Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 8
g Visir. Fimmtudagur H. janúar 1973 Visir. Fimmtudagur 11. janúar 1973 Johnny litli Ayris er einn leiknasti leikmaður 1. deildarinnar ensku eins og sást vel i leik Leicester og West Ham i sjónvarpinu á dögunum. En þessi kornungi leikmaður cr afar smár og léttur, innan við 60 kg og West Ham gætir hans vel. Þcgar vellirnir þyngjast notar liöið hann lltiö og setur aðra haröari leikmenn i eldlinuna. Ayris sést hér á Imiftri myndinni. Spjall um getraunir: Bikarleikir bjóða upp á óvœnt úrslit Á laugardaginn fer3. umferö ensku bikarkeppninnar fram, en þá hefja liöin úr 1. og 2. deild keppni. Allir leikirnir á 2. getraunaseðli ársins eru því úr bikarkeppninni — helmingurinn innbyröisleikir 1. deildarliða, tveir liöa úr 2. deild, en afgangurinn milli liöa úr 1. og 2. deild. i bikar- keppninni er ekki spurt um deildir— liö úr 1. deild er alls ekki öruggt um sigur gegn liöi úr lægri deildum eða utan deilda og má i því sambandi minnast á 3. umferö i fyrra, þegar Hereford, lið, sem þá var utan deildanna, en hóf aö leika i 4. deild i haust, sigraöi Newcastle á heimavelli sinum. Tveir leikir nú i 3. umferð sem ekki eru á islenzka getraunaseðlinum, draga að sér mikla athygli. Smálið mæta þá tveimur af beztu liðum 1. deildar — Margate gegn Tottenham og Chelmsford gegn Ipswich. En nóg um það. Við skulum aðeins lita á leikina á getraunaseðlinum og fyrst er þá spá blaðsins. 3. umferð tvö siöustu árin, og i fyrra komst Liverpool ekki lengra en i fjórðu umferð — árið áður, 1971, tapaöi liðið úrslitum gegn Arsenal. Þetta er erfiður leikur. Sennilega leikur Liver- pool upp á jafntefli i Burnley, sem er nokkru norðar i Lancashire en Liver- pool, og vinnur svo heimaleikinn. Rétt er að taka það fram strax, að leikjum er ekki framlengt i fyrstu tilraun i bikarkeppninni. briðji leikurinn á seðlinum er milli Arsenal-Leicester Burnley-Liverpool Carlisle—Huddersfield C. Palace-Southampton Everton-Aston Villa Manch. City-Stoke Norwich-Leeds Orient-Coventry Sheff. Wed.-Fulham Swindon-Birmingham WBA-Nottm. Forest Wolves-Manch. Utd. Arsenal hefur verið mikið bikarlið siðustu árin — komst i úrslit i fyrra, en tapaði þar fyrir Leeds og vann bikarinn árið áður. Leicester féll ur 4. umferð i fyrra og lifir nú varla 3. um- ferðina af. Burnley, efsta lið 2. deildar leikur gegn Liverpool og það verður mikill leikur. Jimmy Adamson, fram- kvæmdastjóri Burnley, sagðist i gær vera öruggur um sigur liðs sins. Sennilega eru leikmenn Liverpool á annarri skoðun. Burnley hefur fallið úr John O'Hare skoraði mikiö heppnismark fyrir Iíerby gegn Chelsea á dögunum. Eftir langt innkast Koger Davics, sem tekift hefur stöftu O’Hare sem miftherji, komst John frir aft markinu. Knötturinn lenti i varnarmanni eftir spyrnu lians — hrökk i liann aftur og i markift. Hér fagnar O'Hare markinu — og einnig llinton — cn Phillips, markvörftur Chelsea, kom engum vörnum vift. Carlisle og Huddersfield, tveggja liða úr 2. deild. bar er Carlisle sigur- stranglegra, þó svo liðið félli úr 3. um- ferð i fyrra, en Huddersfield komst þá i 6. umferð. Þá var Huddersfield i 1. deild og hefur siðan selt allar „stjörnur” sinar. C. Palace og Sout- hampton féllu bæði.