Vísir - 28.12.1972, Page 16

Vísir - 28.12.1972, Page 16
. ■ Jólagleðin í síðasta sinn? Undirbúningur jótagleði Menntaskóians i Reykja- vik, MR. er nú hafinn. I gærdag þegar Visismenn litu við i íþróttahöllinni í Laugardal, þar sem gleð- ín mun fara fram, var skemmtinefnd ásamt fleiri nemendum úr skólanum, þar saman komin og var verið að undirbúa skreytingu. Kormaður skemmtinefndar, Garðar Guðmundsson, tjáði okkur, að liklega yrði þetta i sið- asta sinn, sem jólagleði skólans fer fram i Laugardalnum, Sagði hann að mótmæli hefðu komið frá ýmsum aðilum sem einhver afskipti hafa af húsnæðinu, gegn þvi að jólagleði væri haldin á staðnum. Garðar sagði, að á siðasta ári þegar liða fór að jólagleði, að mólmælaraddir hefðu þá einnig komið upp. Var þá ákveðið að sú jólagleðin yrði sú siðasta, sem var þó reyndar ekki. tþróttahöllin er næstum eini staðurinn sem til greina kemur fyrirþessa jólagleði, ekki nema þá ef væri einhver vöru- skemma. Undirbúningur yrði þá svo gifurlegur, að það yrði varla framkvæmanlegt, til dæmis að koma upp hreinlætis- aðstööu og fleiru. Jólagleðin verður haldin á morgun, þann 29. og verður iþróttahöllin skreytt og fegruð i dag og á morgun. Bar sá sem smiðaður var fyrir veizlu aldar- innar i sumar, verður notaður, reyndar ekki nema helmingur hans. Stórar myndir munu þekja veggina, og sögðu teiknararnir, þau Rebekka Sverrisdóttir og Guðmundur Gislason, að þau hefðu i fyrstu hugsað sér að teikna eingöngu myndir við sögur upp úr is- lenzkum þjóðsögum. Það breyttist þó er á leið, og endaði með þvi, að myndskreytingar eru ekki lengur takrrrarkaðar við neitt. Búizt er við um það bil 1800 gestum i Laugardalshöllina á jólagleði skólans. —EA Undirbúningur jólagleði MR. er nú í fullum gangi, en spurningin er svo, hvort nemendum skólans gefst kostur á að fá iþróttahöilina aftur að ári. REYKBOMBUR VALDA TJÓNI í VERZLUNUM All nokkuð ber á þvi, að svo- kölluðum reykbombum sé fleygt inn á gólf i verzlunum. Þó að reykbomburnar séu ekki ýkja hætlulegar, geta þær þó valdið tjóni og cru ekki ætlaðar til þess að liafa að leik inni fyrir. t Reykjavik hefur nokkuð borið á þessu, og i verzlun Halla Þórarins i Arbæ var i gær fleygt inn reykbombu, sem olli þvi að b-unagat kom á gólfdúkinn. Einúig var komið fyrir reyk- bombu i póstkassa, en ekki er vit- að til að neitt hafi brunnið þar. Þegar reykbombu er fleygt inn i hús fyllist allt af reyk, og er þvi ekki beinlinis þægilegt fyrir við- skiptavini að halda áfram inn- kaupum sinum eða verzlunarfólk að afgreiða. Flugeldasölur eru nýhafnar og ber þvi nokkuð orðið á rakettum og öðrum eldfærum. Vill lögreglan beina þeim tilmælum tii fólks að fara gætilega með eld- færin og nota þau ekki öðrum til miska. -EA. L^iJ Grunur beinist að ókveðnum manni Grunur liefur beinzt að ákveðnum manni i sambandi við hnifstungumálið i Breiö- holti. Vaknaði sá grunur eftir að tvcir strætis vagnafarþegar, sem lögreglan yfirheyrði, höfðu veitt upplýsingar sínar. Voru það karlmaður og unglings- stúlka, sem höfðu stigið i