Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 7
Um Guðsgjafarþuluna: þulu: Island í teikni síldarinnar Guðsgjafaþula, hin nýja ská Idsaga Halldórs Laxness, þykist vera sannferðug ævisaga, frá- sögn reist á sönnum heimildum. Heimildirnar sem vísað er til eru reyndar skáldskapur. Engu að síð- ur er bókin einskonar heimildasaga. Hún lýsir þætti islandssögunnar sem höfundur hennar hefur sjálfur lifað og reynt. Eitthvað á þessa leið kemst Peter Hallberg að orði i grein um Guðsgjafaþulu sem birtist i Dag- ens Nyheter i Stokkhólmi 15da janúar. Væntanlega þykir ein- hverjum lesendum fróðlegt að kynnast skoðunum Hallbergs á nýju sögu Halldórs. bvi er hér tekið bessaleyfi til að þýða lauslega meginefnið úr grein hans. Sögumaður og heimildir hans Sildin er sú guðs gjöf sem eink- um og sér i lagi er fjallað um i Guðsgjafaþulu. Það er mikið talað um sild i bókinni. Og sögu- hetjan, Bersi Hjálroarsson, eða tslandsbersi, er sildarkaup- maður, einn af þeim kynjamönn- um sem Halldóri er svo lagið að lýsa. Vera má að slikir menn standi öðrum fæti i heimi veru- leikans sjálfs. En hinum fætinum standa þeir þá alveg áreiðanlega i þjóðsögu og skáldskap. Einn kafli sögunnar hefst með einskonar yfirlýsingu um skáldið og meðbræður hans, eða um skáldið og lifið: „Stundum á hraðbraut æskunn- ar er maður altieinu staddur i annarra manna örlögum og þau geta ýtt sjálfumleikanum burt að mestu leyti um stundarsakir: jafnvel orðið að veruleik manns sjálfs þegar timar liða. Almenn- lngsvagn borgarinnar stansar i svip, eftilvill á óvæntum stað, og farþeganum verður úr sæti sinu litið innum glugga i ókunnu húsi þar sem verið er að halda uppá afmæli; eða drepa mann; eða kyssa stúlku: kanski aðeins borða súpu. Farþeginn er nauðugur viljugur orðinn gluggagægir þvert ofani sina kristilegu samvisku, og það sem meira er: þátttakandi i öðru lifi en sin sjálfs. Fólkið hefði betur dregið gardinurnar fyrir hjá sér.” t þessum tilfærða kafla er i rauninni verið að lýsa stöðu höfundarins i verkinu. Sögu- maðurinn i Guðsgjafaþulu er höfundur sjálfur. Hann lýsir fundum þeirra tslandsbersa þri- vegis á ævinni, fyrst i Kaup- mannahöfn árið 1920 þegar sögu- maður er.kornungur maður, skáldefni og fuglakaupmaður, en siðast i London eftir strið. A fyrsta fundi þeirra felur Bersi sögumanni að semja ævisögu sina. Við sitt eigið minningaefni i sögunni eykur hann ýmiskonar heimildum öðrunij ýtarlegum köflum úr Sildarsögu, minninga- bók kafteins Egils D. Grims- sonar, útdrætti úr ritgerð eftir þýzkan næringarfræðing og ýmsum klausum úr staðarblaðinu á Djúpvik, Norðurhjaranum. En lesandinn kemst brátt að raun um að það er kynlega „kiljanskur” stilblær á þessum heimildum frá- sögunnar. Enda bendir höfundur sjálfur á það i eftirmála að ekki væri „vænlegt til árangurs að leita i hillum hjá bókamönnum að ritum sem i er vitnað i textan- um”. Vormenn islands og gullnáman „Heimildir” hennar eru með öðrum orðum skáldskapur alveg eins og önnur efni sögunnar. Vera má að Halldór sé með þessu móti að gera góðlátlegt gys að þeirri heimilda-tizku i skáldsagnagerð sem svo mikið hefur kveðið að á undanförnum áratug eða svo. Engu að siður er ekki fjarri lagi að kalla Guðsgjafaþulu einskonar