úr i fyrstu tilraun i fyrra — 3. umferðinni og hafa verið litil blikarlið siðustu árin. Sout- hampton komst þó i undanúrslit fyrir lOárum. t deildakeppninni á dögunum vann C. Palace 3-0 og ætti einnig að sigra i þessum leik. Siðustu sjö árin hefur Everton tvivegis komizt i úrslit i bikar- keppninni og tvivegis að auki i undan- ðrslit. Liðið er þvi með góðan árangur og ætti að vinna AV, sem tvö siðustu árin hefur fallið úr i 1. umferð, þá, sem lið i 3. deild. Stoke hefur verið mikið bikarlið undanfarin ár — komst i undanúrslit tvö siðustu árin og vann deildabikarinn i fyrra. En varla nægir það gegn Manch. City, sem er afar sterkt lið á heimavelli. Manch. City féll úr i 3. umferð i fyrra — vann bikarinn 1969. Siðustu fjögur árin hefur Norwich falliö úr 3. umferð og sennilega verður sama uppi á teningnum nú. Leeds er sterkt lið i bikar ekki siður en deild og er nú að verja bikarmeistaratitilinn. Litla Lundúnaliðið Orient, sem leikur i 2. deild, komst i 6. umferð keppninnar i fyrra, en hefur þó varla möguleika til að ná meira en jafntefli gegn Coventry, þvó svo Coventry hafi gengið illa i bikarkeppninni undan- larin ár. En liðið er nú betra en nokkru sinni fyrr. Leikur Sheff. Wed. og Fulham er erfiður. Liðin leika nú i 2. deild, en voru áður fræg 1. deildarlið. I deildinni hefur Fulham spjarað sig betur siðustu vikurnar og ætti þarna að hafa möguleika á jafntefli. Swindon hefur alla tið staðið sig illa i FA-bikarnum, en Birmingham komst i undanúrslit i fyrra. Þetta er þó erfiður leikur, en við reiknum frekar með sigri Birmingham. West Bromwich hefur oft náð góðum árangri i bikarnum — sigraði 1968 og lék i undanúrslitum árið eftir — og ætti að sigra lið Dave McKay Nottm. Forest. Bæði liðin eru úr Miðlöndunum. Siðasti leikurinn er milli Úlfanna og Manch. Utd. — talvert erfiður leikur, þvi Úlfarnir hafa verið slakir i bikar- keppninni, en Manch. Utd. er þarmeð góðan árangur. Vann bikarinn fyrir 10 árum, 1963 og hefur fjórum sinnum siðan komizt i undanúrslit og tvisvar að auki i 6. umferð m.a. i fyrra. En staða liðsins i deildinni er nú slæm og þvi reiknum við frekar með heima- sigri i leik, þar sem ailt getur þó skeð. Allt á fullu í handboltanum: 27 leikir verða hóðir ó sunnudag Keppni í yngri flokkunum á jslands- mótinu i handknattleik hefst um helgina. Þá verður heldur betur mikið um að vera. Á sunnudag fara fram 27 leikir í Laugardalshöllinni, á Akureyri, i Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi. Fjórtán þeirra veröa i Laugardals- höllinni. Þátttaka i íslandsmótinu er nú meiri en nokkru sinni fyrr og mótið i heild verður mjög um- fangsmikið — keppt á fjöl- mörgum stöðum. Keppt er i þremur deildum karla, 1. 