Vísir - 27.09.1972, Síða 13
Visir Miövikudagur 27. september 1972.
13
| í DAG | í KVDLD | í DAG | I KVÖLD | í DAG
Van Johnson (i stólnum) viröir fyrir sér likan af orustuflugvcl i myndinni „Erfiö ákvöröun”
Sjónvarp kl. 21,10:
Loftárásir á Þjóðverja
í miðvikudagsmynd sjónvarpsins
Þá er sjónvarpið byrjað aftur á
miðvikudagsmyndum sinum sem
tiökuöust i fyrra yfir vetrar-
timann. t sumar voru hins vegar
aðeins biómyndir á laugardögum
eins og verður reyndar áfram.
„Erfið ákvörðun” er miðviku-
dagsmyndin að þcssu sinni og er
bandarisk eins og flestar kvik-
myndir sjónvarpsins hafa verið i
sumar.
Þessi mynd er komin yfir
Útvarp kl. 15,15:
#/
FRUMVARP TIL
LAGA UM
ALMENNAN SÖNG
Á ÞJÓÐVEGUM"
„Maður er alltaf að bauka við
þetta”, sagði Gunnar Reynir
Sveinsson tónskáld og stórjazzari
þegar blm. Visis innti hann eftir
nýjum tónsmiðum. i kvöld tekur
útvarpið til flutnings eitt frægasta
verk Gunnars „Samstæður” sem
hann samdi fyrir Listahátiðina
1970.
Sjónvarpið flutti verkið einnig
og siðan hefur það farið viða um
heim og ómað i mörgum löndum.
Belgiska, norska, portúgalska,
svissneska og tyrkneska útvarpið
hafa verið meö það á sinni dag-
„Skritið að plötuútgefendur skuli
ekki hafa áhuga á að gefa „Sam-
stæður” út á plötu”, segir tón-
smiðurinn Gunnar Reynir
Sveinsson.
skrá. „Það er skritið að plötuút-
gefendur hérlendis skuli ekki
hafa áhuga á að gefa þetta stór-
fræga verk út á plötu,” segir
Gunnar. „Menn koma til min i
hrönnum og spyrja mig hvort þeir
geti ekki fengið að heyra Sam-
stæðurnar á plötu”.
Og það eru engir aukvisar sem
þenja hljóðfæri sin i „Sam-
stæðunum” hans Gunnars.
Valinkunnir jazzarar eins og
Gunnar Ormslev, Jón Sig.t Orn
Armannsson og Guðmundur
Steingrimsson ásamt Jósepi
Magnússyni flautuleikara leika
verkið i útvarpinu i kvöld eins og
þeir hafa reyndar alltaf gert — af
einskærri snilld.
Samstæður tekur 38 minútur i
flutningi og skiptist i 6 kafla.
DFrumvarp til laga um al-
mennan söng á þjóðvegum. II)
Samræmt göpgulag fornt. III)
Hámarksverð á nótum IV) Lag
án ljóðs V) Nýtt bráðabirgðalag
VI) Að ófengnum skáldalaunum
(Og ftunnar fékk listamannalaun
árið eftir að hann samdi verkið —
en siðan ekki sijguna meir!)
„Samstæður” tileinka ég Jóni
Múla Arnasyni stórsveiflu-
meistara útvarpsins — eina
manninum sem hefur haldið
lifinu i jazzinum i útvarpinu.”
segir Gunnar og bætir þvi við, að
nú sé hann að vinna að
Jazzkantötunni setn var „fryst” á
listahátið i vor, vegna veikinda
eins flytjandans.
En nú stendur sem sé til að
Gunnar komi verkinu upp og það
ekki á dónalegri stað en i Landa-
kotskirkju! GF
tvitugt og fjallar um bandariska
flugmenn i seinni heimsstyrjöld-
inni. Segir hún frá loftárásum
þeirra á þýzkar borgir og lýsir lif-
inu i herbúðunum á Bretlandi, en
þaðan herjuðu þeir á Hitler og fé-
laga.
Þetta er að sjálfsögðu hin
hressilegasta striðsmynd og þó
hún sé komin til ára sinna ætti
það ekki að saka. Bandariskir
kvikmyndagerðarmenn kunnu
sitthvað fyrir sér á þessum árum
og ekki rýrir það að fræg nöfn
prýða myndina. Clark Gable,
Walter Pidgeon og Van Johnson
fara með aðalhlutverkin og þarf
vart að kynna þá — að minnsta
kosti ekki fyrir konum.
Gable var einn mesti hjarta-
knúsari á hvita tjaldinu og kall-
aður „Kóngurinn” i Hollywood.
Hann var á striðsárunum liðsfor-
ingi i ameriska hernum, svo hann
ætti að kunna vel við sig i mynd-
inni i kvöld þar sem hann skýtur
niður nokkur hundruð Þjóðverja.
Walter Pidgeon þótti i „den tid”
mikill sjarmör og jafnvel eftir að
aldurinn fór að færast yfir
hann. Þeir eru nú báðir komnir
undir græna torfu Pidgeon og
Gable.
Van Johnson er yngstur þeirra
félaga og hefur leikið i ógrynni
kvikmynda og tiðast á móti fögr-
um konum, eins og t.d. Elisabetu
Taylor. Hann er ennþá að leika,
þó hann sé orðinn nokkuð sjald-
séður gestur i bióhúsunum okkar i
seinni tið.
GF
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
27. september
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 „Lifið og ég” Eggcrt
Stcfánsson söngvari segir
frá.Pétur Pétursson les (7).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 islenzk tónlist:
16.15 Veðurfregnir. J.M.
Keynes: Framlag Mars-
halls til hagfræðinnar Har-
aldur Jóhannsson þýðir og
flytur.
