Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 11
George Foreman, til vinstri, og Joe Frazier. Myndin var tekin nokkru fyrir keppni þeirra f nótt. Monika dregur á Önnu Maríu! Monika Kaserer, Austurríki, dró talsvert á önnu Maríu Pröll — einnig Austurríki — þegar hún sigraði i bruni í Les Contamines í Frakklandi á sunnudag, Pröll varð aðeins í áttunda sæti. Hún hefur örugga forustu í keppninni um heimsbikarinn og stefnir í þriðja sigur i röð þar. Pröll hefur nú 178 stig, Monika Kaserer 126 stig og Jacquelina Rovier, Frakklandi, er í 3ja sæti með 71 stig Úrslit í keppninni á sunnudag urðu þessi: 1. Kaserer, Aust. 1:23.10 2. T. Treichl, V-Þ. 1:23.42 3. B. Cochran, USA, 1:23,88 4. J.Rovier Frakkl. 1:24,08 5. Wenzeel, Lichtens. 1:24.14 6. Nadig, Sviss, 1:24.24 7. G. Emonet Frakkl. 1:24.26 8. Pröll Austurr. 1:24.72. Bandarísk setti heimsmet í 500 m. skautahlaupi Bandariska skautakonan Sheila Young setti á föstudaginn nýtt heimsmet i 500 metra skautahlaupi á móti i Davos i Sviss. Hún hljop vegalengdina á 41.8 sekúndum, en eldra metið sem Anna Henning — einnig Bandarikjunum — átti var 42.5 sekúndur svo hér er nærstum um ótrúlega framlör að ræöa. Vfsir. Þriðjudagur 23. janúar 1973 Heimsmeistarinn Banks dœmdur í sektir og sviftur ökuleyfi Vísir. Þriöjudagur 23. janúar 1973 Frazier sleginn sex sinnum niður Gordon Banks, markvörður Stoke og Englands, sem slasaðist illa a auga í bílslysi í október sl., var í gær dæmdur í fjörutiu punda sekt fyrir óvarlegan akstur, þegar slysið átti sér stað. Kftir atburðina i Vestmannaeyjum i nótt og morgun hala margir iþróttaunnendur hugsað til knattspyrnumannanna þar og hvernig þeir muni haga keppni sinni i sumar. A þessu stigi málsins er óvissan mikil —en þeir munu þó áreiðanlega ekki leggja árar f bát. f fyrrahaust var lið IBV litríkasla lið tslands og náði þá frábærum árangri — sigraöi I bikarkeppni KSl, varö í ööru sæti f islandsmótinu' og stóð sig með miklum ágætum I UEFA-keppninni. Þessi mynd af liðinu var tekin rétt fyrir leik þeirra við norsku Vikingana i UEFA-keppninni — Heima- klettur er i baksýn. — Og nýr heimsmeistari í þungavigt, George Foreman, Olympíumeistarinn fró 1968. Leikurinn var stöðvaður í 2. lotu. Olympíumeistarinn George Foreman frá leiknum í Mexikó 1968 er orðínn heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum. Hinn 24 ára Foreman, sem aldrei hefur tapað leik og aldrei verið sleginn niður, lék heimsmeistarann Joe Frazier grátt í keppni þeirra um heimsmeistara- tititinn á Kingston á Jamaíka í nótt. Þegar Foreman hafði slegið Frazier sex sinnum niður stöðvaði dómarinn leikinn i annarri lotu og nýr heims- meistari var krýndur. Hinn 29 ára Frazier, sem fyrir leikinn var talinn nær öruggur um sigur og stóðu veðmál honum 5-2 i hag, hafði litiö að gera i George Foreman, sem er þyngri og hærri en Frazier. Þegar i fyrstu lotu var ljóst að hverju stefndi, Foreman kom strax miklum hægri- og vinstri handar höggum á heimsmeistar- ann og þrivegis i fyrstu lotunni féll Frazier i gólfið. Honum tókst þó alltaf að komast á fætur áður en dómarinn hafði taliö upp aö átta, en hann lá þó i gólfinu þegar bjallan hringdi eftir fyrstu lotuna. Sama var uppi á teningnum i annarri lotu. Hinn þrælsterki Foreman lék sér beinlinis að Frazier