2. og 3. deild, og er sú keppni fyrir nokkru hafin. Einnig i 1. og 2. deild kvenna — 1. flokki, 2. flokki og 3. flokki kvenna, og 1. 2. 3. og 4. flokki karla. í mörgum flokkanna er keppninni skipt niður i þrjá riðla — til dæmis eru 22 lið, sem keppa i 3. flokki karla viðs vegar að af landinu. 20 lið eru i 4 flokki karla, 18 i 2. flokki karla, 19 i 2. flokki kvenna og einnig 19 i 3. flokki kvenna. Handknattleikssamband Is- lands hefur sent frá sér leikskrá mótsins, sem er mjög fróðleg. Keppni i 1. deild hófst sem kunnugt er 15. nóvember og hafa flest liðin þar leikið fimm leiki — tvö sex. En nú kemst sem sagt fullt skrið á mótið með keppni i yngri flokkunum og þvi lýkur ekki fyrr en siðast i april — jafnvel ekki fyrr en i byrjun mai. Núna á laugardag, 13. janúar, fara fram þrir leikir i 2. deild karla. Breiðablik-Stjarnan, Grótta og Þróttur leika á Seltjarnarnesi, en KA og Fylkir norður á Akureyri. A sunnudag leikur Fylkir svo við Þór á Akur- eyri. Auk þess verður keppt á þremur stöðum á sunnudag. I iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi hefst keppni kl. eitt og verða þar háðir fimm leikir i 4. flokki karla. I Hafnarfirði hefst keppnin kl. þrjú og verða þá tveir leikir i 2. flokki kvenna og þrir leikir i 3. flokki karla. Um kvöldið verða þar tveir leikir, annar i 2. deild kvenna, hinn i 1. deild kvenna (Breiðablik—Vikingur) Mest verður auðvitað um að vera i Laugardalshöllinni. Þar hefst keppni kl. hálf tvö með sex leikjum i 3. flokki kvenna. Siðan verða tveir leikir i 1. deild kvenna — Valur-Armann og KR-Fram, einn leikur i 2. deild kvenna og þrir leikir i 1. flokki kvenna. Um kvöldið verða tveir leikir i 1. deild karla. Fyrst leika þar kl. 20.15 KR og Fram, en siðan Vikingur og FH. 4 Hann er ákveðinn á svip, hann Gunnnsteinn Skúlason, fyrirliði isl. landsliðsins, þar sem hann er kominn framhjá læknanemanum i ÍR-liðinu, Þórarni Tyrfingssyni, og sendir knöttinn i markið. Stefán Gunnarsson fylgist ineð. 4 En þó Gunnsteinn skori cru þeir rólegir stjórnendur og leikmenn IR-liðsins á varamannabekkjum —sigur ÍR gegn Val var orðinn öruggur i leik liðanna i 1. deild á þriðjudagskvöld. Dr. Ingimar Jónsson, þjálfari ÍR-liðsins, er fremst til vinstri. Ljósmyndir Bjarn- leifur. Úlfarnir bjóða í mið- herja Manch. Utd.! Framkvæmdastjóri úlf- anna, Bill McGarry geröi Manch. Utd. í gær tilboð í miöherjann Ted McDou- gall, sem United keypti i haust frá 3. deildarliöinu Bournemouth. Úlfarnir bjóða peninga og varnarleikmann fyrir McDougall og er upphæðin áætluð um 160 þúsund sterlingspund — eða nokkru minna en Bournemouth átti að fá fyrir leikmanninn á sin- um tima. Tommy Docherty, fram- kvæmdastjóri Manch. Utd., sagði i gær, að þetta tilboð Úlfanna yrði tekið til athugunar næstu 2-3 daga. Eitt er þó vist, að Ted Mc- Dougall verður ekki seldur fyrir leikinn á laugardag, en þá mætast Úlfarnir og Manch. Utd. i 3. um- ferð bikarkeppninnar. En eftir helgi er ekki óliklegt að hann skipti um félag — hvort, sem hann fer til Úlfanna eða annars