slrætisvagninn á næsta leiti við árásarstaðinn, aðeins fáeinum minútum eftir að Ingibjörgu ólafsdóttur hafði verið veitt hnifslungan. Höfðu fyrrnefndir strætis- vagnafarþegar veitt sérstaka athygli karlmanni, sem kom móður og másandi upp i strætis- vagninn við írabakka, sem er næsti viðkomustaður strætis- vagnsins á eftir Arnarbakkan- um, þar sem Ingibjörg hafði ætlað að taka vagninn. Virtist þeim sem hann væri harla taugaóstyrkur, og sté hann úr vagninum á fyrstu stöð- inni, þar sem hægt var að skipta um vagn. Fór hann út á Bústaðaveginum með það fyrir augum að taka þar leið 7. „Hann sagði mér það um leið og hann snaraðist út,” sagði annað vitnanna, karlmaðurinn, i viðtali við Vísi i morgun. Hann lét þess jafnframt getið i viðtal- inu, að viðkomandi manni hafi hann aldrei veitt athygli fyrr i Breiðholtsvagninum. ,,Eg þekki hann heldur ekki með nafni, en er honum samt málkunnugur. Við höfum stöku sinnum spjallað saman þegar við höfum hitzt á dansleikjum, og þegar hann kom upp i strætisvagninn þarna um dag- inn, tók hann sér sæti við hlið mérog töluðum við þá litilshátt- ar saman á leiðinni niður á Bústaðaveg”, sagði vitnið enn- fremur. Honum, sem og stúlkunni, sem fyrr er getið, voru sýndar ljósmyndir af „gömlum kunn- ingjum” lögreglunnar og þekktu þau þar bæði umræddan mann á einni myndinni. Njörður Snæhólm, rann- sóknarlögreglumaður, vakti at- hygli á þvi i viðtali við Visi i morgun, að ofangreint rann- sóknaréfni lögreglunnar væri aðeins einn hluti hinnar viða- miklu rannsóknar i hnifstungu- málinu og bæri að taka það með fyrirvara. Hann vildi annars ekki veita neinar upplýsingar um það, á hvaða stigi rannsóknin væri. En lét það þó uppi, að hinn grunaði úr Breiðholtsvagninum hefur ekki verið yfirheyrður ennþá. Sá ku vera sjómaður og ekki i landi um þessar mundir, að þvi er talið er. Liðan Ingibjargar er sæmileg orðin, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem fjölskylda hennar veitti Visi i morgun. Stúlkan liggur þó ennþá á Borgar- spitalanum og óvist er, hvenær hún fær að fara heim á ný.ÞJM FORSENDUR BÚR- FELLSLÍNU STRANG- ARI EN í SOGSLÍNU — segir Páll Flygenring, yfirverkfrœðingur Landsvirkjunar Það liggur auðvitað fyrir okkur að spyrja, hvort forsendur Búr- fellslinunnar liafi verið nægjan- lega strangar, fyrst linan gaf sig svona. Þó eru forsendur fyrir gerð Búrfelislinu ivið strangari en forsendurnar fyrir gerð Sogs- linu á sinum tima, en Sogslinan hefur aldrei gefið sig, sagði Páll Flygenring, yfirvcrkfræðingur Landsvirkjunar i viðtali við Visi i ínorgun. Nú vitum við auðvitað ekki, hvort verulega mikið meira hefur verið lagt i Sogslinu af hálfu verk- takans en lágmarkskröfur buðu. Oft munar þarna töluverðu, þegar menn vilja tryggja sig gegn þvi að lenda öfugum megin við kröfumörkin. Hitt er alveg ljóst, að við reiknuðum með þvi, að staurarnir i Búrfellslinu þyldu meira álag en reiknað var með að staurarnir i Sogslinu ættu að þola. Reiknað var með álika álagi á linunní I báðúm tílvíkum, sagði Páll. Þegar staurinn við