Vísir - 22.11.1972, Side 7

Vísir - 22.11.1972, Side 7
Visir Miðvikudagur 22. nóvember 1972 7 frammistöðu hans. „Það er of skammt liðið frá einviginu, til þess að ég geti metið þetta. Mér finnst ég enn ekki hugsa nógu skýrt”. Enn eitt kom Spassky úr jafn- vægi i fyrstu skákunum. „Ég átti von á Larissu með hópi íerðamanna þ. 28. júli, og ég vildi óska þess að hún hefði komið þá, þvi að um það leyti gekk mér mjög illa. Loks þegar hún kom, var mér mikill styrkur að henni”. Það voru sem sé enn einar áhyggjurnar fyrir Spassky á óheppilegum tima, en Larissa kom 10. ágúst. Hún lét verða sitt fyrsta verk að flytja Spassky af Hótel Sögu yfir i einkaibúð. „Það var notalegur og hljóðlátur stað- ur, og Larissa gerði það heimilis- legt. Og hún hélt öllum f jarri mér, sem ég kærði mig ekki um að hitta”. — Ég fór strax að tefla betur. — Þannig ætla ég að hafa það næst þegar ég tefli i stórmóti. Ró og næði, og eins fáargestakom um og komist verður af með. Ef ég fæ þvi komið á, er ég 100% viss um að vinna Fischer”. Spassky hikar ögn og bætir við: „Annars var ég 100% viss um að vinna hann i þetta sinn”. Það er nánast öruggt, að það verður annað einvigi þeirra i milli. Spassky vill fá tækifæri til að hefna sin, og Fischer veit, að slikt mundi nánast svipaður gróðavegur og ámóta auglýsing, eins og þegar Frazier barðist við Muhammed Ali. — En hvernig getur Spassky hrist af sér þau tök, sem Fischer virtist hafa á honum. „Það var svo komið, að Bobby bara sat, klóraði sér i andlitinu, eða dundaði eitthvað, og beið eftir þvi að ég gerði einhverja vitleysu. Svo gerði ég vitleysu. Þá byrjaði hann að einbeita sér. Hann hætti að dunda. Ró og ákveðni færðist yfir hann. — Aftur og aftur fann ég þetta gerast, og mér leið eins og kaninu, sem er dáleidd af slöngu”. Þetta var það, sem Spassky átti við, þegar hann talaði um að Fischer dáleiddi sig. Annars er Spassky ófús að ræða galla Fischers og telur að það sæmi ekki þeim, sem tapar að setja út á sigurvegarann. Enda segir hann, að Fischer hafi unnið, vegna þess að hann var harðari af sér i þessari eldraun allri. Og um veikleika Fischers á talfborðinu vill hann eðlilega ekki úttala sig, þvi að það væri ekki herkænska, ef hann ætlar að mæta Fischer aftur. En hann óttast, að Fischer lenti i erfiðleikum vegna ábyrgðarinn- ar sem fylgir heimsmeistara- titlinum i skák. Hvernig snýst Fischer við öllum þeim milljóna- tilboðum, sem honum hafa bor- izt? „Hann hefur gert meir en nokkur annar til þess að bæta kjör skákmeistara”, segir Spassky. Þótt Spassky sé siður en svo á móti sliku, þá óttast hann, að Fischer láti afvegaleiðast. Chest- er Fox hefur hafið mál á hendur „Fischer ók sér, klóraði sér i andlitið og beið eftir þvi að ég gerði vitleysu...” Fischer fyrir að banna mynda- tökur i einviginu, og reyni Fischer vörn i málinu, kostar það tima og orku. Semji hann um stórar greiðslur Fox til handa, gæti það knúið Fischer til að tefla við sér lakari andstæðinga i fjár- öflunarskyni. Og það gæti dregið úr hæfni Fischers. Skákmeistari verður að vera i hálfgerðri einangrun i nokkra mánuði á ári hverju, en ætli fjöl- miðlar gefi Bobby Fischer tæki- færi til sliks? cTVIenningarinál Undur í seilingu eftir Þorgeir Þorgeirsson Anna Krisliii Ariigrimsdóttir og Jón Sigurbjörnsson LSDeild Sjónvarpsins: HITABYLGJA EFTIR Ted Willis i flutningi Leikfélags Reykja- vikur Fluthingur sjónvarps- ins á Hitabylgju eftir Ted Willis