félags. ' ■£ MEISTARAR FRAM Fram varð Reykjavikurmeistari i 3. flokki karla eftir aukaleik viö Val. Bjarnleifur tók þessa mynd af meisturunum eftir sigurleikinn á þriöjudagskvöld i Laugardalshöllinni. A myndinni eru einnig þjálfari liðsins, Jón Friösteinsson, til vinstri, og Ólafur Jónsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. Pröll ósigrandi! Austurríska skiða- stjarnan Annemarie Pröll er alveg ósigrandi um þessar mundir. í gær sigraði hún i þriðja sinn i röð i keppninni um heimsmeistaratitilinn, þar sem hún vann brun- ið i Pfronten i Vestur- Þýzkaiandi. Hún hefur nú hlotið 125 stig — 69 stigum meira en Monika Kaserer, sem varð i fimmta sæti i gær. Hún hefur 56 stig. Keppnin var mikill sigur fyrir austurrisku skiöakonurnar. Þær urðu i þremur fyrstu sætunum og auk þess i fimmta og sjöunda. Úrslit urðu þessi: 1. Pröll, Austurr. 1:16.79 2. Lukasser, Austurr. 1:17.97 3. Gfölner, Austurr. 1:18.51 4. Kreiner, Kanada, 1:18.82 5. Kaserer, Austurr. 1:18.85 6. Mittermaier, V-Þ. 1:18.94 7. Schröll, Austurr. 1:19.00 8. Treichl, V-Þ. 1:19.12 9. Paulsen.USA, 1:19.36 10. Rouvier, Frakkl. 1:19.42 Ólympiumeistarinn Marie-Ther- ese Nadig féll. Bezt Noröurlanda- keppenda var Toril Förland, Nor- egi, i 16. sæti á 1:20.66 mín. i keppninni um heimsbikarinn standa stigin nú þannig: 1. Pröll 125, 2. Monika Kaserer 56 st., 3. Irmgard Lukasser 55 st., 4. Patricia Emonet, Frakklandi 51 st., 5. Pamcla Behr., V-Þýzka- landi 45 og 6. Jacqueline Rouvier, Frakklandi, 41 stig. »^ < 4 Norskar unnu ! vestur-þýzkar Noregur sigrafti Vestur- Þýzkaland i kvcnnalandsleik i handknattleik, scm háftur var i Kongslenhöllinni i Fredrikstad i gærkvöldi með 11-6. i hálfleik var staftan 5-1 fyrir norsku stúlkurnar. Þctta er i fjórða sinn, sem norskar hafa sigrað þær vestur-þýzku i landsleik. I.iindin hafa leikið 11 leiki — cinn lcikur orftift jafn. -1500 áhorfcndur sáu leikinn og Karen Fladset var marka- liæst meft 5 mörk i leiknum. Björg Andersen skoraði þrjú. Thoeni EM- svigmeistari italski hcimsmeistarinn Gustavo Thocni varð Evrópumeistari i svigi i gær, þegar kcppt var i Tarvisio á ítaliu. ilann fór brautina á 1:35.60 min. Annar varð Jo- hann Kniewasser, Austur- riki, á 1:37.02 min. og þriftji Wcrner Fiegl, einnig Austur- riki, á 1:37.92 min. Tveir norskir fljótastir Norftmaðurinn Lasse Ef- skid — sem nýlega varft norskur meistari i 500 m skautahlaupi — sigrafti i gær á vegalengdinni á miklu al- þjóftlegu skautamóti i Cor- tina á italiu. Timi hans var 39.17 sek. sein er bezti timi hans á vegalengdinni hingað til. Margir fremstu sprett hlauparar lieims tóku þátt i keppninni. Annar varft Per Björang, einnig Noregi, á 39.39 sek og þriftji Vladimir Komarov, Sovétrikjunum, á 39.60 sck. i fjórfta sæti varð Kasjtsjei, Sovét, á 39.63 sek. Fimmti Basjanov, Sovét, á 39.90 sek og i sjötta sæti bronsmaöurinn frá Olympiu- leikunum i Sapporo, Valerij Muratov, Sovét, á 40 sek. sléttum. 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.