Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 11. janúar 1973 5 AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Hermdarverkum linnir á írlandi en... GÖTUÓEIRÐIR HAFNAR ÁNÝ Ólgandi götuóeirðir siðustu daga i Belfast valda öryggisyfirvöld- um á Norður-írlandi þungum áhyggjum. En skálmöldin, sem hófst á N-írlandi 1969, byrjaði einmitt með götuóeirðum og of- beldi, áður en ÍRA tók til við sprengjutilræðin og morðin. Það hafði vakið bjartsýni manna, að dregið hefur úr hermdarverkum siðan um áramótin, en á hinn bóginn hef- ur komið til minniháttar óeirða i Belfast núna undanfarna daga. Og svo loks núna i Londonderry, næststærstu borg N-trlands, þar sem allt hefur verið með kyrrð og spekt siðan í sumar, er ástandið að breytast i gamla horfið, þegar þar voru óeirðir á hverjum degi. — Eru þær jafnt i kaþólska hverfinu sem og hverfi mótmælenda. Oskrandi múgur mótmælenda réðist að nokkrum kaþólskum heimilum i austurhluta Bel- fast i gær. Einn ibúinn sem lengi hefur reynt að seija nusið sitt, en ekki fundið kaupanda (ætlar að flytja til Englands), sagði: „Þeir komu i 50 manna flokkum úr næsta hverfi, öskrandi: „Við skulum svæla ýkkur út, fjandans viðrinin ykk- ar”. En til þessa hefur brezkum öryggissveitum tekizt að hindra, að verri vandræði hlyt- ust af. Þó skýra yfirmenn svo frá, að óeirðarseggir harki orðið af sér helzta vopn hermanna i óeirðum, eráður hafði þó reynzt Glœpaflokkar unglinga hafa sig meira í frammi vel — nefnilega gúmmibyssu- kúlurnar. Sex brezkir hermenn, sem um það bil 200 unglingar höfðu kró- að af, fengu ekki hrakið ung- lingana af höndum sér með gúmmikúlunum. Dundi á þeim grjótið og flöskurnar, svo að við stórmeiðslum lá, en hópurinn dreifðist ekki fyrr en foringi herflokksins skaut alvöruskot- um yfir þá. Þá hafa mjög farið i vöxt inn- byrðis átök unglingaglæpa- flokka úr hópi mótmælenda og kaþólskra. Liðsforingi, sem hef- ur umsjón með tómstundahúsi, þar sem reynt er að fá unglinga af kaþólskum og lika mótmæl- endaættum til þess að blanda geði, segir: „Hér inni spila þeir kannski borðtennis i mesta bróðerni, en um leið og út er komið, draga þeir upp hnifana, hver gegn öðrum”. Lögreglan i Belfast handtók i gær fjóra unga mótmælendur, sem sakaðir eru um morð á 14 ára kaþólskum unglingspilti, en það var framið i júli i fyrra. Pilturinn, sem var andlega van- þroska, var skotinn i rúmi sinu, og héldu morðingjarnir móður hans á meðan. Meðlimir úr irska lýðveldis- hernum (IRA) tilkynntu i gær, að þeir hefðu haft hendur i hári tveggja stúlkna, 13 og 14 ára, sem hafa veitt brezkum her- mönnum visbendingar um eftir- lýsta IRA-menn, svo að þeir hafa verið handteknir. Sögðu þeir, að stúlkurnar bæru ábyrgð á þvi, að fjöldi manna hefði verið handtekinn i Ardoyne-hluta Belfast. Sam- kvæmt frásögn IRA stóðu stúlk- urnar fyrir utan krár og gáfu brezkum hermönnum merki, ef IRA-félagar fóru þangað inn. „Vegna þess hve stúlkurnar eru ungar, verður þeim ekki refsað, en við viljum vara aðra við að stunda slikt”, var sagt i tilkynningu IRA. Götuóeirðirnar eru hafnar á nýjan leik á N-irlandi, likt og i fyrrasumar, þegar óeirðir voru daglega á götum Londondcrry og i einstökum hverfum lokuðu ibúar götunum, eins og þessir meðlimir ULSTER- samtakanna. llann fcr ekki i Evrópuferð- ina, ncma friður semjist i Viet- nam á næstunni. Hœtturvið Kunngjört var i Hvita húsinu i dag, að Richard Nixon forseti hefði ekki á prjónunum neinar áætlanir um Evrópuferð á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar hafði komið fram, að Nixon forseti gerði sér vonir um að geta farið i heimsókn til nokkurra Evrópu- landa með vorinu. En i gærkvöldi hafði Reuter-fréttastofan það eft- ir áreiðanlegum heimildum i Washington, að