Hvitá gaf sig var veðrið nákvæmlega þvert á linuna, en veðrið var þá að snúast úr suðaustan i suð- vestanátt, að þvi er Páll sagði. Þegar Búrfellslinan var byggð, fór bandariska verkfræðifirmað Harza yfir öll verk franska fyrir- tækisins, sem lagöi linuna, og gerði efnisprufur. Þá voru allar gerðir staura, sem eru i linunni yfirfarnir og reyndust þeir allir standast þær kröfur sém til þeirra voru gerðar. -VJ. LANDLÆKNIR GERIST HÉRAÐS- LÆKNIR í JÓLAFRÍINU úf9 í dreifbýlið oð w ftg er þeirrar skoðunar, að þeir Olafsfirði. Hann var skipaður VetrOrlaaÍ, Seqír Olafur sem sitja i þéttbýli og fást við landlæknir nú i haust sem leið. - ' . , ,, , . stjórnun hafi gagn af þvi að koma VJ. OlOfSSOII, landlOBkllÍr út i dreifibýliö, sérstaklega að vetrarlagi. Ureifbýlið skiptir nefnilega töluvert um lit að vetrarlagi, aðstæðurnar eru gjör- ólikar þá en að sumarlagi, sagði ólafur ólafsson landlæknir, þegar Visir talaði við hann i morgun, en Ólafur gegnir starfi liéraðslæknis á Þingeyri nú yfir jólin. Ég taldi einnig sjálfsagt, að ég tæki að mér störf i dreifbýlinu fyrst ég gat það nú yfir jólin, en eins og allir vita er heldur litið að gera i Reykjavik þá og verður litið úr vinnu. Auk þess hef ég gaman af að koma út á land. Ég er i minni vinnu að skora á lækna, starfsbræður mina að taka að sér vinnu i dreifbýlinu. Þeir hafa brugðizt vel við kalli heilbrigðis- yfirvalda, en 20 læknar úr þéttbýli hafa á árinu gegnt störfum á 11 stöðum til bráðabirgða, sagði Ólafur, þvi ekki eins ég? Nú vantar lækna á 10 stöðum úti á landi. A flestum stöðunum geta nágrannalæknar gegnt störfum i þessum héruðum, en þar sem ekki er hægt að koma þvi við er læknisskorturinn hvað tilfinnan- legastur eins og hér á Þingeyri, sagði Ólafur. Þess má geta að lokum, að Ólafur Ólafsson fór einnig i frii sinu i fyrravetur út á land til að gegna héraðslæknisembætti, þá á VERÐUR LINA ENDURSÝND? Málið í athugun á sjónvarpinu, því mörg börn misstu af síðasta þœttinum „Það vcrður athugaö með velvild," sagði Jón Þórarinsson hjá sjónvarpinu, þegar Visir spurðist fyrir um hugsanlega endursýningu á siðasta þættinum með Linu I.angsokk, sem sýndur var á aöfangadag. Sem kunnugt er var rafmagns- laust nokkuð viða á þeim tima, sem verið var að sýna þennan siðasta þátt af Linu, og sums staðar grétu börnin fögrum tárum þegar rafmagnið allt i einu fór, rétt þegar nýbyrjað var að sýna þáttinn. Jón Þórarinsson taldi, að það myndi sennilega einhverjum ann- mörkum háð að endursýna þáttinn. Slikar endursýningar verða að vera með fullu leyfi þeirra, sem leigja út myndina. Einnig kvað Jón að eftir væri að kanna hversu margir hefðu misst af þættinum, það er að segja hve margir hefðu verið rafmagns- lausir á meðan á sýningu hans stóð. I þessu tilliti gaf Fréttastofa sjónvarpsins fordæmi i frétta- tima sinum á annan i jólum, þegar þeir endursýndu ýmsar innlendar jólakvikmyndir, sem margir höfðu misst af daginn áður. Vist er, að mörgum hefur verið akkur i þvi. -Ló

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.