Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 2
2 rismsm: Álitið þér yður vera góð- an ökumann? (luAmundur llansson, vörubil- stjóri. Já, ég tel mig vera það. Ég hef aö minnsta kosti sloppið aö mestu viö öll óhöpp. Ég er búinn að keyra i fjölda ára. (iisli Krynleifsson, leigubilstjóri. Ég held ekki, ég er bara svona i meðallagi. Ég hef að visu keyrt i 27 ár og sloppið við óhöpp að mestu. Jón ólafsson, bcnsinafgreiðslu- maður. Ég vil ckkert segja um það. Ég hef keyrt i 10 ár og ekkert komið l'yrir, en það er enginn ma'likvarði á hvort maður sé góð- ur ökumaður eða ekki. Ilendrik Pétursson rennismiða- nemi. Nei. Ég hef lent i smávægi- legu óhappi. Ég hef keyrt i rúmt ár og mig vantar reynsluna. Eng- inn getur talið sig góðan öku- mann, nema að hafa minnsta- kosti 5 ára reynslu. (iuömundur Magnússon, vörubif- reiðastjóri. Ég get ekki dæmt um það. Ég hef keyrt um það bil i 16 ár. Kristbjörn Björnsson, vöru- flutningabilstjóri. Ég tei mig vera það. Ég hef keyrt milli Reykja- vikur og Akureyrar siðan 1958 og ekkert komið fyrir. Enginn kœrir sig um dönsku! — en þeim mun fleiri vilja kenna ensku við Háskólann Svo virðist sem enginn kæri sig um dönskuna af mcnnta- mönnum þjóðar vorrar, að minnsta kosti ef dæma skal eftir umsóknum þeim sem borizt hafa vcgna þeirra prófessors- embætta, sem veita skal innan skamms. Éngin umsókn hefur borizt um prófessorsstöðu i dönsku. Að visu barst umsókn i fyrra skipti sem embættið var auglýst frá dönskum manni, en umsókn sina dró hann til baka. Oðru máli gegnir um ensk- una. Lektorsstöðu á að veita i ensku, og hafa um það bil 60-70 sótt um. Var umsóknin einnig auglýst erlendis. Um pró- fessorsstöðu i ensku hafa einnig nokkuð margar umsóknir bor- izt. Ekki er enn vitað hvenær veit- ingar prófessorsembættanna munu fara fram, þar sem dóm- nefndir hafa ekki allar lokið störfum. Prófessorsembætti verða veitt i tækni- og hagfræði, og er dómnefnd starfandi i þvi, i steinsteypuvirkjun, og er dóm- nefnd þar starfandi, vatnafræði og hafnargerð, þar hefur ekki verið skipuð dómnefnd, félags- fræði og stjórnmálafræði, þar sem dómnefnd hefur heldur ■ ekki verið skipuð, ökologi, þar hefur dómnefnd ekki verið skip- uð. Lögfræði er hjá dómnefnd, en i ensku og lektorsstöðu i ensku hefur dómnefnd lokið störfum. Um prófessorsembætti i dönsku hefur sem fyrr segir enginn sótt um. — EA ÆVINTÝRIN GERAST ENN —á 10 árum varð litla byggingavöruverzlunin í Kópavogi stœrst ísinni grein á fslandi I>að má með sanni scgja að enn gerist ævintýri — Kyrir rúmum liu árum stofnuðu tveir fclagar með sér samtök um að sclja á stofn lilla verzlun suöur i Kópa- vogi. Annar þessara manna starf- aði á skrifstnfum SÍS á sinu lága skrifslofumannskaupi, iiinn sem búsasmiður, og báðir höfðu fyrir fjölskyldum að sjá og sú ákviiröun þvi áreiöanlcga ckki létt, að kasta frá sér örygginu sem þeir liöfðu þó náð hvor á sinum vinnustað. Uetta voru þeir Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason. Saman lögðu þeir krafta sina og þekkingu og byrjuðu að selja Kópavogsbúum og öðrum vöru sina sumarið 1962. Byggt var af kappi um þessar mundir i Kópa- vogi, Garðahreppi og siðar i llal narfirði. Verzlunin við Kársnesbraut var þvi i þjóðbraut, ef svo má segja. Viðskiptin urðu brátt mikil og fór veltan sivaxandi og þeim vörum fjölgaði, sem boðnar voru til sölu i hinu litla húsnæði, sem verzlunin hafði. Aðeins örfá ár liðu þar til Byggingavöruverzlun Kópavogs, en svo heitir fyrir- tækið, var talið eitt af stærstu fyrirtækjum landsins i þessari grein. Og i dag telja flestir að fyrir- tækið sé stærst i sinni grein, enda býður fyrirtækið hreinlega allt i byggingu eins húss, allt frá þvi hafizt er handa i grunni, þar til siðasta flisin er felld i inn- réttinguna, eða siðasta pensil- strokan sett á vegg. Á laugardaginn opnaði verzlunin svo glæsilega búð að Alfhólsvegi 8, örskammt frá hinni gömlu verzlun, sem mun brátt hverfa sjónum. Þarna er allt önnurog gjörbreytt aðstaða til að sýna byggingavörur ýmiskonar. Húsnæði á 2000 fermetra gólffleti á tveim hæðum. Þannig gerast talsverð ævintýr á stuttum tima, þegar unnið er að verzlun og við- skiptum af dugnaði, áhuga og reglusemi. — JBP — Já, ég er búinn að opna, segir sá litli og ýtir hurðinni upp á gátt á laugardagsmorguninn, þegar flutt var ,,úr koti i höll”. Að baki