Vísir - 28.12.1972, Síða 5

Vísir - 28.12.1972, Síða 5
5 Visir. Fimmtudagur 28. desember 1972. AP/IMTB UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Fyrrv. forsœtisráðherra Kanada og Noblesverðlaunahafi Lester Pearson lézt úr krabbameini Yeiktist skyndilega og fluttur frá Florida heim í Ottawa um jólin A SITT VALD og hóta að myrða 5 gisla, ef félagar þeirra verða ekki látnir lausir. SKJÓTA MATARÞJÓFANA Útgöngubann í Managua og erfiðleikar við matvœladreifinguna Lester Pearson, fyrrum forsætisráöherra Kanada, lézt á heimili sínu í Kanada i nótt, 75 ára aö aldri. Pearson hefur þjáöst af krabbameini síðan 1970, en þá missti hann annað augaö af völdum þess. Læknar hans sögöu, aö krabba- meinið heföi breiözt út í lifrina. Hann haföi fariö til Florida stuttu fyrir jól- in, en liöan hans hrakaöi þá skyndilega og var hann sendur meö flugvél heim á Þorláksmessu. sér kveða innan Sameinuðu þjóðanna, og var fyrsti fram- bjóðandi Vesturveldanna, þegar kjósa átti framkvæmdastjóra 1946. En Hússland sætti sig ekki Antastasio Somoza hershöfðingi, fyrrum forseti Nicaragua, sem hefur yfirumsjón með hjálparstarfinu i kviðinn og beið bana af. Lögreglan fullyrðir, að skotið hafi komið frá öðrum þjóf, sem slapp. Somoza hershöfðingi, sem sagði af sér forsetaembætti 1. maf, en er ennþá æðsti yfirmaður hersins, sagðist grfpa til útgöngu- væli hefðu þegar borizt eða væru á leiðinni, en þau hrönnuðust öll upp við flugvellina vegna skorts á flutningatækjum. ,,Við þörfnumst mjög vöru- bila,” hefur AP eftir einum þessara heimildarmanna sinna. Eldar brutust út hér og hvar i borgarrústunum, og meðal bygg- inga sem urðu eldinum að bráð, var 18 hæða hátt hús ,,Bank de America” — önnur hæsta bygging Managua. Vatnsskorturinn hindrar slökkvistarfið. Lester Pearson hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1957 lyrir þátt sinn i þvi að setja á laggirn- ar öryggisvörzlu Sameinuðu þjóðanna árið áður. Pearson var forseti allsherjarþings S.Þ. árið 1953. Hann varð utanrikisráðherra Kanada árið 1948 og gegndi þeirri stöðu á hinum storma- sömu árum, þegar Berlinardeil- an stóð sem hæst, þegar NATO var stofnað og þegar Kóreustyrjöldin brauzt út og Súezdeilan spratt upp haustið 1956. Hann fæddist 1897, nam við háskólann i Toronto, þegar fyrri heimstyrjöldin brauzt úr, og lét þá þegar skrá sig i herinn, en særðist, þegar flugvél hans var skotin niður Lauk hann þá námi, gekk i utanrikisþjónust- una, og var sendiherra Kanada i Washington á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. 1946 varð hann ráðuney t i ss t j ó r i utanrikismála og hafði þá þeg- ar vakið á sér athygli fyrir þátt sinn i ýmsum alþjóðlegum ráð- stefnum. Lester Pearson lét mikið að Lestcr Pcarson, fyrrum for- sætisráðhcrra Kanada við hann, svo að Tryggve Lie var valinn i staðinn. Pearson var. forseti sjöunda allsherjar þingsins. Þegar Lester Pearson lét af embætti utanrikisráðherra árið 1957, eftir að l'lokkur hans hafði misst meirihluta á þingi, var hann leiðtogi stjórnarandstöð- unnar til ársins 1963, en þá varð hann forsætisráðherra þegar stjórnin vék frá eftir van- traustsyfirlýsingu. Pearson gegndi þvi embætti til 1968, en þá sagði hann af sér embætti og formennsku Frjáls lynda flokksins, og tók þá við Pierre Elliott Trudeau. Pearson