Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 9
VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972. cTYLenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Vegsemdir heimsins Knut Hamsun: UMRENNINGAR Fyrri hluti Stefán Bjarman islenzkaði Almenna bókafélagiö. Reykjavik 1972. 225 bls. ,, Et Hav av Sau blev Sjö- mandens Grav, staar det i Visen om August." Það urðu endalok förumanns og sæfara, eiganda stórrar lyklakippu: að færast fyrir björg með sinni eigin sauðahjörð. En þangað er enn langt í land, þúsund blaðsíður, mörg bindi og ótalin ævintýr, þótt út sé kominn á íslenzku fyrri hluti fyrstu sögunnar um Ágúst, Umrenningar. Knut Hamsun var kominn undir sjötugt þegar hann hóf sögurnar um Ágúst. Verkið allt tók hann tiu ár, bækurnar komu út árin 1927- 33, Landstrykere, August, Men Livet lever... Þá var Hamsun löneu heimskunnur nóbelsverð- launahöfundur 1920 fyrir Gróður jarðar, bækur hans lesnar út um lönd og álfur. Einhver hefði kannski slakað á klónni þegar elli fór að, eftir langan og fjölbreytt- an feril. En Hamsun var engum likur. Æskuverk sin var hann að skrifa fram um fimmtugaldur. Um sjötugt samdi hann sitt stærsta episka verk, bækurnar um Ágúst. Og þá var enn stór skáldsaga eftir, Ringen sluttet, 1936, þegar höfundurinn var kom- inn hátt á áttræðisaldur. Það er vitaskuld ekki nema smekksatriði hvort maður metur meira söguna af tsak á Sellanraa, Gróður jarðar, eða sögurnar um Ágúst förumann. En allténd væri misskilningur að skipa Gróðri jaröar hærri sess af þvi að hún fjalli um ,,meira” eða „hærra” eða ..háleitara” efni... Gróður jarðar er vegsömun bændalifs, einyrkjans sem brýtur jörðina til undirgefni undir sig. Eins og oft er sagt er ísak norskur Bjartur i Sumarhúsum — með öllum for- merkjum öfugum við hinn islenzka einyrkja, Gróður jarðar pastoralsinfónia Hamsuns. Manngerð tsaks kemur svo sem við sögu i Umrenningum, en að sinu leyti afklædd ailri róma- tisku, Jóakim, bróðir Edevarts, og Esra. bændur og útvegsmenn i Vogum. Eða Martinus gamli barkamaður — „rósamur og spekingslegur, fáfróður eins og dýr”: ,,Já þið siglið og siglið og sjáið og sjáið allar manneskjur og veg- semdir heimsins, sagði Martinus gamli, en ég veit ekki, ég er svo ólærður og litilmótlegur — Já hvað meinti hann með þvi? Nei sagði hann, það var ekki neitt. Það er bara svo rart allt saman, hvernig þið bruðlið með lifið og gerið það margvislegt. Guð hefur skapað okkur alla hverr á sinum stað og hér erum við, en þið siglið á burt frá þvi. Nú hef ég lifað i Vogaplássinu alla mina ævi, eins og faðir minn lifði þar og afi minn lifði þar og þar áður faðir hans aftur og enn... Forsjónin var með okkur. Við höfum ekki siglt umhverfis heimskringluna, en búið i Voga- plássinu og róið á fisk á veturna og lifað sem bezt við gátum ár eftir ár. Það var nógu gott fyrir okkur. Við höfum ekki haft ástæðu til að kvarta fyrir guði, hann hefur haldið lifi i okkur og ekki yfirgefið okkur.” Ágúst er allt önnur manngerð. öndverð hinum jarðfasta bónda. Sagt hefur verið að með Agúst taki Hamsun upp á ný föru- mannsgerð æskuverkanna, lýsi honum i raunsæislegu samhengi og sýni fram á véilur og misbresti hans. Ágúst á sér hvergi sama- stað, engan átthaga, ekkert nema lyklakyppu að átta kistum i Indialöndum. „Manneskjan vill fljúga hærra en hún hefur vængi til og þá dettur hún niður,” sagði Martinus gamli. Vissulega er Ágúst i engu hetiugervi i Umrenningum, sneyddur róman- tiskum ljóma og glýju. En hann sprettur jafnharðan upp aftur, tviefldur, þótt hann komi illa niður i svip og hefur sig til flugs á ný — og lesandi með honum nauðugt viljugur. Förumaðurinn átti hug og hjarta Hamsuns til hins siðasta hvað sem veilum og vanköntum hans leið: Agúst er Pétur Gautur Hamsuns, ósigrandi, ódauðlegur... Það er i frásögur fært hversu erfitt Hamsun átti hverju sinni um að hefjast handa um nýja bók, Knut llamsun 1927 — árið sen fannst hann jafnan kominn á leiðarenda, búinn að vera, lindin þornuð i huga sér. Sú þraut var vist aldrei þyngri en áður en hann skrifaði Umrenninga: þá gekk svo langt að Hamsun gekk til sálfræðings mánuðum saman i lækningaskyni. Og svo mikið er vist að bót fékk hann, gáfan var ekki þrotin, efnin ærin þegar verk var hafið. Fyrir minn smekk hefur fyrsta sagan, Landstrykere, mestan þokka af öilum sögunum um Ágúst. Þar segir af Edevart unga, umsvifum og ævintýrum þeirra Ágústs saman, sagan af Magrete Lovise Doppen er ein fallegasta ástarsaga Hamsuns i sinu ein- falda sniði. Það er visast að Hamsun hafi efnað til þessara frásagna eftir sinum eigin æsku- dögum lengst norður i landi, svo mikið er vist að lýsing Edevarts i Umrenningar komu fyrst út. Umrenningum varðar hér meiru en ævintýri Agústs. Ágúst er samur og jafn bók fyrir bók þótt hann eldist og breytist og færist i aukana. En Edevart er sá sem flosnar upp i sögunni, verður úti þegar haldreipið brestur heim til átthaganna. Almenna bókafélagið hefur kosið að skipta Umrenningum i tvennt, og fær fyrir vikið með- færilegri bók til útgáfu. En hér er ekki nema hálfsögð fyrsta sagan og mikið starf fyrir höndum ef ætlunin er að koma á isienzku öllu verkinu um Agúst. Þýðing Stefáns Bjarmans fannst mér jafnan læsileg, en æði sýnist hún norskublendin með köflum, bæði orðfæri og setningaskipan. Það er mikil iþrótt að orða á islenzku fullgiidan hamsúnskan stil, og hefur ekki tekizt öðrum en Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi til þessa. HÚSGAGNAVEBZUIN 6U0MUNDAR CUDMUNDSSONAR FALLEGIR HLUTIR TIL GJAFA Nú liður stutt á milli vörusendinga. Við stefnum af þvi að fylla búðina af þess- um fallega og heimsþekkta Bæheims- kristal. — Gjörið svo vel og lítið inn — Kjörorð okkor er: vörur fyrir olla - verð fyrir alla TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111 sófasett fœst með ótal óklœðum 600 fermetrar þaktir húsgögnum SKEIFAN15 Stórglœsilegt VIVEX f£USM. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.