16.40 Lög leikin á fiðlu.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Jói norski”: A selveiðum
mcð Norðmönnum Minn-
ingar Jóhanns Daniels
Baldvinssonar vélstjóra á
Skagaströnd. Erlingur
Daviðsson ritstjóri skráði
og flytur (7).
18.00 Fréttir á ensku
mi
w
Nt
s «. •
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 28. sept.
Hrúturinn21. marz-20.apríl. Það bendir margt
til að þetta verði þér að mörgu leyti notadrjúgur
dagur. Meðal annars fyrir upplýsingar sem
koma að góðu gagni.
Nautið, 21.april-21.mai. Þér er ráðlegast að
taka daginn snemma, þvi að allt bendir til að
flest muni ganga greiðlega fyrir hádegið, en
nokkrar tafir verða, er á liður.
Tviburarnir, 22.mai-21.júni. Þú munt ekki
þurfa að kvarta yfir skorti á viðfangsefnum, hitt
er svo annað hvort þér mundi ekki gagnlegra að
hafa rýmri tima til að leysa þau.
Krabbinn 22.júni-23.júli. Það kallar margt að i
dag, og flest i einu að þvi er virðist. Þú þarft að
herða skipulagið, ef ekki á allt að lenda i
öngþveiti.
Ljónið 24.júli-23.ágúst. Það litur helzt út fyrir
að þú munir eiga úr vöndu að ráða einhvern tima
dagsins, og að það muni takast betur en þú
þorðir að vona.
Meyjan, 24.ágúst-23.sept. Það litur út fyrir að
skuldheimtumenn reynist óbilgjarnir. Það eins
þótt ekki sé um háar upphæðir að ræða, svo að
nálgast ósanngirni.
Vogin24.sept.-23.okt. Þú virðist sæta nokkurri
gagnrýni að ósekju, og er ekki óliklegt að þú
takir þér það nærri i bili. En það hefur margur
orðið að þola.
I)rekinn24.okt.-22.nóv. Yfirleitt mjög góður
dagur hvaðöll viðskipti snertir, og þó mun betra
að selja en kaupa. Tefldu ekki djarft, þótt allt
virðist i haginn.
Bogmaðurinn, 23.nóv.-21.des. Varaðu þig, það
er einhver, sem ekki ráðleggur þér heilt. Annars
virðist þetta geta orðið notadrjúgur dagur,
einkum framan af.
Steingcitin22.des.-20.jan. Þér kann að berast
girnilegt tilboð i dag, ef til vill i sambandi við
ferðalag, en athugaðu samt gaumgæfilega allar
aðstæður áður en þú tekur þvi.
Fiskarnir20.febr.-20marz. Það litur út fyrir að
þetta verði gagnlegur dagur fram eftir. Þú ættir
þvi að taka hann snemma og koma i verk eins
miklu og unnt reynist.
Vatnsberinn21.jan-19.febr. Fremur rólegur
dagur, að minnsta kosti framan af. Óvænt heim-
sókn getur sett skemmtilegan svip á kvöldið.
f SJÓNVARP
tí-íiiiníin«ii.»J?í?J?;?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?.J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?J?4?J?-ír
18.10 Tónleikar. Tiikynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál, Páll
Bjarnason menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.35 Alitamál.Stefán Jónsson
stjórnar umræðuþætti.
20.00 Liane Jespers syngur lög
eftir Debussy Marcel
Druart leikur á píanó
(Hljóðr. frá belgiska út-
varpinu).
20.20 Sumarvaka a. Þoku-
drungað vor, Jóhann
Hjaltason fræðimaður segir
frá hinztu för Eggerts
Ólafssonar. b. úr Tulluljóð-
um og fleiri kvæði Sveinn
Bergsveinsson prófessor
flytur. c. Draumur, Guð-
mundur Þorsteinsson frá
Lundi segir sögu d. Lög eft-
ir islcnzka höfunda, Anna
Þórhallsdóttir syngur við
pianóundirleik Gísla
Magnússonar og Söngfélag
I.O.G.T. syngur, Ottó
Guðjónsson stj.
21.30 Útvarpssagan: „Dala-
lif” eftir Guðrúnu frá Lundi.
Valdimar Lárusson leikari
les (28).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Endur-
minningar Jóngeirs, Jónas
Árnason les úr bók sinni
„Tekið i blökkina” (6).
22.35 Finnsk nútimatónlist
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Miðvikudagur
27. september 1972
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30. Hjólið. Fræðslumynd
frá Time-Life um hjóliö i
þjónustu mannsins. Rakin
er saga hjólsins frá fyrstu
tið og fjallað um þýðingu
þess i þjóðfélögum nú-
timans. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
21.00 Apokalypse. Stuttur,
norskur þáttur um þýzka
málarann Albrecht Diirer,
ævi hans og listaverk. Durer
(1471-1528) var einn af
fremstu listamönnum
endurreisnartimans og var
meðal annars hirðmálari
tveggja keisara, Maximili-
ans I. og Karls V. (Nordvis-
ion - Norska sjónvarpið)
21.10 Erfið ákvörðun.
(Command Decision).
Bandarisk biómynd frá
árinu 1949. Leikstjóri Sam-
Wood. Aðalhlutverk Clark
Gable, Walter Pidgeon og
Van Johnson. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin greinir frá á'hættu-
sömum ferðum bandanskra
flugmanna á striðsárunum
til loftárása á Þýzkaland frá
bækistöðvum i Bretlandi.
23.00 Dagskrárlok.