á mánu- daginn var má vel telj- ast meiri háttar við- burður á þvi sviði, svo langt sem þessi dagskr- árliður bar af öðru þvi, sem lengi hefur verið boðið áhorfendum og kallað leikflutningur þar i stofnun. Svona langt er bilið á milli fúsksins og fram- bærilegrar fagmennsku og svona afstæðir eru allir hlutir, að mánu- Sigi'iður llagalin dagskvöldið fyrrnefnda verður eins og veizla og fagnaður i huga þess, sem af natni og skyldu- rækni hefur fylgzt með framleiðslu LSDeildar- innar fram að þessum tima. Leikritið ber kosti sina einkum og sérlega i natinni og kunnáttu- samlegri lýsingu á brezkri smá- borgarafjölskyldu og umhverfi hennar mjög nánu. Hið stóra samvizkuspursmál verksins, kynþáttavandamálið, sem ber að um framanvert miðbik leiksins, hefur ekki gildi, nema að þvi leyti sem það skerpir drættina i þeirri natúralisku yfirborðslýsingu sem er styrkasti þráðurinn i verk- inu. Þvi hlutverki þjónar þetta vandamál allnægjanlega, enda þótt það sé kolvitlaust sett fram og hantérað án alls samhengis við félagslegar staðreyndir á per- sónulegu tilfinningasviði ein- göngu án þess þó að brúkast við neina raunhlita sálkrufningu. Fyrir vikið hafnar verkið i ófrjó- uni átökum sérhagsmunaskyn- semi og tilfinningasemi og koðnar þar eiginlega niður i klökkan haug eins og titt er um þesslags skráargatsverk — eða stofu- drama — þar sem verið er að gægjast inná fjölskylduna eina sér. Allt um það er þetta verk eins vel samið og kostur er með þvilikt verk. Dulið ofstæki, góð list. Einmitt þessi gerð leikrita sýn- ist hafa fengið fullnægjandi túlkun hjá Leikfélagi Reykja- vikur —og svo gamanleikir vita- skuld — enda i nógu samræmi við hugarfar þorra manna hér um slóðir þessa daga. Hitabylgja mun hafa orðið með vinsælustu sýningum hjá LR og að vonum. Vandamál leikritsins er hér fjar- verandi um leið og það kitlar dulið kynþáttaofstæki fslendinga. Fjölskyldulýsingin stendur miklu nær áhorfendum án þess þó að krefja þá beinlinis neins. Þetta er semsé úti Bretlandi þar sem þeir kannast svo vel við sig, hvort sem þeir hafa verið þar eða bara hlustað á útvarpsleikrit, ellegar stundað sitt Iðnó, og þannig er þetta allt i eitthvað svo mátulegri seilingu. Þetta er góð list i tvenn- um skilningi. Hún er góð við áhorfandann og hún kallar á það bezta sem leikarahópurinn i Iðnó hefur að bjóða. Það dempaða ýkjuleysi — understatement — sem þessir leikir kalla beinlinis á, kemur i veg fyrir að leikararnir hafni i fimbutöskrum sem svo oft henda þá, þegar um ókunnugar stiltegundir er að ræða. Þannig er Hitabylgja nákvæm- lega sú tegund af leikverki, sem áhorfendurnir i Iðnó taka með þakklátustum huga um leið og verkið kallar beint á þann leikstil, sem hópurinn kann bezt tökin á og vinnur af báðum þessum sökum einnegin glaðast við. Mér er til efs að öllu betur verði gert i þessum stil en þeir Jónarnir Sigurbjörns- son og Aðils gerðu hvor með sinum hætti, bæði i sýningunni i Iðnó og eins nú i sjónvarpinu. Leikur Sigriðar Hagalin er lika verðskuldaður silfurlampaleikur. Vert er þó einnig að geta þess, að þau þrjú skera sig engan veginn stórlega úr leikhópnum. „Timið” — allir leikararnir eru af sama gæðaflokki i þessu verki. Þegar undrið gerist... Nú vill svo til að einmitt sá dempaði leikstill, sem orðinn var svo árangursrikur á sviðinu i þessu tilviki fellur svotil óbreytt- ur að tjáningarmáta sjónvarps. Nostursleg leiktjöldin frá sýning- unni i Iðnó