Vísir - 16.10.1972, Síða 9
1
VÍSIR Mánudagur 16. október 1972.
cTVIenningannál
eftir Ólaf Jónsson
Um áróður
Hvað er annars áróður?
/,Fortölur, það að mæla
fyrir e-u," segir orðabókin.
i áróðri er vafalaust oftast
sagt að einhverju marki
satt og rétt frá. En verður'
eintóm frásögn staðreynda
nokkurn tima að ,,áróðri" i
venjulegri merkingu þess
orðs? Áróðri fylgir jafnan
tilfinningahiti og þungi. En
það getur einnig verið
áróðurað mæla með rökum
fyrir réttu máli.
I mæltu máli held ég að orðið
„áróður’' hafi a.m.k. öðrum
þræði ótviræða niðrandi merk-
ingu. neikvæðari en orðabókin
gefur til kynna. Þá felur orðið i
sér að um sé að ræöa gróflega
einföldun, ef ekkibeina rangfærslu
staðreynda, villandi rökfærslu til
framdráttar einum málstað um-
fram annan. Að öðrum kosti vis-
uðum við ekki ofstækisfullum ein
hliða málflutningi á bug sem
„eintómum áróðri”, eins og við
oft og einatt gerum i daglegu tali.
Svo skefjalaus málflutningur
þykir brjóta i bága við velsæmi og
rétta breytni, allténd þegar um er
að ræða málefni sem ekki eru all-
ir sama sinnis um fyrirfram.
Þetta efni vaktist upp i haust
þegar tvivegis var sýnd i sjón-
varpi sænsk kvikmynd um
hryðjuverk Bandarikjamanna i
striðinu i Vietnam. Séð með eigin
augum nefndist myndin, gerð að
sögn á vegum alþjóðlegrar stofn-
unar sem starfar að rannsóknum
á striðsglæpum Bandarikja-
manna i Vietnam. En efni mynd-
arinnar var einkum að gera grein
fyrir ýmsum hervirkjum þeirra
sem sér i lagi er beint gegn
óbreyttum borgurum, hinum al-
ræmdu stálkúlu-sprengjum og
öðrum viðlika vopnum sem til
þess eru fallin að vekja ógn og
skelfingu ibúanna, pynda menn
og misþyrma fremur en verða
þeim að bana, napalm-, fosfór- og
gas-hernaði gegn landsinönnum,
ásamt hinum viðtæka eiturhern-
aði gegn gróðri i landinu.
Ætli það séu ekki flestir sam-
mála, að minnsta kosti i orði
kveðnu, um að fordæma slikan
hernað? Ekki hefur þess heldur
orðið vart i umræðum um sjón-
varpsmyndina að brigður væru
bornar á eínisatriði hennar, að
þessum vopnabúnaði væri raun-
verulega beitt i Vietnam með
þeim hætti sem myndin lýsti. Er
þess þó skammt að minnast að
þegar svipuð og sömu ákæruefni
voru borin upp fyrir hinum svo-
nefnda Russell-dómstól i Stókk-
hólmi fyrir nokkrum árum voru
þau almennt höfð að engu, ellegar
visað á bug sem marklausum
áróðri, uppspuna og lygi. En
svona hefur almenninsálit á strið-
inu breytzt á þeim fáu árum sem
siðan eru liðin.
1 hinum vandræðalega sam
talsþætti sem fylgdi á eftir kvik-
myndinni i sjónvarpinu bar brátt
á góma að hér væri um að ræða
„einhliða áróður”, en þá fullyrð-
ingu tók siðan hver upp á eftir
öðrum um myndina út i frá. Með
þessu virtist vaka fyrir mönnum
að i þessa mynd vantaði aldeilis
alla greinargerð fyrir viðlika
hryðjuverkum andstæðinga
Bandarikjamanna i striðinu,
skæruliða þjóðfrelsisfylkingar-
Þú
&
MÍML.
