Vísir - 10.10.1972, Síða 4
4
VÍSIR Þriöjudagur 10. október 1972.
við höfum
LJÓSID
tungsten halogen
VINNULJÓS
FYRIR VERKTAKA
OG BYGGINGAMEISTARA
HF. SEGULL
VERZLUN RAFMAGNSIÐNAÐUR
RAFTÆKJAVINNUSTOFA.
NÝLENDUGÖTU 26
SÍMAR 13309 - 19477
Aðvörun
til bifreiðaeigenda
Aðalskoðun bifreiða með lægri skrán-
ingarnúmerum en R-20000 átti að vera
lokið 15. september s.l. Verða þvi bifreiðir
úr þeirri númeraröð, sem enn hafa eigi
verið færðar til aðalskoðunarinnar, teknar
úr umferð án frekari aðvörunar. Jafn-
framt munu eigendur bifreiðanna verða
látnir sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum.
Lögreglustjórinn i Reykiavik,
6. október 1972.
Sigurjón Sigurðsson.
Klisjuvél Viljum selja electroniska klisjuvél fyrir teiknimyndir ofl. Vélin er af gerð Hell-gerð og litið notuð Varahlutir og klisjuplast fylgir. Uppl. gefur Jóhannes B. Birgisson. Sirni 86611. Dagblaðið Visir
Mólverkauppboð Málverkauppboð skv. 175 skrá i Súlnasal Ilótel Sögu kl. 5 e.h. i dag. Listmunaupp- boð Sigurðar Benediktssonar h/f Hafnar- stræti 11 — Simar 13715 og 14824.
nú
Umsjón:
Þórarinn Jón Magnússon
GRKTA ANDERSEN
dönsk sundkona, sem vann til gullverðlauna á Olympiuleikunum i
London 1948 hefur nú með höndum sinn eigin sjónvarpsþátt i USA. Þar
sýnir hún hvernig foreldrar geta kennt tveggja til þriggja mánaða
gömlum börnum sinum að synda. Sundkonan hefur tekið upp nafnið
Greta Anderson og tekið sér bólfestu i Los Alamitos i Kaliforniu.
ELVIS PRESLEY
söngvarinn ameriski, hefur
enn einu sinni brugðizt sinum
fjölmörgu aðdáendum af
veikara kyninu. Hann hefur
trúlofazt 24 ára gamalli dans-
stúlku, Söndru Zanean, þetta
stuttu eftir skilnaðinn frá konu
sinni.
ONASSIS
skemmti sér um daginn við
að mölva postulinsdiska i smátt
eftir herlegheita veizlu, sem
hann hélt vinum sinum og
kunningjum á dögunum, svo
sem frægt er orðið. En mestur
galsinn hlýtur að hafa runnið af
skipakónginum fræga þegar
honum bárust siðar
reikningar frá Neraida,
skemmtistaðnum i nálægð
Aþenu, þar sem gamanið fór
fram. Þeir reikningar hljóðuðu
ekki aðeins uppá postulinið, sem
mölvað var, heldur einnig
skaðabætur vegna leiðindanna,
sem þessu atviki fylgdu...
RRENNDI SIG TIL
RANA
Ég er orðinn þreyttur á
þessum gamla heimi,” hrópaði
hinn 27 ára gamli Willie B.
Phillips um leið og han hellti
yfir sig benzini siðastliðinn
laugardag og bar siðan eld að
klæðum sínum. Hann lézt
nokkrum klukkustundum siðar
af völdum þriðju gráðu bruna
um 90 prósent likamans!
Prestur hans hefur það eftir
Phillips, (sem var blökku-
maður) að eitthvað þyrfti að
gerast til að vekja fólk til alvar-
legrar umhugsunar um kyn-
þáttavandamálið.
Hann valdi lika stað og stund
til sjálfsmorðsins. Nefnilega
mitt á meðal fjölda fólks, sem
var að fagna heimkomu knatt-
spyrnuliðs þennan dag.
MAllCELLO
MASTROIANNI
kvikmyndasjarmör frá Italiu
hefur allt fram til þessa dags
þverneitað að eitthvað annað en
vinskapurinn einn saman sé á
milli hans og leikkonunnar
Catherine Deneuve. Það er þó
opinbert, að hann undirritaði
nýlega skilnaðarskjöl frá sinni
itölsku eiginkonu i gegnum
tuttugu ár. Leikarinn hefur
siðan safnað saman pjönkum
sinum og haldið til Riverunnar i
faðm Catherinu sinnar, sem
fyrir fáeinum mánuðum ól
honum dóttur.