settist þó ekki alveg i helgan stein, þvi að Robert McNamara, yfirmaður Alþjóðabankans, fól honum að gera skýrslu um þann árangur, sem náðst hafði við að aðstoða vanþróuðu rikin, og gera tillögur um, hvernig ná mætti enn meiri árangri á þvi sviði. Pearson og nefnd ,hans lagði skýrslu sina fram haustið 1969. annars mundu þeir taka fangana af lífi. Meðal þeirra, sem þeir vildu fá lausa úr haldi, er Japaninn Kozo Okamoto, einn þeirra þriggja, sem valdur var að fjöldamorðun- um á Lod-flugvellinum hjá Tel Aviv í júni í sumar. Fjórir vopnaðir Palestinuskæruliðar réðust inn i sendiráð í s r a e 1 s m a n n a i Bangkok, höfuðborg Thailands, og tóku 5 starfsmenn sendiráðsins fyrir gisla. Þeir hóta að drepa gislana, ef israelsk yfir- völd hafa ekki látið lausa 36 Palestinuaraba úr fangelsi fyrir kl. 2 á morgun. Það er ekki vitað með vissu, hve marga gisla skæruliðarnir tóku, þvi að 28. des. er helgidagur i Thailandi, og þvi öllum sendiráðum lokað. En þó er talið, að þeir hafi tekið til fanga þrjá israelska diplðmata og eiginkon- ur tveggja þeirra. ■Skæruliðarnir réðust inn i sendiráðið um kl. 6 i morgun að okkar tima og hengdu út i glugga fána Palestinu, en þegar lögregl- an umkringdi húsið, lögðu þeir fram lista með nöfnum 36 manna, sem þeir vildu fá lausa úr israelskum fangelsum. Skæruliðarnir, sem eru með- limið i „Svarta september- hreyfingunni”, sögðust ekki mundu vinna gislunum mein, ef kröfur þeirra yrðu uppfylltar, en Kozo Okamoto, morðinginn frá Lod (sem hló við ljósmyndurum, þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum), er meðal þeirra, sem skæru- liðarnir heimta látinn lausan. E1 Retiro-sjúkrahúsið i Managua var ein þeirra bygginga, sem jarð- skjáiftinn jafnaði við jörðu, og undir rústunum fórust 78 manns, en þessi móðir, sem bandar hendi við lækninum, þegar hann ætlaði að hjálpa barni hennar, var meðal þeirra, sem björguðust úr byggingunni. Managua, innleiddi i gærkvöldi útgöngubann frá kl. 18 til sólar- upprásar. ilann gaf hermönnum og lögreglu fyrirmæli um aö skjóta hvern þann, sem væri á ferli á þeim tima eða reyndi gripdeildir og rán. Tveir hafa þegar verið skotnir til bana, og var annar þeirra fjögurra ára drengur. Hermenn komu að manni, sem var að ræna einkaheimili, og skutu þeir manninn, en drengurinn litli, sem var nærstaddur, fékk skot i bannsins til að vernda fólkið. Hann sagði, að hermennirnir hefðu fengið fyrirmæli um að skjóta hvern þann, sem sæist á ferii i einhverjum af þeim fimmtán borgarhlutum Managua, sem hafa nánast verið girtir, vegna þess að þar eru húsin verst farin. Hershöfðingin fullyrti, að þær 110 þúsundir borgarbúa, sem taldar eru enn vera í borginni, mundu fá matvæli. „Dreifing matvælanna gengur vel, og það þýðingarmesta nú er að fá fólk til þess að biða eftir sin- um matarskammti i stað þess að gripa til örþrifaráða,” hefur NTB-fréttastofan eftir honum. AP-fréttastofan ber hinsvegar ónafngreinda starfsmenn þess opinbera fyrir því, að næg mat- Fótgangandi vegfarendur virða fyrir sér byggingu, sem lagzt hafði saman eins og harmonika, en þarna voru til húsa nokkrar ræðismannsskrifstofur, áður en jarðskjálftinn lagði allt i rúst. Skœruliðar „Svarta september" TOKU SENDIRÁÐ ÍSRAELS í BANGKOK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.