Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Þriftjudagur 23. janúar 1973 Guðmundur Sigfússon, fréttaritari Visis i Eyjum var kominn á eldstöðvarnar rétt upp úr 2 i nótt og tók þá þessa mynd, sem sýnir hvernig umhorfs var. Hér á siðunni á móti er loftljósmynd frá Land- mælingum íslands. Eru þar merktir helztu stað- ir, sem koma við sögu eldgossins. Sprungan sjálf og helztu hraun- straumarnir eru teiknaðir á myndina. Tignarlegt og ógn- vekjandi i senn Mér varð ekki svo mjög hverft viö þegar gosið blasti við mér og félaga minum, sagði Birgir lögregluþjónn sem fyrstur manna mun hafa komið á staðinn. — Annars get ég litla grein gert fyrir þvi nú, hvaö ég hugsaði. Mér fannst gosið tignarlegt, en óneitanlega ógnvekjandi um leið. Ég áætla að gossprungan hafi veriö um 200 metrar þarna i öxlinni, þegar viö komum á staðinn, en nú er mér sagt að sprungan sé um 1.5 kllómetrar, trá Skaríatanga aö Kirkjubæ, en frá Kirkjubæ sá ég ekici suður fyrir öxlina. Við ræstum þegar út slökkvi- liðiö og vöktum upp i næstu húsum. Fólk varð auðvitað skelkað, þegar það frétti hvers kyns var, en engin skelfing greip um sig og þvi varð aldrei neitt öngþveiti. Nú leggur mökk yfir bæinn, sem er oröinn svartur af hraungjalli. Þetta hraungjall er miklu grófara en það sem lagðist yfir bæinn þegar Surtsey var að gjósa. Fyrst eftir að gossprungan haföi opnazt rann hraun úr henni allri til austurs, aö mestu leyti ELDSUMBROTIN HRÖKTU 4000 íYJAMíNN í LAND undan hallanum fram i sjó. Fljót- lega fóru þó að myndast gigir I sprungunni. Helzta hætta fyrir byggðina i Vestmannaeyjum núna virðist þvi vera sú, að annað hvort komi nýjar sprungur nær bænum, eða að hrauniö fari að renna til norðurs með ströndinni, en þá rynni hrauniö inn I höfnina og lokaöi henni. öskufall virðist ekki valda verulegri hættu, aöeins óþægindum. Almannavarnir stóðust raunina Ekki verður annað séð en að Almannavarnir rikisins hafi staðizt þessa fyrstu raun, sem þær hafa lent i. Þó að við séum ekki komnir i það lag, sem við vildum vera, sýnist mér þetta hafa gengið mjög vel, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Almanna- varnaráðs á sjöunda tímanum i morgun. Þá gaf Almannavarna ráð sér smá tima til að gera blaöamönnum grein fyrir starfi ráðsins I nótt. „Strax þegar fregnir bárust um eldgos i Vestmannaeyjum var Al- mannavarnaráð kvatt saman til fundar i stjórnstöð Almanna- varna i Lögreglustöðinni i Reykjavik. Hafizt var þegar handa um að skipuleggja flutning fólks frá Vestmannaeyjum, i samræmi við fyrirfram gerða áætlun Almannavarna, og gripið til búnaðar Almannavarna i þvi sambandi. Jafnframt var allt lögreglulið Reykjavikur kvatt út og haft samband við björgunarsveitir S.V.F.Í., skáta og flugbjörgunar- sveita til undirbúnings móttöku fólks frá Vestmannaeyjum. Sveitir lögreglumanna úr Reykjavik voru þegar sendar flugleiðis til Vestmannaeyja til Eldgos hófst i Helgafelli á Heimaey rétt fyrir klukkan 2 i nótt, aðeins 2-3 kilómetra frá bænum. Kona hringdi rétt á eftir á lögreglustöðina i Vestmanna- eyjum og tilkynnti um gosiö. Sumar heimildir segja, aö hún hafi tilkynnt um eldsvoða i bæn um. Birgir Sigurjónss., lögreglu- þjónn, fór viðannanmann þegar á staðinn. — Þegar við komum austurá Kirkjubæ, sáum viö hvar gos var hafiö i öxlinni austan i Helgafelli og fylgdumst við með þvi hvernig gossprungan lengdist niður til norðurs, með hverjum gosstrókinum á fætur öðrum, sagði Birgir. Þegar menn höfðu áttað sig á þvi hvað var að gerast, var hafizt handa um aö flytja fólk frá Heimaey. Almannavarnaráð var komið saman fyrir klukkan þrjú og hóf þegar skipulagningu á flutningi fólks. Innan við fjórum klukkustundum seinna voru um 4000 manns komin áleiðis til lands meö bátum Vestmannaeyinga og flugvélum. Þá var-aöeins eftir fólk, sem af ýmsum ástæðum vildi ekki eöa gat ekki yfirgefiö Heimaey. m Þetta unga fólk mun vera með yngstu Vestmannaeyingum sem flúði, Ej jr rnar vegna eldgossins I nótt. Daman lengst til hægri er t.d. aöeins eins mánaðar göhiul. Unga fólkið lét reyndar ölllætin og umstangiðekkert á sig fá, þó smá hrfna heyrðist I þeim ööru hverju. Enda leið ungu Vestmannaeying. unum bara vel hjá hjúkrunarkonunum i Arbæjarskóla i morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.