standa sig lika mæta- vel i sjónvarpsgerðinni. Helzta meinsemd LSDeildarinnar — timahrak og tilheyrandi fljót- færni, óvandvirkni og klára verk- angist með tilheyrandi lömun hugmyndaflugs, framkvæmda- vilja og ihugunar — virðist hér yfirbuguð. Sviðsverkið sjálft er nánast tilbúið til flutnings, leikararnir þekkja tjöldin, hlut- verkin eru fullæfð og auk þess slipuð af mörgum sýningum. Allt er tilbúið til upptöku — og undrið gerist: Til verður fullboðleg sýn- ing í islenzku sjónvarpi. Verkið nýtur sin jafnvel enn betur þar en á sviðinu, hvort sem það nú stafar beinlínis af þvi maður geri minni kröfur til sjónvarps en annarra miðla. Þennan flutning gætu vandlátustu manneskjur boðið til kaups á öðrum stöðum. Gæti ekki verið gaman fyrir Breta að sjá hvernig þau i Iðnó túlka þetta verk? Þvi ekki að bjóða BBC það til sýningar? Eða allar stöðvarn- ar, þar sem hliðstæður leikstill Bretanna hefur árum saman mótað smekkinn, skyldi þar ekki lika vera markaður fyrir þetta verk? Maður bara spyr svona i von um að eitthvað gerist annað i sjónvarpsmálum íslands en þetta eilifa náðarbrauð, þegar Skandinavar eru að miskunna sig yfir LSDeildina og kaupa af þeim. Og myndatakan var á fram- bærilegum atvinnumannsstand- ard nærmyndir meira að segja oft vel og nosturslega gerðar. Ef finna má að, þá kom mér spánskt fyrir ofnotkun gleiðhyrninga þeg- ar allt herbergið er inni og þó öllu verri meðferð á bakgarðinum þegar gleiðhyrningurinn var sett- ur á þær i sama tilgangi. Þetta af- skræmdi að tilefnislausu ágæt tjöld. En slikt er smáatriði og kann að stafa einfaldlega af plássleysi. Segja má, að með eindæmum hafi tekizt lukkulega að flytja þetta snotra verk af sviðinu i sjónvarp. Þó er þar einn hlutur sem gengur á sviði en ekki i sjón- varpi. Það er sminkaði negrinn. Ágætur leikur Þorsteins fannst mér liða i sjónvarpinu (sem ekki gerðist á sviðinu) við þessa til- finningu sem maður sifellt var með: Klistrast ekki sminkið af honum á hina eða i leiktjöldin? En hvað skal gera? Sminkaður negri gildir á sviði, en ekki i nær- mynd á sjónvarpsskermi. Þar höfum við annaðhvort ekta negra ellegar áminningu um það að vandamálið tittnefnda, sem verið eraðfjalla um fyrirfinnst ekki I landinu þar sem verið er að leika þetta. Semsagt —• okkar eina negravandamál kom þarna i ljós. Okkur vantar negra i leikara- stétt, einmitt vegna þess að negravandamálið er okkur að skapi, einmitt vegna þess að okk- ur vantar negra....o.s.frv... Hrall i bauk? Um leið og við metum að fullu þann árangur, sem birtist okkur á sjónvarpsskerminum siðasta mánudagskvöld, skulum við muna, að þetta er samsafn af til- viljunum og lukkulegum hending- um að sjónvarpssýning þessi tekst, hana ber að þakka leikhúsi úti bæ en engri markvissri við- leitni stofnunarinnar sjálfrar til að skapa eitthvað. Munum það lika að Jökull Jakobsson er is- lenzkur höfundur i svipuðum stil og ekkert verri en Ted Willis — a.m.k. ekkert siður brezkur en hann — og Iðnó hefur lika með svipuðum hætti brillerað á þvi að leika texta Jökuls. Þvi ekki að gera aftur brall i bauk og flytja einhverja þeirra sýninga með sama árangri uppi sjónvarp? En munum þó umfram allt eftir þvi að heimta af sjónvarpinu eitt- hvað sjálfstætt, eitthvað nýtt — jafnvel þó takast megi innámilli að flytja sökksessana utanúr bæ uppi sjónvarp. Þorsteinn Gunnarsson og Jón Sigurbjörnsson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.