Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 23. janúar 1973 VÍSIR Útgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn K. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson .Fréttastjóri: Jón Birgir Fétursson Kitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 66611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 <7 íinur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Gœfustarf í nótt Það er mikil gæfa, að engin slys skyldu verða á (í fólki i Vestmannaeyjum i nótt og morgun i hinum )) óhugnanlegu eldsumbrotum, sem náðu alveg til )l jaðars kaupstaðarins. Tvennt réði þar úrslitum, góð \\ ytri skilyrði og skjótvirkt björgunarstarf. ( Langt er siðan íslendingar hafa orðið svona )) áþreifanlega varir við sambýlið við eldinn i iðrum \\ jarðar. Undanfarna áratugi hefur eldsumbrota (i nærri eingöngu orðið vartióbyggðum. Katla hefur )) löngum þótt hættulegasti vágesturinn af þessu tagi. \ En gosið i Surtsey á sinum tima opnaði augu manna ( fyrir þvi, að eldgos geta komið upp fast við manna- / byggðir. ) Svo heppilega vildi til, að fyrir allmörgum árum / samdi Jón Böðvarsson, verkfræðingur, skýrslu fyrir ) Ágúst Valfells, þáverandi forstöðumann Almanna- \ varna, um skyndilegan brottflutning ibúa Vest- í( mannaeyja. Þessi skýrsla var björgunarmönnum / til nokkurs gagns i nótt, þótt þeir reyndar bættu um ) betur með þvi að flytja á brott þá, sem vildu á ( fjórum timum i stað 15, sem áætlað var. / Slikar skýrslur hafa Almannavarnir nú einnig látið gera fyrir Húsavik og Vik i Mýrdal, sömuleiðis ( fyrir stórslys á flugvöllunum i Reykjavik og Kefla- / vik, svo og fyrir slysamóttöku i Landsspitalanum.) Þetta sýnir, að viðbúnaður þjóðarinnar gagnvart \ náttúruhamförum og stórslysum er allur annar og '/ betri en áður var. ) Skipulag brottílutnings Eyjabúa gekk með i miklum ágætum. Hafa allir viðkomandi aðilar af A þvi mikinn sóma, bæði Almannavarnaráð, sem \ yfirstjórnina hafði með höndum, og aðrir aðilar, ( sem þátt tóku i starfinu. Allt gekk þetta eins og vel /, smurð vél, enda lét árangurinn ekki á sér standa. ) Auðvitað var mikil hjálp i hinum ytri aðstæðum. / Vindátt var heppileg og beindi gosefnum á haf út. ) Hraunið rann ennfremur beina leið til sjávar i sömu \ átt. Mjög litið öskugos var i upphafi eldsumbrot- ( anna, en slik gos hafa jafnan reynzt hættulegust ) öllu kviku. Þá héldust bæði flugvöllurinn og höfnin \ opin til björgunarflutninga. ( Með guðs hjálp og góðra manna var miklum \ hörmungum afstýrt i nótt. Eftir á að hyggja, er það ( nánast kraftaverk, hvernig til hefur tekizt. Að sjálf- ( sögðu eyðileggjast mikil verðmæti, en ekki er vitað ) til þess, að neitt mannslif hafi farið forgörðum. \ Þessi reynsla mun skapa þjóðinni aukna trú á) mátt sinn til að mæta náttúruhamförum. Hún mun \ hér eftir leggja stóraukna áherzlu á almanna- ( varnir. Við vitum öll, að það, sem gerðist i nótt á ) Heimaey, getur alveg eins gerzt á Reykjanesskaga ) og viðar i nágrenni mannabyggða. Við munum læra af lexiunni i Vestmannaeyjum i nótt. ! Veigamesti þáttur björgunarstarfsins i Eyjum ( var i höndum heimamanna sjálfra. Þeir gengu að / þvi starfi með festu og hnökralausu öryggi. Þar var ) hvorki fum né fát, þótt þeir væru i bókstaflegum \ skilningi i eldlinunni sjálfri. , ( öll þjóðin vonar nú, að senn verði lát á þessu eld- \ gosi, áður en það veldur varanlegu tjóni i hinni sér- í stæðu byggð Vestmannaeyja. )i Nemendur i Golden Colombia School syrgðu ekki oliuskortinn, þvi að kennsla var niinnkuð á meðan, þar sem kennslustofurnar voru óupphitaðar. Og enga hjálp fékk oliubilstjórinn frá þeim, þegar hann kom með neyðar- birgðir. ----------------------- 111111111111 m mm ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Guðmundur Pétursson OLÍULAUSIR í KULDA OG TREKKI í Bandarikjunum hafa þeir ekki heita vatniö til húsahitunar, eins og Reyk- víkingar, heldur gasolíu. En rétt eins og íbúar á Skólavörðuholtinu máttu hér fyrir fjórum árum skjálfa á bak við frostrós- ótta gluggana í jökulköld- um ibúðum sínum, vegna þess að heita vatnið hrökk ekki til — þá vill stundum koma fyrir að olía sé af skornum skammti hjá þeim í Amerikunni. Orkuskortur er eitt af þessum orðum, sem spámenn vestan- hafs skreyta ræður sina með, þegar þeir lita fram á veginn. En það er sjaldan, sem menn rekast á fyrirbærið sjálft — Núna fyrir skömmu fundu menn þó áþreifan- lega fyrir þvi og skulfu. Hér og þar i landinu voru kaldir skólar, tómir bensin geymar á flugvöllum, tæmdir gaskútar — og fulltrúar hins opin- bera á handahlaupum um allar trissur að útvega nauðstöddum aðilum þennan dýrmæta orku- gjafa — oliu. Paul Berger, borgarstjóri i Sioux City i Iowa, skoraði á ibú- ana að draga úr oliunotkun sinni um 32%, á meðan mesti skortur- inn væri. Opinberum skólum i Denver, Wicita, Kansas og Ne- braska City varýmisllokað alveg, eða aðeins kenndar örfáar stundir á dag, vegna þess að ekkert var til, sem stinga mátti i miðstöðina. 