Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 6
Vísir. Fimmtudagur 11. janúar 1973 VISIR Otgefandi: Framkvæmdast jóri: Ritstjóri: F^réttastjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgótu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Þeir skera íslenzka rikið tútnar út. Jafnvel hörðustu stuðningsmenn sósialisma erlendis viðurkenna nú að minnsta kosti i orði, að yfirþyrmandi rikis- vald sé meiriháttar ógnun við lýðræði og mann- réttindi, og viðast hefur að undanförnu verið reynt að dreifa valdi til sveitarfélaga. En á tslandi sitja i ráðherrastólum menn, sem ganga þvert gegn þeirri lýðræðisþróun. Rikisstjórnin hefur á einu ári gert tvær atlögur að sveitarfélögum landsins i þvi skyni að styrkja rikisvaldið á þeirra kostnað. Stjórnin lætur sem svo, að nú skuli skerða tekjur sveitarfélaga og neyða þau til að skera niður framkvæmdir og þjónustu sina til að vinna gegn verðbólgunni. Ekki virðist stjórnin þó hugsa sér að minnka skattbyrðina á landsmönnun. Þvert á móti stefnir hún aðeins að þvi að ná meiru af kökunni til sin á kostnað sveitarfélaganna. Með þvi að neita öllum sveitarfélögum um hækkun útsvara i ellefu prósent eru tekjur þeirra stærstu skornar niður mjög tilfinnanlega. Þau höfðu nær öll notfært sér þessa heimild á siðasta ári og hún gefið þeim um 185 milljónir króna. Mikið af tekjum sveitarfélaga er bundið fyrir- fram, svo að jafnveruleg skerðing og hér um ræð- ir bitnar i enn rikari mæli á nýjum framkvæmd- um og þjónustu. Fjarri fer, að ástæða sé til að harma, að almenningur greiði minna i skatta.En rikisstjórninni bar skylda til að byrja á þvi að minnka eigin álögur. Breytingin á skattalögunum og gifurleg aukning álaga, sem stjórnin hefur knúið fram siðasta árið, leggur þessa skyldu á herðar henni. Það er alkunna, að breytingin á skattalögum i fyrra skerti verulega hlut sveitar- félaga. Um það liggur fyrir einróma álit sveitar- stjórnarmanna úr öllum flokkum. En rikisstjórn- in lét sig samt hafa það að höggva enn i þennan knérunn. Pólitiskir hagsmunir ráðherranna leyfa vist ekki, að dregið sé úr sköttum, sem renna til rikisins, og umsvif þess skert að sama skapi. Það er auk þess fráleit stefna að leggja öll sveitarfélög að jofnu i þessum efnum. Þótt rikis- stjórnin telji æskilegt að skerða tekjur sveitar- félaga, hlýtur það að vera glópska einber að gera það á þann veg að leggja að jöfnu, hvort sveitar- félögin ætluðu að nota þessar tekjur til bráðnauð- synlegra framkvæmda og þjónustu eða fram- kvæmda, sem fremur mætti verja, að tefðust um tima. Hvað um vatnsveitur og hitaveitur? Hvað um þann kostnað, sem sveitarfélögin verða að bera við endurbætur á frystihúsum til að mæta kröfum erlendis? Svo mætti lengi telja. Rikis- stjórnin með sitt mikla bákn, Framkvæmda- stofnun, er ekki að hafa fyrir þvi að meta nauðsyn slikra framkvæmda. Það á bara að skera. Rikisstjórnin hefur með tveimur atlögum gegn sveitarfélögum gengið mjög nærri þeim. Breytingin á skattalögum bitnaði einkum á Reykjavikurborg. Nú bætast of an á gengislækkun og þessi nýja skerðing tekna borgarinnar. Borgarstjóri kveðst óttast stórfelldasta niður- skurð framkvæmda, sem þekkzt hefur. Af þvi má sjá annan aðaltilgang stjórnarinnar. Miðstjórnina og rikisvaldið á að efla á kostnað sveitarstjórna og minnka sér i lagi umsvif borgarstjórnarmeirihlutans i Reykjavik. Það er ekkert handahóf á þeim skurði. Þeir, sem komust lifs af, tóku myndir af hverju því, sem fyrir augu bar, — eins og þessa af hópnum, sem leitaði skjóls i flugvélarflakinu. MANNÁT Sannleikurinn um flug- 1 slysið í Andesfjöllunum er