Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 <5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Mikil er sú heift Heiftaryrði sjást nú orðið sjaldan i deilum islenzkra stjórnmálamanna. Menn eru að mestu hættir að brigzla hver öðrum um landráð, mann- vonzku og annað óeðli. Stjórnmálabaráttan er hægt og bitandi að þróast i málefnalega átt. Það vakti þvi töluverða athygli, þegar vikublaðið Nýtt land kom út i fyrradag með gömlu, endurvöktu orðbragði um „valdniðslu”, „ofriki”, ,,makk”, „gerræði” og ,,brask”. Heiftin og hefnigirnin skin út úr hverri linu forsiðugreinar blaðsins. Hvaða stjórnmálaandstæðingar Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna eru svo vondir menn, að þetta orðbragð sé við hæfi, spurðu menn. En við lestur kom i ljós, að orðbragðinu var beint til eigin flokksbræðra. Hannibal Valdimarsson, formaður flokksins fær þá kveðju i blaðinu, ,,að hann hefur meiri reynslu en nokkur annar stjórnmálamaður fyrr og siðar af að kljúfa flokka vinstri manna”. Um þá Hannibal og Björn Jónsson segir blaðið, að þeir séu ,,að visu orðnir vel sjóaðir i stjórnmálunum, en þeir reiða ekki hugsjónirnar i pokum”. Tilefni þessara sérdeilis vanstilltu skrifa er, að Hannibalistarnir urðu Þjóðvarnarliðinu yfirsterk- ari á landsfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um siðustu helgi. Hannibal fékk 75 atkvæði i formannsembættið á móti aðeins 30 atkvæð- um Bjarna Guðnasonar. Svo vill hins vegar til, að Þjóðvarnarlið Bjarna Guðnasonar ræður flokksblaðinu, Nýju landi. Heiftarhugur Bjarna og fylgismanna hans eftir úr- slitin á landsfundinum fær þar nú útrás i margvis- legu orðbragði. Fyrir utan Hannibal og Björn er Magnús Torfi menntamálaráðherra einnig tekinn sérstaklega fyrir i blaðinu, enda vann hann sér til óhelgi á fundinum að færast úr hlutleysi yfir i herbúðir Hannibals. Blaðið segir, að ástæða væri til að fá að vita, hvað Magnús aðhefðist i embætti ráðherra. Gefur blaðið i skyn, að afrekaskrá hans sé ekki til mikils sóma. Blaðið segir Bjarna Guðnason hins vegar hafa verið pislarvott á fundinum. „Sérstaklega kapp- kostaði viss hópur manna að reyna að ata Bjarna Guðnason auri og tala um óheilindi hans”. Ekki eru dæmi um það hér á landi á siðustu árum, að nokkur aðili hafi kunnað eins illa að tapa og hinir heiftarfullu menn, er ráða 'Nýju landi. Hvergi hafa eigin flokksbræður verið teknir eins rækilega i gegn og i Nýju landi. Ástandið i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna er orðið slikt, að segja má, að styrjaldar- ástand riki milli arma flokksins. Það er ekki fögur útkoma hjá flokki, sem hafði það i vegarnesti að sameina vinstri öflin i landinu. Ekkert missætti i stjórnmálum landsins virðist vera illskeyttara en klofningurinn i þessu samein- ingarliði. Ef svo fer, sem nú horfir, hefur hinum nýju sam- tökum ekki aðeins tekizt að f jölga vinstri flokkunum um einn, heldur tvo, — og þótti þó tætingurinn nógur fyrir. Sameinast Rússar og Bandaríkjamenn gegn erkióvininum — MENGUN? ( Itússar og Banda- rikjamenn eiga sér einn sameiginlegan óvin — svo ægilegan, að liugsanlega gæti hann leitt til þess, að þessir tveir striðandi aðilar sameinuðust loks til átaka gegn honum. Þetta þriðja stórveldi er MENGUNIN. „Þeir eiga i alveg sömu erfið- leikum og viö með að vernda um- hverfið fyrir mengun,” sagði for- maöur mengunarráðs USA, Russell E. Train, nýkominn heim til Bandarikjanna eftir 9000 milna lerðalag um Ráðstjórnarrikin. Russell Train og samstarfs- menn hans eru fyrstu Banda- rikjamennirnir, sem fengið hafa leyfi til þess að ferðast um ýmiss landsvæði i Ráðstjórnarrikjun- um, eins Baikalhéraðið, þar sem Rússar reka verksmiðjur, sem vinna cellulósa úr gróðri, ávöxt- um og jarðargróðri ýmsum. Verksmiðjur þessar standa á bökkum dýpsta stöðuvatns heims, Baikalvatnsins. Train og ferðafélagar hans ráku þar augun i reykháfa, sem spúðu reyk og eimyrju 7 daga vikunnar. „Þarna virtist ekkert vera gert til þess að koma i veg fyrir mengun af völdum reyks — enda sýnist mengunarvandamál- ið ekki vera eins ofarlega i huga almennings eins og t.d. hér heima,” sagði Train. Þó