Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Fimmtudagur 11. janúar 1973 Hvað var' það, sem vakti mesta hrifningu ykkar, þegar þið skoðuðu hina ævafornu styttu af Afródite á safninu, börnin góð? spurði kennslukonan. — Andlitsfegurð hennar, kallaöi Katrin strax upp yfir sig. — Hennar klassiski vangasvipur svaraði Sigga. — Það, hvað hún var með flott brjóst, byrjaði Karl. — Skammastu þin, Karl! Segðu móður þinni, að ég vilji gjarna fá að tala við hana! Og þú Friðrik — hvað vakti mesta hrinfingu þina? — Það vil ég helzt ekki þurfa að, segja. Þvi þá mundir þú vilja fá að tala við pabba, og hann vill helzt ekki ræða þessa hluti ... Jagger leitar að tengdamóður sinni MICK JAGGER og frú hans, Bianca, héldu um síöustu helgi til Managua í Nicaragua í von um að takast að hafa uppi á móður Bianca, sem þar bjó. Frá henni hefur ekkert heyrzt síðan jarð- skjálftarnir lögðu borgina í rúst. Jagger hafði meðferðist 2000 skammta bóluefnis, sem hann færði hjálparsveitunum i upp- hafi leitar sinnar. Leit þeirra hjóna hafði engan árangur borið, þegar siðast fréttist, og brátt er söngvarinn tilneyddur að snúa sér að sinum fyrri starfa að nýju. Hann á að koma til liðs við félaga sina i Rolling Stones um miðjan mánuðinn, en þeir munu þá hefja hljómleika- ferðum Aústurlönd fjær. Fyrstu hljóm leikarnir verða i Honolulu, en þvi næst liggur leiðin til Japan, Astraliu, Hong Kong og Nýja Sjálands. Fullbókaó... Nú árið er liðið og flestir búnir að loka bókhaldinu með tvöföldu striki, sem merkir að allar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins á síðastliðnu ári eru komnar á einn stað, Samt er ekki til satunnar boðið. Upplýsingarnar verður að nota til samanburðar, til áætlanagerðar, til aðstoðar á nýju ári. En til þess þarf nýjar bækur. Með nýju ári koma nýjar færzlur, nýjar ákvarðanir, nýjar bókhaldsbækur. Þér fáiö réttar bækur hjá Pennanum. HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178 Spies í kvikmyndagerð Simon Spies visaði úr starfi nú um helgina for- stöðukonu kvikmyndahúss hans, en það er ekki þar með sagt, að stúlkan, Bente Prúds, falli honum ekki í geð. Þvert á móti er sann- leikurinn sá, að þau Bente og Spies nálgast nú hvort annaö meir en áður— hún verður nefnilega eftirleiðis sérlegur ráðgjafi hans, hvað svo sem það nú á að þýða. Umskiptin áttu sér stað sam- timis þvi, að ferðaskrifstofueig- andinn afréð að ráðast i að gera kvikmynd. — Það verður i öllu falli ekki klámmynd, sem ég ætla að gera, segir Spies. En frekari upplýsingar fæst hann ekki til að gefa. Það er þó vitað, að hann hefur að undanförnu verið á höttunum eftir ungu en óreyndu áhugafólki um kvikmyndaleik og -gerð. Og hann hefur auglýst hvað eftir annað eftir hugmyndum að efnis- þræðinum. — Ég hef ekki gert það upp við mig, hvort ég leikstýri myndinni sjálfur og geri handritið — já, jafnvel leiki með, segir Spies. En ég hef nú skrifað bók, og einhver verður vist að skrifa blessað kvikmyndahandritið, segir hann. HJÖRTUR SÍÐASTI VIÐSKIPTAVINURINN Hvað gerir spengilegur og hornprúður hjörtur, þegar hann hefur fengið sig fullsaddan af skógunum? ósköp einfalt mál. Hann lyftir sér upp og fer að skoða sig um f næstu stór- borg. Það var þetta sem skeði i Recklinghausen i Þýzkalandi laugardag einn fyrir stuttu. Fimm minútum fyrir lokun kom hinn niu ára gamli Klaus Kettel- hack hlaupandi inn i skrifstofu efnalaugar foreldra sinna hróp- andi: „Mamma, mamma, það stendur hjörtur inni i efnalaug- inni”. Hristandi höfuðið yfir vit- leysunni i syni sinum leit móðirin inn i vélasalinn. Það fyrsta, sem hún sá, var stærðar hjörtur standandi á miðju gólfi. 1. Hvaðan hann kom, veit enginn. Dýraverndunarfull- trúinn, sem var sóttur til að bjarga málunum, lét senda eftir veiðimanni, sem skaut þremur deyfilyfjasprautum i hjörtinn. 2. Sprauturnar verkuðu bara ekki. 3. Þá björguðu nokkrir nálægir menn málinu við. Þeir veiddu hjörtinn upp á gamla móðinn, snöruðu hann og bundu siðan. 4. Siðan var hann keyrður i næsta dýragarð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.