Vísir - 11.09.1972, Síða 6
6
Visir mánudagurinn 11. september 1972
vísir
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bihgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimap H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Þrælar til sölu
Þrælar hafa sitt verð. Markviss barátta gyð-
inga i Sovétrikjunum og stuðningur viða um heim
knúði stjórnina i Moskvu til að losa böndin og
leyfa einhverjum þeirra að flytjast brott og til
Israel. Almenningsálitið i heiminum fékk þvi
komið til leiðar, að stjórnin hét að leyfa um
þrjátiu og fimm þúsund gyðingum að fara brott á
þessu ári. Þvi fer viðs fjarri, að allir komist sem
vilja. Auk þess hefur stjórnin verðlagt þetta fólk.
Mikill áhugi gyðinga i Sovétrikjunum á þvi að
yfirgefa bústaði sina og flytjast til fjarlægs lands,
urmull umsókna um brottfararleyfi og mótmæla-
aðgerðir i trássi við lögreglurikið tala nægilega
skýru máli um vanliðan fólksins undir Sovét-
stjórn. Valdhafar urðu undan að láta. Þeir láta
sig kannski litlu skipta, þótt nokkur þúsund
manna hverfi úr landi. En eins og Ulbricht lét
reisa múr i Berlin, einkum til að stöðva brottför
menntamanna, þannig beitir Moskva nú öðrum
leiðum i sama skyni.
Stjórnin gerði i fyrstu sérhverjum gyðingi, sem
fékk leyfi til brottfarar, að greiða rúmar fjörtiu
þúsund krónur fyrir vegabréfsáritun og rúmlega
fimmtiu þúsund krónur að auki fyrir brottfarar-
leyfi. Þessi skattur varð mörgum þungbær. En
hann stöðvaði ekki flóðið. Þvi hafa stjórnvöld nú
krafizt miklu meira gjalds.
Sovézki gyðingurinn og visindamaðurinn
Levich steig skref, sem heita má óþekkt i Sóvét-
rikjunum, og hélt blaðamannafund, þar sem
hann sagði stjórnvöldum til syndanna. Hann
komst svo að orði, að stjórn Sovétrikjanna hefði
gert menntaða gyðinga að ,,þrælum tuttugustu
aldar”.
Þessir þrælar eru dýrir. Stjórnin krefst þess, að
henni séu greiddar rúmar 1,2 milljónir króna fyr-
ir hvern þann, sem hefur próf úr háskóla, og
nærri 2,3 milljónir króna fyrir hvern sem hefur
próf, sem mun samsvara doktorsprófi. Þetta fé
hafa venjulegir menntamenn i Sovétrikjunum að
sjálfsögðu ekki, svo að brottflutningur þeirra
væri útilokaður, ef ekki kæmu til greiðslur ætt-
ingja og samtaka gyðinga erlendis. Stjórnin
hyggst i stuttu máli selja þetta fólk fyrir milljónir
hvern einstakling.
Sovétstjórnin hefur áður verið kunn af frum-
leika i kúgunaraðferðum gagnvart þeim, sem eru
henni ekki að skapi. Alræmdar eru aðferðir eins
og innilokun i geðveikrahæli, stöðusvipting og
þrælkunarvinna. Visindamaðurinn Levich, sem
var háskólakennari, var sviptur þeirri stöðu fyrir
vikið og laun hans lækkuð um helming. Valdhafar
hafa ofsótt og svivirt á ýmsa vegu þá mennta-
menn, sem hafa sótt um leyfi til að fara úr
landinu. Stöðugt berast fréttir um þessa atburði,
þar sem i hlut eiga heimskunnir visinda- og lista-
menn.
En jafnan stigu aðrir fram i réttindabarátt-
unni. Þess konar ofbeldi reyndist unnið fyrir gýg,
og menntamennirnir héldu áfram að sækja um
leyfi til brottfarar og fylgja fast eftir.
Þá greip sú stjórn, sem kennir sig við alþýðuna,
til aðferða þrælahaldaranna.
VÁLEGAR FRÉTTIR
FRÁ WATERGATE
Var það ástin eða annað, sem hrakti Mitchell úr stöðunni?
Nú er timi hneykslismálanna i
stjórnmálum. Hneykslismál skók
brczku stjórnina og feildi einn
valdamesta ráðherrann.
Hneykslismál gcysuðu i embætt-
ismannastétt þýzku stjórnarinn-
ar, og margir duttu upp fyrir i
ráðuneytum i Bonn. i Bandarikj-
unum er ekki minnsta hneykslis
máiið á döfinni, hið eina, sem enn
hefur komið fram i kosningahar-
áttunni, sem gæti orðið Nixon
hættulegt. Þetta er njósnamálið i
Watergate.
Stjórnarsinnar (eða stjórnin
sjálf?) hafa látið njósna i flokks-
skrifstofum stjórnarandstöðu-
flokksins, samtöl framkvæmda-
stjóra þess flokks hafa verið hler-
uð. Brotizt hefur verið inn i skrif-
stofur demókrata og menn hand-
teknir, en talið er, að brotizt hafi
verið inn fyrr og áhugi innbrots-
þjófanna ekki beinzt að peninga-
skápum eða viskibirgöum, heldur
að einkaskjölum. Hér er ekki á
ferð skothrið i myrkri.
Einkasamtöl Flokks-
foringjans ,,á bandi".
Lawrence O’Brien, er var
framkvæmdastjóri demókrata-
flokksins og er nú kosningastjóri
McGoverns, segir, að simtöl hans
hafi veriö hleruð i margar vikur,
áður en misheppnað innbrot var
gert á flokksskrifstofurnar, og
..hlerendur” hafi daglega tekið á
band einkasamtöl sin við forystu-
menn demókrata.
