Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 14

Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 14
14 VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972. ; • > • Verðskuldaðursigur FH FII sigraði Ilauka i skcmmlilcgum leik i b i k a r k e p p n i n n i i Halnarrirði á laugardag með :5-2 og varð um leið Ilaínarí',jarðarmeistari i knattspyrnu, þar sem lcikurinn var látinn gilda sem slikur. FH er þvi komið í undanúrslit i hikarkeppninni og leikur þar við Keflavik á gras- vellinum i Keflavik, sennilega um næstu helgi. Þetta var bráðskemmtileg viðureign Hafnarfjarðarliðanna og dró að marga áhorfendur. Það var kraftur og áhugi hjá leik- mönnum beggja liða og spenna mikil. FH var betra liðið og sigraði verðskuldað — en Haukar gáfu þó ekki sinn hlut fyrr en i fulla hnefana. Leikur beggja liða er einhver sá bezti, sem þau hafa bæði sýnt i sumar. Þarna var vörn Hauka leikinn grátt og auðvelt fyrir FH-ingana tvo að senda knöttinn i markið. Ljósmynd Bjarnleifur. FH tókst fljótt að skora i leiknum eða strax á 4. minútu. Það var Viðar Halldórsson, sem skoraði markið eftir að vörn Hauka hafði verið leikin i sundur. Haukum tókst aö jafna i fyrri hálfleik og var hinn mark- sækni Loftur Eyjólfsson þar að verki — piltur, sem mikið hefur skorað i sumar. Staðan i hálfleik var 1-1. í siðari hálfleiknum tókst FH fljótt að skora tvö mörk. Hið fyrra kom eftir þunga sókn Hauka — þar sem gefið var snöggt fram til Ólafs Danivalssonar. Honum tókst að leika á „skugga” sinn Þráin Hauksson og lék alveg upp að endamörkum og framhjá tveimur Haukum. Þar gaf hann knöttinn aftur út að vitateigslinu á Viðar Halldórsson, sem skoraði örugglega annað mark FH. Skömmu siðar náðu FH-ingar svo góðum samleikskafla upp miðjuna — vörn Hauka var illa leikin i sundur og Helgi Ragnars- son skoraði þriðja mark FH i leiknum. Þrátt fyrirr mótlætið voru Haukar ekki á þvi að gefast upp og þeir gerðu harða hrið að marki FH og eftir að Adolf Guðmunds- son hafði skorað annað mark Hauka var spennan i leiknum i hámarki. En fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir sæmileg færi, og FH fór þvi með sigur af hólmi i þessari þýðingarmiklu viðureign Hafnarfjarðarliðanna. Leikur milli liðanna um Hafnarfjarðarmeistaratitilinn hafði verið fyrirhugaður og þegar liðin drógust saman i bikar- keppninni voru tvær flugur slegnar i einu höggi og leikurinn jafnframt látinn gilda um meistaratitilinn. FH hlaut fyrir sigurinn forkunnarfagra styttu, sem gefin var til minningar um Gisla Hildibrandsson, og keppt var nú um i fyrsta skipti. Liverpool með 2 stiga forskot Liverpool hefur nú náð tveggja stiga for- skoti i 1. deildinni cnsku eftir sigur gegn Fverton á laugardag. Þetta var mjög harður Icikur Liverpool-lið- anna og það var ekki lyrr en á 75. min. að eina mark leiksins var skorað. Peter Cormack skallaði þá glæsilega i mark fyrirgjöf Steve Highway. Everton hafði sótt mjög allan fyrri hálfleikinn, en markvörður Liverpool, Itay Clemence, var hreint stórkostlegur og tókst að verja allt, sem á markið kom. Sigur- inn gátu leikmenn Liverpool fyrst og fremst þakkað honum. Arsenal, sem var jafnt Liver- pool að stigum fyrir umferðina, átti slæman leik i Sheffield og það var ekki nóg með aö leikur- inn gegn United tapaöist, heldur var Alan Ball einnig visað af leikvelli. Hann var einn af fimm leikmönnum, sem höfðu fengið aðvörun hjá dómaranum, en Ball lét ekki segjast og þegar hann braut illa á Hockey á 69. min. rak dómarinn hann af velli. Jeff Blockley, sem Arsenal keypti i vikunni frá Coventry fyrir 200 þúsund sterl- ingspund, lék sinn fyrsta leik með sinu nýja félagi og var ekki beint heppinn, þvi hann hefði átt að geta komið i veg fyrir sigur- mark Sheff.Utd. Blockley mis- tókst þá að hreinsa frá — Bill Dearden náði knettinum og skoraði. Þetta skeöi á lLmin. og eftir markið einkenndist leikur- inn mjög af skapillsku leik- manna. Úrslitin á islenzka getrauna- seðlinum urðu þannig: x Birmingham—Chelsea 2-2 2 C.Palace—Coventry 0-1 x Ipswich—West Ham 1-1 1 Leeds—Derby 5-0 1 Leicester—Southampt. 1-0 1 Liverpool—Everton 1-0 x Manch.City—Wolves 1-1 1 Newcastle—Norwich 3-1 1 Sheff.Utd.