liklega yrði ekk- ert úr heimsóknunum, ef ekki semst hið fyrsta um frið i Viet- nam. Evrópu- Gangur friðarviðræðnanna og svo gagnrýnin á sprengjuárásirn- ar á Hanoi Haiphong koma i veg fyrir ferðalög Nixons núna i ná- inni framtið. för í bili MORFINSMYGL FYRIR HUNDRUÐ MILLJÓNA í NOREGI Þrír Tyrkir handteknir eftir tilvisun smyglara í Danmörku Lögreglan i Oslo hefur komizt á snoðir um stór- fellt smygl á hreinu morfini Ol Noregs frá Tyrklandi og hefur handtekið og úrskurðað i mánaðar gæzluvarðhald þrjá tyrkneska rikis- borgara. Þeir eru sakaðir um að hafa smyglað óþekktu magni af hreinu morfini til Noregs, en grunur leikur á, að um sé að ræða átta kiló af eiturlyfinu. — A svarta markaðnum seist eitt gramm af hreinu morfini á nær 15 þúsund krónur (isl.), svo að i smásölu er hér um að ræða 120 milljón króna sendingu. Handtakan i Oslo fylgdi i kjöl- far þess, að danska lögreglan handtók tyrkneskan farþega i brezkri flugvél, þegar hann reyndi að smygla inn 2 kilóum af hreinu morfini. Með honum var annar Tyrki i flugvélinni, en hann fór til Noregs. Sagði sá i Danmörku, að félagi hans hefði 8 kg sendingu falda i tösku með föstum botni. Margir eiturlyfjaneytendur hafa látið lifið á Norðurlöndum á undan- förnum árum, vegna þess að þeir tóku inn of stóran skammt af „hreinu” morfini, sem smyglað hefur verið i rikum mæli frá Tyrk- landi. Norska lögreglan fann ekkert morfin hjá manninum þegar hann var handtekinn, né heldur hjá bróður hans eða þriðja Tyrkjan- um, sem tekinn var. Hinsvegar fundust hjá Tyrkjunum gifurleg- ar peningafjárhæðir, sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Rannsóknarlögreglan norska hefur lengi haft auga með Tyrkjunum, og það var búizt við þeim til Noregs með eiturlyfja- sendingu dagana 27. og 28. nóv. Var þá höfð tvöföld gæzla á flug- völlum og landamærum til þess að fylgjast með komu þeirra, en þeir létu ekki sjá sig. Allir þrir neituðu að þekkja nokkuð til eiturlyfja, en landi þeirra, sem játaði á sig smyglið i Danmörkú, var á dögunum dæmdur i 4 ára fangelsi. Hreintmorfin er stórhættulegt i meðförum, og á siðustu árum hafa margir eiturlyfjaneytendur á Norðurlöndum látið lifið vegna þess, að þeir hafa tekið inn of stóra skammta af þvi — nefnilega ekki varazt það, að efnið var ómengað . EINN JATAÐI KOSNINGA- NJÓSNIRNAR — en hinir fimm aðeins innbrotið í aðalstöðvar demókrataflokksins Iloward Hunt, fyrr- um ráðgjafi við Hvita húsið, viður- kcnndi i gær, að hann hefði komið hlustunar- tækjum fyrir i aðal- stöðvum Demókrata- flokksins. Ilunt játaði þetta i réttarsalnum i gær, eftir að saksóknarinn hafði i ræðu sinni full- yrt, að Hunt og félagar hans fimm hefðu ætlað að hlera fleiri leiðtoga Demókrataflokksins. Mennirnir sex eru ákærðir fyrir sex lögbrot. Hunt játaði á sig þrjá liði kærunnar: Innbrot i Watergate-bygginpuna, þar sem aðalstöðvar Demókrata- flokksins eru til húsa. Og að hafa komið þar fyrir hlustunar- útbúnaði til njósna. Og hann viðurkennsi einnig að hafa lagt á ráðin um og undirbúið hlustunarnjósnir i aðalstöðvum George McGoverns, öldunga- deildarþingmanns. Hunt á yfir höfði sér fang- elsisvist fyrir hvert þessara brota — alltað þvi fimm ár fyrir fyrsta, hámark fimmtán ár fyr- ir annað og tvö ár fyrir það sið- asta. Eftir játningu Hunts dró sak- sóknari hina þrjá liði kærunnar á hendur honum til baka. Hinir fimm hafa játað, að þeir hafi með ólöglegum hætti farið inn iaðalstöðvar demókrata, en neita þvi, að þeir hafi haft neitt glæpsamlegt i huga. Hunt og einn til úr hópi hinna ákærðu hafa áður unnið i upp- lýsingaþjónustunni, CIA, og báðir voru i fyrra i tengslum við nefnd, sem vann að endurkjöri Nixons forseta. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.