Hann segir, að sumir þeirra,
sem eru bendlaðir við innbrotið i
aðalstöðvarnar i Watergate, hafi
reynt að setja hlerunartæki i
stöðvar McGoverns hinn 27. mai,
en mistekizt.
Yfirlýsing O’Briens var einung-
is krydd á grautinn. Suðan hófst
að morgni dags 17. júni, þegar
fimm menn með hlerunartæki
voru handteknir i höfuðstöðvum
demókrata i Watergate i Was-
hington. Það vakti nokkuð illan
grun. Saksóknari Flóridafylkis,
sem er einn margra, sem rann-
saka málið.hefur komizt að þvi,
að þrir menn hafi tekið tvær rúll-
ur 35 mm filmu til framköllunar i
ljósmyndavöruverzlun i Miami,
sjö dögum áður en tveir þeirra
voru handteknir i aðalstöðvum
demókrata. Verzlunareigandinn,
Richardson, segir, að á mörgum
myndanna hafi sézt skjöl með
Liddy vildi láta „hlera” á heimil-
um hlaöamanna.
stimpli framkvæmdanefndar
demókrata. Hafi sum virzt vera
einkabréf O’Briens. Hönd með
skurðlæknishanzka, sást á mynd-
unum halda á þessum skjölum.
Richardson tók „lygamælipróf”
hjá lögreglunni og stóðst „með
ágætum”, segir saksóknarinn.
Þessi vitnisburður bendir til, að
fleiri innbrot hafi verið gerð i
Watergate en það eina, er menn-
irnir voru gripnir við.
1 fyrstu voru aðeins „litlir karl-
ar” .bendlaðir við innbrotið, en
siðar staðfest, að tveir menn,
nokkuð nákomnir Nixon, hafi ver-
ið að verki. Þar er um að ræða
Howard Hunt, sem hafði verið
ráðunautur forsetaembættisins,
og Gordon Liddy, sem var ráðu-
nautur kosninganefndar Nixons.
Þeir komu báðir fram og „svör-
uðu spurningum” i máli, er
demókratar hafa höfðað gegn
kosninganefnd Nixons. 87 millj-
óna króna er krafizt i skaðabætur.
Illlllllllll
m MMZf
Umsjón:
Haukur Helgason
Nixon: ,,Enginn,
sem ,,nú starfar"
i stjórninni".
Og meiri „bógur”, John Mit-
chell, sem til skamms tima var
dómsmálaráðherra Nixons, er
viðriðinn málið. Mitchell hætti
ráðherradómi og varð um sinn
formaður kosninganefndar Nix-
ons. en hætti þvi starfi i sumar
vegna eindreginna óska konu
sinnar, Mörtu. Svo var þá sagt.
„Fórnaði pólitikinni fyrir ást-
ina.”
Furðu margir hafa látið afýms-
um störfum, sem við málið eru
riðnir. Nixon sagðist hafa komizt
að raun um, að „enginn i starfs-
liði Hvita hússins, enginn i rikis-
stjórninni, sem nú starfar þar,
var flæktur i þetta sóöamál”.
Fréttamenn hjuggu strax i orða-
lagið „sem nú starfar þar”.
Fjórir fyrrverandi starfsmenn
stjórnar og forsetaembættis
koma nefnilega við sögu, sem all-
ir störfuðu hjá kosninganefnd-
inni. John Mitchell, Liddy og
Hunt, og auk þeirra Hugh Sloan,
sem var gjaldkeri i fjárhagsnefnd
kosninganefndarinnar.
Liddy fékkst á sinum tima við
leyniskjalamálið, þegar leyni-
skjöl um Vietnam komust i blöðin
þá vildi hann ólmur setja „hler-
unartæki” i skrifstofur dagblaða,
svo sem New YoA Times, og á
heimili blaðamanna.
Allt virðist þvi benda til þess,
að kosningasmalar repúblikana,
ef ekki aðrir hærra uppi, hafi haft
sér til ánægju og fróðleiks, sitt-
hvað af upplýsingum um flokks-
mál demókrata og einkamál for-
ystumanna þeirra, sem ella hefði
ekki legið á lausu. Slikar upplýs-
ingar eru talsvert vopn i höndum
kosningasmala og stjórnmála-
flokks, ef um þær fjalla menn,
sem kunna með að fara,flokki sin-
um eða sjálfum sér til framdrátt-
ar.
Milljónir vanfærðar
Watergatemálið er tengt mun
stærra máli, sem eru uppljóstr-
anir um geysilegar njósnir margs
konar „lögreglu” i Bandarikjun-
um og yfirvalda um einkalif borg-
ara.
Það er einnig nátengt ákærum,
'sem ganga milli flokkanna um
fölsun á skýrslum um fjárfram-
lög til flokksstarfseminnar.
1 Bandarikjunum er dýrt að
bjóða sig fram, jafvel i litil em-
bætti, og koma þá til sögunnar
velbiljaðir efnamenn og rétta
hjálparhönd. Gjarnan vilja þeir
fá nokkuð fyrir sinn snúð. En lög
mæla fyrir um hámark slikra
framlaga, og er ekki grunlaust,
að færir menn fáist við að falsa
þau framtöl eins og önnur. Ákær-
urnar eru upp á milljónir dollara,
og meiri á hendur repúblikana,
enda var fyrst spjótum beint að
þeim, en þeir svöruðu siðan með
ákærum á demókrata. Verður
fróðlegt að fylgjast með, hvernig
flokkarnir smeygja beizlinu fram
af sér um þetta.
Nýi dóm s má lará ðherra nn
Kleindienst þarf aö rannsaka mál
gamalla samherja.