Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 24
Mánudagur 9. októbcr 1972. Slysin jafnvel fleiri en spáð var 109 árekstrar eru nú komnir í október, því að til viðbótarþeim 90, sem orðið höfðu eftir föstudaginn, urðu 14 á laugardag og 5 á sunnudag. Hún ætlar þvi aö rætast helzt til fyllilega spá okkar um 13 árekstra til jafnaðar á dag þennan mánuð. Sam- kvæmt henni hefðu átt að vera komnir 104 árekstrar eftir sunnudaginn, en þá var umferðin komin heilan dag á undan okkur. 104 árekstrar voru nefnilega komnir eftir laugardaginn. Bílvelta í Ártúnsbrekku Ungur piltur velti bifreið uppi i Artúnsbrekku i fyrrinótt og stór- skemmdi hana, en bifreiðinni hafði hann stolið þá um nóttina. Fór bifreiðin langa leið á blá- vegarbrúninni unz hún rakst á ljósastaur og endasentist yfir veginn og út af hinum megin, þar sem hún hafnaði á hvolfi. Pilturinn var undir áhrifum áfengis, en þetta er önnur bif- reiðin, sem hann hefur tekið ófrjálsri hendi og leikið þannig. 5 manns slösuðust, þegar bifreið var ekið aðfaranótt laugardags á ljósastaur á Suður- götu á móts við Háskólann. — Tvennt, farþegi, sem sat i framsætinu, og stúlka, sem ók bifreiðinni, var lagt meðvitundarlaust inn á gjör- gæzludeild Horgarsjúkrahússins. 1 morgun var maðurinn ekki enn kominn til meðvitundar og lá þungt haldinn, en stúlkan kom til meðvitundar i gær. Annar farþegi var lagöur inn á sjúkrahús, en tveir farþeganna fengu að fara af sjúkrahúsinu i gærdag. Árekstur i Ártúnsbrekku Harður árekstur varð á Suður- landsvegi rétt ofan við Artúns- brekku i morgun um kl. 7.55, þegar tveir bilar, sem ekið höfðu upp brekkuna, skullu þar saman. Fremri billinn ætlaði að beygja niður á Ártúnshöfðann, en öku- maður aftari bilsins veitti þvi ekki eftirtekt og ók beint aftan á hánn. Skemmdust báöir bilarnir mjög mikið, og ökumaður annars bilsins var fluttur á slysa- varðstofuna, talinn fótbrotinn. Óku á tvær kindur og lentu svo i árekstri Nánast allt, sem fyrir getur komið i umferðinni, henti tvo öku- menn, sem voru á leið eftir Suðurlandsvegi hjá Gunnars- hólma i gærkvöldi um kl. 20.10. Báðir voru á leið til Reykja- vikur, þegar fremri bilnum var beygt yfir á vinstri vegarhelming vegna þess að ökumaðurinn vildi sneiða framhjá lambi, sem hann sá á hægri kanti. I þvi var hinum bilnum ekið frammeð fremri bilnum, á leið- inni framúr. — En þá vildi svo óheppilega til, að önnur kind var á vinstri kanti og lenti aftari bill- inn á henni. Við það rakst hann svo utan i hinn bilinn, og ætlaði þá hinn ökumaðurinn að sveigja undan, en rakst við það á lambið, og svo var allt verkið kórónað með þvi, að báðir bilarnir lentu út af sitt hvorum megin vegarins. Þótt ótrúlegt sé sluppu ökumennirnir án alvarlegra meiðsla. Skemmdarverk framin í báðum sundlaugunum Brotnar rúður, sól- bekkir og fleira dót á floti i sundlauginni blasti við starfsfólki sundlauganna i Laugardal, þegar það mætti til starfa i gær- morgun um kl. 7. Svipuð verksummerki blöstu við i sundlaugum Vestur- bæjar i nótt, þegar lögreglan koin þar að. Þá hafði verið tilkynnt um fcrðir cinhvers manns i Vesturbæjarsundlaugunum um kl. I.og kom lögreglan að i tæka liö til þess að hindra manninn i að vinna frekari hervirki. Þá var hann búinn að brjóta stóra rúðu i skrifstofunni, fleygja ritvél i sundlaugina, ruslakörfu