Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 10
Danir í
erfiðleikum
með USA
Danska handknattleiksliö-
inu tókst aö. ná 13. sæti á
01 y m p i u 1 e i k u n u m m e ð
naumuin sigri gegn USA.
Framan af virtust Danir
hafa öll ráð í hendi sér. Stað-
an i hálfleik var 12-(i fyrir þá,
en það var incö naumindum
að þeim tókst að hala sigur-
inn i land eftir mikla sókn
USA i siðari hálfleik. Loka-
tölururöu l!)-18 og aldrei hef-
ur danskur handknattieikur
sokkið lægra. USA varð i 14.
sæti, Spánn náði 15. sæti meö
23-20 sigri gegn Túnis.
Þýzku óhorf- j
endurnir
í sigurvímu
Gcysilegur fögnuður varð
á leikvellinum i Miinchen,
þcgar Vestur-Þýzkaland
sigraði Pakistan 1-0 i úrslita-
leiknum i hokkey. Þetta var
mjög óvænt og áttu verðir i
liinuin mestu vandræðum
mcð að hemja mannfjöld-
ann, þegar þýzki þjóðsöng-
urinn var leikinn og þýzki
fáninn dreginn efst að hún.
Pakistanar voru að vonum
óánægðir með tapið — sögðu
þetta ekki hokkey og kenndu
dómara um tapið. Lokaröðin
varð þessi. Vestur-Þýzka-
land 2. Pakistan 3. Indland 4.
Ilolland 5.
Japanskt gull
í blaki karla
Japan hlaut gullverðlaun i
blaki karla —sigraði Austur-
Þýzkaland i úrslitum 11-15,
15-2, 15-10 og 15-10 á laugar-
dagskvöld.
Austur-Þjóðverjar byrjuðu
vel I keppninni gegn tauga-
spenntum Japönum, en áttu
síðan enga möguleika gegn
geysilegum liraða japönsku
leikmannanna.
s-
v
Electrolux
m
Frystikista
210 Itr.
4
%
Electrolux Frystikista TC 7S
210 lítra, kr. 24.415. Frystigeta
14,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita-
stillir (Termostat). Öryggisljós.
Útbúnaður, sem fjarlægir vatn
(og aðra vökva) sem kemst inn
í frystihólfið. Segullæsing. Fjöð-
ur, sem heldur lokinu uppi.
Þessi mynd er frá riölakeppni 5000 m hlaupsins og Norðmaðurinn Per Halle, sem svo mjög kom á óvart er annar frá vinstri. Sigurvegari i
riðlinum varð Ian McCafferty, Bretlandi, á 13:38.2 min. — en þessir tveir kappar reyndust ekki miklir garpar i úrslitahlaupinu, þó svo Halle yrði
sjöundi.
Finninn L. Viren hlaut
aftur gullverðlauniní
— Sigraði með yfirburðum í 5000m hlaupinu, þar sem hann hljóp síðasta hring á 56,0
Hlaupakóngur tuttugustu
Olympiuleikanna, Lasse
Viren, Finnlandi, hár, Ijós-
hæröur, skeggjaöur, átti
slikan lokasprett i 5000 m.
hlaupinu aö það var sem
aðrir stæöu kyrrir. Siöasta
hringinn hljóp Finninn á 56
sekúndum — siöustu 800
metrana á 1:56.0 mín. —
ótrúlegt, en staðreynd
samt, og viö slikt hlaup
ráða engir. Viren, aðeins
23ja ára, bætti viö sig ööru
gulli — er fyrsti maöur til
að sigra í báöum lang-
hlaupunum frá því „járn-
maðurinn" Vladimir Kutz,
Sóvétríkjunum, vann það
afrek í Melbourne 1956.
Þetta var taktiskt hlaup i úrslit-
unum og ekki færri en átta af 13
hlaupurum höföu á einum tima
eða öbrum forustu i hlaupinu.
Þegar tveir hringir voru eftir
færði Lasse Viren sig upp úr 12
sæti i það fremsta og þeir
Gammoundi. Túnis, sigurvegar-
inn i Mexikó, Steve Prefontaine,
Bandarikjunum, og Ian Stewart
fylgdu honum.
En við lokasprett Finnans réðu
þeir ekkert . — Viren sagði eftir
hlaupið. — Ég var raunverulega
ekki var við Gammoudi i loka-
sprettinum og þegar sex ‘hundruð
metrar voru eftir vissi ég að það
voru ekki nema þrir menn, sem
gátu keppt að fyrsta sætinu — en
það var létt og gott i lokin, sagði
Viren brosandi eftir að hafa sett
Olympíumet, en hins vegar var
hann nokkuð frá sinum bezta
tima.
Það kom á óvart, að David
Bedford, Bretlandi gerði aldrei
tilraun i hlaupinu — hélt sig lengi
vel i miðjum hóp, en hann er
þekktur fyrir að halda uppi
miklum hraða. Að timinn varð
ekki betri i hlaupinu má rekja til
þessa atviks. Evrópumeistarinn
i'rá Helsinki. Juha Wæætæinen,
hafði aldrei möguleika i hlaupinu
og varð þrettándi. Spánverjinn
Marino Haro mætti ekki til leiks i
úrslitahlaupið.
Úrslit.
1. L.Viren, Finnl. 13:26,4
2. Gammoudi, Túnis 13:27,4
3. I. Stewart, Bretl. 13:27,6
4. Prefontaina, USA 13:28,4
5. E. Putteman, Belgiu 13:30,8
6. Norpoth, V-Þýzk. 13:32,6
7. P.Halle, Noregi, 13:34,4
8. N.Sviridov. Sovét, 13:39,4
9. Eisenberg A-Þýzk. 13:40.8
10. Alvarez, Spáni, 13:41.2
11. McCafferty Bretl. 13:43.2
12. Bedford, Bretl 13:43.2
13. J. Wæætæinen, Finnl 13:53.8
Heimsmethafinn i kringlukasti Melnik.
KVENNAKRINGLAN FLAUG 66,62 M.
Eftir mikið einvigi í
kringlukasti kvenna náöi
hei msmetha finn Faina
Melnik, Sovétríkjunum,
66,62 m i fjóröu tilraun og
þaö nægði til gullverð-
launa.
Rúmenska stúlkan Argentina
Menis, sem setti Olympiumet i
forkeppninni 65,80 m hafði gefið
henni mjög harða keppni, en réð
ekki við þetta mikla kast. Hún
varö önnur með 65.06 m — einnig i
4 tilraun.
t þriðja sæti varð Stoeva,
Búlgariu, með 64.34 m og Tamara
Danilova, Sovét, fjórða með 62.86
m. Uppáhald hinna hlutdrægu
áhorfenda. Liesel Westermann,
V-Þýzkalandi varð fimmta með
62,18 m. og austur-þýzka stúlkan
Hinzmann sjötta með 61.72 m.