanlega. Þess i stað
hræðist fólk dauðann meira nú
en það gerði. Þeir dagar eru
liðnir, þegar fólki var leyft að
deyja i friði og ró á sinu eigin
heimili. Læknar þeirra gömlu
daga reyndu heldur að veita
sjúklingnum skilning.
Það sem helzt veldur þvi að
sjúklingur er óttaslegnari i dag
en áður, er það að hann verður
meira einmana, ómannlegri og
vélrænni i umönnun en áður
var.
— EA
IIMIM
Brúðan sem getur fœtt I
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Brúða þessi sem sést her á með-
fylgjandi mynd var upphaflega
hugsuð til þess að sýna og fræða
börn umþað á sem auðveldastan
hátt hvernig þau fæddust. Með
hverri dúkku sem keypt er,
fylgir bréf þar sem sagt er frá
þvi hvernig slikt gengur fyrir
sig. Brúður þessar hafa vakið
mikla athygli hvarvetna, og þær
eru viða notaðar i skólum og á
barnaleikvöilum og leikskólum i
Sviþjóð.
Hugmyndina að brúðunni átti
sænsk kona, Wanja Djanaieff,
og hún ætlaði hana alltaf til þess
að fræða börnin. Brúða fæðir, og
eins og i lifinu sjálfu er ekki vit-
að fyrirfram hvort hún muni
fæða pilt, stúlku eða þá tvibura.
Einnig hafa verið framleiddar
dúkkursem geta ekki fætt nema
með keisaraskurði, og þá er að-
eins settur rennilás á maga
þeirra.
Eftir fæðinguna minnkar
magi brúðunnar, en það er hægt
að koma brúðu-börnunum fyrir i
maga brúðu-móðurinnar aftur.
I fyrstu var talið að slfkri
brúðu yrði mótmælt eins og
þegar fyrst var farið að fram-
leiða brúður sem sýndu mis-
muninn á pilti og stúlku, en það
fór þó ekki svo. Brúðan varð
þegar i stað mjög vinsæl, og
seldist mikið.
Þessar brúður sem sjást hér á myndinni, eru ekki seldar f
verzlanir heldur aðeins notaðar i skólum i Englandi. Þær geta
sýnt hvernig fóstrið þroskast, og hvernig barn eða börn liggja
yfir meðgöngutimann.