Vísir


Vísir - 10.10.1972, Qupperneq 6

Vísir - 10.10.1972, Qupperneq 6
6 VÍSIR Þriöjudagur 10. október 1972. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritst jóri: y Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Landróð verða iðnbylting Segjum svo, að Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra boðaði fund með blaðamönnum og segði þeim, að hann hefði fundið upp flugvélina. Gaman væri að vita, hvort fréttastofa útvarps og sjónvarps mundu éta þetta hugsunarlaust eftir ráðherranum á sama hátt og þær gerðu fyrir helgina, þegar ráð- herrann sagðist vera að koma af stað iðnbyltingu. Minni manna nær stundum skammt. Samt á að vera hægt að kref jast þess af fréttamönnum, að þeir hafi nokkurra ára yfirsýn. Þeir áttu að kannast við orðalagið og talnadæmin úr ræðu Magnúsar. Þetta voru nefnilega gamlar lummur frá ráðherratið Jóhanns Hafstein. Þegar ráðgert var, að íslendingar gerðust aðilar að Friverzlunarsamtökunum, fól Jóhann Hafstein dr. Guðmundi Magnússyni prófessor að kanna stöðu og horfur iðnaðarins. Komu frá Guðmundi tvær skýrslur árin 1969 og 1971. Ræðuefni Magnúsar Kjartanssonar var að mestu upp úr skýrslunni frá 1971, þar sem sett var fram áætlun um þróun iðnaðarins 10 ár fram i timann. Að fengnum þessum skýrslum samdi Jóhann Haf- stein við iðnþróunarstofnun og viðskiptastofnun Sameinuðu þjóðanna um, að þær aðstoðuðu íslend- inga við að gera itarlegri áætlun á þessu sviði. Sú áætlun er væntanleg i febrúar á næsta ári. Þessa dagana hefur ekkert annað gerzt i málinu en það, að Magnúsi Kjartanssyni hefur tekizt að gabba nokkra fréttamenn og telja þeim trú um, að þessi sérfræði- vinna sé honum að þakka. En Vissulega hefur þó annað merkilegt gerzt. Það er, að Magnús Kjartansson er fyrsti ráðherra vinstri stjórnarinnar, sem tekur upp ómengaða við- reisnarstefnu á viðtæku sviði. Hann vill stefna að þvi marki, sem fram var sett i skýrslum Guðmund- ar Magnússonar og ræðum Jóhanns Hafstein á sin- um tima. Hann vill, að iðnaðurinn taki við verulegum hluta þess vinnuafls, sem kemur á vinnumarkaðinn á næsta áratug. Hann vill stefna að þvi, að iðnaðurinn verði á þessu timabili helzti útflutningsatvinnuveg- urinn. Og hann vill taka upp samstarf við erlent einkafjármagn til þess að þetta sé unnt. Og auðvitað er hann hlynntur áframhaldandi friverzlun við riki Friverzlunarsamtakanna og vikkun þessarar friverzlunar yfir til rikja Efnahagsbandalagsins. Magnúsi Kjartanssyni hefur svo sannarlega farið fram, siðan hann var andvigur aðild okkar að Friverzlunarsamtökunum og virkjun erlends einkafjármagns i þágu islenzkra atvinnuvega. Það, sem áður hétu landráð Jóhanns Hafstein, heitir nú iðnbylting Magnúsar Kjartanssonar. Svo mikið hef- ur engum hinna ráðherranna farið fram á aðeins tveimur árum. Það eru gleðitiðindi, að kollhnis Magnúsar skuli vera tákn um þjóðareiningu um þróun islenzks iðnaðar. Við erum öll sammála um, að fjölgun þjóðarinnar og ofveiðin á íslandsmiðum leiðir til þess, að iðnaðurinn verður á fáum árum að gerast höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar. Hann þarf að verða samkeppnishæfur við erlendan iðnað og þarf að geta selt meirihluta framleiðslu sinnar til út- landa. Við þurfum að styðja við bakið á þeim grein- um hans, sem bezta möguleika hafa til þroska. Við þurfum að veita til þeirra auknum hluta þess fjár- magns,sem við höfum til umráða, og fá erlent fjár- magn að auki. Um þetta geta viðreisnarmenn og vinstri menn verið sammála. Eldgos séð fyrir? ENGIN ÓVÆNT GOS EN KANNSKI „GABB" Við könnumst við „túristagos”, þar sem eldgosið er kannski vin- veitt okkur að þvi leyti, sem það færir tekjur af erlendum ferðamönn- um. Búsifjar þoldu landsmenn samt af „túristagosinu”. Fræði- menn gefa okkur vonir um „vinsamleg eld- fjöll”, þar sem hiti verði unninn úr iðrum eld- fjalla, kannski á nokk- urra kilómetra dýpi. Með þvi mætti hindra eldgos, er „aflið væri dregið úr fjallinu” og jafnframt fá orku fyrir þjóðarbúið. Svo segja menn, meðal annarra Sovétmaðurinn Gorsh- kov i inngangi greinar- gerðar Sameinuðu þjóð- anna um möguleikana á að sjá eldgos fyrir og annað þess háttar. