Vísir - 27.01.1973, Síða 14

Vísir - 27.01.1973, Síða 14
14 Vfsir. Laugardagur 27. janúar 1973 US*4- komið nú að kveðast á ^3C3C3«^3C5^3C%3C5«^3^3«C3^3C3C3«C»3Í3^%3^%3««C3C3«Ö»^3«C^3C3^X3Q3€3«€3S3«^3CX3«C3C3»«^3«C3^3»Í3C5Ö«C^ VVVVN Auðsjáanlega hefur skáldfákurinn verið vel alinn að undanförnu, ef dæma má eftir þátttöku ykkar I visnaþættinum. Borizt hefur mikiil fjöidi visna, botna og bréfa. Skemmtilegt gæti verið að birta það allt, en þvf miður er það ekki hægt vegna þess, að rúm það í blaðinu, sem vísnaþátturinn hefur yfir að ráða, er takmarkað. Fjölmargar áskoranir hafa aö undan- förnu komið fram um það, að visna- þátturinn verði á hverjum iaugardegi. Og mun svo verða, a.m.k. nú um sinn. En þá er komiö að fyrsta fyrriparti þessa árs, en hann var I visnaþættinum6. janúar og er á þessa leiö: Þessi ræfils rikisstjórn rændi kaupi minu. Allmargir botnar bárust, og fiesta þeirra sjáum við i þessum þætti, ásamt ýmsu öðru. Blaðinu fletti á blaösiöu nlu, blasti viö visnaþraut. Aður en taldi ég uppá tiu af tungunni þetta hraut: Aöra hvergi fundu fórn fylgi að bjarga sinu. Rauðhaus Lýðurinn skal færa fórn, fjandinn heldur sinu. H.J.Þ. Stjórninni þú færðir fórn, en fargar lifi þinu. Ei lét Mangi á Mel þá fórn mig færa i starfi sinu. Muna skalt þá miklu fórn með atkvæðinu þinu. G.F. 19 Vill að aðrir færi fórn, en fiskar eftir sinu. Ég sendi um leið visu, sem varö til þegar stjórnin hóf göngu sina: Létt og fri er leiðin nýja, landann flýja sorgirnar. Efst I skýjum Ólafia er að vigja borgirnar. K.S. „Ihaldi” stærri færði fórn. „Framsókn” ver oss pinu. Jónina frá Gemlufalli En veröur brátt að færa fórn, og flýja úr bæli sfnu. Fyrrverandi kjósandi Heimtar, að ég færi fórn, fórnar engu af sinu. Þyldu sjálfir þyngri fórn þings af kaupi sinu. Létta á sig leggja fórn af „lúsarkaupi” sinu. B.S. Ennþá má ég færa fórn og fylgja nýrri linu. Halldór af mér heimtar fórn, handa liði sinu. Guðm. Valur Sig. Svona er að færa fórn, fjandinn lá á sinu. Halli stautur Allir veröa að færa fórn fyrir lifi sinu. Magnús á Barði Góð er talin gervifórn, sem gerir út um brýnu. Visu dagsins Visi hjá visu áttu sprundin. Visa óx af visi þá visitölubundin. S.S. Það er illt ef örsmá fórn, umsnýr geði þinu. Óspart keyrðir ofani svað, eru stjórnar brestir. Hjá Visi kappar kunna að krita liðugt — flestir. S.S. En þeir sem enga færðu fórn fengu að halda sinu. Þú ert jafnan, Visir, vitur, veglegt skipar sæti hér. Um þig næöir úlfaþytur, en þú stendur allt af þér. Þ.Ax. Ég nefndi ei þessa neyðarfórn, næði hún marki sinu. Þvi greyi á ekki að gera fórn, sem gleymir verki sinu. M. Hin þó nokkra færði fórn fyrir striti sinu. H.LIndal Hver vill ekki færa fórn fööurlandi sinu? H.joð. Vísan eykur allra þor, öllum gleði veitir. Geymir merkra manna spor, man þvi hvað þú heitir. Hildur i Dal. Nú eru Ólafs-ingar slegnir, ýmsar blikur sjást á lofti. Siaðar allar sjóða eignir, sjatnað loft i þeirra kvofti. G.Þ. Leiöinlegt hvað landhelgin á litið brautargengi. Veigalitil varðskipin verða hér of lengi. Bogi Hails Allir veröa að færa fórn úr forðabúri sinu. Margir stærri færa fórn: fórna lifi sinu. Gefðu ætið hin góðu ráð, gæt að þvi hverju sinni. I akurinn þegar illa er sáð, uppskeran verður minni. Gleymdi hún alveg eiði sórn- um og heiti sinu? Orðsending til Ólafiu. Þó að áhöfn vinni vel verður stjórnarskripið um borö i þjóöarskútu skel I skyndi að mæla dýpiö. Ranki J.B. Og hér er gömui visa I nýrri útsetningu. Enginn grætur íslending, eignalausan, fláinn. En þegar allt er komið i kring, krefur Halldór náinn. Fyrrverandi kjósandi Halldórs. E. Illt er að þurfa að færa fórn fyrir lifi þinu. Lætur snauða færa fórn fyrir lifi sinu. Aumt er gólið enn i kórn- um á bolsalinu. Man nú enginn eftir bjórn- um i þinghúsinu? Eins og stjórnin óð