Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 3
Visir. Fimmtudagur 11. janúar 1973 SENDU ÚT 5 TONNA SÝNISHORNASENDINGU 1967 NÚ SAMIÐ UM SÖLU Á 10.000 SH og SÍS svara gagnrýni á sölustarfsemi og vilja til einokunar TONNUM AFLOÐNU i dagblaöinu Visi, þriöjudaginn 9. þ.m. er grein um útflutning frystrar loönu til Japan, sem byggö er á upplýsingum frá Bjarna Magnússyni. Þar sem ýmislegt villandi kemur þar fram, bæði i sambandi við með- ferð talna, upplýsingar og ályktanir sem af þeim eru dregn- ar, telja Sölumiöstöö Hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild Sambandsins nauðsynlegt að eftirfarandi fái að koma fram: Eins og opinberar útflutnings- skýrslur bera með sér, hófst út- flutningur frystrar loðnu frá ts- landi til Japan árið 1967, en þá var aðeins um 5 smálesta sýnis- hornasendingu að ræða. Jap- anska fyrirtækið, sem keypti þetta sýnishorn, hafði áður sent fulltrúa sina til íslands, til að at- huga möguleika á loðnukaupum, en slikt hið sama höfðu önnur japönsk fyrirtæki gert. Islenzk loðna er nokkuð frábrugðin þeirri loðnu sem veiðist við Japan og varð þvi niðurstaða af þessum frumathugunum neikvæð nema hjá þessu eina fyrirtæki. Að fengnu þessu fyrsta sýnis- horni, keypti þetta fyrirtæki siðan 5001estiraf frystri loðnu árið 1968 og aftur 750 lestir árið 1969. Allan þennan tima var stöðugt unnið að þvi að vinna upp markað fyrir þessa vöru. Þaö reyndist bæði flókið verk og kostnaðarsamt, m.a. vegna þess, að islenzku loðn- una var ekki unnt að þurrka undir beru lofti á sama hátt og japönsk loðna hafði verið þurrkuð, af ástæðum sem of langt mál væri að rekja hér. Einnig kom i ljós, að ekki var auðsótt að selja þurrk- aða islenzka loðnu til sömu verkunar- og dreifingaraðila sem verzluðu með japanska loðnu. Þurfti þvi hinn japanski kaupandi að þróa þurrkofna og koma upp aðstöðu viða I nánd við helztu neyzlusvæðin til að verka loðn- una. Jafnframt var fyrstu árin nauðsynlegt að kaupandi kæmi sjálfur vörunni til hins endanlega neytanda, m.a. með þvi að leigja sölusvæði i stórum matvöru- smám saman að skila árangri og þá skeði tvennt: a) kaupin frá Is- landi fór sivaxandi, 1.000 lestir árið ’70, 3.300 lestir árið ’71, 4.200 lestir áriö 197á og nú nýlega hefur verið gengið frá sölusamningum um 10.000 tonn sem eiga aö af- hendast á næstu mánuðum og b) jafnframt fóru önnur japönsk fyr- irtæki að fá áhuga fyrir þessum viðskiptum. Innkaup þeirra frá Noregi hófust árið 1971, þá um 2.500 lestir, sem jókst i um 3.000 lestir árið 1972. Nokkuð kapp hef- ur orðið á milli japanskra fyrir- tækja um að tryggja sér kaup frá Noregi og Islandi á undanförnum tveim árum, sem m.a. hefur komið fram i þvi, að háum tölum um magn og sölumöguleika er léttilega á loft kastað, án þess að nokkuð tillit sé tekið til þeirra skilyrða sem fyrir hendi verða að vera, ekki aðeins i Japan þar sem loðnan er verkuð og seld, heldur einnig i viðkomandi framleiðslu- löndum. Óhjákvæmilegt er að vikja nokkrum orðum að þvi sem að framleiðslunni snýr i þessum efn- um. Svo sem kunnugt er, veiðist loðna aðallega við suður- og aust- urströndina i janúar og febrúar, eða á þeim tima sem bolfiskveiði fer jafnan vaxandi á þessu svæði. Framleiðslu- og geymslu- geta fiskvinnslustöðva er þvi takmörkum háð. Þá krefst hinn japanski markaður þess, að hrogn loðnunnar seú orðin vel þroskuð og að hlutfall kvenloðnu sé við ákveðið mark. Ferskleiki og góð meðferð hráefnis jafnt i veiðiskipi, við löndun og i fisk- vinnslustöð eru og algjör höfuðat- riði. I reynd þýðir þetta, að á undanförnum árum hefur fram- leiðslan mjög takmarkazt