Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 12

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 12
12 Vísir. Þriöjudagur 23. janúar 1973 Reiðhjól með síma NÝJASTA TÆKNIFRAMFÖRIN? Ballettdansari á einum fœti Það leit sannariega ekki út fyrir að hann Sören Skjöldejmose gæti hafið ballcttdans að nýju eftir bílslys, sem hann varð fyrir. Sören slasaðist það illa, að taka varð af honumfótinnfyrir neöan hné. Og enda þótt hnénu sjálfu væri þyrmt, var þetta alvarlegt fyrir mann, sem stundaði starf eins og hann. En það ótrúlega gerðist. Sören gat nefniiega dansað og hefur jafnvcl sýnt ballctt i danska sjónvarpinu, —og hann er áreiðaniega eini cinfætti íistdansarinn í öllum heiminum. „Mér gengur ilia að teygja á ökklanum á gervifætinum”, sagði Sören, ,,en að öðru leyti finn ég eng- an mun. £g kem ekki bara fram sem dansari, heldur kenni ég lika nú timaballett. Við þetta vcrð ég að vera á fótunum 5 tima á dag og það geri ég án nokkurra erfiðleika,” segir hann. A myndinni sjáum við Sören, sem er 24 ára Kaupmannahafnarbúi, nýgiftur og nýlega orðinn faðir. Sé reiðhjóiið búið sima, má víst stimpla það tækniframför, — a.m.k. i þeim borgum þar sem erfitt eraðkomast leiðar sinnar á hinum breiðu blikkbeijum, sem stanga hver annarrar horn í grið og erg og komast ekkert áfram. A hjólinu má skjótast á milli óg nýta minnstu smugur. Paul Red- fern er, eins og margir aðrir Lundúnabúar, — mjög önnum kafinn maður. Þess vegna hafði hann ekki tima til að nota bilinn sinn lengur, en keypti hjólið að tarna. Og hjólið er lika hans skrif- stofa, og þar hringir siminn, jafn vel meðan hann er á mestu um- ferðargötum. Svona innan sviga verður þó að geta þess, að Paul missti ökuleyfið i 3 ár á dögunum vegna ölvunar. En hvort sem þarna endurtekur sig sagan um refinn og vinberin eða ekki, þá segirPaul: ,,Ég kemst mun hrað- ar yfir með þessu móti,” en hann starfar við að semja kvikmynda- handrit fyrir auglýsingamyndir. Jackie Onassis, konan sem á allt, sem hugurinn girnist, heimt- ar meira, meira, meira... Þctta segja brczk blöð þessa dagana. Jackie hefur aldcilis verið laus á fjármuni bónda síns, eftir aö hún og Ari Onassis giftust fyrir 4 ár- um. Það er sagt, að hún hafi eytt sem svarar milljón dollurum i föl, húsgiing-, skartgripi og annað sem telst til munaðarvarnings. Það nýjasta, sem Jackie hefst að, er alheimsleit að bústöðum. Hún er að leita að húsum til að kaupa' i London, Kaliforniu, Massachusetts, Karibaeyjum og á Kapri . Fyrir eiga hjónin anzi myndarlega bústaði i New York, Paris, Aþenu, að ekki sé talað um einkaeyjuna Skorpios og fljót andi heimiliö, skemmtisnekkjuna Christina. Fasteignasali einn i London fékk það verkefni á dögunum að útvega „mikilvægum, bandarisk- um viðskiptavini” bústað, sem væri á rólegum stað og meira en þaö, reyndarstað semenginn gæti komizt að, nema eigandinn og fuglinn fljúgandi. Sjö siöna listi fylgdi með óskunum um að finna þennan vel falda stað, —sjö siður um allt það, sem viðskiptavinur- inn óskaði að húsið hefði að geyma. Þegar hann komst að þvi, hver þessi viðskiptavinur var, reyndi hann enn frekar að gera honum (eða henni) til geðs. En eins og fasteignasalinn sagði: „Þetta er satt að segja alveg von- laust. Staður eins og þarna var farið fram á, er ekki til i London, svo ég viti. Svona hús verður að byggja fyrir frúna, hún er sann- arlega vandlát, bíessuð frúin.” Eitthvað svipað var það annars staðar, þar sem menn leituðu fyrir Jackie, m.a. i Kaliforniu. Úrslit málsins urðu svo þau, að Jackie valdi sér hús á Kapri sem afmælisgjöf frá manni sinum á fjórða giftingarafmæli þeirra hjóna. V- ; ‘ __ \v\y h -• k nr 5 YvÉ;iifl^n -- ‘mj ^ : Pardus erkominn! Ef þér hafiS það óbyrgðarhlutverk aS sjó um val ó skemmtikröftum fyrir skemmtun ó vegum fyrirtœkis yðar, þó er oss áriœgja að tilkynna yður að nú hefur opnazt ný leið til að tryggja ánœgjulegt skemmtikvöld samstarfsfólks yðar. Okkar starf er yður algjörlega að kostnaðarlausu, það eina sem þér þurfið að gera er að hafa sámband við Pardus i sima 13902 og fá allar upplýsingar um kostnað og val á hljómsveifum eða öðrum . skemmtikröftum. látið Pardus létta yður starfið. Hrin&ið strctjc. Munið, að það eruo þér sem veljið eða hafriið... . yður að kostnaðarlausu. US Skemmtikraftar.Sími 13902 HÚN Á ALLT, EN VILL MEIRA OG MEIRA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.