þeim unga sést Guðmundur H. Jónsson ( með krosslagðar hendur), en hann er forstjóri BYKO. Félagi hans, Hjalti Bjarnason, lézt fyrir 2 árum, en ekkja lljalta, Kristín Jónsdóttir og synir beggja stofnendanna starfa af kappi við fyrirtækið. ENN RÍKIR GEYSILEGUR ÁHUGI FYRIR SKÁKÍÞRÓTTINNI Ekki litur út fyrir að islend- ingar liafi inisst allan ábuga á skákiþróttinni, þó að cinvigið tæki enda og kapparnir héldu úr landi. Að minnsta kosti er enn beðið mikið uin tafl og taflmcnn í öllunt bókaverzlunum, og mikið er spurt iim bækur um skák. Ein bók um einvigið sjálft er ■■I nú komin á markaðinn, það er bók eftir Glicoric og kom hún i verzlanir fyrir tveimur, þremur dögum. Mjög mikið hefur verið beðið um þá bók, en einnig renna islenzkar skákbækur út eins og heitar lummur. Þrjár aðrar bækur um sjálft einvigið eru einnig væntanlegar einhvern tima siðar i þessum mánuði, og ættu þvi þeir sem áhuga hafa á, aö geta fengið nóg að lesa um þennan merka viðburð. Eftir þvi sem afgreiðslufólk i þeim bókaverzlunum sem við höfðum samband við, sagði, rikir enn geysilegur áhugi fyrir skák- inni, þó að ekki sé jafn mikiö um hana rætt og áður. „1 sumar voru aldrei tveir menn inni i verzlun- inni, svo ekki væri talað um skák”, sagði ein afgreiðslustúlkn- anna. Nú hefur kliðurinn reyndar hljóðnað, en ennþá dundar fólk við taflmennina. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! — EA Lesendur JSl hafa \f\aréiUf w Oskiljanlegt afskiptaleysi borgaranna Érlendur Herntannsson skrifar: „Reykjavik virðist vera komin á stórborgarstig á margan hátt þótt hún sé ekki stærri en smábær i Ameriku. Það nýjasta sem ber stórborgarbragnum vitni er af- skiptaleysið um náungann. Fyrir nokkrum kvöldum var ég á gangi i Pósthússtræti og á undan mér gengu gömul útlend hjón. Nokk- urt bil varð á milli okkar þegar ég mætti kunningja minum og við tökum tal saman. Eftir nokkra stund slitum við talinu og ég geng áfram inn i Austurstræti. Við Hressingarskálann geng ég fram á gömlu hjónin og voru þar tveir drukknir unglingar að áreita þau. Lögðu handleggina yfir axlir þeirra og gerðu tilraun til að tala við þau á einhverju máli sem átti vist að vera enska. Handan götunnar stóð fjöldi manns og beið eftir strætó. Eng- inn hreyfði legg né lið til hjálpar heldur leit út fyrir að fólkinu finndist þetta hið bezta skemmti- atriði. Hjónin stóðu þarna i ráða- leysi þegar mig bar að og stugg- aði ég piltunum strax i burtu og fékk óþvegin skammaryrði i eyra frá þeim þegar þeir reikuðu yfir götuna. Hjónin þökkuðu mér með mörgum orðum fyrir hjálpina og spjölluðum viðsaman góða stund. Maðurinn kvaðst vera veikur fyrir hjarta og þvi ekki lagt i að beita valdi þótt peyjarnir væru útúrdrukknir. En honum þótti einkennilegur húmorinn hjá okkur, að standa álengdar og hlæja að aðförum sem þessum. Ég gat litlu svarað. En þetta er bara eitt dæmi. Ég hef horft á konu detta á gangstétt fyrir framan verzlunarglugga. Afgreiðslustúlkur tvær komu úr að glugganum og fylgdust með þvi hvort konan kæmist nú hjálparlaust á fætur eða ekki. Það eru allir tilbúnir að horfa á svona atvik, en það er alltaf einhver annar sem á að skipta sér af þvi. Unglingur lá fyrir nokkru dauður af vindrykkju á gangstétt i Mið- bænum. Vegfarendur tóku á sig fimlegan krók fram hjá „likinu” og héldu áfram för sinni. Kunningi minn kom þarna að og lét lögregluna vita og frétti hann siðarað þarna hefði unglingurinn verið búinn að liggja i hálfa klukkustund. Það er hægt að halda endalaust áfram með svona sögur. Já, einmitt, sögur. A þvi sviði erum við ekki afskiptalausir um hagi náungans. Söguburður- inn gengur fjöllunum hærra um hitt og þetta fólk og enginn veit hvar rógberarnir bera niður næst. Þar er ekki afskiptaleysinu fyrir að fara”. Snildarlestur Péturs Þorsteinn B. simar: „Mig langar til að koma á framfæri þökkum til Péturs Péturssonar fyrir frábæran flutn- ing á endurminningum Eggerts Stefánssonar söngvara. Bókin er skemmtilega skrifuð og Pétur les snilldarvel. Það er bara eitt sem að er og það er timinn sem valinn hefur verið til að flytja þetta efni. Mjög margir hafa ekki tækifæri til að hlusta á útvarp yfir daginn, og þvi væri það kærkomið, ef útvarpið sæi sér fært að endurflytja lestur- inn að kvöldlagi. Slikt myndu margir þakka”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.