af þessum kringumstæðum. Vöxtur þess magns sem selt hefur verið til Japan á undanförnum árum hefur þvi bæöi verið háður að- stæðum i Japan og hér heima fyr- ir. Það skiptir litlu i þessi sam- bandi, að vegna óvenjul. hag- stæðra skilyrða á s.l. ári hefði verið hægt að framleiða nokkuð SIS var gerður um 5.000 tonn, miðað við að aðrir seldu ekki til Japan, en 4.000 tonn, ef öðrum aðilum yrði leyfð sala. Sala Islenzku umboðssölunnar haföi þvi raunverulega þær afleiðingar að minnka það magn sem selt var um nokkur hundruð smálestir. Fulltrúar frá SH og SIS ferðuð- ust til Japan haustið 1971 og siðan aftur á seinasta hausti til að kynna sér markaðsaðstæður sem bezt. Var i i ferðinni rætt við öll þau japönsk fyrirtæki sem höfðu látið i ljósi áhuga á loðnukaupum frá Islandi. Viökomandi ráðu- neyti var látið fylgjast með gangi mála og virðist ásökun um áhuga leysi þessara aðila á loðnusölu til Japan byggð á misskilningi eða ónógum upplýsingum og þvi vart svaraverð. Þeir sem til þessarar fram- leiðslu þekkja munu flestir telja, að aukning úr 4.200 lestum á s.l. ári i 10.000 lestir á þessu ári sé æði myndarleg og er það hald flestra að skilyrði þurfi að vera i meira lagi hagstæð, ef hægt verður að framleiða verulega meira magn, án þess að meiri háttar breyting verði áður gerð á aðstöðu allri á sjó og i landi. Fari hins vegar 'svo, að hægt verði að framleiða meira magn, hafa SH og SIS sizt minni möguleika til þess en aðrir að leysa það mál á þann hátt sem bezt myndi þjóna hagsmunum þeirra frystihúsa sem samtökin mynda, ekki aðeins um skamman tima, heldur einnig meö framtiðarhagsmuni fyrir augum. Það sem endanlega skiptir máli i þessu sambandi, er að sá markaður sem unninn hefur verið i Japan fyrir frysta loðnu, fyrst og fremst fyrir frábæran áhuga og dugnað eins fyrirtækis, verði áfram stundaður af kappi og for- sjá, en ekki af litilli þekkingu og i hasarfréttastil. (Kréttatilkynning frá Sölumið- slöð Hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild S.t.S. 10.1. ’73). verzlunum og vöruhúsum. meira magn en gert var — en þess Þessi undirbúningsvinna fór má þó geta að samningur SH og Héldu vörð við rakarastofu — eftir að hafa brotið þar rúðu Tiilvan lengst til hægri á þcssari mynd er sú stærsta á islandi. Hún mun brátt fara til Skýrsluvéla rikis- ins og Keykja víkurborgar, þar sem skipt verður á henni og eldri vél. Þessi stóra tölva heitir IBM system 370/135 og getur hún sinnt margvislegustu vcrkefnum. Það má segja að hún sé enskumælandi, þvl að henni eru gefin fyrirmæli á ensku og hún getur einnig gefið upp- lýsingar á sama máli. HEILABROT TÖLVU VIÐ HVERFISGOTU Oftast þegar ungling- ar brjóta rúðu taka þeir á sprettinn i burtu og reyna að losna við að borga rúðuna. Ekki er þetta þó alltaf tilfellið. Nokkrir unglingspiltar uröu fyrir þvi i gærkvöldi að brjóta rúðu i rakarastofu i Arbæjarhverfinu. Voru drengirnir aö leika sér fyrir utan rakarastofuna og mun einn þeirra hafa dottið á rúðuna með þeim afleiðingum að hún brotn- aði. En i stað þess að hlaupa i burtu, héldu þeir vörð við rúðuna svo enginn óviðkomandi færi inn á rakarastofuna, á meðan einn þeirra leitaði uppi eiganda rak- arastofunnar og tilkynnti honum um rúðubrotið. Drengirnir buðust til að borga rúðuna að fullu, og gengu fjöl- skyldur þeirra i ábyrgð fyrir greiðslunni. — ÞM. Þeir sem lagt hafa leiö sina upp Hverfisgötuna nú siðustu daga, hafa eflaust rekið upp stór augu þegar að horni Klapparstigs var komið. Þar er heldur óvenjulega sjón að sjá inn um glugga á neðstu hæð. Fyrirtækið IBM á Islandi hefur sett upp tölvur og tilheyr- andi.tæki