ihrollvekja af því tagi, þar sem hliðstæða finnst vart nema í lygisögum. Smám saman hefur hrakningasagan togazt upp úr þeim sextán sem komust af úr slysinu og siðan úr heljargreipum Andesf jalla. Einn úr hópnum, læknastúdent I að nafni Roberto Canessa, viður- kenni t.d. nýlega i blaðaviðtali leftirfarandi: „Það var ég, sem fékk talið félaga mina á að I leggjast á þá, sem farizt höfðu. — Ég sagði þeim að undir vissum I kringumstæðum gæti maður neyðzt til að fremja það, sem annars væri dauðasynd, ef maður vildi halda lifi — t.d. að gerast mannæta. Og ég varði það með • þvi að vitna i bibliuna og þá kenningu, að við altarisgönguna breytist vinið og brauðið i blðð Krists og likama". Flest hefur verið gert til þess að reyna að þagga þetta niður. Mönnunum hefur verið ráðlagt að hafa hægt um sig og segja sem minnst af hrakningunum. Yfir- ' völd ákváðu að jarðsetja likin uppi i fjöllunum en ekki flytja I þau til byggða. Þeir, sem komust lifs af, fóru hver til sins heima (i 'Montevideo) og reyndu eftir beztu getu að hverfa aftur til sins l fyrra lifernis. t fyrstu urðu ættingjar hinna ' látnu æfir, þegar þeir heyrðu fréttirnar. En frá kristilegu 'sjónarmiði virtist það ekki liggja ljóst fyrir, hvort það væri brot á Isiðalögmálum að leggja sér mannakjöt til munns. Rómversk I kaþólskir siðapostular létu frá sér heyra og töldu þetta afsakanlegt 'við þessar aðstæður. Yfir höfuð talað mótaðist af- 1 staða flestra af orðum föður Eduardo Rodriguez i þakkar ' gjörð i Montevideo fyrir bjórgun þessara sextán: „Hvað um þá verður, er undir okkur komið núna — og þeim kærleika og ' skilningi, sem við erum fær um að . sýna þeim". — Eða þa eins og eitt ' dagblaða Chile komst að orði i , fyrirsögn: l„Hvað hefðuð þið gert"? Það er enginn i minnsta vafa I um það, að ööruvisi hefðu menn- irnir ekki tórt. Snæviþakin l Andesfjöll eru miskunnarlaUs og óyfirstiganlegur þröskuldur. Þar I geisa stormar, og oft hrapa þar flugvélar. Það er orðtak fjalla- i.búa, að „Cordillera skila aldrei neinum aftur". Samt sem áður voru Cordillera knúin til þess að skila aftur 16 af i 45 mönnum, sem voru i herflug- vél frá Uruguay, sem um miðjan l október rakst á f jallstind. Svo lygilega sem það hljómar lifðu þeir af 73 daga hrakninga i djupum snjó og frostum. — Enda þurftu þeir að gripa til örþrifa ráða til þess að halda lifi — éta andvana félaga sina. Flugvélin hafði lagt af stað frá Montevideo til Santiago i Chile þann 13, okt. en það er undir venjulegum kringumstæðum 2 1/2 tima flug. Um borð i vélinni var fimm manna áhöfn, sextán manna rugbykapplið og 24 vinir þeirra og ættingjar. Framundan voru nokkrir kappleikir við Chile.' En vegna slæms veðurs i fjöllunum neyddist vélin til að millilenda IMendoza i Argentinu. Leikmennirnir notfærðu sér töfina til þess að birgja sig upp af súkkulaði, sem þeir ætluðu að færa gestgjöfum sinum — og átti það ei'tir að koma sér vel. Þegar F-27 vélin tók sig á loft aftur, hafði veðrið lægt, en flugið yfir Andesfjöll reyndist enginn dans á rósum. Vindsveipirnir köstuðu vélinni til og frá, en enginn hafði áhyggjur af sliku i hópi farþeganna, sem gerðu að- eins að gamni sinu þegar vélin tók sem stærstu kippina. En svo...... Björgunarmenn, sem komu að flakinu, fundu líkamsleifar þannig leiknar, að vart gat verið um að kenna árekstrinum við fjallið — eins 0g þessa aflimuðu fætur — ogþákomstalltupp. Roberto Canessa, nitján ára læknanemi, rifjaði þetta upp fyrir fréttamönnum: „Ég leit út um glugga um leið og við beygðum, og sá þá fjallið i aðeins nokkurra metra fjarlægð. Aður en nokkur vissi af, hafði flugvélin