Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 27.01.1973, Blaðsíða 1
vísm 63. árg. — Laugardagurinn 27. ianúar 1973 — 23. tbl. POMPEII NÚTÍMANS? Sjá myndsjá frá Eyjum á bls. 8-9 og bls. 5 Eyjamenn fýsir á vertíð Blaðamaður kannar andrúmsloftið í Hafnarbúðum SJÁ BLS. 2 GENGIÐ OFAR SNÚRU- STAURUM Edda Andrésdóttir frá Eyjum: Tiltölulega rólegt var á gos- stöðvunum i gærkveldi, að minnsta kosti þegar miðað er við fyrrinótt. Vindátt var hagstæö fyrir byggöina. Hún var á vestan, og beindist reykjarmökkur og öskufall þvi að sjó. Ekkert ösku- fall var i bænum i gær frá þvi á hádegi. Nóg var samt um ösk- una á götum og húsum i kaup- staðnum. Dæmi eru meira aö segja um það, að fólk hafi stigið á snúrustaura austast i bænum, þá t.d. við þau hús, sem standa ofan við Bústaöarbraut nær Helgafelli. 20 hús hafa nú brunniö af völdum eldgossins. Eru þau hin sömu nú komin á kaf i ösku. Sums staöar hafa brotnaö rúður i húsum og herbergi fyllzt af ösku. Við komum t.d. inn i hús, þar sem við komum inn i bað- herbergi, sem kunnugur tjáði okkur að hefði verið eitt það fallegasta i bænum. Herbergið haföi fyllzt af ösku. Þak þess húss var að þvi kom- iö að gefa eftir undan þunga öskunnar, sem á þaö haföi safn- azt. Sperrur voru komnar niður úr loftklæðningu. Þar voru hús- eigendur og menn með þeim aö bjarga þvi sem bjargað varð úr húsinu. Meðal annars voru þeir að skrúfa úr eldhúsinnrétting- unni eldavélarsamstæðuna og rifa teppi upp frá gólfunum, en það var þó meira en margur annar hefur getað hér i Eyjum. Eitt hlaðið hús sáum við, sem þoldi ekki þunganmaföskunni og voru húsveggirnir að kikna undan þunganum. Sums staðar gengur maður eftir götum, sem hækkað hafa upp i sömu hæð ogsnúrustaurar náðu. Verst virtist ástandið vera þar, sem slétt þök eru, sem ekki hafa þolaö þungann. „Patentlausnir" lesenda á gosinu Sjó bls. 2 „Nú kemur Steini ekki framar" Viðhorf Vestmannaeyjadrengs Sjó baksíðu Hélt árásarmanni unz lögreglan kom Sjá baksíðufrétt Vísnaþátturinn Bls. 14 Sundurtættir húsbúkarnir I Vestmannaeyjum verða sifellt fleiri. Þegar sprengjuhrinunni linnti voguðu þessir menn sér að skoöa rústirnar, austast i bænum, með ógnþrunginn bjarma gossins i baksVn. Enn snerist vindur i gærkvöldi og austanáttin sendi ösku og vikurmolana I nýja árásarferð yfir bæinn. — Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson — imynd 40 HÚS NÚ EYÐILÖGÐ Gúmmbátar til staðar, ef höfnin lokast — mökkur yfir bœinn og nokkur aska Edda Andrésdóttir, Eyjum klukkan eitt I nótt: Tuttugu hús eru komin á kaf og önnur tuttugu brunnin, að sögn Magnúsar H. Magnússonar bæjarstjóra i Vestmannaeyjum. Ryk barst yfir bæinn snemma nætur, þótt lygnt væri að mestu, og mikil brennisteinsfýla. Hins vegarerenn fremur lygnt, en háskinn mikill, ef hvessir mikið. Verst virðist ástandið vera, þar sem voru slétt þök, þvi að i mörgum tilvikum þoldu þau ekki þungann. Hallandi þök hafa staðizt betur, og i gær var byrjað að sópa af þökum, svo að minni ástæða á að vera fyrir ibúa aö óttast um þau hús sem standa, eins og flest gera enn. Ibúðarhús ganga algerlega fyrir. Til dæmis er óheimilt að flytja nokkuð úr verzlunum. Það verður ekki gert fyrr en siðar. Þó var flutt úr Apóteki Vestmanna- eyja i gærmorgun. Nú er farið að rætast úr þeim matvælavanda, sem var hér fyrst eftir að gos hófst. Lögreglan hefur nú i fórum sinum lykla að verzlunum i bænum. Einnig er farið að flytja matvæli með Herjólfi, sem kom til dæmis með mjólk frá landi i gær. Fáir sáust á ferli i gær. Hús eru auö og tóm, og aldrei hefur verið jafn eyðilegt og tómlegt i bænum og i gær, siðan gosið hófst. Það var harla ein- manalegt að ganga um göturnar með drunur fyrir eyrum og titrandi jörðina undir fótum sér. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur nú skipt sér, og eru nokkrir i Reykjavlk en aörir i Eyjum. Fólk heldur áfram við flutn- inga, hvort sem eru húseigendur eða aðstoðarmenn, þótt ösku- fallið dynji á þeim, meðan hús- munir eru ekki taldir skemmast við, eða fólk hljóti áverka. I viðtali, sem Visir átti i gær- kvöldi við Magnús H. Magnússon bæjarstjóra spurðum viö Magnús, hvað yrði tekið til bragös, ef allt i einu skapaðist hættuástand, svo að flytja yrði fólk burt. Árvakur og Lóðsinn við- búnir neyð „Arvakur liggur i höfninni núna”, sagði Magnús, og einnig báturinn Lóðsinn og með þeim á að vera hægt að koma heim þeim rúmlega 100 mönnum, sem hér eru. Ef höfnin lokast hins vegar, þá er annað varðskip úti fyrir Eiðinu og yrði þá að komast út i skipið í gúmmbátum. Þeir eru til ef þarf. „Ég geri mér vonir um, að gosið geti breytzt og orðið venju- legt hraungos. Mér sýnist gosiö hafa verið minna i dag en áöur ogvona,að yröi venjulegt hraun- gos, þá gæti atvinnulifið farið smátt og smátt I gang. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur minnist þó ekki hraungoss, sem staöið hefur i styttri tima en einn mánuð. Það skal tekið fram vegna fréttar I gær um gufu á iþrótta- velli, að þar var um að ræða föt- boltavöll, sem er skammt frá hraunjaðrinum. Vestmannaeyingum boðnar 500-1000 stöður — en fáir hafa enn sótt um vinnu Sjá baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.