fyrir innan gluggann og þar vinna menn sin störf við þessi tæki. Þessi starfsemi fyrir innan gluggana gegnir tviþættum til- gangi aö sögn Sverris Ólafssonar, deildarstjóra. I fyrsta lagi er ver- iö aö vinna þarna að verkefnum, sem fyrirtækið hefur tekið að sér, svo sem viðskiptalegar úrvinnsl- ur fyrir fyrirtæki og i öðru lagi er fólki gefinn kostur á að virða þessi tæki fyrir sér og væntanleg- um viðskiptamönnum er sýnt hvernig þau vinna. Talsvert af þeim tækjum, sem nú eru þarna fyrir innan glugg- ann, fara siðan til Skýrsluvéla rikisins og Reykjavikurborgar, þar sem þau verða sett i staö eldri tækja. önnur tæki koma siðan inn fyrir gluggann i stað þessara, sem fara til Skýrsluvéla. —LÓ ENN ÞRJOZKAST 14 KER VIÐ I ALVERINU Enn eru ein 16 ker i kerskálum álversins, sem ekki hefur tekizt að koma I gagnið að nýju eftir rafmagnstapið á dögunum. Er gert ráð fyrir, að það geti tekið allt aö þrjá mánuði — ef það þá tekst. „Aftur á móti eru hin 66, sem stöðvuðust, komin i full afköst og óaðfinnanleg,” sagði Ingvar Pálsson, verkfræðingur, þegar Visir hafði tal af honum Eðlilegar vaktir kvað hann hafa komizt á að nýju undir lok siðustu viku, en enn væru auka- vaktir aö störfum við kerin sextán, sem hafa þrjózkazt við. ,,Sú aðferð, sem kom að haldi við hin kerin, nægir ekki á þau,” „Við vorum i tvo sólarhringa að komast niður á rétta björgunar- aðferð, þar sem við höfum ekki neitt fyrir okkur i þeim efnum. En þegar rétta aðferðin var fundin, gátum við unnið skipulega að björgun kerjanna. Við vorum að i sjö daga og tókum um tiu ker i gegn á dag,” sagði Ingvar. Hann kvað álið vera 950 stiga heitt i kerjunum við eðlilegar ástæður, en i rafmagnsleysinu hefði þaö náð að kólna niður i 700 stig. ,,Þá hefði það ekki þurft aö kólna nema um 40 stig til viðbótar til að storkna,” útskýrði Ingvar. „700 stiga heitt var álið seig- fljótandi og mjög þungt i vöfum. Það eru um 5 tonn af áli i hverju keri, en til þess að koma þeim i gagnið aftur var ráöizt i að brjóta gat i gegnum storknuðu raflausn- ina og dæla upp úr kerjunum þrem tonnum af áli. Þaö krafðist sérstakrar lagni að soga það upp úr, sökum þess hve það var seigt, en þegar það hafði tekizt, var fljótandi raflausn dælt þar niður. Við það jókst hitinn og storknaða raflausnin tók að bráðna.” Ingvar hafði ekki handbærar nákvæmar tölur um það tjón, sem hlauzt af rafmagnstruflununum, enda ekki öll kurl komin til grafar ennþá. En hann taldi, að óhætt væri að fullyrða, að þaö væri ekki undir 30 milljónum króna, og gæti jafnvel verið allt að 60 milljónir. Þá meðtalið framleiðslutap, rýrnun hráefnis og skemmdir. Það verður dýrt spaug, ef nauð- synlegt reynist að brjóta upp fóðrun þeirra sextán kerja, sem enn hafa ekki náðst í lag. Fóðrun hvers þeirra um sig getur kostað allt aö eina og hálfa milljón króna, en fóðrun á að duga allt aö 1800 til 2000 daga, eða með öðrum orðum i nær fimm ár. Fæstar fóöringjarnareru orönar eldri en tveggja og hálfs árs, aö þvi er Ingvar segir. - ÞJM HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á mánudag verður dregið i 1. flokki. 2.700 vinningar að fjárhæð 19,640.000 krónur. Á morgun er seinasti heili endurnýjunar dagurinn Happdrættl HAskóla tslands Vinningar ársins (12 flokkar): 4 vinningar á 2.000.000 kr. 8.000.000 44 vinningar á 1.000.000 kr. 44.000.000 48 vinningar á 200.000 kr. 9.6000.0001 7.472 vinningar á 10.000 kr. 74.720.000 52.336 vinningar á 5.000 kr. 261.680.000 Aukavinningar: 8 á 100.000 kr. 88 á 50.000 kr. 60.000 800.000 kr. 4.400.000 kr. 403.200.000 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.