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur gengizt fyrir þessum rannsóknum, og fleiri eru aö verki. Daniel Behr- man segir i grein um málið, að nú „þegar allar fréttir um um- hverfismál virðist vera vondar fréttir, sé nokkur huggun að fregnum um framfarir i tækni og til að sjá eldgos fyrir”. Mestu gosin í óbyggð fyrir heppni Á tslandi hafa menn rætt mis- llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason jafnlega sterkum orðum um lik- indi til þess, að Hekla, Katla og þar fram eftir götunum fari að gjósa eða fari ekki að gjósa. Menn tóku eftir þvi i sjónvarpsþætti um Filippseyjar fyrir nokkrum dög- um, að sagt var, að höfuðborgin, Manila, væri á stað, þar sem gos gæti lagt hana i eyði, við rætur gamals eldfjalls, sem vel gæti gosið i fyrramálið. ,,Það er timi til kominn,” segir Daniel Behrman, ,,að við förum að sjá eldgosin fyrir. Mannkynið hefur verið heppið. Það má sjá af skýrslu UNESCO. Tvö mestu eld jKannski virkjum við hitann úr Ileklu i þágu þjóöarbúsins og hindrum feldgos mcð þvi. gos aldarinnar voru á stöðum, sem heita máttu óbyggðir, i Katmai i Alaska i júni 1912 og i Bezymianny á Kamchatkaskaga i marz 1956. Þessi gos voru til mik- illa muna öflugri en gosið i Mont Pelée árið 1902, sem lagði i rúst St. Piereeborg á eyjunni Martinik og varð rúmum 30 þúsundum manna að bana. Ekki andvaka yfir gosi i Esju Ekki þarf að fjölyrða um, hversu mikið eldgos hafa látið að sér kveða i timans rás. Verksum- merki þeirra eru viðs vegar, svo sem Suður-Evrópu, Kyrrahafs- strönd Ameriku og Asiu, eins og þær leggja sig, til Indónesiu og Nýja Sjálands i suðri, og tsland auðvitaö. Þetta eru svæði, sem maðurinn hefur numið og tekið sér bólfestu á, milljónir og hundr- uð milljóna manna. Þarna eru margar stórborgir niður komnar. Enginn veit með vissu, hvenær eldgos kann að dynja yfir á mörg- um þessum stöðum, ekki bara i höfuðborg Filippseyja. En með framförum i forspám eldgosa er að verulegu marki unnt að róa ibúa með rökum, svo að nægilega litil likindi séu til eldgoss. Menn striða við svo margt óvist i tilver- unni, að við þurfum ekki að vera andvaka yfir hugmyndum um ægigos á Reykjanesskaga, hvað þá Esjunni, eða öðrum fjöllum við þéttbýli. Eandið hækkaði um 150 metra Lifi mætti bjarga, ef aðvörun kæmi i tæka tið, segir UNESCO, en þó „enn er ákaflega örðugt að skapa heildarmynd af aðferðum við forspá eldgosa, þar sem eld- fjöllin eru einkar einstaklings sinnuð,” hvert fer eigin leiðir. Sovétmaðurinn Gorshkov segir mestar vonir bundnar við jarð- skjálftamælingar. Hann bendir á, að á undan nærri öllum eldgosum fari jarðskjálftar, sem megi mæla með tækjum, jafnvel þótt fólk finni þá ekki. Þó er erfitt að finna reglur. Sum eldgos hafa orðið, þegar jarðskjálftar voru i vexti, en önn- ur þegar jarðskjálftar voru i rén- un. Þess vegna komast menn ekki nógu langt nema aðrar aðferðir séu tengdar jarðskjálftamæling- unum og ályktunum af þeim. Hvaða breytingar verða til dæmis á jarðskorpunni? Á Hawai hafa menn kynnzt þvi, að eldfjöllin nánast bólgna fyrir gosið og hjaðna, þegar þau kólna. Eldfjall i Japan reis um 150 metra á átta mánuðum árið 1910 og lækkaði um 36 metra á fimm mánuðum eftir það. Þetta var ekki smáræöis spilda lands, 2,7 kilómetra löng og 600 metra breið. Surtsey, segir i skýrslunni, lækkaði um 1,5 millimetra á dag um tima. Jarðeðlisfræðingar hafa einnig komizt að raun um, að hræringar innan eldfjalls breyta segulsviði i grenndinni, sennilega af þvi að steinar hitni upp fyrir 600 gráður Celsius, sem er kallað „Curie stigið”, en við það stig glata þeir segulmagni. Loks koma til mælingar á hita og samsetningu gass eldfjalla. Gorshkov segir: „Þar sem slik- ar mælingar og athuganir eru gerðar kerfisbundið, eiga „óvænt eldgos” ekki að geta orðið. Þó er engin aðferð til að sjá eldgos fyrir með nákvæmni.” „Unnt er að finna með vissu, hvar eldgos muni verða, en ekki er unnt að spá nákvæmlega um, hvenær það verði.” Hann ræðir einnig um „gabbviðvörun”, þar sem einkennin bendi til goss, en svo verði ekkert gos.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.