heimildasögu. Það má lita á bókina sem lýsingu á þvi skeiði Islandssögunnar sem höfundur hefur sjálfur lifað og reynt — i teikni sildarinnar. En auðvitað er samtimalýsing sögunnar einkar persónuleg — efni hennar ýmist séð úr hárri fjarsýn eða þvi er lýst i stilfærðum nærmyndum. Til marks um frásagnarhátt af fyrra taginu má tilgreina þetta menn- ingarsögulega ágrip: „Uppgötvun sildarinnar af hálfu svia og norðmanna fyrir norðurströnd Islands bar uppá sama tima og hugarfarslegt blómaskeiö,ialdamótanna, æsku- daga þeirra manna sem kallaðir voru vormenn Islands. Þessir menn voru gullaldarhetjur endurbornar sem hugsjónamenn úngmennafé1agar endur- fæðingarmenn og ættjarðarvinir sem aungvu eirðu fyren landið var farið að risa og þeir sjálfir orðnir embættismenn gróssérar og þjóðskáld. Það voru þessir menn sem dubbuðu sildina til gullnámu Islands. . .” 1 Guðsgjafaþulu er islenzkri pólitik og atvinnulifi, og þá sér i lagi sildarútveginum, lýst i bros- legu ljósi. En eins og endranær hjá Halldóri Laxness er bilið ein- att stutt á milli skáldskapar og veruleika, heimamenn þekkja brátt svipmót samtiðar i spé- spegli skáldsins. Hér er til að mynda getið um glerverksmiðj- una þar sem glerið vill ekki tolla saman: „Brotunum er kastað i bing. Bingurinn er orðinn hærri en verksmiðjan. Bingurinn er orðinn fjall. . . Þetta er i fyrsta skifti i sögu heimsins að til er þjóð sem getur ekki búið til gler”. Eða þá „loðbændur” sögunnar og minkurinn — sem einn nýtur inn- fluttra ávaxta án þess þó að nokkru sinni verði úr honum nýti- leg markaðsvara! Halldór Laxness hefur alla tið verið gefinn fyrir öfgafengnar lýsingar af svipuðu tagi og þess- ar. En i Guðsgjafaþulu birtast þær i annars konar samhengi en áður, allténd ef borið er saman við hinar stóru skáldsögur hans frá fjórða áratugi aldarinnar. Munurinn sést, til dæmis, á lýs- ingu á verkfalli eyrarkarla i sildarbænum Djúpvik — tólf tals- ins, eins og postularnir, segir sag- an: „Smáhópar djúpviskra bjarg- álnamanna i félagi við óskipu lagðan vinnukraft gerðu tilraun að taka ráðin af stúurum. Þessir menn eru nefndir fasistar i sam timaheimildum um atburðina. Annar hópur jafnstór snerist á sveif með stúurum. Litilsháttar pústrar og hrindingar urðu á bryggjunni. Einn maður datt i sjóinn, honum var bjargað. . . Sagan geymir þennan atburð á spjöldum sinum sem Bryggju- slaginn mikla á Djúpvik”. 1 hinum fyrri skáldsögum Hall- dórs var þvilikum atvikum lýst i timabæru pólitisku og þjóðfé lagslegu samhengi. En i ritum hans á seinni árum er greint frá slikum efnum, þeirra sjálfra vegna, ef svo má segja. Höfundur sér efnið úr fjarska, afklætt allri hugmyndafræði. Þaö er orðið að atburðum i „samtimaheimild- um” sem varðveitast á „spjöld- um sögunnar”. islandsbersi og islenzk skapgerð Það er að sjá að Halldór reyni i æ rikari mæli að einskorða frá sögn sina við sjálfstæðan veru- leika hlutanna og atburðanna ein- an saman. Fjarstæðan sjálf verð- ur sjálfsagður hlutur i meðförum hans, látin uppi i styrkri, ná- kvæmri og nakinni frásögn. Og mannlýsingar hans beinast að lýsingu eilifrar, sér-islenzkrar skapgerðar. Dæmigerð er lýsing hans á daglegum skiptum þeirra fjandvina, íslandsbersa og Egils kafteins Grimssonar: eftir Feter Hallberg „Óðar byrjar hjá þeim eitt- hvert pex, nokkurskonar tafl sem heldur áfram hvað sem þeir hitt- ast oft á dag, tiltölulega saklaus en stöðugur núningur milli ólikra manngerða þar sem hvor étur úr sinum poka. Þet.ta er islenskur leikur og einginn veit nema við- mælendur mæli þvert um hug sér allan timann, annar eða báðir i senn”. Þessi afstaða hæfir Islands- Bersa — mannlýsingu sem i senn er furðu áþreifanleg og torvelt að gera sér grein fyrir Henni. Hann er risi að vexti viskisvelgur mik- ill, tillitslaus gróðabrallsmaður — e'n um leið er hann maður dulvit- ur, alla tið á einhvern hátt hafinn ýfir sinar eigin spekúlasjónir. Ýmist er hann stórrikur eða blá- snauður svo að dyraverðir i Banka þykjast ekki sjá hann. Vegir hans eru órannsakanlegir — eins og sildarinnar að sinu leyti. Hann sýnir sig aldrei heima hjá sér, hjá konu sinni og öllum börnunum. Engu að siður þykir honum vænt um þau, einkum sjúka dóttur sina, Bergrúnu. Eitt sinn segir Bergrún sögu- manninum, skáldi og fuglakaup- manni frá þvi þegar faðir hennar keypti handa henni fiðlu á Italiu. Hann prófaði allar fiðlurnar i búðinni. „Og dúfurnar i borginni komu fljúgandi innum opinn gluggann og settust á öxlina á honum”. Þetta er aðeins eitt dæmi um tákngervingu efnis og frásagnar sem algeng er hjá Laxness. Sögumaður hittir tslandsbersa sem fyrr segir siðast i London einhvern tima eftir strið. Þá er Bergrún dáin. Faðir hennar situr eftir með fiðluna hennar i hnján um — „eina af þessum ódauðlegu fiölum sem ekki er hægt aö kaupa fyrir peninga”. Þeir skrafa sam- an um gömul kynni og um ævi- söguna fyrirhuguðu. En loks leggur Bersi frá sér spil og viski: „Hann sat leingi með fiðluna i hnjám sér og fitlaði við streingina og var að reyna að ná þessum sérstaka tóni sem minnir á Berg- rúnu Hjálmarsson”. Á þeim orðum lýkur sögunni. Það er eins og lifið sjálft með allri sinni margbreytni hafi hnigið til viðar, vikið fjær eins og hilling eða sundrazt eins og glitrandi sápukúla. Ekkert er eftir nema leit mannsins að þessum sérstaka tóni, hinum eina og hreina sem aldrei finnst. NÚ HEFST STRÍÐIÐ VIÐ SÆLGÆTIÐ! | IINIIM ! = síðan Umsjón: Edda Andrésdóftir Tannlæknar hafa um langan tima sagt okkur, hvaða áhrif sykur, sælgæti og sætar kökur hafa á tenn- urnar. Og ekki ein- göngu tannlæknar heldur læknar yfirleitt ásamt fleiri sér- fræðingum. Okkur er tjáð að sælgætið sé ekki eingöngu skaðlegt fyrir tennurnar, heldur fyrir allan likamann. Börn og sælgæti eru vist slæm samsetning. En hvernig er hægt að fara að til þess að forða sælgætinu sem mest frá barn- inu? Ýmsir tækju ef til vill það ráð að banna sælgæti algjörlega og meina börnum sínum að borða það. Það ráð er þó ekki heillavænlegt, að því er danski barnasálfræðingurinn Aagaard Pedersen telur, þar sem sælgæti verður þá um leið eitthvað, sem er mjög spennandi i augum barnanna og eitthvað, sem þau gæða sér á um leið og foreldrar- nir sjá ekki til. Hún ráðleggur foreldrum hinsvegar að banna afa og ömmu og öðrum að gefa börn- unum sælgæti, alveg eins og sælgætið ætti ekki að vera leyfi- legt á barnaheimilum og leik- skólum t.d. Sumir foreldrar segja: „Hjá okkur er sælgætið ekkert vandmál. Viö höfum einn dag i