Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 1
(>:!. árg. — Þriðjudagur 23. janúar 1973 — 19. tbl. Fréttir af gosinu og flóttafólkinu — sjó bls. 2, 3, 4, 6, 8, 9, 13 og baksíðu Bezt oð bíða og hjálpa til 1 nótt var mikill fjöldi manna á ferli i Vest- mannaeyjum. Mörgum fannst ekkert liggja á að komast í burtu og vildu vera til taks, ef á þyrfti að halda. Flugvélar biðu hálftómar á veilinum meðan lögreglan gekk hús úr húsi til þess að fá menn til að koma sér af stað. Lögreglan þurfti einnig að vakta verzlanir, þvi að fréttir tóku snemma að berast af inn- brotum i þær. Blaðamaður Visis var á ferli i Vestmannaeyjum i nótt og iýsir ástandinu á bls. 13. VtSTMANNAtYINGAR URÐU AÐ YflRGtfA HtlMABÆINN - VÖKNUÐU AF VÆRUM SVíFNI VIÐ AD ELDGOS VAR HAFID RÉTT VID AUSTUSTU ÍBÚDAHVERFI BÆJARINS Brunalúðrar vöktu Vest- mannaeyinga af værum svefni í nótt um klukkan 2 Kona ein hafði orðið vör við eldbjarma í nánd við hús sitt og hringdi í siökkvilið- ið. Við eftirgrennslan reyndist þarna um meira en venjulega elda að ræða. Jörðin logaði á löng- um kafla og eldur og eim- yrja vall upp úr nær 2 kíló- metra langri eldgjá, sem liggur frá Kirkjubæ að Skarfatanga í sjó fram. Brátt voru Vestmanna- eyingar allir klæddir og komnirá ról og um 4-leytið var ákveðið af Almanna- vömum að flytja hina 5 þúsund íbúa Vestmanna- eyja í öryggi á meginland- inu. Neyðarkerfi fyrir Vestmannaeyjarvar tekið í notkun og Almannavarnir fengu nú fyrsta stóra verk- efnið til að spreyta sig á. Tókst að flytja allflesta Eyjaskeggja til megin- landsinsá aðeins 2-3 tímum með bátaflota þeirra og flugkosti Flugfélags Is- lands og varnarliðsins.I Reykjavík var tekið á móti fólkinu af vinum og vanda- mönnum, og i Þorlákshöfn var mikill bílakostur frá Strætisvögnum Reykjavik- ur og sérleyfishöfum til að aka fólkinu til Reykja- víkur. Þegar vom gerðar ráð- stafanir til að koma fólkinu fyrir í nokkrum skólahús- um í borginni, en sumir munu þó hafa farið til vina og ættingja i borginni. Ritstjórn Visis var öll komin á stjá snemma næt- urog í blaðinu í dag lýsum við aðkomunni í Eyjum og ræðum við fólk á staðnum, blaðamenn tóku á móti fólkinu sem kom með bátunum til Þorlákshafnar og eins á fiugvellinum í Reykjavík. —JBP— Þessi sjón mœtti fréttafólki Vísis í morgunskímunni í Vestmannaeyjum. Hrœðilegasta nótt sem Eyjamenn hafa upplifað var ó enda og dagur hlaðinn endalausum spurningum var runninn upp. (Ljósm. Vísir BG) BYGGÐ OG HÖFN I HÆTTll Bœjarstjórn Vestmannaeyja vill flytja alla í land. — Sprungan nœr út í sjó í bóða enda. Ný eyja að koma upp. Bæjarstjórn Vestmannaeyja komst að þeirri niöurstöðu eftir fund með Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi, að bæði byggðin og höfnin i Vestmannaeyjum væri i hættu vegna eldgossins. Þvi yrði að leggja áherzlu á að koma öllum þeim, sem ekki hafa brýnum skyldustörfum að gegna, í land. Aðeins lögregla, slökkvilið og hjálparsveit skáta eru beðin um að verða áfram I Heimaey. Bæjarstjórnin bað þvi um það i morgun, að Laxfoss, varðskip, Herjólfur og Lóðsinn yrðu látin biða til þess að flytja það fólk, sem enn er eftir á eyjunni. Þá var bæjarstjórnin með það á prjónunum að koma einhverj- um eignum Eyjabúa til lands- ins, eins og t.d. bifreiðum. Ákveðið var þó að biða og sjá hvernig gosið þróaðist. Ég tel, að þetta liti heldur illa út með þetta gos, þó að ég sé ekki hræddur um byggðina hér i Eyjum, a.m.k. ekki enn sem komiðer. En litil likindi sé ég til þess, að gosið muni hætta fljót- lega. Það verður ekki séö að neitt lát sé á þvi núna rétt fyrir hádegi, nema siður sé, sagði Sigurður Steinþórsson, jarð- fræðingur i viðtali við Visi i morgun. Almennt fóru menn i Vest- mannaeyjum þó að lita bjartari augum á málin, þegar birta tók i morgun og auðveldara var að hafa yfirsýn yfir allar aðstæður. Þá kom i ljós, að gossprungan er lengri en fyrst var álitið, nær úr i sjó i báðum endum. Til norðurs nær sprungan að þvi er virðist nokkuð langt út i sjó og er ástæða til að óttast, að gosið kunni að skemma vatnsleiðslu Vestmannaeyja, sem liggur þar skammt frá. Tveir gigar eru sýnilegir þar i sjónum og er annar búinn að hlaða upp eyju. Sigurður taldi að byggðinni stafaði mest hætta frá gigum, sem eru á sprungunni fyrir norðan Helgafell. Þeir gigar eru alveg i austurjaðri byggðar innar, en eru jaíníramt öflug- ustu gigarnir. Hann sagði, að 50 metra hár garður hefði hlaðizt upp eftir allri sprungunni. Gosið er mjög öflugt. Þvi er likt við öskjugos 1961, en virðist aðeins vera helmingi öflugra og stærra en það var. — Sigurður sagði, að það gæfi ástæðu til svartsýni, að eldvirkni færi mjög vaxandi á þessu sprungusvæði, meðan eldvirkniri færi mjög minnkandi hér á Reykjanesi og Hellis heiðarsvæðinu. -VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.