1 Illinois gátu kornþurrkendur hvergi keypt oliu, svo að haugar af korni lágu undir rotnun. I New York-borg gripu American Air- lines og TWA til þess að láta flug- vélar, sem annars áttu hvergi að hafa viðkomu, stanza á leiðinni til þess að taka bensin á geymana. Þessar breytingar á áætlanaflug- inu voru nauðsynlegar, þvi að hreinsunarstöðvarnar i Texas urðu að draga úr sendingum sin- um á þotueldsneyti. Og það var ekki aöeins i Norðurrikjunum, þar sem kuld- inn svarf að, að þessa gætti svona áþreifanlega. 1 Suðurrikjunum voru menn kuldabitnir einnig. Texasháskóli i Austin, umkringd- ur af hundruð þúsunda ekra af einhverju oliurikasta landi álfunn- ar, sló á frest innritun 38 þúsund stúdenta, vegna þess að gas- sendingar höfðu stöðvazt. Starfsmenn sjónvarpsstöðvarinn- ar, sem rekin er i háskólanum, mættu i „föðurlandsnærfötum” og ornuðu sér við útileguofn. ,,Eitt sinn lögðum við fram til- lögu með áætlun um kjarnorku- ver hér, en kjósendur höfnuðu henni,” sagði Dan Davisson, borgarverkfræðingur Austin. ,,Þetta var óskemmtileg reynsla ibúum hér, sem hlýtur að kenna þeim, að við verðum að fá nýjan orkugjafa.” 1 Indiana rauk Birch Bayh, öldungadeildarþingmaður, upp til handa og fóta að útvega bændum própangas til þurrkunar á korni, og tókst eftir mikið mas að fá neyðarbirgðir tveggja stórfyrir- tækja. Óvenjukalt veðurfar átti sök á þessuni vandræðum. Stórhrið og garri var i nær öllu Texasriki, og meðalhitinn i Denver mældist fyrrihluta janúar vera 17 gráðum minni en i meðal janúar. Samt sem áður kom i ljós, samkvæmt skýrslum veðurstofunnar, að hit- inn i sex borgum, sem veðurstof- an hefur til viðmiðunar, var ekki nema 3,7 gráðum undir meðal- lagi. Og gefur það til kynna, að oliubirgðir, sem mæta eiga óvenjulegu kuldakasti, eru i lágmarki. Aðaleldsneytisvöntun þjóðar- innar liggur i skorti á gasi, sem er hreinlegasti og oft ódýrasti orku- gjafi til framleiðslu á rafmagni á hita. Á seinni árum hefur eftir- spurn eftir gasi aukizt um sex prósent árlega, meðan heldur hefur minnkað það, sem orku- lindirnar heima fyrir gefa af sér. Af kyndioliu, sem er varaskeifa iðnaðarins og annarra notenda fyrir gasið, er til óvenjulitið magn þetta árið. Rikisstjóri Iowa, Robert Ray, vill kenna um aðal- oliuhreinsunarstöðvunum, sem hann segir að hafi lagt allt kapp á framleiðslu bilabensins, sem þeim hafi fundizt gróðavænlegra. — Iowa er eitt þeirra rikja, sem harðast varö úti i kuldakastinu og oliuskortinum. — George Lincoln, hershöfðingi , formaður al- mannavarnaráðs, tók undir þetta að nokkru leyti og taldi, að skort- urinn á kyndioliu ætti rætur að rekja til verðstöðvunarlaga, sem samin voru 1971, en þar var verð á jasi og bensini ákveðið frekar hátt, meðan kyndiolia var verðlögð frekar lágt. Nýjar verð- lagsreglur fyrir þriðja áfanga þessara verðstöðvunarlaga tóku gildi i siðustu viku, og er þess vænzt, að þær muni verða til þess að fyrirbyggja oliuskort af þess- um sökum. A hinn bóginn óttast menn, að ekki verði svo glatt bætt úr ýms- um öðrum ástæðum fyrir oliu- skortinum. Svo að hann verður landlægur næstu árin. Enda er þegar hafinn undirbúningur að algerri skömmtun oliunnar, þvi að það þykir ljóst, að hjá þvi verði ekki komizt. Orkustofnun Banda- rikjanna lét i siðustu viku gera skrá yfir þá aðila, sem verða látnir sitja fyrir um eldsneyti, ef slikt vandræðaástand skyldi skapast aftur. Þar er gert ráð fyrir, að ibúðareigendur og smá kaupmenn fái örugglega elsneyti, meðan stóriðjan verði mest fyrir barðinu á skömmtuninni. Aðrar neyðarráðstafanir, sem eru i undirbúningi, ganga út á los- un á hömlum varðandi innflutn- ing á eldsneyti. I Iowa er t.d. unnið að athugun á þvi að leyfa brennslu á kolum og oliu, sem mengunarhætta er talin stafa af. En þá auðvitað einungis leyft, þegar slikur skortur er, eins og núna siðast. (Þýtt að mestu úr TIME) Starfsfólk sjónvarpsstöðvar, sem rekin er i Texasháskóia i Austin, sat inni á skrifstofunum dúðað i vetrarflikur og fékk birtu frá gasluktum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.