og sendi hann strax i fyrstu sóknarlotunni ó gólfiði fjórða sinn. Frazier komst á fætur, en hafði ekkert að segja i Foreman og þegar hann hafði tvivegis veriö sendur i gólfið með miklum hægri handa höggum stöðvaði dómarinn hinn ójafna leik. Frazier gat þá engan veginn haldið keppninni áfram, þó svo hann skreiddist upp á fæturnar. George Foreman var þvi oröinn heimsmeistari og var fagnað vel af yfir fjörutiu þúsund áhorf- endum. Orslitin voru vissulega nokkuð óvænt, en þó ekki fyrir alla. Til dæmis spáöi hnefaleika- sérfræðingur BBC Harold Mayes þvi i gær, að Foreman mundi sigra, og gat þess jafnframt, að hann væri fyrsti maðurinn, sem Frazier mætti siðan hann sigraði Cassius Clay, sem hefði yfir veru- Joe Frazier, sem einnig er íþekktur sem dægurlagasöngv- ari, hefur verið atvinnumaður i hnefaleikum i átta ár og þetta er i fyrsta sinn, sem hann tapar leik. Hann er einnig fyrrverandi Olympiumeistari i þungavigt — sigraði i Tokió 1964 — Cassius Clay sigraði á leikunum i Róm 1960. Siöan George Foreman varö Olympiumeistari 1968 hefur hann keppt 38 sinnum sem atvinnu- maður og sigrað i öllum leikjunum. Þegar keppendur voru vigtaðir fyrir leikinn i gær var Frazier mun þyngri en nokkru sinni áður i keppni, eða 216 ensk pund, og bendir það til að æfingin sé ekki sem bezt. Foreman var þremur pundum þyngri. Þetta var i fimmta sinn, sem Frazier varði heimsmeistara- titilinn, sem hann vann i keppni við Cassius Clay i „leik aldarinnar” 8. marz 1971. Keppni þeirra stóð i 15 lotur og i þeirri fimmtándu sló Frazier Clay i gólfið, en Clay stóð fljótt á fætur. Hann tapaði hins vegar á stigum — var i lélegri æfingu eftir ár- langa fjarveru frá keppni. Fyrir keppnina i gær var Foreman mjög bjartsýnn á sigur. Hann sagði þá við fréttamenn. „Litið á afrekaskrárnar. Flestir heimsmeistaranna i þungavigt hafa aðeins rikt i 2-3 ár. Frazier hefur nú verið heimsmeistari i tæp tvö ár — nú er komið að mér”. Foreman er mjög sterkur hnefaleikamaður, en þó er eins og enginn þekki beint hæfileika hans — eða hafi ekki viljað viðurkenna þá. Sem atvinnumaður hefur hann aldrei verið sleginn niður— en sama er að segja um Frazier, sem fyrst og fremst hefur veriö „rotari” nokkurs konar hvitur Rocky Marciano. Keppnin i nótthófst kl. 3.15 eftir islenzkum tima og var keppt á stærsta leikvanginum i Kingston — knattspyrnuvelli, sem rúmar 43 þúsund áhorfendur. Aðgöngu- miöar kostuðu fimm og hálfan dollara nema við sjálfan hringinn, þar sem verðiö var um 110 dollarar — eða 11 þúsund krónur. Leiknum var sjónvarpað til Bandarikjanna og Kanada — einnig til kvikmyndahúsa i Bret- landi, Japan og Frakklandi og nokkurra annarra landa. Fyrir leikinn átti Frazier aö fá 850 þúsund dollara eða 42,5% af tekjunum, en Foreman átti að fá i sinn hlut 375 þúsund dollara eöa 20%. Fyrir leikinn leit afrekaskrá þeirra þannig út sem atvinnu- manna. Frazier 29 leikir — allir unnir, þar af 25 á rothöggi. Fore- man 37 leikir — allir unnir, þar af 34 á rothöggi. Enn jafnt hjá WBA og Nottm. For Eftir 291 minútna keppni milii Nottm. Forcst i 2. dcild og WBA úr 1. dcild i 3. umferð ensku bikarkcppninnar hafa rtrslit cnn ekki fengizt. Liðin léku i þriðja sinn i gær- kvöldi og þrátt fyrir frain- lengingu tókst liðunum ekki að skora mark í ieiknum. Leikið