MINI- SLÖKKVILIÐSBIFREIÐ
Hann fer létt með að aka upp
þessar tröppur i miðborg
Lundúna enda framleiddur með
það fyrir augum að geta komizt
auðveldlega allra sinna ferða
framhjá forvitnum fólksfjölda,
sem venjulega hindrar umferð
um götur og stræti allt i kring-
um brunasvæðin. Vagninn á
jafnvel að komast upp 45 gráðu
halla.
Þessi ,,mini-brunabill” er
annars framleiddur i Sviss og
rúmar fjóra slökkviliðsmenn.
Hann er búinn brunastiga og
helztu verkfærum, sem með
þarf við slökkvistarfið. En auk
þess eru i vagninum súrefnis-
grimur og talstöð.
Framleiðendum hafa nú
þegar borizt pantanir viðs vegar
að úr heiminim, en viðast er
áhuginn i þá .átt að hafa vagna
af þessu tagi i stórum hverfum,
sem ekki eru nærri slökkvistöð.
En þessir „mini-vagnar eru
afar liðtækir á meðan beðið er
eftir aðalslökkviliðsflotanum á
staðinn.
LAW6T VÆk1.. AUCMXLOMf. .
Teiknimyndahetjan og faðir
hennar Lee Falk. Báðir bak við
dökk gleraugu....
TALAR
40
TUNGU-
MÁL
Það er alltaf ganian að fá að sjá
framan i og fræðast litilsháttar
um höfunda teiknimyndaflokk-
anna, sem blöðin flytja okkur frá
degi til dags. Þvi fannst okkur
ekki úr vegi aö kynna hér Lee
Falk, sem getur raunar ckki stát-
að sig af þvi að eiga myndasögu i
Visi, en I)reki/Skuggi er hans
smiö, og liefur notið vinsælda i
tveimur islenzkum blöðum
„Hugmyndina að hetjunni fékk
ég þegar ég var 19 ára gamall
skólanemi i Illinois”, segir Falk.
„Karlinn er eins konar samnefn-
ari allra vinsælustu hörkutól-
anna, þar á meðal Hróa Hattar.
Sjálfur er ég enn undrandi yfir
þeim vinsældum sem myndasag-
an hefur hlotið. Þegar mér tókst
að pranga henni inn á eitt New
York-dagblaðanna á sinum tima,
gerði ég mér ekki stærri vonir en
þáð, að geta haldið lifinu i hetj-
unni i um það bil eitt ár eða svo.
Nú er teiknimyndahetjan orðin 38
ára gömul og enn við hesta-
heilsu”, og Falk brosir ánægju-
lega — og fitlar við yfirvaraskegg
sitt.
Hann hefur efni á að státa sig af
Skugga sinum. Myndasagan birt-
ist daglega i yfir eitt þúsund dag-
blöðum og er lesin af 100 milljón
blaðalesendum. Teiknimynda-
hetjan er lika talandi á ein 40
tungumál.
„Þetta er aldeilis finn náungi,
sem ég hef skapað”, segir Falk.
„Hann drekkur bara mjólk og
reykir ekki. Svo er hann lika fyrst
og fremst fjandmaður allra glæp-
ona. Og eins og svo margar aðrar
teiknimyndahetjur er hann ekki
neinn hortugur ruddi. Þetta er
ákaflega hæverskur náungi”,
segir Falk.
„Þegar hann skýtur af byssu,
miðar hann lika ætiðá hendur eða
fætur. Fantomet (skýrnarnafn
hetjunnar) vill ekki drepa”.
Lee Falk sem orðinn er 57 ára
gamall, gengur ætið með dökk
sólgleraugu, rétt eins og sögu-
hetjan hans. Hann býr i New
York, en er lika alltaf með annan
fótinn á sveitasetri sinu i Truro i
USA. „Þar get ég gefið löngunum
minum lausan tauminn. Ég hef til
að mynda engu minni ánægju af
hestum en Fantomet. Svo á ég
lika góða nágranna. Kennedy-
fjölskylduna, sem alltaf tekur vel
á móti manni þegar barið er
uppá”.