10004
VISIR
SÍMI 86611
innar og hermanna Norður-Viet-
nams, en án slikrar greinargerð-
ar væri réttu máli i raun og veru
hallað. Sjaldan veldur einn þá
tveir deila, segja menn þá: hinir
eru barasta ekkert betri! En
samt er það ekki véfengt að
myndin segi satt og rétt frá svo
langt sem hún náði.
Nú efast vist enginn um að
ófagrar sögur mætti segja af
hryðjuverkum, morðum og mis-
þyrmingum norðanmanna og
skæruliða i striðinu, að einnig
þeir heyi styrjöld gegn óbreyttum
borgurum og almenningi i
Vietnam. En hvaða gildi hefði
slikur samanburður hervirkj-
anna? Ekki yrðu þau morðverk
sem frá var greint i sjónvarps-
myndinni hótinu „betri” né rétt-
lætanlegri fyrir það, þótt hún væri
aukin frásögnum af öðrum ill-
virkjum, hins vegar i striðinu. En
i ööru lagi virðist óliklegt að slik
frásögn, þótt til hefði komið,
mundi greina frá viðlika eða
sambærilegum hervirkjum. Það
óhugnanlegasta við sjónvarps-
myndina var hin háþróaða kald-
rifjaða vigtækni sem hún lýsti, —
og slikri tækni er einfaldlega ekki
til að dreifa hins vegar viglinunn-
ar þótt menn vildu beita henni.
innfæddir menn i landinu verða
að vinna sin illvirki með miklu
frumstæðara móti.
En umrædd kvikmynd i sjón-
varpinu var alls ekki i þvi skyni
gerð né sýnd að gera grein fyrir
striðsrekstrinum i Vietnam á
báða bóga. Þvert á móti: þvi var
lýst fyrirfram að hún fjallaði ein-
vörðungu um glæpsamlegt athæfi
Bandarikjamanna i striðinu. Án
þess að véfengja sakarefnin,
ræða nánar þær staðreyndir sem
myndin lýsti er á hinn bóginn
hægt að notfæra sér alkunna nei-
kvæða merkingu orðsins „áróð-
ur” til að visa frásögn hennar frá
sér. Strið er viðbjóður, segja
menn þá, strið er glæpur, allir eru
sekir i striði... En frá þvi sjónar-
miði er reyndar furðu skammt til
þeirrar skoðunar að „einhliða
áróður” eins og myndina frá
Vietnam sé i rauninni „óviður-
kvæmilegt” að sýna, t.a.m. i is-
lenzku sjónvarpi, þótt allt sem
hún sýni og segi sé satt og rétt.
Það er svo auðvelt að loka aug-
um og eyrun fyrir þvi sem menn
vilja ekki sjá né heyra. Til hvers
er að vera aö tala um þetta? Það
er svo ljótt!
En verulega eftirtektarverð
verður slik skoðun á fréttaflutn-
ingi, t.a.m. frá Vietnam, ekki
fyrr en i bland við önnur viðhorf
og skoðanir, t.a.m. þá að það sé
írelsikrafa að sjónvarpsstöðin i
Keflavik sé rekin óheft fyrir is
lenzkan markað, en leigugjald
megi gjarnan taka fyrir banda-
riskar herstöðvar á Islandi.
Einnig þær skoðanir eru til þótt
þeim sé sjaldnar flikað en vert og
skylt væri.
Nýtt og enn betm
Nescafé
Nescafé er nú framleitt með alveg
nýrri aðferð sem gerir kaffið
hreinna og bragðmeira. Ilmur og
bragð úrvals kaffibauna er nú
geymt ómengað í grófum, hreinum
kaffikornum sem leysast upp á
stundinni. „Fínt kaffi!‘ segja þeir
sem reynt hafa.
Náið í glas af nýja, krassandi
Neskaffinu strax í dag.
kaffi med réttum keim
Nescafé Luxus — stórkornótta kaffið
i glösunum með gyllta lokinu verður
auðvitað til áfram, þvi þeir sem hafa
vanizt þvi geta að sjálfsögðu ekki hætt.
I.BRYNIOLFSSON & KVMDN
Hafnarstræti 9