var iNottingham. Fyrsta leik liðanna i West Bromwich lauk meö jafn- tefli 1-1. Siðan léku liðin aftur i Nottingham og varð að hætta leiknum eftir 81 minútu. Fjórði leikur liðanna hefur enn ekki verið ákveðinn, en það iiðið, sem sigra leikur viö Svindon i 4. um- ferö. Brumel stökk 2.05 metra! Valeri Brumel, fyrrum heims- methafi i hástökki, stökk 2.05 metra I hástökki á innanhússmóti i Moskvu á sunnudaginn og sýndi mikla hæfni. Sigurvegari varð Gabrilov, sem stökk 2.14 metra. Valeri Brumel lenti i alvarlegu umferöarslysi fyrir átta árum og var þá talið aö iþróttaferli hans væri iokiö. Hann fótbrotnaöi mjög illa meðal annars og er annar fótur hans nú styttri. Þrátt fyrir mótlætið gafst garpurinn mikli ekki upp og eftir nokkurra ára fjarveru vegna meiöslanna for hann að æfa aftur með þessum árangri. Brumei var i nokkur ár ósigrandi i hástökki, setti hvað eftir annað heimsmet og stökk hæst 2.28 metra. Ilann var tvivegis kjörinn bezti iþrótta- maður heims á þeim árum. STEREO TOSHIBA CT 412-stereo casettutœki til notkunar í bílum. Tœkið er einnig gert fyrir upptöku úr bílútvarpi eða frú hljóðnema. 10 w. útgangskraftur. Tœkinu fylgja 2 hútalarar og hljóðnemi. Verð aðeins kr. 12.620.— Árs óbyrgð TOSHIBA Umboðsmenn: Einar Farestveit & Co. hf Bergstaðastrœti 10 sími 16995. Dómurinn var kveðinn upp i Newcastle- under-Lyme, borg rétt hjá Stoke. Banks sem héit þvi fram aö hann væri saklaus af ákærunum, missti einnig ökuskirteini sitt. Það var sannað, að hann hefði ekið á röngum vegarkanti, þegar slysiö átti sér staö. Banks hefur ekki leikið siðan hann varö fyrir slysinu, en er byrjaöur aðæfaáný. Þá var Banks einnig dæmdur (il að greiða alan málskostnað i Newcastle i gær — þrjátiu sterlingspund. unnendur 68 VÍTI DÆMD í 40 MÍNÚTNA LEIK — Flautukonsert í leik Ármanns Dómararnir i leik Ár- manns og Iþróttafélags Stúdenta i Islandsmótinu i körfuknattleik, sem fram fór á sunnudagskvöld, höfðu sannarlega nóg að starfa meðan á leiknum stóð. Frá byrjun leiksins var mikil harka allsráð- andi, og greinilegt að hvor- ugtliðið ætlaði sér að gefa eftir fyrr en i fulla hnef- ana. Er leiknum lauk höfðu alls verið skráð 68 víti á lið- in tvö — þar af að minnsta kosti eitt á þjálfara — og ef þetta er ekki met, er það áreiðanlega ekki fjarri þvi. Það tók líka hartnær tvo klukkutíma að Ijúka leikn- um, þvi vart var boltinn kominn i leik eftir eitt vitið að flautan gall á ný. Ekki verður þó dómurunum tveimur. Herði Tulinius, sem kom alla leið norðan af Akureyri til að dæma þennan leik, og Erlendi Eysteinssyni, kennt um að svona fór. Brotin voru svo mörg að þeir hefðu vel getaö dæmt fleiri viti án þess að nokkuö væri viö það að at- huga. Ekki fór hjá þvi að öllum þess- um dómum fylgdu nokkur vita- skot, en ekki verður sagt að nýt- ing þeirra hafi veriö glæsileg. Til dæmis tóku Stúdentarnir 24 vita- skot alls i fyrri hálfleik, en hittu aðeins 6, eða 25%. Flestir gætu liklega gert betur með lokuð aug- un. Samanlagt tóku liðin 66 vita- skot i leiknum, en hittu aðeins 31, eða nokkuð innan við 50%. Væri ekki úr vegi fyrir leikmenn að at- huga hvar þeir standa með tilliti til vitahittni, þvi ósjaldan velta úrslit leikja einmitt á nýtingu vitaskota, og það er súrt að tapa leik með 11 stigum, vitandi það að