varð Baikai-vatn tilefni aðalþrætunnar, sem sprottið hef- ur upp i Ráðstjórnarrikjunum, vegna umhverfisverndunar, þeg- ar visindamenn ganrýndu mjög staösetninu cellulósa-verksmiðj- anna við strendur þessa sérkenni- lega vatns. Verksmiðjurnar voru reistar engu að siður, þrátt fyrir mótmæli vistfræðinga, en þær eru i eigu rikisins, eins og öll iðnaðar- fyrirtæki önnur þar i riki. Samt voru þó settar ákveðnar reglur um rekstur verksmiðjanna til verndunar umhverfinu. „Þær reglur lúta þó allar að þvi, að heilbrigði manna verði ekki hætt, og það er galli að augu Rússa skuli ekki hafa opnazt enn nægilega fyrir þvi, að náttúruna og umhverfið ber að vernda i sama mæli,” sagði Train. Bandarisku mengunarráðs- mennirnir fóru til Ráðstjórnar- rikjanna i siðasta mánuði til þess að undirbúa gerð samkomulags milli USA og USSR um sameigin- legar aðgerðir gegn mengun. Vikulangt ferðalag sérfræðing- anna var farið til að skoða nokkur þýðingarmikil iðnaðarsvæði. Train sagði blaðamönnum eft- ir að hann kom úr förinni, að i Rússlandi hefðu umræðurnar um mengun ieitt til þess, að yfirvöld hefðu fyrir löngu fallið frá hug- myndum um að reisa fleiri verk- llvert scm við snúum okkur, til hliöar eöa upp I loftiö, gefur að lita mengunina i kringum okkur. Eitt af þeim auglýsingaspjöldum, sem baráttumenn gegn mengun liafa hengt upp. Aletrunin er: Eyðið houum, áður en hann eyöir vkkur." Illlllllllll Umsjón: Þór Matthiasson smiðjur á bökkum þeirra 100 fljóta, sem renna í Baikal. Nema i einu tilviki, þar sem þegar hefði verið hafizt handa við byggingu verksmiðju á bökkum Selengaár- innar. Train og þeim var ekki sýnd þessi verksmiðja, en i rúss- neskum dagblöðum hafa menn getað lesið fréttir af þvi, að hún hafi verið aðaltilefni nýrrar reglugerðar, sem kveður á um, að slikar verksmiðjur geti ekki tekið til starfa fyrr en hreinlæti hafi verið tryggt. Siðustu fréttir blað- anna herma, að byggingu verk- smiðjunnar hafi seinkað, meðan enn væru ófrágengnar þær ráð- stafanir, sem gera skal til varnar gegn mengun. t þau skipti sem rússneskir fjöl- miðlar hafa gripið niður á meng- un, hafa i kjölfarið fylgt vangavelt ur um, að kommúniskt þjóðskipu- lag eigi hægara um vik i átökum gegn mengunarvandamálum heldur kapitaliskt. — Blaöamenn inntu Train eftir áliti hans á þess- um fullyrðingum, og sagðist hann ekki hafa betur séð en bæði þessi hagkerfi hefðu tilhenigingu til þess að auka framleiðsluna á kostnað umhverfisins. Og hann sagðist hvergi hafa getað greint, að Ráðstjórnarrikin stæðu neins- staðar betur að vigi til að fyrir- byggja verndun heldur en hann þekkti heima i Bandarikjunum. Ef einhver munur væri á þessu sviði i rikjunum tveim, þá væri bandariskur almenningur opin- eygðari fyrir mengunarvanda- málum og virtist meira á varð- bergi heldur en fólk almennt virt- ist vera i USSR. Russell Train átti á miðviku- daginn i siðustu viku viðræður viö Nikolai V. Podgorny, forseta, sem lét i ljós vonir um, að sam- komulag rikjanna varðandi mengunarvandamálin gætu leitt af sér bætta og vinsamlegri sam- búð rikjanna i milli á öðrum svið- um. Samkomulagið, sem Rússar og Bandarikjamenn hafa þarna gert með sér, spannar allt frá ráð- stöfunum vegna mengunar i vötn- um til jarðskjálftaviðvarana. Fulltrúadeild bandariska þingsins samþykkti núna i vik- unni frumvarp, sem fól i sér 24,6 billjón dollara kostnað vegna alls- herjarhreinsana i vötnum þar i landi. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir, að búið verði að ráða bót á öllum mengunarvandamálum i bandariskum vötnum á árinu 1985. 366 þingmenn greiddu atkvæði meö frumvarpinu, meöan 11 voru á móti. Töluverðar deilur spruttu upp i þinginu vegna þess, að hvergi var gert ráð fyrir fjáröflun i frum- varpinu til að standa undir þess- um framkvæmdum, heldur geng- ið út frá þvi sem visu, að þingiö mundi á fjárlögum leggja fram 24,6 billjónir til þessara þarfa. A timabili þessarar hreinsunar var gert ráð fyrir, að þingið leggði fram 9,7 billjónir dollara árið 1972, 6,95 billjónir dollara ár- ið 1974 og 7,65 billjónir árið 1975. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.