rekizt á fjalKð og brunaði eins og sleði hálfrar milu leið niður snar- bratta hliðina...." Þegar vélin loks stöðvaðist i risasnjóskafli, voru þeir staddir I næstum 12 þúsund feta hæð yfir sjávarmáli. Atján höfðu látið lifið eða voru að dauða komnir eftir áreksturinn við fjallið. „Einn flugmannanna var enn á lifi, en þjáðist svo af meiðslum sinum , aðliann grátbændi okkur um að láta sig hafa byssu, svo að hann gæti svipt sig lifi", sagði Canessa. Þetta var siðla dags og sólin að ganga til viðar, en hinir, sem eftir lifðu, biðu af sér nóttina með þvi að leita skjóls i splundruðum flugvélarskrokknum. Þegar dagur rann, tóku þeir að búa sig gegn kuldanum. Aklæðið var rifið af sætunum, þeir fóru i leik- búningana (uppstoppaða rugby- búninga) utan yfir léttan sumar- klæðnaðinn. Allt var tint til, sem haldið gat á þeim hita. Með hyggjuvitið eitt að vopni og gott likamsþrek hófst nú Hfs- llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson baráttan, og það eina sem þeir höfðu úr að spila, var flugvélar- flakið. Brot úr lituðum glugga- rúðum flugvélarinnar voru notuð sem sólgleraugu til hlifðar gegn sólarbirtunni. 1 ferðaútvarpstæki, sem tengt var einu brúklegu raf- hlöðu flugvélarinnar, heyrðu þeir, aðleit var hafin aðþeim, svo að bjartar vonir vöknuðu. Þegar leitarflugvélar sveimuðu yfir, notuðu þeir alúminbrot úr flug- vélinni til þess að endurkasta sólarglömpum og reyna þannig að vekja á sér athygli. Það var til einskis, og skrokkur flugvélar- innar var hvitur, svo að hún sást ekki, þar sem hana bar við snjóinn. Á áttunda degi heyrðu þeir, að leithafði verið gefin upp á bátinn, þar til snjóa hefði leyst. A sextánda degi hrakninganna fórust átta i snjóskriðu, sem hafði komið þeim að óvörum. Eftir það urðu dagarnir hver öðrum likir. Gengið var að daglegum störfum, eins og að grafa hina látnu i snjónum, en i sólbráðinni á daginn þiðnaði snjórinn af likunum, og þeir urðu að grafa þau aftur og aftur. Sumir I hópnum fengu þá flugu i höfuðið, að þeir þyrftu að finna farangur sinn, og vörðu dögum og vikum i það að gramsa i flugvélarflakinu og snjónum i kring i leit að föggum sinum. Þeir tóku myndir af hópnum og öllu, sem fyrir augu bar. Alúminplötur notuðu þeir i snjöþrúgur, svampeinangrun flugvélarinnar var notuð i svefnpokagerð o.s.frv. Snjór var bræddur i drykkjarvatn i flug- vélarskrokknum, sem varð steikjandi heitur i sólinni. Allt tal snerist um mat — um dýrlegar veizlur, sem þeir höfðu setið, og þar fram eftir götunum. SUkkulaðið sem þeir höfðu keypt i Mendoza, hélt i þeim lifi i 20 daga, en þá var lika allt ætilegt uppurið. Hungrið svarf svo að þessum hálffreðnu mönnum, að þar kom að hin hræðilega ákvörðun var tekin Þeir sörguðu parta af likunum, þýddu þá á sól- bökuðum málmi flugvélarinnar, brytjuðu þá i smábita með rak- vélablaði og átu þá svo hráa — þvi að ekkert var eldsneytið til að kynda bál. Skrokkarnir voru sér- staklega valdir. — Ekki ætt- ingjar, og ekki þeir, sem hlotið höfðu sár, sem skemmd gat hafa komizt i. 13. desember var svo þrauta- ráðið reynt. Tveir Ur hópnum voru sendir af stað vestur og niður af fjallinu i von um, að þeir næðu til manna. Það var ákveðið að heyrðist ekkert af þeim eftir 15 daga, þá yrðu aðrir tveir sendir af stað. En á sjöunda degi náðu Can- essa og hinn maðurinn, Parrado, Azufre-ánni með aðstoð áttavit- ans Ur flugvélinni og komu þar auga á sauðahirði með hóp kinda. Fjórir fjallgöngumenn i Andes- fjallabjörgunarsveitinni fóru i þyrlu og sóttu hina fjórtán. — Þetta var fimm dögum fyrir jól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.