með innihaldinu öllu, flaggsliing og þungum gang- stcttarhellum. Sást manninum bregða fyrir i söinu svipan og lögregluna bar að, en honum tókst að forða sér á hlaupum, og þrátt fyrir mikla leit. i hverfinu, fannst hann hvergi. Ummcrkin voru svipuð i báðuin sundlaugunum eftir hæði innbrotin. Engu stolið, og Ckki að merkja að nein leit að verðinætum liafi farið fram. En allt kapp lagt á að eyðileggja og spilla. Rcyndar var brolizt þrisvar inn i sundlaugarnar, þvi að- faranótt laugardags var brotin rúða i sundlaugunum i I.augar- dal, og greinilega hafði verið l'arið inn, cn einskis var þaðan saknað, og öðru en rúðunni liafði ekki verið spillt i það sinnið. (írunur lcikur á þvi, að hér sé að vcrki einn og saini maðurinn, scnnilega hálfsturl- aður eða þá haldinn þessari ein- dæina skcmmdarfýsn. — GP Öllu umturnað í Laugardal í fyrrinótt og Vesturbœnum í nótt Unnið við að hrcinsa upp glerbrot i Laugardalslauginni í gær. (Ljósm. Visis BB) SÍS hótar lokun frystihúsanna — fóist ekki rekstrargrundvöllur llér er einn þeirra vagna, sem ekki tókst að aka heilum til vinnu i rnorgun, — þvi miður. Og linuritið sýnir að árekstrafjöldinn er fyrir ofan spá, en „kúrvan” er þó á niðurleið aftur. Samkomulag náðist i verðlags- ráði um helgina um hækkun fisk- verðs. Er hækkunin að meðaltali 15% og er verðjöfnunarsjóður lát- inn greiða þessa hækkun, sem gildir til áramóta. Af einstökum fisktegundum er hækkunin mest á þorski eða 19%. Ýsa hækkar um 12% og steinbitur sömuleiðis, en ufsi og karfi hækka um 6%. Sem fyrr segir, þá greiðir verðjöfnunarsjóður þessa hækk- un niður og vel það. Hins vegar telja forráðamenn frystihúsanna vonlaust að halda áfram rekstri húsanna þrátt fyrir það að hækk- unin kemur ekki við frystihúsin. Núverandi ástand sé svo slæmt, að ekki verði við unað. I verðjöfnunarsjóði eru um 11 hundruð milljónir króna og á það að nægja til að mæta hækkun fisk- verðs fram til áramóta. — SG Fiskverðið fer upp um 15 % „Það var samþykkt á þessum fundi, að gefa stjórninni heimild til að beita hverjum þeim ráðum sem nauðsynleg kunna að reynast til að tryggja hallalausan rekstur og eölilegan tekjuafgang" sagði Arni Benediktsson hjá SÍS um fund frystihússtjóra Sambands- ins. Fundurinn var haldinn um helgina og þar voru mættir frysti- hússtjórar frá öllum landshlut- um. Það var deilt hart á núver- andi ástand i frystiiðnaðinum, og kom fram rikjandi vilji hjá flest- um að loka frystihúsunum ef ekki fengist viðunandi rekstrargrund- völlur. „Það er fráleitt að halda atvinnurekstrinum i svona kreppu þegar velmegun er rikj- andi á öllum sviðum” sagði Árni Benediktsson. Hann sagði að ekki kæmi til mála að halda áfram rekstri frystihúsa með bullandi tapi. Þess vegna hefði verið samþykkt þessi ályktun, sem gæfi stjórn frystihúsa Sambandsins frjálsar hendur til að beita hverj- um þeim ráðum sem tiltæk væru til að tryggja reksturinn. Á fundinum kom fram mjög hörð gagnrýni á núverandi stjórnvöld og voru sumir ræðu- menn ómyrkir i máli þegar þeir gagnrýndu aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar i málefnum frysti- iðnaðarins. Meirihluti fundar- manna vildi tafarlausa lokun á frystihúsum Sambandsins, ef ekki yrðu gerðar viðhlitandi ráð- stafanir til að tryggja reksturinn. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.