—Arsenal 1-0 1 Tottenham— Stoke 4-3 x WBA—Manch.Utd. 2-2 1 Middlesbro—Millvall 1-0 Sem sagt sjö heimavinningar, fjögur jafntefli og einn útisigur. Meistarar Derby fengu heldur betur útreið i Leeds og leikmenn liðsins sýna nú litið af þvi, sem gerði þáaðenskum meisturum i vor. Leeds náði stórgóðum leik eftir að hafa fengið mikið gjafa- mark strax á 3. minútu. Enski landsliðsmiðvörður Derby, Roy McFarland, átti þá alveg mis- heppnaöa sendingu — knöttur- inn fór beint til Johnny Giles, sem var fljótur að senda hann i markið. A 27. min. skoraði Giles aftur — nú með fallegu skoti frá vitateigslinunni og Alan Clarke skoraði 3ja mark Leeds rétt fyrir leikhlé. t siðari hálfleiknurr meiddist Giles og varð að yfir- gefa völlinn — en leikmenn Leeds héldu áfram mikilli sókn. Fyrirliðinn Billy Bremner skor- aði fjórða markið á 61.min. og Peter Lorimer það fimmta tveimur min. fyrir leikslok. Tottenham sigraði Stoke i mjög skemmtilegum leik, þar sem Tottenham tókst að verjast mikilli pressu Stoke lokaminút- urnar. Tottenham byrjaði mjög vel og skoraði fljótt tvö mörk — en þá átti Martin Peters mis- heppnaða sendingu til marks- manns, John Ritchie náði knett- inum og skoraði. En Tottenham komst i 3-1 fyrir hlé — þeir John Pratt, tvö, og Alan Gilzean skoruðu mörkin. Ritchie minnkaði muninn i 3-2 á 51.min., en svo varð Denis Smith, miðvörður Stoke, fyrir þvi að beina spyrnu frá Ralph Cotes i eigið mark á 76. min. En spennan var ekki búin — Alan Bloor skoraði, þegar sex min. voru eftir, en ekki tókst Stoke að bjarga stigi, þrátt fyrir mikla sókn i lokin. úlfarnir sóttu mun meira i leiknum á Maine Road, en tókst þó ekki að ná nema jafntefli. Rodney Marsh skoraöi fyrir Manch.City á 55. min., þegar markvörðuiúlfannamisreiknaði alveg spyrnu hans — en þegar 10 min. voru til leiksloka tókst Derek Dougan að jafna. Ted McDougall, sem Manch.Utd. keypti frá Bourne- mouth fyrir 200 þúsund sterl- ingspund, byrjaði á þvi i sinum fyrsta leik með United að skora með þrumuskoti af 30 metra færi. En hann var dæmdur rangstæður og eftir það sást hann ekki mikið i leiknum. Alister Brown skoraði tvivegis fyrir WBA fyrstu 22 min. leiks- ins og útlitið var allt annað en gott fyrir Manch.Utd. En á 39 min. fékk liðið vitaspyrnu, sem George Best skoraði úr og á 76 min. tók hann hornspyrnu mjög vel og Ian Moore jafnaði. Þýð- ingarmikið stig, en Manch.Utd. er samt i neðsta sætinu i deild- inni. Birmingham skoraði gegn Chelsea á I5.min. og var Bobby Hope þar að verki. I siðari hálf- leik náði Chelsea ágætum leik og komst yfir i 2-1. Peter Osgood skoraði á 57.min. og David Webb á 70.min. En tveimur min. siðar urðu Eddie McCreadie á mis- tök, sem varð til þess að Bob Latchford jafnaði. Crystal Palace tapaði áttunda leiknum i röð — þó ekki allir i 1. deild — og skoraði ekki mark i sjötta leiknum i röð og það þrátt fyrir stórkaup á nýjum leik- mönnum. Rétt fyrir leikslok skoraði Coventry sigurmark- ið.Colin Stein, nýi leikmaðurinn frá Glasgow Rangers, sendi þá knöttinn fyrir mark Palace og Denes Mortimer skoraði. West Ham var lengstum i vörn gegn Ipswich, en á 60,min. náði liðið þó forustu. Vörn var þá skyndilega breytt i sókn og Bermudasvertinginn Clyde Best skallaði inn fyrirgjöf frá Trevor Brooking. Bryan Hamilton jafn- aði fyrir Ipswich, þegar átta min. voru til leiksloka. Leicester sigraði 'Southamp ton með einu marki — vita- spyrnu, sem Jon Sammels skor- aði úr rétt fyrir leikslok. Norwich náði forustu gegn New- castle á 24,min., þegar Ðavid Cross skoraði. En eftir að John Tudor hafði jafnað á 38. min. yfirtók Newcastle alveg leik- inn. Tudor skoraðiafturi b/rjun siðari hálfleiks og Chris Guthrie skoraði þriðja mark liðsins. Staðan i 1. deild er nú þannig: Liverpool 12 8 2 2 25-12 18 Arsenal 13 6 4 3 17-10 16 Tottenham 12 7 2 3 19-13 16 Everton 12 6 3 3 14-9 15 Leeds 12 6 3 3 23-15 15 Wolves 12 6 3 3 25-21 15 Sheff. Utd. 12 6 3 - 15-15 15 Chelsea 12 5 4 3 20-14 14 Ipswich 12 5 4 3 16-14 14 West Ham 12 5 3 4 20-14 13 Newcastle 12 6 1 5 21-19 13 Norwich 12 5 3 4 13-17 13 Southampt. 12 3 4 5 9-11 10 West Bromw. 12 3 4 5 11-14 10 Leicester 12 3 4 5 13-17 10 Derby 12 4 2 6 9-17 10 Birmingh. 13 3 3 7 17-23 9 Manch. City 12 4 1 7 12-19 9 Coventry 12 3 3 6 9-14 9 CrystalP. 12 2 4 6 7-15 8 Stoke 12 2 3 7 19-24 7 Manch. Utd. 12 1 5 6 9-15 7 I 2. deild er Burnley efst með 17 stig eftir 12 leiki. Sheff. Wed. hefur einnig 17 stig eftir 13.leiki og Aston Villa — sem óvænt tap- aði fyrir Fulham 2-0 á laugar- dag — er i þriðja sæti með 16 stig eftir 11 leiki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.