viku, svokallaðan „sælgætisdag”, þegar börnin fá að borða eins mikið af sætindum og þau geta. En þau verða þá að bursta i sér tennurnar á eftir”. Það er þó ekki þar með sagt, að það að bursta tennurnar á eftir, sé vörn gegn skaðvæn- legum áhrifum sælgætisins. Og tannburstinn breytir þvi heldur ekki, að sælgætið er óhollt eftir sem áður. Það er lfka allþokka- legt fyrir barnið að fá að troða sig út af sælgæti og sætindum 52 daga ársins! En hvers vegna þarf að gera sælgætið að ein- hverju reglubundnu eða ein- hverri skyldu eða vana, eins og og vikubáðið eða þvottinn? Aagaard Pedersen ráðleggur foreldrum hins vegar i baráttunni við sælgætið að gera börnin að bandamönnum sinum og sýna þeim fram á það rólega, að sælgætið sé óhollt, og það sé þess vegna, sem við gerum litið að þvi að borða það. Með þvi móti gengur þaö einna bezt að koma barninu i skilning um það, að sælgætið, sem þekur hill- urnar í búðinni, sé eitthvað, sem við boröum ekki, eða gerum mjög litið að. Reynið ekki að telja barninu trú um, að við sælgætisát komi mús eða ormur eða þá skemmd i tönnina. Skemmdin lætur ekki á sér kræla strax, og barnið skilur ekki samhengið. Eitt það versta, sem foreldri getur gert i „sælgætisstriðinu”, er það að láta undan siga að lokum. Barnið biður um sæl gæti, en foreldrið segir nei. En barnið ætlar ekki að láta sig, það langar i súkkulaði eða annað og heldur áfram að rella. Og að lokum er gefizt upp, barnið fær það, sem það vildi, með látum. Segið heldur strax, það er að segja, ef barniö má fá sælgæti i það sinnið: eitthvað á þá leiöina: „Nú jæja, svo þig langar i súkkulaði. Allt i lagi, við skulum kaupa svolitið, og svo skulum við skipta þvi á milli okkar”. Þá er kannski minni hætta á þvi, að barnið verði sárt og ergilegt, ef i næsta skipti er sagt eitthvað á þessa leiðina: „Nei, það er engin ástæða fyrir okkur að borða sæl- gæti i dag”. „Hann borðar svolitiö sæl- gæti, en ekkert mikið”, mundu kannski sumir foreldrar segja um barniðsitt, en þetta svolitið getur verið öllu meira en hollt er talið fyrir tennur og likama barnsins. Aagaard Pedersen ráðleggur foreldrum að breyta örlitið til, til dæmis um páskana, þegar öll börn fá páskaeggið langþráða. 1 stað þess að kaupa súkkulaðapáska- egg, fyllt með sælgæti, getur verið alveg jafnskemmtilegt að búa til páskaegg úr pappa og setja einhvern hlut inn i það, til dæmis Lego-kubba eða annað slikt. Út frá þvi má svo kannski smátt og smátt koma barninu i skilning um það, að við þann peninginn, sem annars hefði verið eytt i sælgæti, má gera heilmargt annað. Það má kaupa fyrir hann hlut, sem endist miklu lengur en sælgætið. Sumir foreldrar gefast upp við sælgætið, en það er ekki rétt. Það ætti ekki að vera miklum erfiðleikum bundið að ákveða, hvenær óhætt er að borða sæl- gætið og hvenær ekki. Sumir foreldrar telja, að það hafi slæm áhrif á barnið, fái það ekki að borða sælgæti, á meðan það er ungt, og telja, að það borði þá þeim mun meira, þegar það eldist nokkuð. En það er rangt, þvert á móti virðast þau börn, sem borða sælgætið á meðan þau eru enn tiltölulega ung, ekki borða neitt minna, og kannskimeira en önnur,, á 10-12 ára aldursskeiðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.