væri og aösteðjandi vandi. Gengið f^lldi i góðæri sem gekk á sjó og landi. Mundi Jör. Það er hart að færa fórn og fjárhags- þjást af - pinu. Visir birtir visurnar. Visir segir fréttirnar. Visir skemmtir visnaþjóð. Visir treður eigin slóð. Fyrir þetta ég þakka vil. Þess ég ætið hlakka til, að lesa VIsis vlsnaþátt. Visir birtir stórt og smátt. Ólafur að Norðan Um iandhelgislinuna. Innfyrir linu ei skal fara, aðeins ber það með sér skaða. Lagabrjótar bráðum fara burt með 50 milna hraða. Strákur Til 28 ára húsmóður, frá Stefáni Rafn. Þannig henni færa fórn flestir úr pússi slnu. Jón Sigfinns. Seyðisfirði. Hún ekki mikla færði fórn, þótt færi úr sæti sinu. 28ára húsmóðir Enn mun þjóðin færa fórn I fyllirii sinu. L.J. Atkvæðis ég færi ei fórn framar slikri pinu. Flýgur staka fyrst um borg, svo fram til dala. Langar mig nú lika að tala þvi ljóðakvörnin er að mala. A.R. Akranesi Allir verða að færa fórn föðurlandi slnu. 3. A. Mörgum reyndist frekust fórn — fáir halda sinu. Ýmsir hafa krappan kost kneyfað hjá vorri þjóðu, en til eru þeir sem funa og frost finna I hitamóðu. A.G.Akranesi Ætli stjórnin færi fórn úr forðabúri sinu? I.A. Michelsen En ég verð þessa aö færa fórn fyrst ég kaus þá pinu. Theodór Einarsson Það var ráð og rifleg fórn, svo refirnir haldi slnu. Það fór illa þessi fórn, þeir fengu I magann pinu. Sig.Bj. Viöreisn færöi ég meiri fórn, fjandinn heldur sinu. A.Stef. Þúsundfalda þjóöarfórn þungri veldur pinu. G.G. Allir henni færa fórn, fjaldinn sleppir ei sinu. J. Halldór mikla heimtar fórn og heldur striki sinu. Er ég hrekst um lifsins hjarn þá hugann læt ég sveima. Það væri bezt að vera barn I bænum gamla heima. Arni Júl. Arnason Einhverntima færa fórn flestir I lifi sinu. Ef fyrripartinn vandað vel visnaþáttur getur, yrði lika, að ég tel, endirinn gerður betur. Scsselja Þórðardóttir Sjálf hún ætti að færa fórn og fremur taka af sinu. Þó glöð ég færi þessa fórn fyrst „Rlkið” heldur sinu. Elsku Visir! eg þig bið ekki meiri pólitik. Stjórnina látum fá sinn friö, mér finnst orðið nóg um aurköst slik. Stöndum bara bein og keik og berum harm I hljóöi, þó Óli fari I feluleik með flesta varasjóði. Aðalbjörg Zóphoniasd. Af sérstökum ástæðum er þessi fyrri- partur birtur aftur nú. Hjá stjórninni er fátt um fina drætti, fljótandi gengi ergir Hannibal. Og þrir botnar. Þvi er bara að þjóðarhætti þingið eykur krónu tal. Andstaðan segir að hún hætti, önnur betri koma skal. Steinunn frá Hvoii Visnaþátturinn þakkar <og fyrirgefur fúsiega) visuna sem þú sendir, Steinunn, og óskar þér ails hins bezta i framtiðinni. En hvað kom til, að voldug viðreisn hætti? Varð henni ofjarl bóndinn i Selárdal? Þjóðarbúið blómgast þarf, bæn og trúarstyrkur. Að þvl hlúi okkar starf. Enn ert þú svo virkur. Stefán Ilallsson, Kefiavik Ef ég drósar fengi fund, sem fyrst á ljósri morgunstund, þá skal hrósa þornagrund þýðri rós með gull i mund. Gamankveölingar ortir eftir lestur greinar Grétu Sigfúsdóttur I Mbl. 11. jan. s.l. þar sem hún reiðir hirtingarvöndinn að „óla” Jónssyni, ritdómara Visis. Sigfúsdóttir siðar dóna og róna, sem ropa og freta að ritum þeim, er renna frá Grétu um allan heim. Fljót var hún aö kveða I kútinn karganhrútinn. A honum finnst þvi ekki mark, eftir þetta siðsta spark. Stefán Rafn Sunnudagsvisurnar Alltaf vlsum unni þjóð. Ærinn er visumáttur. Gleður visa guma og fljóð. Góður er Visisþáttur. Inn til dala, útvið sæ aðdáendum safni. Visnaþáttur Visis æ vel og lengi dafni. H.Z. Dalvik Við skulum svo hafa næsta fyrripart svona: Saman tengir lif og lit listafenginn maður. Efni i næsta þátt þarf að berast i siðasta lagi þriðjudaginn 30. janúar. Utanáskriftin er: Dagblaðið Visir „Komið nú að kveðast á” Síðumúli 14 Reykjavik. L.T.H.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.