liðið hefur klúðrað 20 vitaskotum, eins og Stúdentarnir gerðu i þess- um leik. Bæði liðin byrjuðu leikinn með maður-á-mann vörn, og þrátt fyr- ir ágæta dómgæzlu Harðar og Erlendar, uröu árekstr- ar tiðir, enda sýnilegt að bæði liðin voru staðráðin i að ná i stig i þessum leik. Armanni veittist strax betur i þessari bar- áttu, og virtust leikmenn ákveðn- ir að lyfta liði sinu upp úr þeim öldudal, sem það hefur verið i og stúdenta undanfarið. Vörnin var mjög samstillt hjá Armanni, og tókst með þvi að halda fS-mönnum frá körfunni — jafnvel Bjarna Gunn- ari, sem er þó ekkert áhlaups- verk. En með þessum góða varnarleik, sem stundum varð þó býsna harður — enda fór fyrsti Ármenningurinn útaf meö 5 villur i fyrri hálfleik — og með nýjum leikaðferðum, tókst Armanni fljótlega að ná forystu, og eftir fjögurra minútna leik stóö 12—4 fyrir Armann. En, hinn ákveðni varnarleikur kostaði Armenningana fórnir, og á fyrstu 5 minútunum fékk Birgir Birgis 3 villur, og varö að vikja af velli, til að „spara” hann fyrir siðari hálfleik. Eftir þetta tóku Stúdentarnir smám saman að vinna upp forskotið, svo að um miðjan hálfleikinn jöfnuðu þeir, 16-16. Armann náði þó strax for- ystunni á ný, og i hléi stóðu leikar 35-24 fyrir Armann. Hvað sem þvi hefur valdið, þá var þetta einhver allra slappasti leikur Stúdentanna i vetur. Liðið er komið óraveg frá þvi ástandi sem rikti, þegar það rokkaði milli 1. og 2. deildar næstum árlega, og hefur nú náð mesta styrkleika sinum i meir en áratug. Þó sprungu Stúdentarnir algerlega á limminu i þessum leik gegn Ar- manni, og fjórum minútum fyrir leikslok hafði Armann náð 23 stiga forystu, 77—54. En IS átti góða kafla, eins og siðustu fjórar minúturnar, þegar liðið skoraði 14 stig gegn 2, og minnkaði mun- inn niður i 11 stig, eða 79—68. Armenningarnir hafa greini- lega lagt sig fram um að bæta lið sitt, enda virðist liðiö á réttri braut. Þetta kemur fram bæði i sókn og vörn, og verður þess varla langt að biöa aö Armann taki aftur sitt fyrra sæti sem eitt af toppliöunum i 1. deild. Birgir Birgis stjórnaði liði sinu af rögg- semi, og skoraöi auk þess nokkr- ar bráðfallegar körfur, og Jón Sigurösson er alltaf sami galdra- maðurinn með boltann, og skor- aði 17 stig. Bjarni Gunnar varð sigahæstur Stúdentanna með 18 stig. gþ Staðan í 1. deild KR 4 4 0 331-261 8 St. IR .3 3 0 282-232 6 st. Arm. 3 2 1 216-200 4 st. 1S 4 1 3 280-286 2 st. HSK 2 1 1 138-149 2 st. UMFN 3 1 2 167-194 2 st. Valur 2 0 2 152-193 0 st. Þór 3 0 3 148-199 0 st. Stigahæstu leikmenn: Bjarni Gunnar IS 76 Kolbeinn Pálsson KR 73 Fleygði söngkonunni í sundlaugina - ósyndri Joc Fraz.ier, sem nú er orðinn fyrrverandi heimsmeistari i þunga- vigt, virðist ekki hafa tekið lcikinn við George Forcman nógu alvar- lega. Með honum á Jamika voru skemmtikraftar þeir, sem hann vinn- ur með i siing og dansi, milli þess, sem hann boxar. Og á fimmtudaginn munaði litlu að illa færi fyrir Krazicr. i galsaskap kastaöi hann söngkon unni Dehra Young út i sundlaug á Jamaika og var söngkonan næsluni drukknuð. i ljós kom að hún kunni ekki að synda og Krazicr tókst að ná henni upp áður en verr fór. Söngkonan var i algjöru taugasjokki cftir atvikið, en hefur nú fyrirgefið allt saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.