Vísir


Vísir - 18.12.1972, Qupperneq 8

Vísir - 18.12.1972, Qupperneq 8
8 Visir. Þriðjudagur 19. desember 197: i / . Latinugránar á ársfundi sinum Illgjarnir stærðfræðinemar kalla hina latinunemandi mála- menn oft i háði „latfnugrána” af ótukt sinni. Á ársfundi sinum núna fyrir stuttu lýstu „gránar” yfir óánægju sinni með þá útreið sem latínan, Lingua Latina, hefur fengið i hinum nýju menntaskólalögum og hvetur Magnús (maior, maximus) menntamálaráðherra,, til að skoða hug sinn til latinu, þannig að hún verði aftur hafin i þann sess, sem henni ber”, eins og þeir félagar i Saltator, en svo heitir félagið, segja i fréttatilkynningu um málið. Að auki gerðu þeir félagar ályktanir um landhelgismálið og vilja styðja við bak Ólafiu og einnig um mjólkurmálið og var lækkun á verði drykkjarins fagnað með lófataki, en fundi slitið með þvi, að „Nú árið er liðið” var kyrjað af raust. Á myndinni eru þeir hinir hressu Saltators-menn eða Latinugránar, hvort menn vilja nú heldur. JÓLATRÉ LANDGRÆDSLUSJÓDS ADAL ÚTSÖLUSTAÐIR: Hverfisgata 20 (neöan við Laugaveg7) og Fossvogsblettur 1. Aðrir útsölustaðir: Vesturgata 6 Bankastræti 2 Blómatorgið v/ Birkimel Sjóbúðin v/ Grandagarð Laugavegur 95 Blómabúðin Runni, Hrisateig Háaleitisbraut 68 Blómaval, Sigtúni Lauganesvegur 70 Valsgarður v/ Suðurlandsbraut Blómabúðin Mira, Suðurveri Skrúðgarðast. Akur/ Suðurlands- braut Hagkaup, Skeifunni 15 Blóm og Grænmeti, Langholtsvegi Við Breiðholtskjör í KÓPAVOGI: Blómaskálinn, Kársnesbraut Við Félagsheimili Kópavogs VERD Á JÓLATRJÁM: 0,70 - 1,0 m Kr. 220,00 1,01 — 1,25 — 260,00 1,26 - 1,50 — 320,00 1,51 - 1,75 — — 360,00 1,76 ~ 2,00 — — 430,00 2,01 - 2,50 — 550,00 BIIiGDASTÖÐ FOSSVOGSBLETTI 1. — SÍMAR: 40300 og 40313 FUItU- OG GRENIGREINAR SELDAR Á ÖLLUM ÚTSÖLU- STÖDUM. ADEINS FYRSTA FLOKKS VARA. Látið eitthvað af hendi rakna i jólapottana! „beir eru ekki háværir eða ágengir, þeir góðu hermenn” segir biskup fslands m.a. i áskorun sinni til þeirra, sem leið eiga um verzlunargötur Reykja- vikur þessa dagana og ganga þá framhjá jólapottum Hjálpræðis- hersins. „En pottarnir þeirra minna á, að til eru heimili og ein- stæðingar, sem bera ekki þunga pyngju til jólainnkaupa og eiga ekki rikulegra gjafa að vænta frá ættingjum og vinum. Það sem hrýtur i þessa potta, á að ylja sliku fólki og gleða það á jól- unum”, segir biskup. Kúbuvika haldin á næsta ári Einhverntima snemma ánæstaári verður haldin Kúbuvika í Reykja- vik. bað er Vináttufélag Islands og Kúbu, sem gengst fyrir þessari viku. Þá er ráðgerð vinnuferð til Kúbu næsta sumar. Félag þetta var stofnað fyrir ári og eru félagar nú um 70 talsins. Stjðrnin er þannig skipuð: Orn Ólafsson, formaður, Rannveig Haralds- dóttir, gjaldkeri, Einar Gislason, Ólafur Gislason, Rafn Guð- mundsson og Úrsúla Sonnenfeld. Norðmenn heiðra tvo ís- lendinga. Fyrir nokkru var Þórhallur Ás- geirsson, ráðuney tisstjóri, heiðraður með kommanderkrossi hinnar konunglegu norsku St. Ólafs-orðu. Þá var Óskar Þórðarson, yfirlæknir, heiðraður með riddarakrossi af 1. flokki sömu orðu. Hefur báðum verið verið afhent heiðursmerkin af sendiráðsfulltrúa hér i Reykja- vik. Þar er þó ekki jólastressið! bað fer litið fyrir jólastressinu i Grimsey þessa dagana. Þar hefur öll vinna legið niðri og raunar allt siðan i september s.l. að þvi er segir i Islendingi-Isafold. Bátarnir 12 i eynni hafa rétt getað skotizt út dag og dag vegna ógæftanna en i fristundum, sem nóg er af, iðka Grimseyingar uppbyggingu andans með lestri góðra bóka, spilamennsku eða út- varpshlustun. Sumir dytta aö bátum sinum, en vitaskuld nægir það verkefni skammt. ,,Og engin regnhlif við öryggisbeltið!” „I þrjá stundarfjórðunga hafði ég verið með lifið i lúkunum um að vélarkrilið dytti undan flugmanni og farþegum, — útgerðarmanni að vestan, pilti úr Hrisey, töskum, skjððum, fiðurfatnaði og eldunarmeistara að sunnan — Og engin regnhlif við öryggis- beltið!” Þannig segir Guðrún Jacobsen, rithöfundur m.a. frá reynslu sinni af þvi að vera kokkur til sjós, en það reyndi hún i fyrra og segir frá þvi á sinn skemmtilega hátt i jólablaði Vikingsins, sem var að koma út. Blaðið er fjölbreytt og kápusiðu prýðir siglingamynd eftir sjálfan Gaugin. Ilefur málað i 40 ár, — opnar nú verzlun með málningu Núna fyrir stuttu opnaði Þor- steinn Gislason, málarameistari verzlun á Grensásvegi 50, þar sem hann selur máiningarvörur. Þorsteinn hefur einnig verzlun við Framnesveg, en búðir hans heita Málarameistarinn. Þor- steinn hefur i 40 ár starfað sem málarameistari, en hefur nú ákveðið að helga sig verzlunar- störfum i grein sinni. EITT ER ALVEG VÍST ÞAÐ BORGAR SIG AÐ SKOÐA ÚRVAL OKKAR OG ÞAÐ SEM FYRST Sími -22900 Laugaveg 26

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.