Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Fimmtudagur 11. janúar 1973 — 9. tbl. STEF fœr 600 þús. frá Kananum Njörður P. Njarövik, for- inaður útvarpsráös, var að þvi spurður i gærkvöldi, hvort isienzka útvarpiö mundi greiða STEF það sem tapaðist, ef Keflavikurút- varpi yrði lokað. Njörður taldi það ekki skipta máli við ákvörðun þess, hvort ætti að loka á vellinuin. STEF fær 600 þúsund frá Kananum og tifalt það frá islenzka útvarpinu. Sjá baksíðu FORSÆTISRÁÐHERRA HUNZAR NORÐURLÓNDIN Forsætisr&ðherra islands, Ólafur Jóhannesson, hefur til- kynnt aö hann muni ekki mæta til fundar, sem Norrænu félögin boða til f Kaupmannahöfn i dag til umræðna um norræna sam- vinnu. Forsætisráðherrum öllum Norðurlandanna var boöiö til fundarins. Olov Palme cr forfallaður og sendir viö- skiptaráöherra Sviþjóðar i sinn stað. Ólafur Jóhannesson sendir ambassador islands i Höfn i sinn stað. Fullvíst má telja, að forsætisráðherra sé að mót-' mæla afstöðu okkar og Perú hjá Sameinuðu þjóðunum um nátt- úruauðlindir i hafinu. öll Norö- urlöndin, nema island, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Visir reyndi að ná sambandi við Ólaf Jóhannesson i morgun án árangurs. I viðtali við blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar, Hannes Jónsson, kom fram, að ekki hefur verið gefin út opinber yfirlýsing um, að forsætisráðherra sitji heima i mótmælaskyni. — bað er stað- reynd að forsætisráðherra hefur verið boðið á þennan fund. Það er staðreynd, að hann sér ekki ástæðu tií að mæta á þessum íundi. Það er einnig staðreynd, að afstaða Norðurlandanna til tilögu okkar hjá SÞ er óskiljan- legogaðvið getum ekki gleymt henni að sinni, sagði Hannes Jónsson. — Meira get ég ekki sagt um þetta mál. Þó má kannski minna á ummæli for- sætisráðherra i áramótaávarpi til þjóðarinnar. Þar sagði m.a.: ,,Við Islendingar erum bæði Mœtir ekki á fundi með starfsbrœðrum í Kaupmannahöfn í dag. Víst að verið sé að mótmœla afstöðu Norðurlandanna til hagsmuna okkar hjá S.Þ. hryggir og gramir yfir afstöðu Norðurlandanna til tillögu Is- lands og fleiri rikja um náttúru- auðlindir i hafinu á nýafstöðnu Allsherjarþingi. Afstaða þeirra til þessa stærsta lifshagsmuna- máls okkar, sem þeim hefur verið gerð rækileg grein fyrir, er okkur óskiljanleg. Við- brögðum þeirra getum við ekki gleymt um sinn. Það vil ég segja frændum okkar og vinum i fullri hreinskilni”. -VJ. Aðilar, sem Visir leitaði til i morgun vegna þessa máls voru ekki tilbúnir að skýra opinber- lega afstöðu sina. Þó mátti skilja aö þessi ráöstöfun for- sætisráðherra mun væntanlega verða gagnrýnd. -VJ. Allt á fulla ferð í handknattleiknum — Sjá íþróttir í opnu Tengdamóðir Mick Jaggers týndist í jarðskjálftunum Mick Jagger og frú hans, Bianca, eru farin til Managua að leita að móður Bianca, sem ekki hefur tii spurzt, siðan jarð- skjálftarnir urðu. SJA BLS. 4. Spies gerir kvikmynd - Sjá NÚ-siðu bls. 4 Hjörtur skoðar sig um í borginni — Sjá bls. 4 Hefðuð barnanna nú undanfarið, og er ágætt fyrir krakkana að vera búin að heyra eitthvað af sögunni áður en þau sjá leikritið. Þórhall- i ur Siguröss., les söguna i útvarpiö en hann leikur einmitt eitt af aðalhlutverkunum i Þjóöleikhús- inu, sjálfan Iða-Kliða aldinbora. — LÓ. Löndunarbann? ,,fcg veit ekki betur en fram hafi komið i fréttum að ekkert löndunarbann sé, aðeins hafi ver- ið óskað eftir þvf”, sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Liú, þegar blaðið spurði hann álits á löndunarbanni á islenzkan fisk i fjórum þýzkum sam- bandsrikjum. Stjórnir fjögurra þýzkra sam- bandsríkia, Hamborg, Bremen, Schlesvik-Holstein og Nieder- Sachsen hafa við orð að setja inn- flutningsbann á islenzkan fisk um vikutima. Enginn þeirra manna, sem blaðið hafði samband við um málið I morgun, vildi tjá sig frek- ar aö svo komnu máli. — ÞM. SH og SÍS svara Bjarna Magnússyni: ,Þjónum hagsmunum frystihúsanna bezt' Ef unnt vcrður að framleiöa meira magn af frystri loönu til Japan en þau 10 þús. tonn sem SII og SlS eru þegar búin að semja um sölu á,” hafa SH og SÍS sizt minni möguleika til þess cn aðrir að leysa það mál á þann hátt sem bezt mundi þjóna hagsmunum þeirra frystihúsa, sem samtökin mynda, ekki aöeins um skamman tima heldur einnig meö framtiðar- hagsmuni fyrir augum.” Þannig er komizt að orði i fréttatilkynningu til Visis frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS, þar sem svarað er gagnrýni Bjarna Magnússonar, framkvæmda- stjóra tslenzku umboössölunnar á þvi, hvernig SH og SÍS og fleiri aðilar hafa staðið að málum i sölu á frystri loðnu til Japan. I fréttatilkynningunni, sem birt er á bls. 3 i blaðinu i dag er sögu markaðsuppbyggingar i Japan á frystri loðnu frá sjónar- hóli sölusamtakanna lýst i stórum dráttum, frá þvi að send var út 5 smálesta tilrauna- sending árið 1967 þar til að nú er samið um sölu á 10.000 tonnum af frystri loðnu. Sjá bls. 3. þið étið mannakjöt? - Sjá bls. i Morfínsmygl fyrir hundruð milljóna í Noregi — Sjá bls. 5 Æfing i fulium gangi á sviöi Þjóðleikhússins. Leikstjórinn, Klemens Jónsson, fyrir miðju. Furðuheimur hugmyndaflugsins Það er ferðazt um heima og geima og allavega furðuverur heimsóttar þegar börnin tvö og aldinborinn fara i ferðina til tunglsins. Börnin fara i ævintýra- leit, en aldinborinn af illri nauð- syn, hann verður aö finna einn af fótum sinum, sem vondur maður hjó af með öxi. Hugmyndaflug höfundarins leikur heldur betur lausum hala i „Ferðinni til tunglsins” og ekki eru ævinlega farnar troðnar slóöir i útskýring- um á ýmsum fyrirbrigðum i náttúrunni. Leikritið verður frumsýnt 17. janúar. Allt veöurlag og flest önnur fyr- irbrigði, sem i himninum búa, eru persónugerð: Regnvaldur Rosa- son, Éljagrimur, Skýlaug Skúra- mamma, svona eru nöfnin. Fólki hefur gefizt kostur á að hlýða á söguna i morgunstund BORGAR JÓLA BÓKAFLÓÐIÐ SIG?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.